Þjóðviljinn - 25.11.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.11.1983, Blaðsíða 11
______________________________________________Fðstudagtir 25: nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Víðir Sigurðsson Besta íþróttaljósmynd ársins 1982, valin af alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna og Adidas. Höfundur er Eileen Langsley frá Bretlandi. Þróttur og HK drógust saman í 1. umferðinni Karlaflokkur: 1. umferð Helgar- sportiö Handbolti Lítið liggur fyrir af upplýsing- um um leiki helgarinnar á Is- landsmótinu. Þó er talið að tveir leikir verði í höfuðborg- inni í kvöld. Valur leikur við KA kl. 20.15 og Víkingur við Stjörnuna kl. 21.30. Á morgun, laugardag, mætast KR og KA kl. 14 og FH leikur við Þrótt í Hafnarfirði á sunnudaginn kl. 14. Ekkert hefur borist frá HSÍ um leiki á íslandsmótinu, lík- lega er fullt af leikjum í öllum deildum en þeir sem vilja fræð- ast nánar um þá verða víst bara að leita eftir fregnum af þeim sjálfir. Prófið að hringa í 85422, kannski er einn fjögurra launaðra starfsmanna HSI við. Kannski. Körfubolti Það er frí í úrvalsdeildinni þessa helgina og einnig í 1. deild kvenna. Tveir leikir eru á dag- skrá í 1. deild karla, Grindavík og Skallagrímur mætast í Kefla- vík í k völd kl. 20 og Þór og Fram leika á Akureyri kl. 14 á morg- un. „Turneringar” eru um helg- ina í 3- og 5. flokki karla og 2. flokki kvenna. 3. flokkurinn er í Seljaskóla laugardag og sunnu- dag, 5. flokkur í Haukahúsi, Seljaskóla og Sandgerði og stúíkurnar byrja í Njarðvík í kvöld. Blak Tveir leikir verða háðir í 1. deild karla í Hagaskóla á sunnu- dag. ÍS og Víkingur leika kl. 15.20 og þar á eftir Þróttur og Fram. KÁ leikur tvo leiki í 1. deild kvenna sunnanlands, gegn Breiðabliki í íþróttahús- inu við Skálaheiði í Kópavogi kl. 21.50 í kvöld, gegn ÍS í íþróttahúsi Háskólans kl. 11.15 í fyrramálið. Þá verða tveir leik- ir í 2. deild karla. Þróttur N. og Samhygð leika á Neskaupstað kl. 15 á morgun og kl. 15 á sunn- udag. Sund Unglingameistaramót ís- lands verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur um helgina, föstu- dag, laugardag og sunnudag. Byrjað verður í kvöld kl. 20, á morgun kl. 17 og á sunnudag kl. 15.30. Dnjepr meistari Dnjepr varð á dögunum sovésk- ur meistari í knattspyrnu í fyrsta skipti. Félagið hlaut 49 stig, fjórum stigum meira en hið fræga félag Spartak Moskva og sex stigum meira en fráfarandi meistarar, Dy- namo Minsk. Hið margfræga félag, Dynamo Tiblisi, féll úr úrvals- deildinni, tapaði 1-0 í aukaleik gegn öðru þekktu liði, Dynamo Moskva, en liðin höfðu orðið jöfn að stigum og markatölu. Einnig féll niður í 1. deild Torpedo Kutaissi og nýliðarnir Kischinjow en síðar- nefnda liðið fékk aðeins 10 stig úr 34 leikjum. -VS Guðjón í Breiðholtið Guðjón Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá 4. deilarliði Leiknis, Reykjavík, í knattspyrnu. Hann sér einnig um alla yngri flokka nema 3. flokk. Guðjón hef- ur áður þjálfað hjá Víkingi, ÍA, Bolungarvík, Stöðvarfirði og hjá USAH. Ipswich og Islenskir knattspyrnuáhuga- menn fá að sjá leik Ipswich og Li- verpool í beinni sjónvarpsútsend- inu á laugardaginn kemur. Verk- falli hjá bresku sjónvarpsstöðinni ITV lauk í gær og þar með er ljóst að leikurinn á Portman Road fer Nú í vikunni var dregið í bikar- keppninni í blaki, karla og kvenna. Stórleikur verður háður í karla- flokki, Þróttur og HK, tvö efstu lið 1. deildar, leika saman. Þau léku einmitt til úrslita í fyrra og þar sig- ruðu Þróttarar. Niðurstaðan varð þessi: Liverpool fyrir augu okkar en ekki viðureign Tottenham og QPR. Leikurinn sjálfur hefst kl. 15 en Bjarni Felix- son íþróttafréttamaður sjónvarps byrjar „upphitun" kl. 14.30. -VS ÍS-Þróttur Nes. Fram-Breiðablik Þróttur R.-HK Víkingur-Samygð 2. umferð ÍS/Þróttur N-Fram/Breiðablik Þróttur/HK-Víkingur/Samhygð Fimm til sex lið af Norðurlandi verða einnig meðal þátttakenda og eitt þeirra fer í þriggja liða úrslit. Þegar þangað er komið, situr eitt lið hjá og fer beint í úrslitaleikinn og það gæti því hæglega orðið hlut- skipti norðanliðsins sem eftir verð- ur. Kvennaflokkur: ÍS-Breiðablik Þróttur-Víkingur Völsungur-KA Bikarkeppnin hefst í byrjun febrúar og leikir fyrstu umferðar fara allir fram sömu helgina. Vandræða- leikir? Þegar hcfur verið dregið um hvaða lið leiki saman í riðlum í undankeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu í Norður- og Mið-Ameríku. I fyrsta skipti er ekki farið eftir land- fræðilegri legu og útkoman er hálf vandræðaleg fyr suma. Bandaríkin og E1 Salvador lentu nefnilega sam- an í riðli og ekki er ólíklegt að leikir þeirra verði með hápólitísku ívafí. Þriðja liðið í riðlinum er Pucrto Rico. Þetta er B-riðillinn, í A-riðli eru Kanada, Guatemala og Hollensku Antilla, í C-riðli Kúba, Haiti og Hondúras og í D-riðli Costa Rica, Surinam og Trinidad/Tobago. Eitt þessara 16 liða kemst í lokakeppn- ina sem haldin verður í Mexíkó. -VS Vetrarsýn- ing Gerplu íþróttafélagið Gerpla heldur sína árlegu vetrarsýningu á morg- un, laugardaginn 26. nóvember, í íþróttahúsi félagsins að Skemmu- vegi 6, Kópavogi, og hefst hún kl. 13. Fram koma mörg glæsileg sýn- ingaratriði frá öllum aldurshópum, þar á meðal landsliðsfólk í fim- leikum, Júdó og Karate, en Gerpla hefur átt keppendur í öllum þess- um íþróttagreinum á Norðurlanda- mótum á þessu ári. Þetta verður fjölbreytt og góð sýning fyrir alla fjölskylduna og er aðgangur ókeypis. Ársþing FSÍ Ársþing Fimleikasambands Is- lands verður haldið á morgun, laugardag, í Félagsheimili Kópa- vogs. Þinghaldið hefst kl. 14. Þessar þrjár konur voru þátttakendur í helgarnámskeiði Trimmnefndar ÍSÍ fyrir leiðbeinendur í örvunaræfingum á vinnustöðum. Þær eru frá vinstri Svana Jörgensdóttir, í Trimmnefnd ÍSÍ, Sigríður Sigurðardóttir, Aðalverktökum, og Aðalheiður Franzdóttir, Bæjarútgerð Reykjavíkur. -VS FIFA framúr Sam- einuðu þjóðunum! Sextán þjóðir hafa sótt um inngöngu í FIFA, alþjóða knatt- spyrnusambandið, á þessu ári. Þar á mcðal er ein Kvrópuþjóð, nágrannar okkar, Færeyingar. Nánast allar eru eyþjóðir, þekktast- ar þcirra, í okkar augum, eru Grenada og Grænhöfðaeyjar. Að- ildarþjóðir FIFA eru 150 talsins. Fái þessar 16 þjóðir inngöngu, eða stór hluti þeirra, verða fleiri lönd aðilar að FIFA en að sjálfum Sameinuðu þjóðunum. í síðarnefndu samtökunum eru um 160 þjóðir. _VS Opið bréf frá handknattleiksdeild FH: Verðskuldar FH gagnrýni? Vegna neikvæðra ummæla og skrifa íþróttafréttamanna ríkisfjölmiðla og blaða eftir Evrópuleiki FH og ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv í handknatt- leik, og ásakana um villandi og vísvit- andi rangar upplýsingar um mótherja okkar í þeim tilgangi að tæla áhorfend- ur á leikina, óskar stjórn handknatt- leiksdeildar FH að koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum: Eftir að vitað var um mótherja FH í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félags- liða, gekk maður undir manns hönd að afla upplýsinga um þá en það eina sem menn vissu um ísraelskan handbolta var að íslenska landsliðið tapaði fyrir því ísraelska fyrir nokkrum árum í Frakklandi með 6 mörkum, og gerði við það jafntefli í síðustu heimsmeistara- keppni í Hollandi. Allt var þetta til að auka virðingu okkar fyrir væntanlegum andstæðingum og sigurinn var engan veginn bókaður. Þá var það að einhverjum góðum manni datt í hug að hringja í mann, búsettan í Tel Aviv sl. 20 ár, og spyrja hann útúr um liðið. Hann kannaðist mæta vel við Maccabi Tel Aviv, þeir ættu yfirburðalið í ísrael um þessar mundir og með því léku sterkir erlendir leikmenn, m.a. 3 Þjóðverjar og einn Rússi, örvhentur. Með því að símasam- band var ekki uppá það besta, enda um langan veg að fara, þá lofaði hann að senda nánari upplýsingar í pósti. Þessar upplýsingar höfum við ekki séð enn. Á blaðamannafundi nokkrum dögum síðar létum við íþróttafrétta- mönnum þessar upplýsingar í té en gát- um þess þá og jafnan síðan að við viss- um nákvæmlega ekkert um þetta ísra- elska lið. Um þetta geta þeir íþrótta- fréttamenn borið sem komu á fundinn, en það gerðu því miður ekki allir sem þó hafa látið svo lítið að atyrða okkur fyrir villandi, og vísvitandi rangar upp- lýsingar í sérhagsmuna skyni. Nú að afloknum leikjum vitum við þó a.m.k. að þetta ísraelska lið er ekki í sama gæðaflokki og FH og með því leika engir erlendir leikmenn, „Þjóð- verjarnir” reyndust bornir og barnfæddir í Guatemala og „Rússinn” í ísrael. En hvað stendur þá eftir? Verð- skulda leikmenn gagnrýni fyrir að hafa rassskellt þetta lið eða stjórn hand- knattleiksdeildarinnar fyrir fátæklega tilraun til upplýsingaöflunar sem reyndist svo á misskilningi byggð, eða hverju reiddust goðin? Að sjálfsögðu er það ámælisvert ef gefnar eru vísvitandi rangar upplýsingar og engum til fram- dráttar. Það er heldur engum til fram- dráttar að níða menn niður án þess að leita sannleikans, sem einhverjum þótti á skorta í þessu máli. Sannleikann hefðu menn fengið ef eftir honum hefði verið leitað. Með þessum orðum ætlar stjórn handknattleiksdeildar FH ekki að víkja sér undan ábyrgð í þessu máli, en biður alla hlutaðeigandi afsökunar á þessum leiðu mistökum og vonast til þess að það varpi ekki skugga á sam- skipti okkar við áhorfendur og íþrótta- fréttamenn, sem hafa verið með ágæt- um í gegnum tíðina. FH mun áfram kappkosta að sýna skemmtilegan og hraðan handbolta sem allir hafa gaman af að sjá og það sýndi sig á áhorfenda- fjöldanum á síðari leiknum í Hafnar- firði að þetta er það sem áhorfendur vilja sjá, og skiptir þá ekki máli hvort það er Þjóðverjanum eða Rússanum meira eða minna í liði andstæðinganna. Þess má að lokum geta, ísraelska lið- inu til afsökunar, að samkvæmt samtali við fararstjóra þeirra urðu þeir að skilja 5 leikmenn sína eftir heima vegna hern- aðarástands í heimalandi sínu, sá fimmti var sóttur útí flugvélina við brottför. Að sögn fararstjórans var þar um aðalmarkaskorara þeirra að ræða. Hann gat þess til hugsanlegrar skýring- ar á röngum upplýsingum okkar að Maccabi Tel Aviv ætti á að skipa yfir- burðaliði í körfuknattleik í ísrael og með því liði lékú nokkrir erlendir leik- menn. Með íþróttakveðju Stjórn Handknattleiksdcildar FH Athugasemd Eru FH-ingar virkilega hissa á við- brögðum íþróttafréttamanna? Leikir FH og Maccabi fengu virkilega góða umfjöllun í fjölmiðlum síðustu dagana og þar var rætt og ritað um eldfljóta snillinga, Þjóðverja og Rússa. Að auki átti Maccabi Tel Aviv að vera langsterk- asta lið ísraels. Er nokkur furða að íþróttafréttamönnum og íslenskum handknattleiksáhugamönnum þættu þeir vera illilega sviknir þegar í Laugar- dalshöllina var komið sl. föstudags- kvöld? Undirritaður telur ekki að FH-ingar hafi vísvitandi gefið rangar upplýsing- ar. Að sjálfsögðu vissu menn sama og ekkert um ísraelska liðið en þá var skáldað í eyðurnar, í lélegu símasam- bandi til ísraels urðu til fjórir erlendir snillingar (hafa sennilega komið inná línuna á hinni löngu leið). FH-ingar segja að 5 leikmenn hafi vantað í lið Maccabi. Staðreyndin reyndist vera sú að einungis einn þeirra hafði verið í byrjunarliði, hinirallirvaramenn. Einn ónafngreindur FH-ingur sagði reyndar á föstudagskvöldið: „Hvað áttum við að gera til að fá fólk á leikinn?“. Mál þetta á eftir að leiða af sér varkárni og tortryggni íþróttafréttamanna gagnvart öllum upplýsingum frá öllum félögum í framtíðinni, það virðist ætla að spilla fyrir hingað til góðri samvinnu þarna á milli, og ekki er ólíklegt að afleiðingar þess komi í ljós innan skamms þegar tvö íslensk félög leika í 8-liða úrslitum Evr- ópumótanna í handknattleik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.