Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 3
Miövikudagur 22. apríl 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Steinunn Siguröardóttir Smásögur Steinunnar Sigurðar- dóttur Hjá IÐUNNI er komin út bókin Sögur til næsta bæjareftir Stein- unni Sigurðardóttur. Hún er löngu kunn af ljóðum sinum og hafa komið frá hendi hennar þrjár ljóðabækur: Sifellur, 1969, Þar og þá, 1971 'og Verksummerki, 1979. Sögur til næsta bæjar eru fyrsta bók hennar i lausu máli. 1 bókinni eru átta sögur: 1 kynningu forlagsins á bókinni segir svo meöal annars: „Jafnvel grafalvarlegt efni sem ótal siða- postular hafa velt sér upp úr, hlutgerfingin, ást fólks á dauðum hlutum, verður i meðförum Stein- unnar drepfyndin og dillandi saga, án þess að broddurinn slæv- ist nokkuð viö það. Ekki má gleyma óborganlegum frásögn- um af ástalifi menntaskólanema. Aörar sögur hafa dýpri undirtón eins og „Draumur i dós”. Þar tekst höfundi aö fjalla á áhrifa- mikinn hátt um átakanlega reynslu, alveg væmnislaust”. Sögur til næsta bæjar er 120 blaösiðna bók. Dýr er hver dropinn A timabilinu janúar til mars nam sala áfengis i krónum talið 68.863.646 kr. Miðað við sama tima i fyrra er aukningin, 43,2% en þá veröur að taka inn I dæmið að verulegar verðhækkanir hafa orðið. 1 fyrra nam salan 48,084.259 kr. þessa sömu mánuði. Samkvæmt upplýsingum Afengis og tóbaksverslunar rikis- ins hefur sala sterkra vina dregist saman, en sala borövina hefur aukist. Breiðholts- leikhúsið frumsýnir: IA morgun, sumardaginn fyrsta frumsýnir Breiðholts- leikhúsið ýtt islenskt barnaleik- , rit, „Segðu PANG!!” Höfundur Ikýs að halda nafni sinu ieyndu fyrst um sinn, en leikritið hefur að verulegu leyti orðið til i leik- , smiðju með höfundi, leikstjóra Iog leikurum. Leikstjóri er Jakob S. Jónsson og ieikendur eru tveir: Þórunn Pálsdóttir og , Þröstur Guðbjartsson. ISýningar verða I Fellaskóla, þar sem Breiöholtsleikhúsið hefur fengið inni með starfsemi Í‘ sina, en möguleiki er að feröast með sýninguna siöar meir, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem úti á landi. I* Leikritið Segðu PANG!! segir frá tveimur börnum, sem bregða sér i ýmis gervi og upp- götva margt nýtt, t.d. um sjón- I* varpiö og eðli þess efnis sem þar er borið á borð. Að sögn Jakobs leikstjóra er leikritið innlegg i þá umræðu sem átt hefur sér I’ stað á undanförnum árum um menningu barna og framboð á menningu fyrir börn. „Við reyn- um t.d. að bregöa upp mynd af I1 þvi hvaða sess ofbeldi i skemmtimyndum skipar i barnshuganum”, sagöi Jakob. — Við vonum að sýningin Þröstur Guðbjartsson og Þórunn Pálsdóttir fara með hlutverkin I „Segðu Pang!” (Ijósin. gel). Segðu PANG!! verði áhorfendum ekki ein- göngu til skemmtunar, heldur einnig til gagns, sagöi Jakob ennfremur, og að okkur takist aö örva frekari umræðu um þessi mál, og þá ekki einvörð- ungu meðal fulloröinna, heldur ekki siður meðal barnanna sjálfra. Segðu PANG!! verður sem fyrr segir frumsýnt á sumar- • daginn fyrsta,en næstu sýningar I veröa laugardag og sunnudag. I Ætlunin er að sýna i Fellaskóla • um helgar framvegis. _,h | Starfsmannafélagið Sókn: Verðhækkanir á mat og þiónustu Aðalfundur Starfsmanna- félagsins Sóknar sem haldinn var nýlega vakti athygli á að þrátt fyrir yfirlýstar ákvarðanir rikis- stjórnarinnar um verðstöðvun hafa oröið mjög miklar verð- hækkanir, s.s. á matvörum og einnig i ýmsum þjónustugreinum. Þá sé það mál manna, að i skjóli myntbreytingarinnar hafi orðið margvislegar hækkanir, ekki sist á opinberum vettvangi. Fundurinn skoraði á verðlags- ráð að vera vel á verði gagnvart öllum hækkunum, hvaöan sem þær koma. Stjórn Sóknar var endurkjörin meö þeirri breytingu, að Fjóla Guömundsdóttir tekur viö sem ritari af Gerði Torfadóttur, sem ekki gaf kost á sér. Að öðru leyti er stjórnin þannig skipuð: For- maöur Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, varaformaöur Ester Jóns- dóttir, gjaldkeri Dagmar Karls- dóttir, meðstjórnandi Hjördis Antonsdóttir og i varastjórn Elin Sigurðardóttir, Geröur Torfa- dóttir og Eyrún Snót Eggerts- dóttir. Nýju lánaflokkarnir vinsælir: Þúsund umsóknir um G-lán A fyrsta ársfjórðungi þessa árs, frá 1. janúar til 1. april s.l. bárust nær þúsund umsóknir til Hús- næðisstofnunar rikisins um G-lán, þ.e. lán tii kaupa á eldra húsnæði. Er þetta, aö sögn Óiafs Jónssonar stjórnarformanns stofnunarinnar mun meira en nokkru sinni, en allt árið 1980 voru veitt um tvö þúsund G-lán. Þegar þessi lán verða afgreidd i næsta mánuði taka þau i fyrsta sinn mið af fjölskyldustærð um- sækjanda i samræmi við nýju húsnæöislögin, rétt eins og ný- byggingalánin. Heimilt! er til aö hafa G-lán allt að helmingi bygg- ingaláns en að sögn Olafs Jóns- sonar getur hinn mikli fjöldi um- sókna komið i veg fyrir aö þvi marki verði náð. En það er ekki aðeins aukning I umsóknum um G-lán. Nýju lána- flokkarnir sem stofnaö var til með húsnæðislögunum eru allir mjög vinsælir og sagði Ölafur að nú helltust inn umsóknir um lán vegna orkusparandi breytinga, vegna endurbóta á eldra húsnæöi og til lagfæringar á húsnæði fyrir aldraða og öryrkja, en þessir lánaflokkar voru ekki til áöur. — A1 APEX líka tll Lúx Frá og með 1. mai taka Flug- leiðir upp APEX fargjöld milli Is- lands og Lúxemborgar til við- bótar þeim leiðum sem áður var ákveðiö að bjóöa þessi fargjöld á þ.e. til Kaupmannahafnar, Stokk- hólms, Osló, Glasgow og London, ennfremur til New York og Chi- cago frá 15. mai. APEX fargjöld líl Luxem- borgar verða háð sömu skil- málum og til annarra borga i Ev- rópu þ.e. að lágmarksdvöl eru sjö dagar og hámarksdvöl þrir mán- uðir. APEX fargjöldin Kefla- vik — Luxemborg — Keflavik kosta nú kr. 2.055.-. fyrir utan flugvallarskatt. KYNNIR TUNGUMÁLA TÖLVUNA cirz/\\Œ. Craiq M 100 er fvrsta tölva sinnar tequndar í vasaútqáfu.____________ Hún varfyrst kynnt í Bandaríkjunum árið 1978. Arið eftir, 1979 seldustyfir 1 milljón eintakaog salan 1980 eráætluð annað eins. Hún er hagstæð sem tungumála ,,uppsláttarrit“ þar sem orðaforði hvers tungumáls er 2400 orð. Hvert tungumál er geymt í sjálfstæðum minnis- kubbi og tölvan hefur 3 tungumál að geyma hverju sinni. Skipting-kubba er mjög einföld. Valmöguleikar í tungumálum eru 20 nú þegar og sífellt bætast fleiri í hópinn. Sá íslenski er í vinnslu, væntan- legur í apríl, maí 1981 og þá verður að sjálfsögðu hægt að þýða af íslensku yfir á skandinavísku málin auk hinna 14 málanna: ensku, spænsku, ítölsku, frönsku, þýsku, japönsku, hollensku, arabísku, rússn- esku, kínversku, portúgölsku, grísku og finnsku. Málakubbarnir eru á hagstæðu verði. Hentug fyrir: Viðskiptalífið, skrifstofuna (t.d. við samningu verslunar- bréfaog við telexogskeyta sendingar),öll erlend samskipti, hjálpartæki fyrir skólafólk-að því ógleymdu að vera góður vasatúlkur ít.d.viðskipta- ferðum og sumarleyfum erlendis. Leitið frekari upplýsinga. Útsölustaðir: Rafrás hf.Fellsmúla24,sími 82980. Rafiðjanhf.Kirkjustræti8B,sími 19294 Þessi talvaerólíköllum öðrum tölvum því hún skilurekki tölvumál en hún skilur þig- og þú skilur hana. Hún talar 20 ólík tungumál. Einkaumboð á íslandi- Rafrás hf. Sími-82980

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.