Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.03.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. mars 1984 Núverandi heilbrigðisráðherra gaf á sínum tíma vissum umsvifa- mönnum í kaupsýslu og ýmiskonar braski nafngiftina „gróðapungar". Meðal þeirra mun núverandi fjár- málaráðherra hafa verið ofarlega á blaði. í þá daga vissi Matthías Bjarna- son hvar fjármuni var að finna, en nú hefur ráðherra tekið þessi dek- urbörn á sína arma, eins og sak- lausa hvítvoðunga sem veita beri aukna umönnun, svo þau megi sem best dafna og eflast. Nýja „gróðapunga" hefur ráð- herra uppgötvað meðal sjúklinga á sjúkrahúsum en slíka uppgötvun hefur enginn áður gjört hér mér vitanlega. Sýnir þessi uppgötvun ráðherra að víða leynist fólgið fé. Pyngjur „gróðapunga“, hverra þanþol er þó mikið, eru að springa af ofþenslu, verða því brátt aflagð- ar og gámar teknir í notkun í þeirra stað. Á gáma þessa verður letrað gullnum stöfum: „Lok, lok og læs og allt úr stáli“, enda ginnhelgir gagnvart skattheimtu hins opin- bera. Skattheima öll skal framkvæmd í öfugu hlutfalli við efni og ástæður að sið hirðgæðinga Mammons, sem nú sitja á trón hér á landi með „Frjálshyggju-hugsjónina“ að leiðarljósi. Hókus-pókusfræði Friedmanns og lærisveina er sá helgi boðskapur sem dæla skal í heilabú lýðsins, svo honum skiljist hverjir eru gjafarar allra gæða. „Bananalýðvelda“-hugsjónin svífur hér yfir vötnum, enda hefur „Guðs eigin stjórn" í „Guðs eigin landi“ stutt og eflt slíkt stjórnar- form enda mjög hugleikið að koma slíku stjórnarformi á meðal ann- arra þjóða svo sem kunnugt er, enda í anda sannrar Frjálshyggju. Alþjóðlegir auðhringar eru að sjálfsögðu burðarásar í efnahags- legri og andlegri velferð „banan- ísks“ þjóðlífs, enda flestir upp- runnir í „Guðs eigin landi“ þar sem mannréttindi og lýðfrelsi eru víst í hávegum höfð, svo sem indjánar og negrar hafa góða reynslu af og sagan vottar. Auðhringar í öðrum ríkjum hafa að sjálfsögðu sótt þangað fyrir- myndir, nema hvað? Engan þarf því að undra, þótt iðnaðarráðherra vor bregðist hart við þegar vinnu- lýðurinn í Álverinu í Straumsvík setur fram ósvífnar kröfur á hendur hinu guðdómlega fyrirtæki, sent ekki vill vamm sitt vita og þekkt er að heiðarlegum sarhskiptum við ríki og þjóð. Meðal annars með hóflausum greiðslum fyrir orku og ýmiskonar annan fjáraustur til okkar fátæku og fámennu þjóðar, bæði nú og fyrr. Iðnaðarráðherra hefur sem sé tjáð oss að launakjör starfsmanna séu þegar svo há, að hann og hans líkar lepji dauðann úr krákuskel miðað við þá. Hafa þó flestir haldið að ráðherrann ætti vel fyrir grjónagraut, hvað sem hæft er nú í því. Hátekjulýðinn í Straumsvík ku ráðherrann ætla að taka til sér- stakrar meðhöndlunar fyrir ósvífn- ar kröfur og hortugheit og láta hann vita í eitt skipti fyrir öll, hver valdið hefur, svo lýður þessi raski ekki ró hans í framtíðinni, þegar hann vill slappa af, eftir erfið og illa launuð störf, við laxveiðar í Hrúta- fjarðará. Utanríkisráðherra höfum við með afbrigðum þjóðhollan. Hann telur þjóðfrelsi okkar og sjálffor- ræði tryggt með því að fela stjórn- endum „Guðs eigin þjóðar“ í „Guðs eigin landi“ alla forsjá slíkra málafolkka undir kjörorðunum: „sjálfstæði smáþjóðar er best tryggt með því að fórna því“. Hefur ráðherrann unnið ötullega að framgangi þessara hugðarmála sinna og orðið vel ágengt. ! Heimsfriðinn telur ráðherran best tryggðan með aukinni fram- leiðslu kjarnavopna. Því fleiri helsprengjur, því meiri friður. Pað gefur auga leið að friður hér á landi er best tryggður með sem flestum helsprengjum í landinu sjálfu. Má því vænta þess að ráðherrann hefji nú innflutning á þessum friða- rtáknum sínum. Fjármálaráðherra eigum við svo frægan, að sj álf heimspressan fylgir hverju hans fótspori og má vart vatni halda sökum fórnarlundar ráðherra í þágu hunda og hundalífs í Reykjavík og víðar. Hið opinbera „kerfi“ telur ráð- herra af hinu illa. Einn angi þeirrar ófreskju lætur sig hundalíf í Reykjavík máli skipta og vill banna hundalíf í höfuðborginni. Gegn þessu hefur ráðherrann snúist af myndarskap, svo sem áður er geúð og frægt er orðið. í framhaldi af þessu hefur ráðherrann orðið þess vís, að fleira lifa hundalífi í Reykja- vík en hundar og hefur nú leitast við að bæta úr því að nokkru. En þessar aðgjörðir ráðherrans, sem bæta munu réttindi og að nokkru laun ýmissa láglaunahópa í þjóðfélaginu, voru hreint brot á stjórnarstefnunni. Var þá ekki að sökum að spyrja. Leiftursóknarlið- ið með formann Sjálfstæðisflokks- ins og sjúkraskattshöfundinn í broddi fylkingar hóf grimmilegar Skjöldur Eiríksson skrifar árásir á fjármálaráðherrann fyrir afglöp og heimsku og hafði í hótun- um. Ástæðan er ljós. „gróðapung- arnir“ sáu að ef til vill þyrftu þeir að opna smárifu á gámunum sínum, en það var nú aldeilis ekki meining- in. Sýnilegt er að Albert hefur ekki gert sér Ijóst, hver í raun og veru eru stefnumarkmið þessarar stjórnar, þ. e. Bananalýðræðishug- sjónin, að gera þá ríku ríkari, en þá fátæku fátækari. Því fór sem fór. Yfir öllu þessu trónar forsætis- ráðherrann með sína grautarskál og hrærir og hrærir. Að lokinni máltíð reigsar hann á skíðum upp á fjallatinda hérlendis og erlendis. Þar uppi á hátindum fær hann að eigin sögn yfirsýn yfir erfiðleika ís- lensks efnahagslífs og sér hinar einu sönnu lausnir. Útsynnings- bólstrarnir færa fonum „banan- fska“ hugljómun frá „Guðs eigin landi“. Efnahagsstefnan er mörk- uð, sú eina rétta. Hvernig væri nú ef ráðherra héldi sig nær mannabyggðum og skyggndist þar um í ró og næði, gengi um jökulruðninga borg- arstjórans í Reykjavík á gangstétt- unum, en sleppti einni hugljóm- unarferð eða svo upp á fjallatinda og íhugaði það líf sem fjöldinn lifir? kannski birtist honum þá önnur sýn en sú er hann hlaut fjarri öllum raunveruleika. Kannski og kannski ekki? Kannski gildir hér margrætt kvótakerfi, þ. e. að þegar minna er til skipta skuli þeir mest fá er mest fengu áður? Faðmlög SÍS, Moggans, Davíðs borgarstjóra og fleiri í Isfilm er tím- anna tákn, enda breyttir tímar. Hugsjónabreytingin í forystu Sam- vinnuhreyfingarinnar er alkunn staðreynd. I sjónvarpsþætti fyrir alllöngu síðan, þar sem komu fram Eyjólfur Konráð Jónsson, Erlendur Einars- son forstjóri SIS og þriðji aðili sem ég man ekki nafn á, var rætt um ýmis viðskiptaform. Þar lýsti for- stjóri SÍS því yfir, að hann væri algjörlega á móti ríkisrekstri, en væri mjög hlynntur frjálsri sam- keppni og fleiru í þeim dúr. Eyjólf- ur Konráð sagðist geta tekið undir allt sem Erlendur sagði og hafði þar litlu við að bæta. „Frjálshyggja “ Eyjólfs og sam- vinnuhugsjón Erlends féllust í faðma og voru þau faðmlög heitari en orð fá lýst. Að vísu kom ein- kennileg yfirlýsing frá Erlendi í lok þáttarins, þegar stjórnandi spurði hann um hver væri lífsskoðun hans. Því svaraði Erlendur á þann veg að hann væri socialdemokrat. Eitthvað bögglaðist þessi yfirlýs- ing fyrir brjósti ýmissa hlustenda og má hver lá þeirn sem vill. Þarna birtast sem sé samvinnuhugsjónin og sósíalisminn alveg í nýju gervi. Það fer því ekki illa á því að Davíð borgarstjóri þjóni hinum nývígðu elskendum, Mogganum og SÍS, bæði til borðs og sængur og fylgist með ástaratlotum elskendanna í hjónasænginni, færandi þeim brúð- argjöf frá borgarsjóði. Á vegg yfir hjónabeðnum mun upphengd mynd af dýrlingnum Svarthöfða í gullnum ramma. Guðdóminn í ásýnd hans sjá víst fáir nema Davíð og hinir ástsjúku elskendur, enda annaðist dýrlingur þessi vígslu hjú- anna og lagði hendur yfir með blessunarorð Mammons á vörum. Ljósfælnar rökkurvofur svífa yfir sænginni enda gluggar byrgðir og ljós deyfð. Hókus-pókus-fræði Friedmanns eru lesin við rekkju- stokk svo að elskendur megi fá góðar hvíldir eftir nautnasjúkar bólfarir. „Nýi Tíminn" er í garð genginn. Skjöldur Eiríksson Tímaritið s „Islenskt mál“ Nýr árgangur kominn út Út er kominn 5. árgangur af tímariti íslenska málfræðifé- lagsins, „íslenskt mál og al- menn málfræði“. Að vanda er margt fróðlegra greina í tímaritinu. Meðal ann- ars má nefna grein Eiríks Rögnvaldssonar um sagnalið- inn í íslensku. Ingólfur Pálma- son skrifar um framburð nokk- urra Öræfinga, Suðursveitunga og Hornfirðinga, Kristján Arnason skrifar um áherslu á hrynjandi í íslenskum orðum, og ásamt Höskuldi Þráinssyni skrifar Kristján um málfar Vestur-Skaftfellinga. Randa Mulford skrifar um viðskeytið -ari, og Þórlindur Þórlindsson skrifar um málfar og samfélag. Ymislegt annað fróðlegt efni um íslenska málfræði er að finna í tímaritinu auk ritdóma um nýlegar málfræðibækur. ->g- Nýr og endurbættur blár Ópal er nú kominn á markað eftir nokkurt hlé á framleiðslu þessa sælgætis. Nú eru því, eins og áður, á boðstólum fjórar tegundir af Ópal Framleiðslu á bláum Ópal var hætt í bili fyrir hálfu öðru ári. Ástæðan var sú. að fyrir- tækið ákvað að breyta þeirri uppskrift, sem notuð var við framleiðsluna, einkum til þess að draga úr bragðefnainni- haldi, sem æskilegt þykir að hafa í lágmarki. Síðan hafa staðið yfir tilraunir með sam- setningu bláa Ópalsins í sam- vinnu við svissneska fyrirtækið Givaudan í Zurich. Nú inni- heldur blár Ópal aðeins 1,4 prósent af aðalbragðefninu chloroform. Leyfilegt magn, samkvæmt nýrri reglugerð, er hins vegar tvö prósent. Rauður og blár Ópal hafa verið uppistaðan í framleiðslu Sælgætisgerðarinnar Ópal, frá því að fyrirtækið var stofnað 1945. Starfsmenn Sælgætisgerðar- innar Ópals eru 30 til 35. Þær hafa nóg að gera í pökkuninni núna þegar blái ópallinn er komið aftur á markað Nýr blár ópal Sævar Ástráðsson bakarameistari við nýju brauðasamstæðuna í hinu nýja húsnæði Brauðgerðarinnar KÁ á Selfossi. Mynd - Sigurður S. Brauðgerð KÁ í nýtt húsnæði Fyrir skömmu var Brauðgerð Kaupfélags Árnesinga flutt úr fyrri húsakynnum við Eyrarveg 3 á Sel- fossi í endurgert fyrrv. húsnæði pantanadeildar kaupfélagsins við Austurveg. Þá var og allur véla- kostur bakarísins endurnýjaður við flutninginn. Keyptar voru brauðasamstæðu- vélar frá Bretlandi og ofnar frá Sví- þjóð. Mun afkastageta brauðgerð- arinnar aukast um helming með til- komu hinna nýju tækja og öll að- staða starfsfólks batna til muna, en sl. ár hefur brauðgerðin verið rekin við mjög ófullnægjandi aðstæður. Endurbætur og breytingar í hinu nýja húsnæði brauðgerðarinnar voru að mestu framkvæmdar af smiðum KÁ, Sigfúsi Kristinssyni byggingarmeistara, Selfossi og Vigfúsi Sigvaldasyni múrarameist- ara, Hveragerði. Yfirmaður og bakarameistari Brauðgerðar KA er Sævar Ást- ráðsson en starfsmaður brauðgerð- arinnar eru 9. -Ig-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.