Þjóðviljinn - 21.03.1984, Side 3

Þjóðviljinn - 21.03.1984, Side 3
Míðvikudagiir 21, mars 1984 ÞJÓÐVrLJINN — SÍÐA 3 Nýja punktakerfið í fiskmatinu: Sættum okkur ekki við þetta segir Elías Björnsson formaður sjómannafélagsins í Vestmannaeyjum. Aðeins 44% afla togarans Gullvers fór í 1. fl. eftir 8 daga veiðiferð „Það sem hér skiptir máli er að þetta er brot á verðlagsreglunum en Jónas Bjarnason tekur sér það bessaleyfi að taka upp punktakerf- ið við fiskmatið, þvert ofan í skrif- legt loforð sjávarútvegsráðherra við síðustu fiskverðsákvörðun um að punktakerfið yrði ekki tekið upp við þessa verðákvörðun. Enda verður að stokka alla verðlagningu upp ef taka á punktakerfið upp. Eg þori að fullyrða að ef þessu verður ekki breytt nú þegar munu sjómenn og útgerðarmenn taka upp harðar aðgerðir. Það kæmi mér ekki á óvart þótt flotanum yrði siglt í land“, sagði Elías Björnsson for- maður sjómannafélagsins í Vestmannaeyjum, en þar eins og víðast um iandið er allt á suðupotti vegna nýs punktakerfis sem Jónas Bjarnason forstöðumaður Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða hefur tekið upp. Þetta nýja matskerfi án upp- stokkunar á verðlagningu fisks lækkar tekjur sjómanna um 40 til 50%. Sem dæmi um hvernig þetta kemur út má nefna, að togarinn Gullver frá Seyðisfirði landaði eftir 8 daga veiðiferð á Seyðisfirði í fvrradag og fór aðeins 44% af afl- anum í l.fl. Togarinn Ljósafell frá Fáskrúðsfirði landaði sama dag, eftir jafn langa veiðiferð á sömu slóðum og var metið hjá honum eftir gamla kerfinu og fór 95% í 1. flokk. Eins og fyrr segir er logandi óá- nægja hjá sjómönnum og útgerðar- mönnum urn allt land útaf þessu máli, sem gæti dregið alvarlegan dilk á eftir sér. - S.dór Ráðherra segist ekki bera ábyrgð á framkvæmd punktakerfisins F r amkvæmt í heimildarley si segir Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins - Ef að þessu verður ekki kippt í liðinn eins og skot, þá á þessi ágæti guðfaðir framleiðslueftirlitsins í dag hættu á því að allur flotinn sigli í iand og við skulum leyfa honum að leysa það, sagði Óskar Vigfús- son formaður Sjómannasambands- ins í samtali við Þjóðviljann í gær um hinar nýju matsaðferðir fram- leiðslueftirlitsins. - Við töldum okkur hafa bréf- legt loforð sjávarútvegsráðherra um.að það yrði ekki farið út í þetta kerfi fyrr en séð væri hvað það gerði fyrir sjómenn. Þessi ákvörð- un var tekin við fiskverðsákvörðun 1. febrúar sl. og við höfum staðið í þeirri meiningu að ekki yrði hreyft við hinu nýja kerfi nema þá sam- hliða nýrri fiskverðsákvörðun þar sem fiskverðið yrði allt stokkað upp. Síðan er það einhver sem tel- ur sig hafa leyfi til að ráðskast með þessa hluti tekið þá ákvörðun að láta framkvæma þetta mat, algjör- lega í heimildarleysi. Ég fór ásamt formanni LÍÚ og farmanna- og fiskimannasam- bandsins á fund sjávarútvegsráð- herra vegna þessa og hann lofaði því að fara í þetta mál strax. Við telj um okkur hafa hans fyrra loforð endurtekið með þessu viðtali í gær. Hann taldi sig vera alveg sára- saklausan af þessari framkvæmd og vísaði til síns bréfs frá 1. febrúar", sagði Óskar Vigfússon. - ig. 4. deildar liðið Árvakur leggur land undir fót Tekur þátt í stórmóti í Bandaríkjunum Knattspyrnuliðið Árvakur, sem hóf sinn feril sem liðshcild fyrir ári síðan hyggur nú á landvinninga á íþróttasviðinu. Mun liðið halda utan til Bandaríkjanna um páskana og taka þar þátt í aiþjóðlegu knatt- spyrnumóti í Lake Placid í New York fylki. Á þessu móti, sem nú er efnt til öðru sinni munu keppa fjöl- mörg lið frá sterkustu knattspy rnu- þjóðum veraldar. Hópurinn sem heldur utan telur um 15 vaska íþróttamenn og mun verða keppt á ólympíuleikvangin- um í Lake Placid en þar hefur verið unnið að lagningu fullkomins gervigrasvallar vegna mótsins. Ætlunin er að veita sérstök verð- laun fyrir fegursta mark leikjanna og æfa þeir Árvakursmenn nú af kappi til að hreppa það hnoss. Telja þeir sig eiga allgóða mögu- leika. Eftir að mótinu á ólympíuleik- vanginum lýkur mun Árvakur leika nokkra vináttuleiki, einkum í New York og nágrenni. Til að fjármagna þetta ævintýri sitt mun verða gefið út veglegt auglýsingablað sem líta mun dags- ins ljós um næstu mánaðamót. Á myndinni hér til hliðar sést lið- ið sem ætlar sér að bera hróður íslands um heiminn með góðum ár- angri í Lake Placid. - v. Ingólfur Steinar Kristinsson verður jarðsettur á laugardag Þau mistök urðu í Þjóðviljanum í útförin fer fram n.k. laugardag, 24. gær, þriðjudag, að sagt var að út- mars frá Staðarhólskirkju í för Ingólfs Steinars Kristinssonar, Saurbæ. Eru aðstandendur og sem fórst 31. október í sjóslysinu á greinarhöfundar beðnir afsökunar Breiðafirði, hefði farið fram s.l. á þessum mistökum blaðsins. laugardag og birtar voru um hann - Ritstj. minningargreinar. Hið rétta er að VERD FRÁ 410.000 KRÓNUM, MED RYDVÖRN Reynsluaksturiboði / SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.