Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN Miðvikudagur 21. mars 1984 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrif8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndlr: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsia og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Skattahœkkun og skollaleikur í leiðara Þjóðviljans í gær var vakin athygli á því sérstaka siðleysi sem felst í nýjustu skattahækkun ríkis- stjórnarinnar. Ráðherrarnir nota kjarasamninga ASÍ og BSRB til að réttlæta hækkun á skattstiganum. í aðdraganda kjarasamninganna var aldrei minnst á að þeir yrðu notaðir sem tilefni til að hækka tekjuskattinn á almenningi í landinu. Fulltrúar launafólks treystu því að skattstiginn yrði sá sami og tilgreindur hafði verið á Alþingi eftir áramótin. Með skattahækkuninni nú er því á ósvífinn hátt komið aftan að forystumönnum launafólks sem gerðu kjarasamningana í þeirri góðu trú að orð ráðherranna myndu standa. í viðtali við Þjóðviljann í gær lýstu Björn Þórhallsson varaforseti ASI og Bjarni Jakobsson formaður Iðju undrun sinni vegna þessarar skattahækkunar. „Samn- ingarnir eru rýrðir með þessari skattahækkun og við áttum ekki von á því að þetta myndi gerast“, sagði Bjarni Jakobsson. Björn Þórhallsson segir að forystu- menn launafólks hafi ekki órað fyrir því að skattar yrðu hækkaðir í kjölfar kjarasamninganna. Þessar yfirlýs- ingar sýna að skattahækkun ríkisstjórnarinnar felur í sér afdráttarlaus svik gagnvart ASÍ. Ríkisstjórnin ríður á vaðið með því að rýra hinar Iitlu kauphækkanir með sérstökum hækkunum á almennum tekjuskatti. Ólafur Jóhannesson fyrrverandi forsætisráðherra tók á Alþingi í fyrradag undir gagnrýni Þjóðviljans og forystumanna ASÍ á þessa skattahækkun. „Mér finnst það óviðfelldið í mesta máta, ef fólk hefur fengið eitthvað hærra kaup heldur en gert var ráð fyrir, þá sé því veifað framan í það um leið að hluti af þessu sé tekinn aftur“, sagði Ólafur Jóhannesson í ræðustól Efri deildar. Hann minnti á að fjármálaráðherra Albert Guð- mundsson hefði margoft lýst því yfir að skattar yrðu alls ekki hækkaðir. Ólafur harmaði að Albert skyldi ekki standa við þessar yfirlýsingar, en nú beita sér fyrir hækkun á tekjuskatti. Fjármálaráðherra reyndi að verja sig með því að vísa í mælingar á skattbyrði milli ára. Ólafur Jóhannesson afhjúpaði þessa röksemdafærslu á snyrtilegan hátt. Hún væri „skollaleikur sem hvert barn sér í gegnum“. Áminnti Ölafur fjármálaráðherra og rifjaði upp þá meginreglu að menn í ráðherrastólum ættu að stand við orð sín. Sagði Ólfur að það væri „ósanngjarnt að láta slíka skattahækkun koma í kjölfarið á mjög tilfinnan- legri kjaraskerðingu“. Þjóðviljinn fagnar því að gagnrýni blaðsins á skatta- hækkun ríkisstjórnarinnar skuli hafa borið þann árang- ur að einn áhrifamesti þingmaður stjórnarliðsins greiddi atkvæði gegn hækkuninni á Alþingi. Það var áberandi í síðustu viku að stjórnarmálgögnin Morgun- blaðið og Tíminn og reyndar einnig DV gerðu sitt besta til að fela þessa skattahækkun í fréttaflutningi sínum. Þjóðviljinn var eini fjölmiðillinn sem rækilega vakti athygli á því sem var að gerast. Unglingataxtinn Hinn sérstaki unglingataxti var meðal þeirra ákvæða sem harðast voru gagnrýnd í kjarasamningum ASÍ og VSI. Þessi gagnrýni setti mjög svip á umfjöllun Þjóð- viljans um samningana. Nú er komið í ljós að sú gagnrýni átti ríkan hljómgrunn. Á síðustu vikum og dögum hefur hvert verkalýðsfé- lagið á fætur öðru náð þeim árangri að nema þennan unglingataxta á brott með sérstöku samkomulagi við sína viðsemjendur. Unglingarnir munu því víða um land fá fullorðinskaup. Afnám þessa illræmda ung- lingataxta þarf hins vegar að verða algert og ná til landsins alls. klippt Tvö skáld Mario Vargas Llosa er einhver þekktasti og virtasti rithöfundur Suður-Ameríku. Og hann hefur miklar mætur á Giinther Grass, sem einhverjum ágætasta fulltrúa vesturþýskra nútímabókmennta. Llosa, sem er Perúmaður, segir meira að segja, að ef hann þyrfti að velja sér bækur eftir Evrópu- mann til að hafa með sér út á eyðieyju þá myndi hann velja bækur Gunthers Grass. En Vargas Llosa varð fyrir miklum vonbrigðum á dögunum. Hann las grein eftir Gunther Grass, sem hafði komist svo að orði að lönd Rómönsku Ameríku myndu aldrei geta leyst vandamál sín nema með því að „fara að fordæmi Kúbu“. Með öðrum orðum: nema með því að gera byltingu í ætt við þá sem Castro stýrði til sigurs fyrir aldarfjórð- ungi. Tvöfalt siðgœði? En af því að Vargas Llosa þykir nokkru áfátt um lýðræði á Kúbu er hann ekki beinlínis hrifinn af þessari ráðleggingu Gúnters Grass. Hann talar um að það sé í gangi hjá mörgum vinstrisinnum og frjálslyndum í Evrópu eins- konar tvöfalt siðgæði að því er varðar það, hvað þeir telji gott fyrir sig og hvað þeir telji eiga við t.d. Rómönsku Ameríku. Llosa segir: „Fyrir Vestur-Þýskaland eða þá Vestur-Evrópu og hin iðn- væddu ríki er hugsjónin lýðræði, pólitískt kerfi sem er hliðhollt umbótum með kosningum, tján- ingarfrelsi og rétti til að stofna pólitíska flokka, í samfélagi sem um leið verndar einstaklinginn og er opið og laust við ritskoðun. Fyrir Rómönsku Ameríku er hugsjónin hinsvegar bylting, valdataka með ofbeldi, stofnun eins ríkisflokks, samyrkjubú- skapur með nauðung, skrifræði yfir menningunni og fangabúðir fyrir þá sem fara aðrar leiðir". Hin mikla neyð Llosa veltir því fyrir sér hvað Giinther Grass: þegar vesturevr- ópskur framfarasinni stendur andspænis hinni gífurlegu fátækt í Rómönsku Ameríku. Vargas Llosa: menn ættu ekki að gefa öðrum ráð sem þeir eru ekki reiðubúnir til að þiggja sjálfir. það sé sem fái menn eins og Gúnther Grass til að setja dæmin upp með þessum hætti. Hann tel- ur, að það sem mestu ráði um það sé það mikla áfall sem menn verða fyrir þegar þeir skoða nán- ar hina gífurlegu fátækt sem ein- kennir flest samfélög Rómönsku Ameríku, hið gífurlega misrétti samfara eigingirni og tilfinninga- leysi ríkjandi stétta í þessum þjóðfélögum andspænis neyðinni allt um kring. Þegar menn hafi skoðað þetta ástand um hríð komist margir að þeirri niður- stöðu að bylting sé eina leiðin. Vargas Llosa minnir á það að bylting er ekki tíygging gegn sulti. En mestu varði þó, að hinir velviljuðu og framfarasinnuðu Evrópumenn geri sér grein fyrir því, að með því að óska sér frelsis en telja það óþarft eða ekki skipta máli í öðrum löndum, þá geri þeir sig eiginlega seka um einskonar kynþáttafordóma, sem þeir sjálfir telji sig raunar lausa við með öllu. Hann segir: Vanhugsun „Menntamaður, sem telur að frelsi sé nauðsynlegt og mögulegt fyrir hans eigin ríki, getur ekki tekið ákvörðun um að það sé óþarfa munaður fyrir aðra. Hann getur að minnsta kosti ekki gert það nema hann sé fullviss um að hungur, ólæsi og kúgun geri fólk ófært um að lifa í frelsi. Og þar er kannski komið að kjarna málsins. Þegar bandarískur eða evr- ópskur menntamaður - eða frjálslynt blað eða stofnun - ráð- leggur pólitíska valkosti fyrir Rómönsku Ameríku, sem hann mundi aldrei þola í sínu eigin samfélagi, þá afhjúpar hann grundvallarefa sinn um mögu- leika Rómönsku Ameríku á að öðlast það frelsi og virðingu fyrir rétti annarra seni einkennir lýðr- æðisríki. í flestum tilvikum er hér um að ræða ómeðvitaða fordóma, van- hugsun, einskonar innri kyn- þáttafordóma, sem þessir menn mundu afneita fljótt og vel ef þeim er bent á“. Fleiri dœmi Þetta er nokkuð þörf ábending hjá Mario Vargas Llosa. Og ef menn skoða hliðstæður, þá kem- ur það ekki síður oft fyrir, að hægrimenntamenn allskonar taka það að sér að ákveða fyrir aðra, hvenær þeir séu „nógu þroskaðir“ fyrir lýðræði og sjálf- stæði. Við höfum til dæmis heyrt stundum ávæning af því í Morg- unblaðinu, að valdataka hersins í Tyrklandi hafi svo sem verið eðli- leg og kannski það skásta sem Tyrkinn eigi kost á í pólitík. Laumuspil í blaðinu í gær og í dag er sagt frá fjarskiptastöð í Færeyjum sem bandaríski flugherinn rekur þar með þeirri leynd að Færey- ingar hafa ekki hugmynd um. Hún er í tengslum við radarstöð frá Nató sem danski herinn rekur og er einskonar „stöð í stöðinni". Eftir að fréttin um þetta mál birtist í blaðinu Information í fyrri viku hefur danska utanríkis- ráðuneytið staðfest að banda- ríska stöðin sé í raun rekin í sam- bandi við danska natóradarstöð á Sornfelli. Hafi sérstakur samn- ingur verið gerður um málið árið 1963. En það er athyglisvert, að þessi samningur, sem mörgum þykir ganga þvert á yfirlýsingar Dana varðandi herstöðvar, skuli aldrei hafa verið lagt fyrir utan- ríkismálanefnd né heldur fyrir danska þingið. Fœreyingar kvarta Enn færra vita Færeyingar, sem þykjast illa sviknir. Erlendur Patursson hefur lýst því yfir, að réttast sé að utanríkisráðherra Færoeme kræver danske I ministre til ansvar for USA-base | Udenrigs-og forsvarsministeren | má komme til Færoerne og lægge kortene pá bordet, mener formanden for det repu- blikanske parti har været grundlag for al dansk basepolitik, hedder det, •>at der med bestemthed ikke vil blive tale om at oprette fremmede baser i Danmark«. Ret og krav Oli Breckmann, der re- præsenterer det færoske parti Folkeflokken i Folketinget, si- magasinet Forsvar afslorede. I at der i forbindelse med NA- I TO-anlægget eksisterer et se- I parat amerikansk anlæg. der I stár i dirckte forbindelse med | det amerikanske militærs ef- terretningsorganisations ho- I vedkvarter i Fort Meade i USA ' via tilsvarende anlæg pá Is- land, Gronland og Alaska. sem og varnarmálaráðherra Dan- merkrir komi sjálfir til Færeyja og geri lögþinginu grein fyrir þessu máli. Þjóðveldisflokkurinn, en Erlendur er einn helstur foringi hans, krefst þess að færeyska lög- þingið afli sér allra upplýsinga um málið. Erlendur lítur svo á að fjarskiptastöðin sem hér um ræðir sé skýlaust brot gegn fyrri yfirlýsingum Dana um erlendar bækistöðvar á dönsku landi. Information hefur einnig haft samband Óla Breckmann úr Fólkaflokknum færeyska. Hann er ekkert óánægður með að Fær- eyingar „gegni sínum siðferði- legu skyldum" við Nató. En meira að segja hann er heldur betur súr yfir því hvernig farið er á bak við Færeyinga í þessum málum. „Það er augljóst, að við viljum fá að vita hverju fer fram“, segir hann. Sem minnir aftur á íslenskt eilífðarmál: ráðherrar hér sverja einatt og sárt við leggja að þeir viti allt sem máli skiptir um Keflavíkurstöðina. Þeir svar- dagar verða ótrúlegri miklu nú þegar það er ljóst, að um aldar- fjórðungs skeið hefur tekist að fela heila fjarskiptastöð á vegum bandaríska flughersins í Fær- eyjum _áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.