Þjóðviljinn - 25.11.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.11.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. nóvember 1983> „Vel má vera að skilyrði séu góð fyrir humar hér við land t.d. í Breiðafirði þarsem mikið eraf hörðum botni og þaragróðriu Vaxtarhraði margfaldast við œskilegt hitastig í eldistjörnum. Jarðhitinn hérlendis kœmi að góðum notum. Þorskurinn í eldisstöðvum gœti náð markaðsstœrð á2 árum ístað 6 til 8 ára á náttúrlega mátann. Mestu framtíðarmöguleikar fyrir þjóðarbúið í fiskeldi gætu verið fólgnir í eldi sjávarfiska, sem lítið sem ekkert hefur verið sinnt hérlendis á sama tíma og ýmsar þjóðir leggja mikla áherslu á rannsóknir og tilraun- ir í þessu efni, segir í greinar- gerð með tillögu þeirra Hjör- leifs Guttormssonar, Geirs Gunnarssonar, Ragnars Arn- alds og Steingríms Sigfússonar um fiskeldi og rannsóknir, sem lögð hefur verið fram á alþingi Með tillögunni fylgir ýtarleg greinargerð ásamt grein sem Björn Björnsson skrifaði í Ægi um þessi mál. Björn sótti alþjóðlega ráð- stefnu með Eyjólfi Friðgeirssyni í Noregi fyrir nokkru, þar sem fjall- að var um þessi mál. f greinargerðinni segir: „Sú grein fiskeldis, sem talið er líklegast að geti skilað skjótum ár- angri, er eldi á „matfiski", þ.e. ungviði sem aflað er í sjó en alið upp í eldistjörnum eða lónum við strendur með stuðningi af jarð- varma. Tegundir, sem eðlilegt væri að líta til í byrjun, eru m.a-. þorskur og lúða. Arlegur vaxtarhraði þorsks við kjörhita í eldistjörn gæti orðið margfaldur á við það sem gerist í náttúrunni. Þorskur gæti e.t.v. náð marksstærð á tveimur árum í stað 4-6 ára í sjó og unnt væri að koma honum á markað sem glænýrri gæðavöru". Vísindamenn telja ekki tíma- bært fyrir íslendinga á þessu stigi málsins að hefja miklar tilraunir með seiðaeldi á þorski eða öðrum fiski sem hrygna í sjó. Slíkar til- raunir séu of flóknar og kostnaðar- samar og mjög ólíklegt að fram- leiðsla á seiðum og seiðaslepping svaraði kostnaði. Seiðaslepping gæti einnig orðið til tjóns þeas þeg- ar fæðan í sjónum er takmarkandi þáttur hjá þorskstofninum. Aukin samkeppni um fæðu leiði til minni vaxtarhraða og meiri dánartíðni. Björn Björnsson segir: „Þó að tilraunir með seiðaeldi í stórum stfl séu ekki tímabærar hér á landi, þá tel ég hins vgar mjög æskilegt fyrir íslendinga að hefja fljótlega tilraunir með eldi á þorski og öðrum sjávardýrum til mann- eldis. Þá á ég aðallega við að veiða ungfisk hér við land og koma hon- um fyrir í sérstökum eldistjörnum og ala hann þar upp til slátrunar (kaup á laxaseiðum kæmu þó einn- ig til greina). Mætti hugsa sér að sjómönnum yrði borgað visst fyrir hvern lifandi smáfisk sem þeir kæmu með að landi, með tilliti til verðmætis í eldi. Þannig fengist t.d. margfalt meira verð fyrir smálúðu heldur en smáþorsk. Einnig væri æskilegt að kanna hvaða fiskteg- undir eru hentugastar til fiskeldis á íslandi. Nokkrar tegundir, sem kæmu vel til greina, eru þorskur, lúða, lax, ufsi og kræklingur. Það er trúlega hagkvæmasti kosturinn að vera með blandað eldi, t.d. lúðu, lax og krækling saman í eldis- tjörn. Þannig yrði lúðan á botnin- um, laxinn við yfirborð og kræk- lingurinn mundi hreinsa vatnið og nýta um leið alla tiltæka smáfæðu. Stórkostlegir möguleikar í FISKELDI Þingmenn Alþýðubandalagsins leggja til að farið verði að vinna að fiskeldi af alvöru Grundvallaratriði við eldi á mat- fiski er að nota ódýrt fóður þar sem fóðurkostnaður er einn helsti út- gjaldaliðurinn. Eldisstöðvar á fs- landi ættu að geta haft greiðan að- gang að ódýru fóðri, t.d. loðnu og jafnvel síld, þegar verð á síld er lágt eða ekki er unnt að setja alla þá síld sem æskilegt er að veíða. Mætti hugsa sér að eitt eða fleiri nótaskip stunduðu fóðuröflun fyrir eldis- stöðvar árið um kring þannig að sjaldan eða aldrei þyrfti að frysta fóður því að frysting hefur í för með sér mikinn aukakostnað. Einnig er mikilvægt við fiskeldi á íslandi að nýta ódýran jarðhita til að halda eldisvatni hæfilega heitu árið um kring til að vaxtarhraði verði alltaf nálægt hámarki." f fylgiskjali með tillögu Alþýðu- bandalagsþingmanna eru ennfrem- ur skráðar nokkrar hugleiðingar Björns Björnssonar um fiskeldi, eftir ráðstefnuna sem þeir Eyjólfur Friðgeirsson sóttu í Noregi. Þar segir m.a.: „Ég get ekki stillt mig um að koma á framfæri í þessu sambandi einni hugmynd sem ég tel athug- andi fyrir okkur fslendinga en það er að gera tilraunir með sleppingu á humri (Homarus vulgaris/ameri- canus) til að kanna hvort hann geti þrifist og fjölgað sér hér við land. Humar er ákaflega verðmæt dýrat- egund í nokkrum nágrannalöndum okkar og t.d. í Kanada mun heildarverðmæti humaraflans slaga nokkuð hátt í verðmæti alls þorskaflans og veiða Kanadamenn þó meira af þorski en íslendingar. Þar sem humar er ákaflega stað- bundin dýrategund er velhugsan- legt að hann hafi ekki náð að breiðast út til íslands vegna ein- angrunar landsins. Vel má vera að skilyrði séu góð fyrir humar hér við land, t.d. í Breiðafirði þar sem mikið er af hörðum botni og þara- gróðri. Kostnaður við slíka tilraun- ir þyrfti ekki að vera mikill. Að undangenginni samanburðarat- hugun á aðstæðum, þar sem humar þrífst og aðstæðum hér við land, væri unnt að kaupa nokkur hundr- uð humra í Noregi eða Kanada og sleppa á nokkra líklega staði hér við land. Áhættuna af því að inn- leiða nýja dýrategund tel ég mjög litla þar sem sjúkdómahætta ykist ekki verulega vegna þess að sjúk- dómar geta miklu fremur borist með flökkudýrum og skipum. Að- alfæða humars er krabbar, ígulker, hræ og burstaormar og yrði því afr- án og samkeppni við önnur nytja- dýr hverfandi.“ Kostir á íslandi ísland er máske heppilegra en önnur lönd til fiskeldis af þeim toga sem hér um ræðir. Björn bendir á nokkur framkvæmdaatriði sem liggja vel við. Bendir hann á, að við núverandi veiðar komi mikið upp af smáfiski sem hent sé og drepist. Miklu af þeim fiski mætti bjarga með litlum tilkostnaði og selja lif- andi í landi. Einnig mætti veiða ungfiski í þartilgerðum veiðarfær- um og síðar hefja ræktun fyrir eld- isstöðvar. Bent er á að Japanir veiði einn mikilvægasta eldisfisk sinn sem ungfisk við strendur og ali síðan upp til slátrunar. Jarðhitinn Björn segir að með því að blanda fersku eða söltu jarðhitavatni við hreinan sjó væri unnt að halda æskilegasta hitastigi (10°C) í eldis- tjörnum árið um kring. Vaxtar- hraði margfaldaðist við slík skilyrði - þorskur gæti náð markaðsstærð á 2 árum í stað 6 til 8 ára á náttúrlega mátann. Jarðhitasvæði koma til greina fyrir eldisstöðvarnar t.d. Reykjavík, Svartsengi, Krísuvík, Hveragerði og Reykjanes. Ódýrt fóður er grundvallaratriði í eldistöðvum og getur Björn hugs- að sér að nótaskip stunduðu fóður- öflun fyrir stöðvarnar. Bendir hann á loðnu og síld þegar hún er í lágu verði. Frysting fóðurs segir hann að sé óæskileg vegna viðbót- artilkostnaður. Þá bendir Björn á einstaklega hreinan og ómengaðan sjó hér við Iand sem við höfum umfram marg- ar aðrar þjóðir. Kosti eldis á mat- fiski dregur hann saman í eftirfar- andi: a) Árlegur vaxtarhraði er marg- faldur. b) Dauðsföll eru færri. c) Slátrun er möguleg eftir hent- ugleikum, svo sem með tilliti til markaðsstöðu, kjörstærðar og nýtingar á fiskvinnsluað- stöðu. d) Ferskleiki fisks er meiri og minna af hringormi. e) Nýting á aukaafurðum er auðveldari, svo sem niðursuða á lifur, lýsisgerð og lífefnaiðn- aður, t.d. vinnsla ensíma úr slógi. f) Nýting á smáfiski sem nú er sópað dauðum fyrir borð. g) Betri nýting á loðnu og síld en að mala í verðlítið mjöl (loðna) eða veiða ekki allan skammtinn (síld). h) Aukin nýting á jarðhita, landi og vinnuafli. i) Aukin þekking og reynsla á nýju sviði gæti opnað nýja og áður óþekkta nýtingar- og framleiðslumöguleika. Verðmætasköpunin á hvern fisk yrði þannig margföld á við það sem tíðkast með hefðbundnum hætti. Björn segir að afrakstursgeta fiski- stofna okkar verði ekki aukin veru- lega með núverandi veiðiaðferð- um, en fiskeldi gæti aftur á móti leitt til umtalsverðrar viðbótar. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.