Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 1
UOWIUINN Miðvikudagur 22. april 1981 91. tbl. 46. árg. Heklugosinu lokið Heklugosinu lauk rétti þann mund er bænadagar gengu I garb, eftir aö hafa staðiö hátt á aöra viku. Ekki ver&ur með sanni sagt að gosið hafi veriðmeð miklum tilþrifum, enda var það lengstum hulið skýjum, og sem betur fer er ekki vitað til þess að það hafi valdið tjóni. Hraun- rennsli var nokkurt siðustu dagana, en svo viröist sem gigarnir hafi alveg lokast og sáust ekki einu sinni gufubólstrar yfir fjallinu um pásk- ana. . Steingrímur j Hermannsson sjávarútvegsráð- herra: Tekin verði upp fisk- miðlun hér á landi Á fundi fréttamanna með sjávarútvegsráOherra i gær kom þaO fram aO hann ieggur til aO undirbúiO verOi frumvarp til iaga um aO komiO verOi upp fiskimiölun hér á landi. Veröi þar gert ráö fyrir aö hægt sé aö senda skip meö afla til þeirra staöa þar sem skortur erá hráefni. 1 þessu frumvarpi verði einnig gert ráð fyrir þvi að siglingar fiskiskipa meö afla veröi takmarkaðar þegar þannig stendur á. Greiöslur til seljenda fyrir slikan afla veröi tryggður i gegnum við- skiptabanka kaupenda. Veriö er aö skipa nefnd i þessu skyni að sögn Stein- grims. Hann sagði aö forráða- menn LIú hefðu tekið þess- ari hugmynd vel ef trygging fengist fyrir greiðslu aflans. Þá benti hann einnig á að sjómenn væru litt hrifnir af aö þurfa aö landa fjarri heimahöfn og vildu þá heldur sigla með hann. Til þessara atriða yrði að taka tillit, en að sinum dómi væri þaö ákafiega mikilsvert að komiö veröi á slikri fisk- miölun. — S.dór Netavelði bönnuð frá 8. maí Akveðið hefur verið aö hinni heföbundnu vetrarvertið ljúki 8. maí nk. meö þvi aö allar neta- veiðar verða bannaöar. Þeir sem vilja reyna linuveiðar geta það að sjálfsögðu, cn netaveiöibanniö mun standa tii 20. mai. Jafnframt er ákveðið að bann viö þorskveið- um togbáta frá I. til 7. maí sem áður var ákveöið standi óbreytt. Sjávariítvegsráðherra sagði að nú væri allt útlit fyrir að vertiðar- afli yrði svipaður þvi sem gert var ráð fyrir um sl. áramót, en lengi vel I vetur leit út fyrir að svo yrði ekki. láætlun, sem gerð var i upphafi vertiðar var gert ráð fyrir að aflinn á vertiðinni yrði 130 þúsund lestir hjá bátunum en 70 þús. lestir hjá togurunum. Afl- inn er nú 119 þúsund lestir hjá bátunum og ‘57 þús. lestir hjá togurunum. — S.dór Vorið er hér. Sigurjón Gislason var I gær við Ægisiðuna með nokkra unga menn i læri við aö skera grásleppu meöan hænurnar létu sér vel líka það sem undan féll. —Ljósm.— cik — S jáva rútvegsráðherra/ Steingrimur Hermannsson kynnti í gær reglur sem settar hata verið um endurnýjun fiskiskipa hér á landi. Eru þessar reglur settar vegna mikillar ásóknar íslenskra út- gerðarmanna í að kaupa notuð skip erlendis frá og liggja nú 16 umsóknir fyrir hjá sjávarútvegsráðuneyt- inu um kaup á slikum skip- um. Helstu atriöin i hinum nýju reglum eru þau að sóknarmætti Nýjar reglur um endurnýjun fiskiskipa: Smíði sklpa innan lands hafí forgang flotans verði haldið svipuðum og nú er, sem þýðir að leyfð verður árleg endurnýjun svipuð þvi að tonnafjölda og tekið verður úr notkun. I ár er áætlað að tonna- fjöldi þeirra skipa sem tekin verða úr notkun verði um 1500 lestir. Er-fyrirhugað að efla úr- eldingarsjóð i þvi skyni að auðvelda útgerðarmönnum að taka gömul skip úr umferð. Varöandi nýsmiði skipa, verða veitt 75 af hundraði til smiða inn- anlands en 50 af hundraði til kaupa erlendis frá. Ef óskað er eftir láni til nýsmiða erlendis, skal fylgja sambærilegt innlent tilboð og þvi tekið, ef mismunur- inn er ekki óviðráðanlegur'. Þá er einnig stefnt að þvi að endurnýjun flotans verði sem jöfnust, en miklar öldur komi ekki eins og stundum hefur gerst. Þá er I reglunum ákvæði um að fyrstum sinn verði ekki um nein- ar viðbætur að ræða varðandi endurnýjun loðnuskipa og ef ósk- aö er eftir togara, 39 m. eða lengri með 900 hestafla vél er þess kraf- ist að annar togari verði tekinn úr notkun. 1 reglunum er gert ráö fyrir undanþágum varðandi bátakaup og verði þá tekið tillit til atvinnu- ástands á viðkomandi stað og metið verður hve þörfin fyrir endurnýjun er brýn. Er ákveðið að sjávarútvegsráðherra skipi nefnd til að annast slikt mat og skuli Fiskveiðasjóður leita álits hennar áður en umsóknir um kaup á fiskiskipum eru afgreidd- ar. Steingrimur Hermannsson sagði i gær að ljóst væri að endur- nýjunarþörfin hjá bátaflotanum er mikil. Hann benti á i þvi sambandi aö af 774 skipum hér við land væru 460 16 ára eða eldri og 110 orðin meira en 30 ára gömul. Með þetta i huga er stefnt að þvi að efla úreldingarsjóð, þannig að auka megi verulega kaup og úreldingu á eldri skipum en reyna jafnframt að láta endur- nýjun og úreldingu haldast i hendur. — S.dór. |-----—------------------------- 3,5 milj. veittar til kolmunnaveiða Sjávarútvegsráðuneytið hefur Iákveðið að veita 7 islenskum skipum styrk til að stunda kol- munnaveiðar i sumar að upphæð 3,5 miljónir króna. Þarna er um að ræöa fé á fjárlögum, sem ráðuneytið fær til að styrkja veiðitilraunir, fé sem komið hefur fyrir afla sem gcrður hcfur verið upptækur og fé úr aflajöfnunarsjóði. Skipunum verður veittur oliu- styrkur við veiðarnar og einnig fá sjómenn uppbót til að hvetja þá til þessara veiða, en sem kunnugt er hafa útgeröarmenn og sjómenn verið litt hrifnir af kolmunnaveiöum vegna þess að v>erö fyrir kolmunna hefur verið mjög lágt. Steingrfmur Hermannsson sagði að reiknaö væri meö að megnið af aflanum færi i bræðslu, en þó væri áhugi fyrir þvi að framleiða kolmunna- skreið og hafa nokkrar þurrk- stöðvar á landinu sýnt áhuga á að fá kolmunna til þurrkunar. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.