Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 5
Miövikudagur 22. april 1981 ÞJÓDVILJINN — SIDA 5 SONGFUGLA ÖXL LANDSINS Snorri Hjartarson er 75 ára í dag Snorri Hjartarson, sem er 75 ára i dag, er ekki fyrirferöarmaö- ur i þjóölifinu. Hann kveöur sér ekki hljóös á málþingum, hann heldur fjölmiölum i hæfilegri fjarlægö. Hann er ekki afkasta- maöur i ætt viö þá dugnaöarmenn sem tala um aö „vera meö bók i ár” rétt eins og um venjulega hrognkelsavertiö sé aö ræöa. Ljóöabækur hans hafa oröiö fjór- ar á nær fjórum áratugum. Þær geyma ljóð, sem vitaskuld eiga rætur sinar i samtiðarvanda þessarar þjóðar og áhyggju um arf hennar á tvisýnni öld, en þau eru langt frá dægurmálum svo- nefndum og tiskubundinni um- ræðu og þeim fyrirgangi sem grimm samkeppni um athygli hefur leitt yfir drjúgan hluta bók- menntastarfseminnar. Hvers virði er okkur slikt skáld? Bjánaleg spurning, mætti segja, og væri mörgum fljótlegt aö visa til þess, aö i vetur hlaut Snorri Hjartarson bókmennta- verðlaun Noröurlandaráös. Maö- ur sem vinnur til sliks sóma hefur lyft bókmenntum lands sins, gert þjóö sina stærri en hún var, að minnsta kosti ieigin mati: Er þaö ekki mikiö kappsmál öllum sem áöur voru smáir, gleymdir, af- skiptir, kúgaöir aö ganga fram meö nýju sjálfstrausti og segja: Þetta getum viö lika? Vjö erum ekki minni eöa ómerkári en aörir. Gott og vel, vist eru slik verö- laun menningu þjóöar til máls- bóta og hafi Snorri Hjartarson heila þökk fyrir aö vinna til þeirra. !• En þar meö hefur fátt eitt verið á'agt. Snorri kom til okkar meö kvæöi sin um þaö leyti sem margar ræt- ur höföu slitnað eöa hengu i blá- þræöi og vissu margir ekki hvar þeir voru staddir eöa hvert þeir ætluöu. Skáldskapararfurinn þurfti aö koma viö sögu i jákvæöu andófi gegn áhrifum sem voru illa þokkuö — um leiö og arfur þessi þarfnaöist endurnýjunar sjálfur. Snorri Hjartarson lagöi öörum fremur farsæla hönd aö þvi verki aö vinna nýju ljóöi samstööu meö heföinni. Ekki meö þvi „miöju- moöi” sem vikur sér undan átök- um heldur meö þeirri sköpun, sem visar á leiö til þess aö viö ekki gleymum þvi sem er mikils um vert og nemum ekki staöar heldur þar sem okkur dagar uppi. Hann varö einnig dýrmætt skáld öllum þeim sem létu sig varöa vonir og vonbrigöi smárrar þjóðar. Þjóöar sem haföi nýveriö stigiö siöustu skref (aö þvl hún taldi) á langri leið til sjálfstæöis, til þess eins aö vera flækt i iskyggilegt tafl, þar sem þau verömæti sem dýrust voru talin voru felld 1 gengi eöa höfö aö skiptimynt. Fáir hafa af sterkari og hófstilltari iþrótt visað tií sögu, sagna og bókmennta, til aö brýna þjóöina til trúnaöar viö „heit þin sterk og hrein”, viö þá þrenningu helga sem frá greinir i kvæöinu „Land, þjóö og tunga”. Ráövilla og þreyta veröur i ljóöi Snorra aö hröktum fugli sem hniprar sig viö hamra svarta. 1 fögnuöi og sköpunargleöi er skáldiö söngfugl á öxl landsins. Jafnvel i hinni knöppu sonnettu sem minnist þess, aö dómhring- inn sitja ármenn erlends valds og enn ráöast mikil örlög smárrar þjóöar, gleymist þaö ekki aö „vorsól úr skýi” vitjar staöarins og fugl flögrar yfir og „felur ljós- an væng i dökku bergi”. Ljóö Snorra Hjartarsonar eru bundin náttúrunni, ekki aöeins i þeim skilningi aö hún sé örlát á efni I myndir. Náttúran verður hér aö allsherjar viðmiðun, aö mæli- kvaröa á það sem er dýrmætt og varanlegt, aö athvarfi og hvatningu. Eftir kærkomna út- legö i grænum skógum vill skáld- iö leita aftur á vit reikulla manna „meö visku trjánna”. Sterk sam- kennd meö náttúrunni er ekki ný- mæli i skáldskap, þótt sjaldan veröi hún jafn eindræg og hér. Margir hafa látið „upprunans lind” niöa i ljóöi sinu. En meöal annars vegna þess er göfugt framlag Snorra til náttúruljóö- rænu mikils viröi: þaö er enn hægt meö alúö og trúnaöi aö vinna sigra, einnig á þeim akri sem heföin hefur plægt vel og lengi — án þess aö veröa aö tima- skekkju, án þess aö gerast ann- arra eftirbátur. Nátengd þessu sem nú var sagt um lif náttúrunnar i ljóðum Snorra Hjartarsonar er leiö hans tileinfaldleikans. Hann var aldrei dulmálsmaður. En hann gat fund- ið eða smiðað sér þrautir og sjald- hafnarskart sem geröu a.m.k. sum ljóða hans „þyngri” en margir höföu vanist. 1 seinni bók- unum tveim er einatt sem þessum freistingum (sem gáfu okkur margt fallegt) sé hafnaö i þeirri viöleitni aö gefa oröunum, einnig hinum einföldu og algengu, aftur sinn viröuleika, sýna þeim fyllsta traust. „A stjörnu kviknar lif/stöku fræ festa rætur” segir i siöustu bók Snorra. Þar segir einnig Hauströkkriö yfir mér kvikt af vængjum Þessi vandaöa afstaöa til tung- unnar veröur einkar dýrmæt á tima sem sveiflar okkur á milli bruðls með stóryrði og fánýtrar vonar um að staðreyndir hvers- dagsleikans veröi að skáldskap af þvi einu saman aö komast á blaö. Svo vill til aö á leiöum hins dýra einfaldleika er Snorri Hjartarson samferöa Boris Pasternak sem sagði: „sú hryggö er ekki tilsem skógur ekki læknar”. (Snorri seg- ir: „á slíku kvöldi er ekkert raunaþungt”). En nú var á skáld- iö rússneska minnst, vegna þess aö Pasternak hefur ort um landa sinn og skáldbróður, Alexander Blok. Þar er lýst fögnuöi yfir þvi, aö Blok „steig ekki niöur til okkar af Sinaifjalli” og aö enginn þarf aö „troða honum ofan i okkur” og aö læröar ritgeröir þurfti ekki til aö „varpa ljósi” á hann. Þessar linur koma upp i hugann þegar hugsaö er til Snorra Hjartarsonar og honum sendar bestu árnaöar- óskir. Viö getum vel skrifaö um hann lærba ritgerö, en þaö sýnist óþarfi. Þaö mun enginn keyra hann ofan i okkur, hann veröur jafnan á sinum staö. Viö megum vel margtafhonum læra, en þaö er ekki vegna þess, að hann hafi sótt einkaumboð til máttarvalda upp á spámannaf jöll islensk: Ljós leyndardómsins brennur á fjarlægri hæö — hvorki skáldið né við vitum hvar, ljóöiö er ekki smiðja sem smiðar svör. Hitt er svo rétt aö I grun og leit og efa eigum viö von á vin- samlegri fylgd þess söngfugls sem situr á öxl landsins og sér þvi vlðar en viö hinir. Arni Bergmann. 34% vextlr af orlofsfé Að höfðu samráði við Al- þýðusamband islands, Farmanna- og fiski- mannasamband íslands, Pöstgiróstof una og Seðla- banka íslands hefur félagsmálaráðherra tekið ákvörðun um vexti af or- lofsfé launþega hjá Póst- gíróstofunni. Verða vextir þessir nú 34%. Með þessari vaxtahækkun nú er næstum að fullu stigiö skref til hæstu sparisjóðsvaxta á orlofsfé. A siðastliðnu orlofsári voru vextir af orlofsfé 24%, 11.5% árið áður, en 5% árið þar áður. Félagsmálaráðherra hefur náð samkomulagi við Seðlabanka Is- lands, sem er vörsluaðili orlofs- fjár, um verulega bætta ávöxtun orlofsfjár, sem mun tryggja þaö að á næsta ári og eftirleiðis verði mögulegt að greiða hæstu spari- sjóðsvexti á orlofsfé til launþega, eins og þeir eru á hverjum tima. Ný lausn á lausaskuldum húsbyggjenda? Enn hefur ekki náðst sam- komulag milli rikisstjórnarinnar og banka og sparisjóða i landinu um framkvæmd á þeirri ákvörðun stjórnvalda að breyta lausaskuldum húsbyggjenda i lengri lán. Nefnd sú sem sett var til að gera tillögur um fram- kvæmdina komst að niðurstöðu fyrir nokkru. en bönkunum þótti sú leið ekki aðgengileg. Ólafur Jónsson, sem sæti á i nefndinni, sagði i' gær að nefndin hefði nú gert tillögu um nýja leið sem bankarnir og rikisstjórnin væru að kanna. Sagðist hann búast við niðurstöðu, og henni jákvæðri, á næstu dögum. ' —AI Avöl elri horn Vatnsþétl segullokun Kúlulegur Samband ísl. samvinnufélaga Innflutningsdeild Holtagörðum Rvik Sími 81266 Leysir stœrsta vandann í mmnsta baðherberginu Flest baðherbergi og salerni eru í minna lagi fyrir steypiböð, og þrengsli koma tíðum í veg fyrir uppsetningu sturtuklefa. En nýju Huppe-sturtuklefarnir leysa þennan þrengslavanda. Þeir opnast á horni með tveimur stórum rennihurðum, sem hafa vatnsþétta segullokun, niður og.upp úr. Þess vegna kemst hann fyrir á ótrúlega litlum gólffleti. Einnig eru til einstakar rennihurðir. Hringið — skrifið —* komið og við veitum allar nánari ppplýsingar u,m stærð, gerð,og verð fljótt og örugglega. 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.