Þjóðviljinn - 20.10.1983, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 20.10.1983, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. október 1983 Stjómarandstaðan í útvarpsumræðum Guðmundur J. Guðmundsson: Forsætis- ráðherra er undarlegur Forsætisráöherra er einn undar- legasti maöur sem ég heyri í. Hann er alltaf undrandi. Hann var stór- kostlega undrandi þegar hann kom úr vinstri stjórninni hvernig á- standið væri. Nú er hann að lýsa því yfir að það hafi verið byggð þetta og þetta mörg sláturhús, að mér skilst í tómri vitleysu. Hann var landbúnaðarráðherra. Þegar hann kom úr síðustu ríkisstjórn var hann forundrandi á því hvað var búið að kaupa marga togara. Hann var sjávarútvegsráðherra. Og meira að segja sagöi hann: Jú, það var rétt, ég pantaði tvo togara. Ég var bara búinn að gleyma því. Það má náttúrlega leika þessa plötu ár eftir ár, að láta alltaf alla hluti koma sér á óvart. Tala svo af hjartans sannfæringu um það að það sé verið að köma öllum hlutum í lag. Og þegar hann er búinn að koma þeim í lag þá er hann svo forundrandi að þetta skuli allt vera komið í algjöra hönk. Guðrún Agnarsdóttir: i Hvers vegna ögra fólkinu? Hvers vegna þurfti að ögra fólki með því að leggja á það ófrelsi, svipta það samningsrétti? Ekki örvar það samvinnu og samhjálp. Það má ekki vanmeta velvilja þjóð- arinnar og það hve reiðubúin hún er til samstöðu til að leysa vand- ann, en fara verður með sanngirni og sérhver verður að bera sinn skerf af byrðunum. Hver hefur svo forgangsröðin verið og hvar hafa megináherslur verið lagðar? Hugsið ykkur hús- bónda á bágstöddu heimili, þar sem matur er naumur: Hvernig lit- ist ykkur á að vera í forsjá hans ef hann veldi stærstu bitana handa sjálfum sér, en skammtaði lítilræði ofan í börnin og aðra lítilmagna? Kristín Halldórsdóttir: Ráðherrar fari í strætó Er jafn auðvelt fyrir einstæða móður með lágmarkstekjur að þola rýrnun kaupmáttar eins og ráðherra eða framkvæmdastjóra með 70-100 þús. kr. tekjur á mán- uði. Því fer sannarlega víðs fjarri og það hljóta ráðherrarnir að vita. Eða vita þeir það ekki? Ég er alls ekki viss um að þeir skilji aðstæður þessa fólks, hafi reynt að setja sig í spor þess. Þeir hefðu kannski gott af því að taka sér far með strætis- vagni öðru hverju til að minna sig á að ekki hafa allir efni á að eiga bíl, jafnvel ekki af minnstu og spar - neytnustu gerð. Guðmundur J. Kristín H. Kjartan Guðrún Karl Steinar Sigríður Dúna Stefán Jón Baldvin Svavar Kristín K. Guðmundur E. Margrét Kjartan Jóhannsson: Jafna verður óréttlætið Það er hörmulegt að menn skuli þurfa að þola það öllu lengur, að hafa mánaðartekjur, sem eru innan við 14-15 þús. kr. á mánuði. Samfélagið verður að leggja sitt af mörkum til að jafna þetta óréttlæti. Þessum markmiðum má ná, það á að gera með því að stöðva ranga fjárfestingu og fresta óþarfri fjár - festingu. Það á að gera með því að deila byrðum réttlátlega og láta vera að setja fé í óþarfa. Ríkis- stjórnin á að ganga á undan á sínu eigin heimili. Það má frysta framkvæmdir sem geta beðið, hvort heldur í Seðla- banka, mjólkurstöðvum, stórhýs- um aðalverktaka eða bensínaf- greiðslustöðvum og ýmsu fleiru og verja því fé, sem áformað er í þess- ar framkvæmdir til að jafna kjörin t.d. til að lána til húsnæðismála. Karl Steinar Guðnason:_______________ Andstæðing- ar velferðar- þjóðfélagsins Á síðustu árum hafa hreyfingar jafnaðarmanna hvarvetna um heim beitt sér fyrir uppbyggingu velferðarþjóðfélaga. Hver einstak- lirigur er tryggður frá vöggu til grafar. Ilver einstaklingur þarf ekki að óttast um afkomu sína. Heilbrigðir hjálpa þeim sjúku. Hinir ungu hjálpa þeim öldnu. Þessar skoðanir hafa átt það mikið fylgi að andstæðingarnir hafa ekki vogað sér að láta ands- töðu sína í ljós. Þeir hafa þagað þunnu hljóði. Maður hefði haldið að verka- lýðshreyfing og jafnaðarmenn þyrftu ekki lengur að kljást við andstæðinga velferðarkerfisins. Nú hefur komið í ljós að þeir eru í fullu fjöri. Þar eru þeir í gervi um- skiptinga, manna sem segja eitt en gera annað. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Slá ryki í augu fólks í þessari röksemdafærslu er að finna þá skoðun, að hjöðnun verð- bólgunnar sé í sjálfu sér kjarabót og .því sé það réttlætanlegt, að launafólk leggi mikið á sig í þessum efnum. En hjöðnun verðbólgunnar er ekki endilega bein kjarabót í sjálfu sér. Hún er vissulega mikil- væg fyrir alla hagsýslu í landinu, viðskipti okkar við útlönd og af- stöðu manna til verðmæta al- mennt. En minni verðbólgu fylgir ekki sjálfgefin kaupmáttaraukning við núverandi aðstæður. Lægra verð- bólgustig eitt og sér færir launa- fólki ekki kaupið sitt óskert aftur. Hér er því verið að slá ryki í augu fólks. Það þarf fleira að koma til en hjöðnun verðbólgunnar til þess að kaupmáttur launa aukist á ný. En um það er ekkert að finna í stefnu- ræðu forsætisráðherra. Stefán Benediktsson: Kerfísflokk- ar í stjórn Enn á ný eru þessir kerfisflokkar komnir í stjórn saman. Gengisfell- ing, launaskerðing og verðhækk- anir eru gamalkunn vinnubrögð, sem ekkert leysa. Hvar eru lausnir og hvað á fólkið að bíða lengi eftir þeim? Skerðing mannréttinda með afnámi samningsréttar er eina nýj- ungin, sem þessi stjórn býður upp á. Kerfið heldur velli og vel það. Um leið og framlög til aldaðra og barnaheimila eru skorin niður er margföldu fjármagni spýtt inn í yf- irstjórn ríkisbáknsins, báknsins, sem einu sinni átti að fara burt. Forsætisráðherra segir að fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi verið róttækar. Það er alrangt. Margnotuð úrræði eru ekki róttæk, þó að framkvæmd þeirra sé ger- ræðisleg. Jón Baldvin Hannibalsson: Hver er lærdómur- .< inn? Hvað má læra af þessari reynslu? Eru of há laun ekki undirrót verð- bólgu? Spyrjið atvinnurekendur. Þeir munu viðurkenna, að hlutfall launa hefur farið lækkandi í fram- leiðslukostnaði undanfarin ár, enda eru launin lægri hluti þjóðar- tekna hjá okkur en öðrum. Verð- bólguöldur sigla jafnan í kjölfar nýrra gengisfellinga og gengissigs. Ég spyr: - Hvað veldur látlausum þrýstingi á gengið? Launin í frysti- húsunum, launin hjá iðnverkafólk- inu eða hlutur sjómanna, sem hef- ur farið símninnkandi þrátt fyrir óbreytt strik? Atvinnurekendur munu viðurkenna, að svo er ekki. Hver er þá skýringin? Það er of- fjárfesting. Fjárfesting er miklu hærra hlutfall þjóðartekna hjá okkur íslendingum en öðrum. Svavar Gestsson: Svikin við kjósendur Stjórnarflokkarnir hafa báðir svikist aftan að kjósendum sínum. Gleggsta dæmið í þessu efni eru húsnæðismálin. Þar lofaði Geir Hallgrímsson 80% fyrir kosningar. Þegar félagsmálaráðherra tók við lofaði hann 50%. Þegar leið á sumarið lækkaði hann loforðið nið- ur í 30%. Nú um miðjan október liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur ekkert gert í húsnæðismálum nema að lofa. Ríkisstjórnin hefur lofað útborgun viðbótarlána um 300 milj. kr. í næsta mánuði. Engin fjáröflun hefur verið ák- veðin í þessu skyni og engir pening- ar eru enn til. Félagsmálaráðherra lofar 100 þús. milj. kr. á lánsfjárá- ætlun næsta árs til Byggingarsjóðs ríkisins en aðrir ráðamenn vilja skera áformin niður um 400 milj. kr. Allt húsnæðismálakerfið er í uppnámi og í hers höndum vegna loforðablaðurs ráðherranna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.