Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 2
2 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 5. - 6. maí 1984 skammtur af kynlífsvorboða Lóan er einn þeirra fugla, sem ekki voru skapaðir í öndverðu, heldur breytti frelsarinn nokkrum leirfugl- um, sem hann hafði búið til að gamni sínu, þegar hann var barn, í lóur. Þegar svo Sadúsei ávítaði hann og vildi brjóta fuglana, sem gerðir höfðu verið á sjálfan sabbatsdaginn, bráfrelsarinn hendi yfir leirmyndirnar. Flugu þá upp leirfuglarnir og sungu „dýrðin dýrðin“. Lengi trúðu menn því að lóan færi ekki burt á haustin, heldur tæki laufblað í nef sér, eða birkiviðar- anga, og svo svæfi hún í klettasprungum veturinn af, eða þar til vorhlýjan vekti hana. Lóan var einn Ijúfasti vorboðinn. Svo komu hinir, einn af öðrum. Sá sem sá fyrsta ánamaðkinn að vor- inu, átti heimting á fyrsta skyraskinum sem til féll eftir fráfæruna, en sá sem sá fyrstu sóleyjuna fékk fyrsta rjómatrogið. Ómegðartíminn var genginn um garð, bjargræðis- tíminn hafinn og menn fóru að berja skít niður í vallar- rótina. En þetta var nú í dentíð. Nú er öldin önnur og lífið orðið talsvert flóknara en áður, og þó einkum eftir að mætir félagsvísindamenn uppgötvuðu að ekki verður þverfótað í tilverunni fyrir svonefndum „próblemum", sem aðallega eru upp- runnin í Svíaríki, en hafa borist hingað með aukinni upplýsingu, menningu og menntun. Með „próblemum" hefur tekist að koma í veg fyrir atvinnuleysi stórra hópa langskólagenginna manna, sem eru önnum kafnir við það dægrin löng að flækja einfalda hluti til að hafa af því lífsviðurværi að greiða aftur úr flækjunni, því hvað segir ekki í „lllustreret Handbog for alle, redigeret af Fr. Winkel Horn, Dr. Phil. under medvirkning af en större kreds af Fag- og Videnskabsmænd", (Á íslandi jafnan kallaður Vínkil- hornsleksíkoninn). „Problem = Opgave der skal löses.“ Nú er vorboðinn orðinn annaren fyrr. I stað lóunnar, sóleyjarinnar og ánamaðksins gerist það nú árviss uppákoma, að um það leyti sem náttúran er að vakna úr vetrardvalanum hefst kerfisbundin kynfræðsla í Ríkisútvarpinu, og þávita allir, bæði ungirog aldnir, að vorið er komið. Þessar uppáferðarlexíur eru víst lífsnauðsyn, því að mati félagsvísindanna er það eins með kynmök og annað það sem á að vanda til, að ef menn ekki kunna til verks er hætt við að allt fari í handaskolum. Slíkt er ekki aðeins til þess fallið að ógna lífsham- ingjunni í landinu, heldur beinlíns stofninum. Fræðsla og upplýsing í kynferðismálum verður að koma í stað þeirrar verklegu menntunar, sem íslend- ingar hafa byggt á gegnum aldirnar. Sören Kierkegaard vissi hvað hann söng þegar hann sagði: „Með aukinni upplýsingu eykst fáviskan". Ég vaknaði semsagt í fyrragær við það að vorið var komið. í útvarpinu sátu þrír sérfræöingar í kynferðis- málum fyrir svörum í svokölluðum „símatíma" morg- unútvarpsins og svöruðu spurningum hlustenda um það sem allir eru alltaf að hugsa, en enginn vill tala um, semsagt „hitt“. Þessi símatími hófst á því að drukkinn maður hringdi og óskaði eftir að fá óskalagið „breaking through", en fékk það ekki af því að þetta var þáttur um kynferðis- mál, en ekki óskalög sjúklinga. Þá hringdi kona og spurði, hvort algengt væri að fólk hefði áhyggjur útaf kynferðismálum, en félagsráðgjaf- inn svaraði því til, að fólk hefði það stundum ef illa gengi, en þegar vel gengi væri kynlíf frekartii ánægju en hitt. Nú hringdi kona, sem sagðist álíta að símatíminn ætti að vera á öðrum tíma og ekki þegar allir væru að vinna, en félagsfræðingurinn svaraði því til, að allt of algengt væri að fólk færi útí kynlíf án þess að kunna það. Hér varð dálítil bið á því, að hringt væri, og þá röbbuðu sérfræðingarnir svona vítt og breitt um kyn- mök, eðli þeirra og tilgang. Læknirinn sagði að varast bæri að taka kynlífið eins og sturtubað, og félagsráð- gjafinn fullyrti að allt of algengt væri að fólk útkljáði deilumál með samförum.Slíkt væri óæskilegt. Deilu- mál ætti að útkljá á jafnréttisgrundvelli. Nú hringdi kona og spurði hver væri sú lágmarks kurteisi sem hægt væri að ætlast til, að eldri konum væri sýnd í kaffiboðum á eftirmiðdögum. Þessu svaraði sálfræðingurinn, eða var það félags- ráðgjafinn - ég man það bara ekki - með upplýsingum um forleiki og eftirleiki, fitl og dútl, ertingu, örvun, ótímabær sáðlát, náttúruleysi, kynkulda, standpínu, brundvekurð, brókarsótt og allt hvað nöfnum tjáir að nefna, en sagði að lokum eitthvað á þá leið, að það væri bara ekki hægt að tala um þetta af því að ekki væru nein orð til yfir það, sem ekki væri von, af því að aldrei væri um þetta talað. Nú var konan sem óskaði eftir upplýsingum um lágmarks kurteisi í kaffiboðum búin að leggja á. Ég slökkti líka á útvarpinu af því að ég mundi allt í einu eftir að ég þurfti að koma í verk einhverju sem ég hafði forsómað allt of lengi, enda komið vor. Og þá datt mér í hug þessi vísa: Eiginlega segir það sitt um sérfræðinganna kynlífsþóf, hvað öllum finnst gaman að gera hitt og geta það án þess að hafa próf. sHráargatid Leikhúsin hafa gert nokkuð af því að leita á gömul og fengsæl mið. Skemmst er að minnast My Fair Lady á Akureyri, Gísl og Hart í bak hjá Iðnó. Nú er farið að ræða það manna á meðal að Þjóðleikhúsið ætli að róa á sígild mið á næsta vetri. Það ku eiga að gera út á Skuggasvein, Kardimommubæ- inn, Frænku Charleys á miðnæt- ursýningum og slútta leikárinu með söngleiknum fræga West Side Story. Og einhversstaðar inn á milli á að koma Shakespe- are undir leikstjórn erlends leik- stjóra. En upphaf leikársins verð- ur þó undir öðrum formerkjum með nýju leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar sem sagt er ærið spennandi. Sjónvarpið er líka á sígildu miðunum með sitt Gullna hlið. Og það mun vera róið líka í Iðnó en hvort það verða alveg sömu mið skal ósagt látið. Þau .tíðindi berast einnig úr leikhús- heiminum að Bríet Héðinsdóttir sem um langt skeið hefur verið burðarás bæði í leikstjórn og leik í Þjóðleikhúsinu mun vera á för- um þaðan og hyggst starfa með Leikfélagi Reykjavíkur. Bríet hefur sett upp margar af viða- mestu sýningum Þjóðleikhússins á stóra sviðinu og verður fróðlegt að sjá hana spreyta sig í Iðnó- umhverfinu sem er allt minna í sniðum. Félag íslenskra myndlistarmanna mun ekki standa fyrir sérstakri sýn- ingu á Listahátíð í sumar. Fram- Bríet tll LR. lag félagsins til Listahátíðar verða hinsvegar 26 stuttir þættir í sjónvarp um jafnmarga FÍM- listamenn sem félagið hefur val- ið. Helmingur þáttanna verður sýndur á meðan á Listahátíð stendur, og er verið að taka þá upp þessa dagana, en síðari hlutinn í þáttaröðinni verður tek- inn upp í haust. Umsjónarmaður þáttanna er Halldór Björn Run- ólfsson listfræðingur, sem er les- endum Þj v. vel kunnur af skrifum sínum í blaðið. j Hugmynd Guðrúnar Erlu í stjóm Kjarvals- staða um að efna til sýningar á verkum íslenskra listamanna sem búsettir hafa verið erlendis um langt skeið hefur hlotið dræmar undirtektir. Hér er um að ræða fólk eins og Erró, Tryggva Ólafs- son, Eyfells-hjónin, _ Louisu Matthíasdóttir og fleiri. Það mun einkum vera Einar Hákonarson Halldór Bjöm stýrlr FlM þóttum I ajónvarpl. stjórnarformaður sem hefur beitt sér gegn tillögunni, og telur hana ekki tímabæra. Hversvegna er ekki ljóst, en sumir halda að ekki sé talið tímabært að hleypa hress- andi sunnangolu inn í lognværðina á Kjarvalsstöðum. Nú þegar það er orðinn draumur ungra manna að komast í Víking- asveitina sem er í einkennisbún- ingum „af praktískum og sálræn- um ástæðum" eins og segir í Helgarpóstinum, þá er rétt að gá að því að veruieikinn er oft grárri en draumamir. „Ekkert hinna hroðalegu morðtóla var notað“, segir H.P. „Eins og aðrir lög- regluþjónar á staðnum kusu þeir fremur að leggja sig í lífshœttu við að afvopna manninn en beita þeirri miklu þjálfun sem þeir höfðu fengið til að skjóta hann. “ Er þá ekki alveg eins gott að láta sig bara dreyma um að komast í Elnar telur það ekkl tfmabært. götulögguna, úr því að Víkinga- sveitin notar hvort eð er ekki tól- in sem hún fær svo mikla þjálfun í að beita. Vera er tímarit sem fram til þessa hefur verið gefið út af Kvennaframboð- inu eingöngu. Nú hefur hins veg- ar Kvennalistinn keypt sig inn í Vem og mun framvegis sjá um fjórar þingmálasíður í tímaritinu. Kaupverðið er hálf miljón króna, sem Kvennalistinn tekur af því fé sem honum er veitt til blaðaút- gáfu frá Alþingi. Þessir auknu sjóðir Veru munu gefa mögu- leika á aukinni útgáfu, og þegar er búið að ákveða að gefa Veru út níu sinnum á ári í stað sex í dag. Jafnframt hefur Vera auglýst eftir föstum starfskrafti... Mannabreytingar eru tíðar í fjölmiðlunum. Nú mun Elísabet Þorgeirsdóttir sem rit- Sklpun Torbens veldur urg. stýrt hefur Sjómannablaðinu Víkingi vera að hætta störfum og við tekur Sigurjón Valdimarsson sem ritstýrt hefur Vestfirska fréttablaðinu. Elísabet er á för- um til útlanda og hefur fengið starfslaun til þess að sinna ljóða- gerð. Mikill urgur er meðal starfsmanna ríkis- bókhalds með skipun fjármála- ráðherra í stöðu ríkisbókara á dögunum. Ráðherra skipaðiTor- ben Friðriksson í embættið en hann var áður framkvæmdastjóri Félags ísl. stórkaupmanna. Alls sóttu sex um stöðuna og kom skipun ráðherra mönnum mjög á óvart þar sem flestir höfðu talið víst að ungur viðskiptafræðingur sem verið hefur hægri hönd setts ríkisbókara, Þorvaldur Ingi Jóns- son, hlyti stöðuna. En Albert er ekki í miklum vanda þegar fé- lagar úr „hulduhernum" sækja um stöðu hjá honum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.