Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.04.1981, Blaðsíða 4
. 4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN MiÐvikudagur 22. aprll 1981 MOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóöfrelsis ttgefandi: UtgáíulelaL' Þjoöviljans. Framkvæmdastjóri: E öur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergrnann. Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglvsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: tíuðjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþor Hlööversson Klaðamenn: Aliheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdottir, Magnús H. tíislason, Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttafréttamaður: lngoltur Hannesson. Þingfréttaritari: Horsteinn Magnússon. Útlit og hönnun: tíuöjon Sveinbjörnsson. Sævar Guðbjörnsson. l.jósmvndir: Einar Karlsson, tíunnar Eliasson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhiidur Bjarnadóttir. Skrifstofa: tíuðrún tíuðvarðardóttir, Jóhannes Harðaríon. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Keykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. Nýtt vor - Nýtt líf • Nú um páskana var okkur íslendingum boðið upp á að taka út svolítið forskot á þá sumarsælu, sem við eigum í vændum. • Þvílíkir dýrðardagar hver á fætur öðrum svo snemma á vori, og þó enn vetur samkvæmt almanakinu. • I stað páskahretsins, sem margir áttu von á nú um sumarmál, sendi forsjónin okkur sólskin og sunnanblæ eins og best gerist á hásumartíð, heiðan himin frá morgni til kvölds með daglöngu sólfari og sfðan fullt sumartungl um nætur. • Hvað er það þótt vetur ygli brún á þorra og góu, þegar enn eitt vor bíður handan við næsta leiti. Á slíku vori er gott að vera ungur og haf a margs að vænta; Ifka gott að vera gamall og hafa margt að þakka, jafnvel sæmilegt að vera miðaldra á óvissum tímum. • Þeir voru óheppnir sem leituðu suður f heim um þessa páska. Þeir misstu af miklu að vera ekki heima. Að horfa úr lágsveitum til jökla á slíkum dýrðardögum, með upprisu náttúrunnar allt um kring, reisir sérhvert höfuð, færir nýja von um einingarband manns og lands. • I náttúrunnar ríki lýtur alltgóðum og gildum lögmál- um. Þau eru undrin mest, hvað sem líður öllum sigrum tækni okkar og vísinda. • Nýtt vor með nýju lífi. « i dag er síðasti vetrardagur. Við kveðjum þennan vetur sem stundum var dálítið úfinn, þökkum allt sem hann veittlen erfum ekki hittsem miður fór. Nú er tíð að fcigna fiski f sjó, fugli í mó og lambagrasinu sem læðist undan snjónum. Þanniger líf mannsins á jörðinni. Truf I- um það ekki. —k. Verðtryggður skyldusparmður • Fyrir nokkru gaf Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra út reglugerð þar sem kveðið er á um fulla verðtryggingu á skyldusparnað ungmenna og að auk þess skuli greiddir 2% vextir af þessu fé. • Þessi nýju verðtryggingar- og vaxtaákvæði skulu samkvæmt reglugerðinni gilda f rá 1. júlí á sfðasta ári,en þann dag tóku nýju húsnæðislögin gildi. Samkvæmt reglugerð félagsmálaráðherra skulu verðbætur á skyldusparnaðinn reiknaðar út mánaðarlega og þeim bætt við innstæðuna, þannig að í næsta mánuði reiknast jafnan verðbætur á verðbætta innstæðu. Samkvæmt fyrra kerfi voru verðbætur á skyldusparnað hins vegar aðeins reiknaðar einu sinni á ári og geymdar á sérstök- um biðreikningi. • Sú breyting sem nú hefur fengist fram fyrir forgöngu Svavars Gestssonar felur í sér mjög mikla réttarbót fyrir allt það unga fólk, sem verður að leggja til hliðar hluta af launum sínum sem skyldusparnað. • Þetta sést best þegar til þess er litið, að á þeim 15 mánuðumsem nýja reglugerðin nærtil, þaðer frá 1. júlí 1980 til 1. apríl 1981, þá hafa verið greiddar nær 80 miljónir nýkróna (8 miljarðar gamalla króna) í verð- bætur á skyldusparnað, en allar verðbætur sem áður höfðu verið greiddar á skyldusparnað frá upphafi nema innan við helming þeirrar tölu eða tæplega 30 miljónum nýkróna. • Áður tapaði unga fólkið verulegum fjármunum vegna þess að skyldusparnaðurinn brann upp í verðbólgunni, og menn fengu spariféð að lokum greitt með mun verðminni krónum en þeim sem unnið var fyrir löngu fyrr. • Nú er hins vegar sú breyting orðin að unga fólkið nýtur bæði f ullrar verðtryggingar á þessu sparifé og auk þess hagstæðari vaxta en annars eru á boðstólum af verðtryggðu fé. Skyldusparnaðurinn fær því nú þá hag- stædustuávöxtun sem völ er á f okkar þ jóðf élagi, og hef - ur dæminu þannig algerlega verið snúið við. • Ekkert er nema gott um það að segja, þótt ungu fólki sé með lögum gert að leggja til hliðar nokkurn hluta af launum sínum þar ti I það hef ur nám, stof nar til heimilis- halds eða festir kaup á íbúðarhúsnæði. Þessi skyldu- sparnaður hef ur numið og nemur nú 15% af launum. • En það er auðvitað ekkert annað en þjófnaður, að borga þetta lögbundna sparifé út í svikinni mynt þegar greiðsludagur rennur upp. Þeim þjófnaði hef ur nú verið hætt. Með reglugerð Svavars Gestssonar var réttlætis- máli komið í höfn. k. klippt Samanburdur semMorgun- blaðið vill ekki sjá Dagblaðið Tlminn birtir af og til athyglisverð erlend yfirlit, þar sem fjallað er um stjórn- málaþroun i löndum sem ekki finnast á landabréfum „Morgunblaða” allra landa. Föstudaginn 10. april sl. skrifar Kjartan Jónasson erlent yfirlit undir fyrirsögninni „Walesa er frjálsari en Lula”. Þar er fjallað um ástandið i stærsta landi Suður-Ameriku, Brasilíu, og sérstaklega um Kjartan Jónasson: ekki þegar lönd i austri og vestri eru borin saman. Þess vegna er Morgunblaðinu eðlilega illa við menn eins og Árna Bergmann sem skrifar reglulega um al- þjóðamál I Þjóðviljann af þekk- ingu og viðsýni. Ekki kæmi mér á óvart að Kjartan Jónasson fengi bráðum kveðju frá Morgunblaðinu. „Drottinsvik við Sovétmennty Sl. þriðjudag birtir Timinn einnig I erlendu yfirliti viðtal sem timaritið Newsweek átti við William E. Schaufele sem sl. haust lét af störfum sem sendi- herra Bandarikjanna I Póllandi. Samtalið endar svo i þýðingu Timans: IflEfflPinjtr Walesa er frjáls- ari en Lula” — 1981 örlagaár fyrir Brasilíu 99 L leiðtoga verkamanna þar, en i greininni segir svo: „Hann heitir Luis Inacio Da Silva oftast kallaður „Lula”, og hefur nýlega verið dæmdur i þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að standa fyrir ólöglegu verkfalli fyrir ári siðan, og hefur auk þess verið kærður fyrir að hvetja til „stéttabar- áttu” I landinu, en viðurlög við sliku athæfi geta numið allt að 30 ára fangelsi i Brasiliu. Da Silva hefur ekki einungis brasiliskan verkalýð að baki sér heldur hefur hann einnig aflað stuðnings utanlands, til dæmis með ferðum til Japan, Banda- rikjanna og Evrópu, þar sem hann hitti meðal annars pólska verkalýðsleiðtogann Lech Walesa að máli. Einkum er yfir- völdum I Brasillu i nöp við vax- andi tilhneigingu til að llkja Da Silva við Lech Walesa. Bandariskur fulltrúi frá verkalýðsfélagi bandariskra bifreiðaiðnaðarmanna var ný- lega í heimsókn i bifreiöasam- setningaverksmiðjunni þar sem Da Silva vinnur og var auk þess viðstaddur réttarhöldin yfir Da Silva, og hafði þetta að segja: „Mér þykir það með ólikindum að beri maður saman Brasiliu og Pólland, kommúnlskt land, virðist vera meira frelsi þar en hér. Walesa er frjálsari en Lula. Þar féllust stjórnvöld á að semja við hann en ekki hér. Á þessu er grundvallarmunur sem mér kemur mjög á óvart”. Morgunblaðið þolir ekki þekkingu og viðsýni En atburðir af þessu tagi þjóta sem vindur um eyru á sið- um Morgunblaðsins. Hér er þó verið aö fjalla um ástand i verð- andi stórveldi, sem mun að öll- um líkindum búa yfir kjarn- orkuvopnum að tveimur árum liðnum. 011 utanrikismálaum- ræða Morgunblaðsins byggist á einhliða árásarskrifum um Sovétrikin og undirlægjuhætti við Bandarikin. Afstaða til ann- arra rikja er svo tekin með tilliti til þess hvort þau eru höll undir Sovétrikin eða ekki. Þess vegna þolir Mogginn „- Lita nokkur vestræn lönd yfirleitt til þess með velþóknun og með ró i beinum að Pólland tæki slikum stakkaskiptum að Varsjárbandalaginu þætti sér alvarlega ógnað? — Ég held að menn hafi ekkert á móti breytingum I Pól- landi, en eins og stendur held ég eru einhverjir enn það barna- H legir að halda að Bandarikja- menn telji það ekki nauðsyn að Island verði leppriki þeirra og herstöð um alla fyrirsjáanlega framtið. Þenjast út og þrútna í framan Þjóðin hefur mátt þola það af og til að horfa i f jölmiðlum á þá félaga Kjartan Jóhannsson og Geir Hallgrimsson þenjast út og þrútna i framan af áreynslu við að koma rikisstjórninni frá og setjast sjálfiri stólana. Yfirleitt finna þeir sér til hin undarleg- ustu efni I þessum tilgangi. Fræg að endemum var för þeirra til Bessastaða á gamlársdag, þegar þeir heimtuðu stjórnina frá vegna þess að fylgi væri ekki við efna- hagsráðstafanir hennar, hvorki hjá þingi né þjóð, jafnvel þótt i ljds kæmi að um 3/4 hlutar þjóðarinnar stæðu að baki að- gerðunum. Meira að segja var fylgismenn þeirra að finna I þingliði flokksbrotsins. Einstaka þingmenn Alþýðu- flokksins hafa reynt eftir mætti að blása sig út likt og formaður- inn. Jón Baldvin hefur til að mynda þann boðskap einan að flytja að allt sé vitlaust sem rikisstjórnin aðhefst. Benedikt Gröndal reyndi hins vegar að koma króki á vin sinn Kjartan og lagði til hljóðláta byltingu lýðræðisbandalagsins eitt kyrrlátt vorkvöld i mai. Þessi hugmynd var að þvi leyti frumleg að henni fylgdu ekki eins miklir verkir og angist i andlitinu og hjá Kjartani, einkavini Benedikts. Mikill léttir fyrir þjóðina að þurfa ekki um hrlð að horfa á vindhana stjórnarandstöðunnar sperra sig út af engu. ekki að neinn kæri sig um þær aöstæður að jafnvægi I Evrópu væri ógnað af drottinsvikum Pólverja við Sovétmenn. Það fagna allir sjálfstæðri verka- lýðshreyfingu i Póllandi en þó ekki svo að þeir vilji sjá hættu- ástand skapast i Evrópu”. Smárikin veri trygg og trú Hér kemur blákalt fram sá tvískinnungur Bandarikja- manna að fagna vissum óróa i austantjaldsrikjunum, en þó ekki að þvf marki að þau hverfi frá tryggð og trúnaði við Sovét- rikin. Sú kenning hefur meira að segja verið uppi með ráða- mönnum i Bandarikjunum að þeir ættu að koma Sovétmönn- um til hjálpar við að skapa stöðugleika i Varsjárbanda- lagsrlkjunum, þar sem Sovét- mönnum tækist sjálfum ekki nógu vel upp i þeim efnum. Svo Blaðran sprungin — þjóðin fagnar sumri í friði Siðasta krampaflog flokks- brotsins og kratanna stóð nú fyrir bænadagana, þegar marg- flutt var tillaga um heimild til rikisstjórnarinnar um 5 miljón króna lántöku til flugstöövar- byggingarinnar. Þótt fyrir lægi að hun yrði ekki notuð var þetta orðið þýðingarmesta þjóðmál þeirra félaga Kjartans og Geirs. En þessi blaðra sprakk i and- lit þeirra félaga. Mikill léttir var það fyrir allan almenning i landinu að þurfaekki að horfa I bili á þessa oddvita ihalds og krata sperra sig út af engu. Mikil Guðs mildi er það fyrir þjdðina að geta nú fagnað sumri og notið sólar i friöi fyrir vind- hönum stjórnarandstöðunnar. — Bó •9 skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.