Þjóðviljinn - 29.03.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.03.1980, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. mars 1980 Halldór Gudmundsson, Óskar Guðmundsson og Örnólfur Thorssom SUNNUDAGS 24 Aiimj v YJr |sídi r um 1Ð helgar FYRRI HLUTI Siðari hluti birtist í blaðinu á morgun Innanmein Þjóðviljinn hefur ekki verið upp á sitt besta að undanförnu. Það er að visu varasamt að byrja greinar um blaðið á þessari setningu. Hún gefur til kynna að blaðið hafi verið betra „hér áður fyrr"/ ein- hvern tíma í óskilgreindri fortíð þegar „sannkölluð gáfumenni og stilsnillingar sátu á stólum blaðamanna og prentarar voru sér- fræðingar í stjórnmála- sögu samtímans." Gamlir og dyggir lesendur eiga það til þegar þeim blöskr- ar blaðið „einsog það er orðið", að beita þessum samanburði við rósrauða fortið fyrir vagn gagn- rýninnar. Og þá læðist að manni sá grunur að menn gylli fyrir sér blaðið hér fyrrum vegna þess að þá voru þeir sjálfir atkvæða- meiri í pólitík; sann- færðari um hugsjónir Blaðs og Flokks, og sakni kannski eilítið stalínískra trúarsetninga sem skiptu heimsmyndinni í svart og hvítt. Síst viljum við taka undir þann algenga söng að öllu hafi farið aftur i is- lenskri vinstrihreyfingu síðan sá goðumlíki kommúnistaf lokkur sál- aðist eða hefja afa og ömmur hreyf ingarinnar til hetjulegrar tilveru á ólympshæðum og blaða- kostinn með. Samt sem áftur teljum viö engu logiö þó fullyrt sé aö blaöiö hafi veriö meö lakasta móti aö undanförnu. Þaö er viöar en i leiöaralanglokum og ritstjóra- klippi sem viö þykjumst sjá heldur leiöinlega þróun. A siöum Þjóöviljans veröur ekki vart viö tilraunir til skilgreiningar á hlut- verki og stööu blaösins. Vissulega heyrist alltaf ööru hverju gamli frasinn um aö Þjóöviljinn sé blaö hinnar sósialisku hreyfingar, en nær aldrei er spurt hvaöa kröfur þaö geri til vinnubragöa. Einmitt þau viljum viö taka hér til umræöu. Viö viljum leggja okkar skerf aö mörkum til aö opna beina lfnu um þessi mál milli starfsmanna blaösins og lesenda þess og vonum aö einhver jir veröi til aö taka upp þráöinn þar sem viö sleppum honum. Viö viljum taka þaö fram aö sú gagnrýni á blaöiö sem hér birtist byggist á vissri samstööu meö starfsfólki þess, sem enn strföir viö þá erfiöu iöju aö gefa út blaö viö ómögulegár aöstæöur. Þaö er til dæmis meö óllkindum hve lengi starfsfólk Blaöaprents hefur haldiö heilsu viö aflóga vélakost, æpandi hávaöa og vondar vinnu- aöstæöur yfirleitt. Prófarkales- arar sitja i almenningi og á þeim dynur viöstööulaust skarkali frá vélum, sima, útvarpi, segul- böndum og mannsröddum meöan þeir reyna aö einbeina andlegum kröftum sínum aö þvi aö útrýma villum. Jafnframt er rétt aö taka fram aö viö vanmetum ekki þann styrk sem vinstrimönnum er aö Þjóöviljanum, án þess aö hallaö sé á önnur málgögn þeirra, svo- útbrot Þjódviljans Tilraun tíl • r greimngar sem Neista, Samstööu og Dag- fara. Þjóöviljinn ber höfuö og heröar yfir annan blaöakost sósialista bæöi hvaö varöar út- breiöslu og útgáfutiöni og islensk verkalýös- og vinstrihreyfing væri vissulega verr á vegi stödd ef blaösins nyti ekki viö, þvi ekki er greiöari aögangur annars staöar I islenskum fjölmiöla- heimi. Sérstaklega er mikilvægt fyrir þá sósialista sem ekki vilja feta sömu breiögötuna og forystu- sveit Abl. að ræða sin á milli hvert liö þeir vilja veita blaöinu þegar þaö er i kröggum. Hvenær er Þjóöviljinn ekki i kröggum? Og á hvaöa forsendum á sú liöveisla aö vera? Þjóöviljamenn geta auövitaö bandaö allri samræöu frá sér meö ritskoöun, eins og dæmi eru um. Samt skal hér enn lagt á brattann og spurt hvernig sósialiskt dagblaö ætti aö vera, um leiö og viö reynum að festa gagnrýni okkar á Þjóöviljann á blaö — I trausti þess aö átök skoöana séu nauösynleg allri vinstrihreyfingu. 99 Til fundar viö skýlausan trúnaö,y Þjóðviljinn ræöir sjaldan viö lesendur sina i trúnaöi, treystir þeim litt fyrir vanda sinum. Ef breytingar eru geröar á ritstjórn blaösins frétta lesendur þess þaö á skotspónum eöa lesa um þaö I slúöurdálkum annarra blaöa. Þaö ætti til dæmis aö sæta tiöindum á einu blaöi aö annar af tveimur ritstjórum þess segöi starfi sinu lausu. Þó er þaö svo aö öll blöö önnur en Þjóöviljinn slógu þvi upp aö Arni Bergmann væri aö hætta. Innst I hjarta okkar bærist sá vonarneisti aö hér sé á ferðinni enn eitt dæmiö um borgaralegt slúður og Arni Bergmann ætli aö duga lesendum slnum sem lengst, þvi þaö er ekki ofsagt aö stundum hefur hann skrifað heilu blööin og margur dálkurinn stæöi eftir auöur ef hans nyti ekki lengur viö á Þjóðviljanum. Annaö dæmi: Glöggir lesendur hafa tekiö eftir þvl aö Reuters- fréttir hættu aö birtast I blaöinu skömmu upp úr áramótum. Um leiö hætti umsjónarmaöur er- lendra frétta störfum viö blaöiö. Hverju sætir þaö? Er þetta fram- búöarráöstöfun? Hvert eiga les- endur Þjóöviljans nú aö sækja sér erlendar fréttir? Ritstjórn blaösins á auövitaö að gera les- endum þess grein fyrir breyt- ingum sem þessum, þó ekki væri til annars en að gera þeim ljóst hvaöa þjónustu þeir geta vænst af Þjóöviljanum I framtiöinni. Eflaust veldur peningaskortur mestu um þessa ráöstöfun. Allt veröur þaö fjálglega útmálaö I næstu happdrættisherferö. En þaö er ekki nóg að gefa sósialistum kost á aö létta pyngju sina og bjarga „málgagninu”. Þeir eiga heimtingu á aö vita til hverra hluta þeir eru aö efla blaöiö.Lesendur veröa aö finna til einhverrar samkenndar meö blaöinu, veröa varir viö sérstööu þess, til aö vera reiöubúnir aö leggja sitt af mörkum. Og rót- tækir sósfalistar eru ugglaust tvi- stigandi I þvi efni vegna þess aö þeir vilja fá svör viö spurningum sinum. Þaöer nefnilega viðar en i eigin málefnum sem Þjóöviljinn er óhreinskiptinn viö lesendur slna. Þaö á einkum viö þegar Alþýöubandalagiö er annars vegar. Flokkurinn viröist heldur betur hafa hnýtt Þjóöviljann viö þoll. Sjaldan er þögn blaösins jafndjúp og þegar ágreiningur kemur upp I þeim herbúöum. Um þessar mundir les maöur til dæmis i borgarapressunni aö verkalýösforysta og ráöherrar flokksins séu ekki á eitt sáttir um kjarastefnu þess nýborna og ókaraöa unga, rikisstjórnar Gunnars Thoroddsen. Auövitaö ber blaöinu skylda til aö upplýsa lesendur um þaö mál, verkalýös- málin eru liftaug sósialiskrar hreyfingar. Og sakar ekki i fram- haldi af þvi aö minna á aö lengi hefur veriö ágreiningur meöal forystumanna Abl. I verkalýös- hreyfingunni, þar sem deilt hefur veriö um pólitiskt inntak barátt- unnar, samningaleynimakk og lýöræöislegri starfshætti auk samstarfsins viö hægri öflin I ASÍ (sbr. hiö helga bandalag Karls Steinars og Guömundar J.). Agreiningurinn hefur endur- speglast á þingum Alþýöusam- bands og Verkamannasambands, i kringum 1. mai og á fundum 1 Abl.. En ekki i Þjóöviljanum, nema á afar dularfullan hátt. Auövitaö ætti blaöiö aö skýra fyrir lesendum um hvaö er deilt. 1 ööru lagi ætti blaöiö aö reyna aö koma á fót umræöu milli þessara aöila. Viölika dæmi eru mýmörg, en þau ber aö sama brunni — Þjóðviljinn reynir allt til aö þegja um ágreining innan flokksins eöa foröast I þaö minnsta umræöu um hann ef hann blasir við. Frá- sagnir blaösins af meirihátar pólitlskum atburöum miöast aö jafnaöi viö hvaö forystu Abl. kemijr best þar sem hún situr aö kotru meö ihaldinu. Nú munu menn segja sem svo aö þetta sé ekki nema eölilegt, Þjóöviljinn sé málgagn Alþýöubandalagsins. En litum aöeins nánar á þær afleiöingar sem þetta hefur fyrir fréttamennsku Þjóðviljans meö þvi aö taka dæmi af siöustu kosningum og stjórnarmyndun. Veiöiferð á djúpmið Þaö er tæpast deilumál aö Þjóöviljinn fer I sérstæöan ham fyrir hverjar kosningar. Þau hamskipti voru öllum lesendum blaösins augljós nú I haust. Fyrir kosningar var ekki um þaö fjallaö meö hvaöa flokkum Abl. gæti hugsaö sér aö fara I stjórn og meö hverjum ekki —- og sem minnst látiö uppi um málefnaleg skilyröi fyrir stjórnarþátttöku. Litiö sem ekkert var rætt um reynsluna af nýsálaöri stjórn, hvaö þá aö almenn stjórnlist flokksins væri til umræöu. Eftir kosningar þurfti þvi ekki aö koma róttæklingum á óvart að blaöiö gerði ekki minnstu tilraun til aö útskýra umtalsveröa atkvæöaaukningu Fylkingarinnar fremur en fylgis- tap Abl. sjálfs. Þögnin um reynsluna af siðustu stjórn er þvl hlálegri ef gætt er aö þeirri fregn sem fór hraöbyri um aöra fjölmiöla I „stjórnarkrepp- unni” aö ýmsir forystumenn Abl. mættu ekki hugsa til nýrrar vinstristjórnar eftir nýfengna reynslu. Sú von þeirra lá i þagnargildi aö kratar myndu binda endá á vinstristjórnar- viöræöurnar svo þeir gætu sótt á önnur miö sjálfir. Fyrir áramót voru þegar farnar aö ganga sögur af stuttum veiöiferöum á nýju miöin þótt Þjóöviljinn flytti engar aflafréttir. Kannski Voru menn þar aö reyna aö smiöa þá „sterku stjórn” sem Þröstur Olafsson saknar svo sárlega I grein i TMM 4 1979 (bls. 384). Um siöir uröu menn varir, og er enginn ánnar djúpfiskur en Gunnar Thoroddsen i vörpunni — þá þóttust aflaklær Abl. heldur en ekki fengsælar. Þjóðviljamönnum var úthlutaö þvi verkefni aö fegra fenginn og reyndust þeir engir eftirbátar forfeöra sinna.hiröskáldanna. Sú var tlöin aö Þjóöviljinn rétti þessum talsmanni verslunarfjár- magns og aronsku pólitiska eyrnafikju daglega. en nú var honum heldur en ekki klappaö á kinn og stroknir lokkar. Þaö var lagt upp I hetjuljóöastil meö— kostulegum samlikingum á Gunnari og Alexander mikla („Hver þorir aö höggva á hnútinn? Þaö þoröi Gunnar Thor- oddsen.” leiöari 6.2.; stillinn minnir kannski ögn á Litlu gulu hænuna) og næst slegiö á strengi ættarsögunnar: „Miklu nær væri aö segja að dr. Gunnar hafi nú tekið sér fööurbróöir sinn til fyrirmyndar þegar ráöamenn Sjálfstæöisflokksins eru komnir svo illa úr takti viö landsfólkiö og raun ber vitni.” (Klippt, 12.2.) Blaðamenn voru geröir út til aö setja saman lofrullur um Gunnar (afsakiö DOKTOR), og mátti undarlegt heita eftir þann lestur aö sósialisk hreyfing hafi ekki fyrr séð sindra á þennan gimstein öll árin sem hann hvildi á fjós- haug fjandmannanna. Skyldu þeir vera fleiri? Formaður verka- mannasambandsins hefur kannski fundiö forsetaframbjóö- andann, Albert Guömundsson, I þeim haugi? Þeir viröast amk. eiga þaö sameiginlegt, Albert og Gunnar — fyrir utan löngun beggja til aö veröa forsetar — aö reyna leynt og ljóst aö þrengja réttindi verkalýðsfélaganna. Væri nú ekki nær að annaö blaö en Dagblaöiö spyröi Guðmund J. Guömundsson hverju þaö sæti aö hann hampar yfirlýstum and- skota verkalýðsstéttarinnar i þetta embætti? Og efndi I leiöinni til umræöu um hlutverk forseta- embættis og hvern hlut sósialistar geti átt aö kosningum til þess. Þó aö ágæta skemmtun megi hafa af sögu stjórnarmyndunar- innar er full ástæöa tii aö spyrja um afdrif þeirrar upplýstu, póli- tisku umræöu sem á aö vera aöalsmerki hvers flokks sem kennir sig viö sósialisma. Með hvaöa hluta borgárastéttarinnar er Abl. aö samfylkja I stjórn og hvaöa sögulegir ávinningar fyrir jSósialiska hreyfingu hafa hlotist af klofningi Ihaldsins? Eöa er það bara ihaldið sem hagnast, hefur það kannski náö þpirri óskastööu stjórn- málaflokka aö vera í stjórn og utan samtímis? Auövitaö er þaö skylda ritstjórnar Þjóðvilj- ans aö efna til umræöu um þessi mál; þögnin heyrir valdinu til meöan opin umræöa fóstrar breytingar og hreyfingu. Lekabyttur á blööunum Þögnin er þó ekki alger. Þjóöviljinn (eöa Abl.j viröist hafa óskráö samkomulag viö hin blööin um gagnkvæman leka úr innsta hring stjórnmálarefanna. Gallinn viö þetta samkomulag er bara sá aö lesendur Þjóöviljans veröa aö lesa sér til um átök I Abl. á siðum Moggans. Vitaskuld á Þjóöviljinn aö _gera sitt til aö draga fram þann málefnaágrein- ing sem kann að vera fyrir hendi. Þögn um hann nærir aðeins bær persónulegu deilur og þann klikuskap sem einkennir Abl. ekki siður en aöra flokka. Þessi hráskinnaleikur borgara- pressunnar og Þjóðviljans um átqk og makk á flokkamark- aönum bitnar mest á blaöales- endum. Þaö er blásið til samúöar meö einstaka flokksforkólfi til aö eitthvert tiltekiö plott gangi upp, og ritstjórnir vlla ekki fyrir sér aö endurskrifa hálfá Islandssöguna I þvi skyni. Glöggt dæmi um slika endurskoðun ér sú ótakmarkaöa viröing sem Þjóöviljinn auösýnir nú tveimur gengnum leiötogum ihaldsmanna, þeim Bjarna Bene- diktssyni og Olafi Thors. Aö baki grillir I' þá forræöishyggju að vinnandi fólki þessa lands sé ekki ætlaö annaö hlutverk á hinum pólitiska vettvangi en aö verma áhorfendabekkinaá sviöinu fara fram sjónhverfingar; blekkingar veröa undirstööuatriöi stjórn- málabaráttunnar. Þaö er eitt helsta hlutverk sósialista sem eiga sér hugsjónir um annars konar lýöræöi og sjálfstjórn verkalýös, aö berjast gegn þessari forræöishyggju. Þaö viröist hafa orðiö sögulegt hlut- skipti Þjóöviljans aö bregöast þeirri batáttu æ ofani æ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.