Þjóðviljinn - 21.03.1984, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 21.03.1984, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. mars 1984 Efnt til góðrar Dúfnaveislu í Borgarnesi Símaskráin er eina bókin þar sem merkilegir menn standa við hliðina á ómerkilegum mönnum (Hreggviður Hreggviðsson í hlutverki pressarans). UMF Skallagrímur. Leikdeild: Dúfnaveislan eftir Halldor Laxness. Leikstjóri: Kári Halldor. Honum til aðstoðar: Carmen Bonitch Tónlist: Hilmar Sverrisson. Mér er sagt, að oftar en ekki séu áhugahópar út um landið, sem hafa áhuga á að koma leiksýningu í verk, eins og milli steins og sleggju. Ef þeir velja sér þá tegund af hlátursleik sem líklegastur er til að skapa mikla aðsókn, þá er eins víst að þeir sjálfir hafi takmarkað gam- an af, þeir hafa of lítið til að spreyta sig á. Ef þeir á hinn bóginn sýna metnað góðan og ráðast í erfitt verkefni sem getur orðið þeim þroskadrjúg raun, þá er eins víst að þeim sé refsað með sinnuleysi. Því er þetta nú rifjað upp að Skallagrímsleikarar í Borgarnesi hafa komist hjá þessari klemmu. Þeir hafa ráðist í erfitt verkefni, ekki vantar það. Dúfnaveislan er enginn barnaleikur í flutningi, húmor verksins ekki fljótandi á yfirborðinu, margt sem líklegt er að fólk gefist upp fyrirfram við að skilja og vísi frá sér. En leikarar og Kári Halldór leikstjóri hafa fylgt eftir djarfri ákvörðun með þeirri listfengu útsjónarsemi og þraut- seigju að úr verður vönduð sýning og um margt skemmtileg - og ekki ber á öðru en að Borgnesingar og aðrir kunni að meta. A sjöttu sýn- ingu nú um daginn var uppselt. Sem sagt: hér hefur komist á sú samstillta vinna, sem gerir það fullkomlega ómaksins vert að leggja land undir fót og sækja til- breytingu og upplifun í það að heyra aðrar raddir og sjá ný andlit. Árni Bergmann skrifar um leikhús Það hefur reyndar verið búinn til heill ferðamannspakki í kringum þessa sýningu með hótelgistingu og fleiru og því ekki það? Þetta gera Akureyringar og Þjóðleikhúsmenn og „því ekki við“? Náttúrlega hefur sýningin ekki styrk og öryggi atvinnumennsk- unnar, það segir sig sjálft. Stund- um var eins og hraðinn dvínaði meira en leyfilegt var og orðin hljómuðu ekki nógu skýrt. Dúfna- veislan sjálf varð til dæmis í daufara lagi, þótt einstök tilsvör kæmu vel út - þar urðu þagnir of miklar, það vantaði þó nokkuð til þess að áhorfandi fyndi á sér þau undur og stórmerki, að maður sem hvorki tekur mark á hagfræðinni né þjóðfélagsgerðinni er að halda upp á afmæli sitt með því að bjóða til veislu ágripi af símaskránni. En sem fyrr segir: miklu fleira ber þessi sýning Borgnesinga af lofi en lasti. Hreggviður Hreggviðsson fer með hlutverk buxnapressarans fágæta, allt hans fas minnir á bless- að blíðalogn eins og vera ber (og kannski hefðu þeir leikstjórinn mátt reyna fleira til að trufla það öðru hvoru) - en það leyndi sér heldur ekki í þessari túlkun það skemmtilega frelsi, sem sá maður nýtur, sem hefur ekki áhyggjur af þeim lögmálum sem gilda fyrir aðra. Hrafnhildur Sveinsdóttir er pressarakonan og náði upp hlýlegri sambúð við karl sinn og var líka vel og rækilega til staðar á sviðinu, einnig þegar ekki var margt sagt. Theódór Þórðarson var Gvendó og komst vel frá þeim hamskiptum sem sú persóna þarf að taka. Það var lagt til í mín eyru nú um helg- ina, að Dúfnaveislan væri líkast til harmleikur Gvendó fyrst og fremst, þessa ósérplægna manns sem einatt þurfti að reisa við lítils- virta menn og gera þá að smáborg- urum - og túlkun Theódórs bendir vel og skynsamlega í þessa átt. Leikstjórinn hefur tekið þann kost, að láta skötuhjúin ungu, Öndu (Jenný Lind Egilsdóttir) og Rögnvald Reykil (Ingvar Sigurðs- son) koma nokkuð svo annarlega fyrir sjónir: hún er rauð, hann er grænn. Kannski eigum við að skilja það sem svo, að þau séu bæði kom- in nokkuð langt frá því sem er upp- runalegt eða náttúrlegt - sem er satt og rétt, nema hvað Anda á sér endurkomu von reyndar. Það var margt gott í þeirra samspili og Ing- var var einatt ótrúlega útsmoginn í hlutverki þessa tæknimalandi falsgreifa. Það var líka til mikillar prýði hvernig hann hreyfði sig á sviði. í Borgarnesi eru ýmis hús myndarleg: íþróttamiðstöðin til að mynda, eða þá hótelið. Þar er danssalurinn líklega á við tvö Sam- komuhús eins og það sem Dúfna- veislan var haldin í. Þetta litla hús, gluggalaust og bakkabræðralegt við fyrstu sýn, reyndist samt furðu stórt að innan á þessari sýningu, það varð rúmt um persónurnar á opnu sviðinu, sem nýttist einmitt mætavel til að sauma ýmiskonar nauðsynleg hreyfingamynstur. Síðan bættist ein miljónin við aðra þangað til öll mennsk hlutföll voru týnd. (Jenný Lind Egilsdóttir í hlutverkl Öndu og Ingvar Sigurðsson sem Rögnvaldur Reykill). Úr ýmsum áttum í eftirfarandi pistlum er vikið að viðgerð á Bægisárkirkju, fram- kvæmdum á Seyðisfirði, hótel- rekstri á Breiðdalsvík, framleiðslu einingahúsa á Patreksfirði, tón- mennt á Djúpavogi, byggingafram- kvæmdum í Neskaupstað, íbúðum fyrir aldraða í Keflavík og starf- semi Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur. Viðgerð á Bægisárkirkju Bægisárkirkja i Öxnadal er óef- að ein af elstu kirkjum landsins. Hún varð 125 ára á sl. ári. Var þess minnst á viðeigandi hátt. Við það tækifæri færði Elísabet Haralds- dóttir á Öxnhóli kirkjunni að gjöf 16 nýjar sálmabækur, til minningar um andaða ættingja sína og vini. Bægisárkirkja var á sinni tíð hið vandaðasta hús enda þótti hún nokkuð dýr í byggingu. Fullgerð kostaði hún 1279 ríkisdali, 2 spesí- urogóskildinga. En presturinn, sr. Arngrímur Halldórsson, og söfn- uðurinn voru á einu máli um að gera bygginguna svo úr garði, að ekki væri tjaldað til einnar nætur. Öðru hverju hefur verið dittað að kirkjunni því „ellin hallar öllum leik“. Aðalviðgerðin fór fram á sl. sumri. Á Ytri-Bægisá hefur verið kirkja allt frá kristnitöku og í Ljósvetn- ingasögu er minnst á kirkjubygg- ingu þar um 1007. Framkvœmdir á Seyðisfirði Seyðfirðingar sátu engan veginn auðum höndum á sl. ári. Hvað áhrærir framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins má nefna að lokið var við að byggja grunn nýs skóla- húss. í ár er svo fyrirhugað að reisa kennsluálmu fyrir greinar í hand- menntum. Er að því stefnt að taka hana í notkun á árinu. Og áfram var unnnið við heilsu- gæslustöðina og nú að þriðja áfanga. Endurhæfinarstöðin er fullgerð orðin. Á yfirstandandi ári er hugmyndin að vinna áfram að þeim hluta hússins þar sem heilsu- gæslunni er ætlað að fara fram. Ef allt gengur að óskum á hann að verða tilbúinn í byrjun næsta árs. Og þá er það smábátahöfnin. Unnið var að dýpkun hennar og gerð grjótvarnargarðs. Lauk því verki. Eftir er að'ganga frá flot- bryggjum en við þær er meiningin að vinna í ár. „Þegar allt er komið í kring“ er talið að aðstaða fyrir smá- báta á Seyðisfirði verði með því besta sem gerist á landinu. Enn er þess að geta, að búið er að ganga frá ágætum vatnshreinsi- útbúnaði. Hreinsar hann vatnið af öllum óhreinindum og gerilsneyðir það síðan. Ferillinn er þessi: Fyrst fer vatnið í gegnum mekaniskar síur, sem hreinsa vatnið til fulls. Loks fer vatnið í geislagreiningar þar sem það er gerilsneyðist með útfjólubláu ljósi. Þessi vatns- hreinsiútbúnaður Seyðfirðinga er talinn vera sá fullkomnasti hér- lendis. Hann var keyptur í Noregi en framleiddur í Englandi, Dan- mörku og Sviss. Hótel Bláfell Á sl. sumri var hótel opnað á Breiðdalsvík og heitir Bláfell. Er það rekið af þeim hjónum Guðnýju Gunnþórsdóttur og Skafta Ottesen. Hótel Bláfell er timburhús frá Trésmizju Fljótsdalshéraðs. Bygg- ing þessi hófst haustið 1982. Húsið er 238 ferm. Herbergin eru 8, 6 tveggja manna og 2 eins manns, og svo setustofa, matsalur þar sem um 50 manns geta borðað í einu, og gestamóttaka. Lovísa Kristjáns- dóttir innanhússarkitekt sá um skipulagningu hússins innan- stokks. í félagsheimilinu Staðar- borg eru 8 gistiherbergi. Er í ráði að tengja þau rekstri hótelsins næsta sumar. Reksturinn hefur gengið vel og í sumar reyndist húsrými of lítið. Þá voru það ferðamenn sem gistu hótelið en í vetur er rekið þar mötuneyti og auk þess munu hópar teknir í mat þegar þörf gerist. Þau hjón vinna ein að rekstrinum svo trúlega er vinnutími þeirra stund- um nokkuð ríflegur. Einingahús á Patreksfirði Fyrirtækið Iðnverk á Patreks- firði hóf fyrir nokkru framleiðslu á einingahúsum og mun vera brautryðjandi á því sviði á Vest- fjörðum. í kynningarbæklini frá fyrirtækinu segir m. a. að með því að byggja einingahúsu sparist veru- legir fjármunir á verðbólgutímum, vegna þess hve byggingartíminn sé stuttur. Þá á stöðlun og fjöldafram- leiðsla einnig að geta lækkað kostnaðinn. Fluttningskostnaður á einnig að lækka fyrir þá Vestfirðinga, sem byggja úr eining- um, við að þurfa þó ekki að sækja

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.