Þjóðviljinn - 29.03.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.03.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. mars 1980 ÞJÚÐVILJINN — SIÐA 5 Píanóleikari frá Grikklandi George Hadjinikos, griskur pianóleikari og hljómsveitar- stjóri mun halda planótónleika i Norræna húsinu n.k. sunnudags- kvöld kl. 20.30. A efnisskrá eru verk eftir Schubert, Brahms, Nikos Skalkottas og Beethoven. George Hadjinikos hefur ferö- ast viöa um heim, haldiö tónleika og komið fram meö mörgum þekktustu hljómsveitum Evrópu, þ.á.m. Filharmóniuhljómsveit- inni I Berlin, Suisse Romande og BBC hljómsveitinni i Lundúnum. Hadjinikos kemur hingaö á veg- um Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, þar sem hann mun halda námskeiö dagana 31/3-2/4 n.k. Bókmennta- kynning í Garðabæ Dönsk bókmenntakynning verður haldin i Bókasafni Garöa, Lyngási 7-9 laugardaginn 29. mars 1980 kl. 15.00. Dagskrá: Avarp flytur Helgi K. Hjálms- son, formaöur Norræna félagsins I Garöabæ, Fyrirlestur um áhrif danskrar menningar á isienskar bókmenntir: Peter Rasmussen, lektor. Nemendur I Garöaskóla flytja þætti úr verkum Gunnars Gunn- arssonar, Guömundar Kambans, Jóhanns Sigurjónssonar og Jón- asar Hallgrimssonar sem allir rituöu á dönsku. Kvikmyndasýning. Opnuö sýning á dönskum ný- timabókmenntum i bókasafninu. Þessi bókmenntakynning er einn þáttur I auknum menningar- tengslum milli vinabæjanna Garöabæjar og Birkeröd i Dan- mörku. Auk þess er tilgangur meö henni aö auka áhuga nem- enda Garöaskóla á danskri tungu og dönskum bókmenntum. Einvigið í Bad Lauterberg Adorjan að ná sér á strik? Andras Adorjan er nú loksins farinn aö braka i einviginu. Eins og bent hefur veriö réttilega á, þá er Ungverjinn mikill baráttujaxl þegar eitthvaö fer aö biása á móti og má segja aö kostir fullhugans séu aö einhverju leyti innprentaö- ir i hans vitund. Adorjan tefldi 6. einvigisskákina viö Htibner af- bragösvel og hefur þegar þetta er skrifaö mikla vinningsmöguleika þó aldrei sé aö vita hvaö^ þeir féiagar Guömundur og Hiíbner finni i athugunum sinum á biö- stööunni. Nái Adorjan aö saxa á forskot Hiibners getur allt gerst. Þessi skák er þvi afar þýöingarmikil og fullvíst má telja aö Hilbner vinni einvigiö haldihann jöfnu i þessari skák. 6. einvigisskák: Hvitt: Andras Adorjan Svart: Robert Hdbner Caro — Kann 1. e4-c6 (Ég telhöfuðsynd aö sleppa eftir- farandi aths.: Byrjun fátæka mannsins!) 2. d4-d5 4- Rxe4-Rf6 3. Rd2-dxe4 5- Rxf6-gxf6 (I fótspor Larsens sem unniö hefur margan meistarann á þennan hátt. Ég nefni t.a.m. Spasski fyrrum heimsmeistara. Varkárar sálir eins og t.d. Hort og Anderson leika 5. -exf6.) 6. c3-Bf5 8. Rg3-Bg6 8. Re2-Rd7 9. h4-h6 (Annar möguleiki er 9. -h5 10. Be2-Da5 11. b4-Dc7. (Svartur fómar þá peöi en fær þokkalegasta spilá drottningar- vængnum meö leikjum á borö viö -a5.) 10. h5-Bh7 11. Bd3-Bxd3 13. Dxd3-Dc7 13. Df3-e6 14. Bf4-Da5 15. 0-0-Dd5 16. De2-Bd6 17. Bxd6 (17. c4? gefur ekkert, 17. -Dxd418. Bxd6-Dxd6 19. Rf5-Df8! og eftir langa hrókun er allt I sóma hjá svörtum.) 17. ..Dxd6 19, c4-Kb8 18. Hadl-0-0-0 20- Re4-Dc7 21. d5! (21. c5sem tryggir yfirráö yfir d6 - reitnum gefur ekkert. Svartur getur stefnt aö uppskiptum meö riddaratilfæringu til c8.) 21. .. f5 '25. bxc5-Hxdl 22. dxe6-fxe6 26. Hxdl-He8 23. Rd6-Rc5 27. Hd6-De7 24. b4!-Hxd6 28. De5! (Frumkvæöið er kyrfilega i hönd- um hvits). 29. Hd3-Df7 28. .. Kc8 30. Dd6-f4 (Svartur heföi betur beöiö meö þennan leik enda hefst einungis liöstapaf. E.t.v. var hann hrædd- ur viö komu hróks til g6.) 31. De5-Hf8 33. Hd4-Df5 32. Hd6-He8 (Eöa 33. - Hf8 34. He4 o.s.frv.) 34. Dxf5-exf5 36. Hxh6-fxg2 35. Hd6-f3! 37. Hg6-Kd7 (1 verri hróksendatöflum veröur vamaraöilinn stundum aö tefla mjög djarft.) 39. Hg7+-Kf6 38. h6-Ke7 40. Hxb7-a5 — Hér fór skákin i biö. Þaö er alveg ljóst mál aö Hiibner á i vök aö verjast og satt aö segja ólik- legt aö nái aö halda jöfnu. T.d. eru miklar likur á aö upp komi hróksendatafl þar sem hann er tveimur peöum undir. Siðustu fréttir Þrátt fyrir vongóöar yfirlýsing- ar Helga ólafssonar hér að ofan, þeim HUbner og Guömundi til handa, tókst þeim félögum ekki aö halda jöfnu. Adorjan lék þeim leik sem aö sjálfsögöu er bestur I stöðunni,og eftir aö Hiibner haföi, svona rétt til aö reyna andstæö- inginn leikiö sinum leik, þurfti hann ekki nema nokkrar augna- totur til aö sannfærast um aö staöan var gjörtöpuö, eins og les- endur geta sannfært sig um hér á eftir. Sjá stöðumynd hér aö ofan. (Biöstaöan:) 41. h7-Kg6 42. Kxg2 Og svartur sá ekki ástæöu til frekari taflmennsku. Söngvitaminiö skortir greinilega ekki, hvort sem er I mars eöa aöra mánuði}— kórfélagar á æfingu. Marsvítaimn í boöi Kór Menntaskólans I Hamra- hliö efnir til skemmtunar fyrir al- menning i skólanum i dag og fer þar fram fjöiþætt dagskrá meö söng, veitingum, skemmtiatriö- um I ýmsum dúrum, blómasala og sitthvaö fleira viö hæfi fólks á öiium aldri. Dagsskemmtun þessi er eins konar mars-vitamin, sem félag- ar í Hamrahliöarkórunum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, bjóöa upp á. Dagskráin stendur yfir allan laugardaginn, en ekkert atriöi veröur endurflutt. Vill kór- inn með þessum hætti bjóöa borg- arbúum, gestum og gangandi, upp á tilbreytingu með lifi og fjöri jafnhliða þvi aö dagar lengjast nú óðum. Skólinn veröur sem sagt opinn, og hvetur kórinn fólk til þess aö lita inn sér til gagns og gamans. Marsvitaminiö fer fram meö þeim hætti aö Hamrahliöarkórinn syngur mismunandi efnisskrá kl. 2, 4 og 6. Sungnir veröa madrigal- ar, islensk lög, þjóölög, tónsmiöar eftir kunnustu meistarana, negrasálmar og sitthvaö fleira. Hver konsert tekur innan viö klukkutima i Hátiöarsal Hamrahliöarskólans. Þá veröa ýmis létt atriöi I til- efni dagsins. í matgaröi skólans selja kórfélagar veitingar og á miíli konserta skólans verða þar skemmtiatriöi eins og kvartett- söngur, þjóölagatónlist, hluta- velta, einn handlaginn kórfélagi mun klippa gesti, unnt veröur aö fá teikningar I léttum dúr af þeim sem vilja, töfrabrögö veröa fram- in, spilabrögö og blómasölu- stúlkur fara um. Þaö veröur sem sagt sitt litiö af hverju til þess aö lifga upp á mannlífiö og tilver- Fiðlutónleikar Ernst Kovacic Austurríski fiðluleikarinn Ernst Kovacic heldur tónleika I Norræna húsinu kl. 17 á sunnu- dag. Flutt veröa verk fyrir sóló- fiölu eftir Telemann, Ysaye, Bach og fleiri. Verkiö eftir Bach er són- ata i c-dúr BWV 1005,en hún hefur sjaldan eöa aldrei áöur verið leikin opinberlega hér á landi. Ernst Kovacic leikur á fiðlu sem Giovanni Battista Guadagn- ini smiöaöi áriö 1754. Aögöngumiöar veröa seldir viö innganginn. Ernst Kovacic meö fiöiuna góöu frá 1754. Dregið í 12. flokki 9. apríl Og nú er komið að aðalvinningi ársins I l I Langstærsti vinningur á einn miða hérlendis Aðrir vinningar: Bílavinningur á 2 milljónir 8 Bílavinningar á 11/2 milljón 25 Utanlandsferöir á 250 og 500 þús. 20 Húsb. vinningar á 100 þús. 55 Húsb. vinningar á 50 þús. 390 Húsb. vinningar á 25 þús. Nú má enginn gleyma aö endurnýja. Endurnýiö góðfúslega fyrir páska. Söluverö á lausum miðum 12000 krónur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.