Þjóðviljinn - 20.10.1983, Side 5

Þjóðviljinn - 20.10.1983, Side 5
Fimmtudagur 20. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐÁ 5 Arnar Jónsson (Higgins) og Ragnheiður Steindórsdóttir (Elísa). Leikfélag Akureyrar sýnir My Fair Lady Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir My Fair Lady á Akureyri. Leikfélag Akureyrarfrumsýnir My Fair Lady í Samkomuhús- inu áföstudagskvöld kl. 20.30. í Leikfélagsblaðinu sem út er komið segir að það sé mikið í ráðist hjá leikfélagi Akureyrar að setja þennan söngleik á svið. „Það hefur borið gæfu til þess að fá framúrskarandi listafólk til liðs við sig til að gera sýninguna sem besta. Vonandi finnst Norðlendingum það hafa átt erindi sem erfiði og koma á sýninguna. Ferðahópum gefst kostur á afsláttarverði á miðum og Flugleiðir verða með pakka- ferðirfrá Reykjavíktil Akureyrar ásýninguna." Stór áhöfn Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýr- ir uppfærslunni á My Fair Lady á Akureyri. Leikmynd gerir Jón Þór- isson og Una Collins hannar hátt á annað hundrað búninga fyrir sýn- inguna. Ljósahönnuður er Viðar Garðarsson. Hárgreiðslumeistari er Elsa Björnsdóttir. Yfirsmiður leikmyndar er Erlingur Vilhjálms- son. Roar Kvam hefur stjórnað æfingum á öllum söng og hljóðfæraundirleik í My Fair Lady og er hljómsveitarstjóri sýningar- innar. 17 söngvarar úr Passíukórn- um á Akureyri og 15 manna hljóm- sveit Tónlistarskólans á Akureyri sjá um söng og tónlistarflutning. Þá hefur verið æfður sérstakur dans- hópur fyrir sýninguna. Arnar Jónsson leikur Higgins prófessor, Ragnheiður Steindórs- dóttir Elísu Doolittle, Sunna Borg, frú Higgins og frú Hopkins, Theó- dór Júlíusson Zoltan Karpathy og Jamie, Gestur E. Jónasson leikur Freddy, vonbiðið Elísu og fleiri, Marinó Þorsteinsson leikur Picker- ing ofursta, Þórey Aðalsteinsdóttir leikur frú Pearce, ráðskonu Higg- ins og Þráinn Karlsson leikur Dool- ittle, föður Elísu, í My Fair Lady. Draumahlutverk „Þetta er alveg draumahlutverk fyrir karlmann. Algert karlrembu- svín“, segir Arnar Jónsson m.a. í viðtali við Leikfélagsblaðið. „Nei, nei. Higgins er alveg ljóm- andi skemmtilegur. Það gera ýmis sérkenni hans - hispursleysi og heiðarleiki. Um leið og hann er með þetta hrjúfa yfirborð er hann spaugari og mjög réttsýnn. Arnar ræðir einnig um mál- hreinsunartilraunir Higgins. „Auðvitað er þetta allt dálítið erfitt mál, því þetta er allt stílað upp á enska tungu. En ég er alveg sannfærður um einn hlut: Það þarf að gera stórátak í sambandi við framburð og meðferð tungunnar. Ég er hræddur um að ef við förum ekki að gera stórátak í þessum mál- um þá verði fólk nánast ótalandi innan skamms. Það er kvíði í fleirum en leikurum í sambandi við þessa hluti.“ Gífurlegar vinsældir í marsmánuði 1956 var „My fair lady“ sýnd í fyrsta sinn fyrir vand- láta áhorfendur New York-borgar. Söngleikur þessi er byggður á leikritinu „Pygmalion“ eftir Bern- ard Shaw, Alan Jay Lerner skrifaði handritið og Frederick Loewe tónlistina. Þegar sýningum lauk á Broadway höfðu þær orðið 2717 í sama leikhúsinu, en í aðalhlutverk- unum voru Rex Harrison og Julie Andrews sem Higgins, prófessor og Elísa. Söngleikjaformið er grein á meiði leiklistarinnar, sem gerir miklar kröfur til flytjenda. Þeir verða að hafa á valdi sínu bæði söng, dans og leik. Og söngleikur- inn „My fair lady“ sem er með þeim allra vinsælustu hefur síðan 1956 verið á fjölum leikhúsa út um allan heim. íslenskir leikhúsgestir fengu tækifæri til að sjá þetta metfé hjá Þjóðleikhúsinu 1962 með Rúr- ik Haraldsson og Völu Kristjáns- dóttur í aðalhlutverkunum. Sýn- ingin sló svo rækilega í gegn að þátttakendur minnast varla betri viðtaka áhorfenda á frumsýningu. Lófatakinu ætlaði aldrei að linna- í lokin stóðu allir áhorfendur upp í virðingarskyni, klöppuðu og hróp- uðu. Það var að hætta sýningum um vorið fyrir fullu húsi, því skila þurfti leikmyndinni og búningun- um, sem fengnir höfðu verið að láni frá Danmörku. Jón Þórisson gerir leikmyndina. Sagan á bakvið Sagan bakvið My Fair Lady er leikrit í sjálfu sér. Hún hefst árið 1930 þegar kvikmyndajöfurinn Samuel Goldwyn gerir sér sérstaka ferð til Englands til að telja hinn sposka leikritahöfund Bernard, Shaw á það, að leyfa kvikmyndun á leikriti hans „Pygmalion". Gold- wyn lofaði því að kvikmyndin yrði listræn gæðavara af bestu gerð. Shaw hristi höfuðið og skaut út úr sér „Munurinn á okkur er sá, að þér hugsið bara um listina og ég bara um peningana“. Endirinn varð þó sá, að gerð var kvikmynd eftir „Pygmalion" þar sem Leslie Howard lék Higgins meistaralega. Það var ungverski kvikmyndamaðurinn Gabriel Pascal, sem stjórnaði henni, ogþað var líka hann, sem fékk seinna hug- Roar Kvam, kennari við Tónlistar- skólann á Akureyri er hljómsveit- arstjóri og hefur stjórnað öllum söng og hljóðfæraundirleik í My Fair Lady. Una Collins kom frá Bretlandi og hannaði á annað hundrað búninga fyrir LA í My Fair Lady. myndina að því að breyta „Pygma- lion“ í söngleik. En það var ekki fyrr en eftir andlát Bernard Shaw árið 1950 að Pascal tókst að fá leyfi til þess. Tveimur árum síðar réðust Lerner og Loewe í verkefnið, en þeir voru þegar orðnir frægir fyrir samvinnu sína að söngleikjum. Andinn var yfir höfundinum og tónskáldinu og þeir lifðu sig svo inn í persónur Shaws, að textar og tón- list féllu fullkomlega að hinum ólíku persónueinkennum hlutverk- anna. Söngatriðin urðu perlur eins og t.d. „Ö, yrði ei dásamlegt“, „Sértu hundheppinn'1, „Bíddu við, Henry Higgins“, „Ég á að kvænast kellu á morgun" og „Ég vildi dansa í nótt“. My Fair Lady á _ekki síst þessum söngatriðum hylli sína að þakka. Efni leiksins Higgins, prófessor í málvísind- um, og baráttumaður um betur tal- aða ensku, á það til að standa á götum Lundúna og hljóðrita mál- far vegfarenda. í einni slíkri för verður blóma- sölustúlkan Elísa á vegi hans, sem „gefur frá sér svo andstyggileg og ósmekkleg hljóð að hún hefur eng- an rétt til að vera neins staðar - engan rétt til að lifa“, eins og Higg- ins orðar það. En atvikin haga því þannig að Elísa „býður honum vinnu“ við að kenna sér að tala rétt. Hann slær til, ekki í auðgunarskyni heldur frekar upp á grín. Hann veðjar nefnilega við vin sinn Pickering um að eftir 6 mánaða kennslu treysti hann sér til að kynna hana sem hertogafrú á sendiráðsdansleik. Hún býr hjá honum ásamt Picker- ing þennan tíma og í leiknum sjáum við togstreitu þeirra sem nemandakennara, manns og konu. Og það er semsagt í Samkomu- húsinu á Akureyri sem gefast mun tækfæri til þess að rifja upp kynnin við Higgings, Elísu, Doolittle og alla hina karakterana í My Fair Lady, og þeir sem yngri eru geta sannfærst um það hvað það var sem hreif hugi fólks um allan heim um 1960. Við minnum á giróreikning Hjálparstofnunar kirkjunnar 20005-0 Verzlunarbanki Islands

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.