Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. maí 1984 bæjarrött Einsemdin í borginni er mikil Ég er stundum að ganga um bæinn mér til skemmtunar og ég mæti mörgu fólki, það vantar ekki. Sumir eru á bílum og hinir hreyknustu og halda líklega að bensínið endist í hundrað ár, aðr- ir eru spígsporandi með barna- vagn og trúa líka á þá framtíð sem sefur vært í vögnunum og enn eru þeir sem eru gangandi, flestir ansi eitthvað einbeittir á svip. Það eru allir að flýta sér og allir fara eitthvað og allir hafa tilgang í lífinu. Allir nema ég. Ég bara geng si svona og horfi á greinar trjánna sem eru rétt byrjaðar að taka við sér eftir langan vetur. Velkomnar til lífsins segi ég, en ég fæ ekkert svar. Það hugsa allir um eitthvað stórt. Friðrik Sófusson ætlar að vera ráðherra og Albert ætlar að koma í veg fyrir það svo að þarna er í uppsiglingu mikið drama eins og þau gerðust best á Sturlunga- öld. Ekki verð ég spurður ráða um það. íþróttamenn ætla á Ól- ympíuleikana og ætla sér að verja heiður landsins, en ég sit í heita pottinum í Sundhöllinni og það yrðir enginn á mig. Ég veit ekki hvemig á því stendur. Ólafur Ormsson er fluttur í Norðurmýr- ina, hann var að segja frá því í Morgunblaðinu. Hann er búinn að raða upp fataskápnum og borðstofuborðinu og sófasettinu og hengja myndir upp á vegg og um allt þetta hefur hann skrifað svo listilega og svo lipurt. En hvað geri ég? Ég hefi ekki einu sinni flutt mig milli húsa í fimmtán ár og það eru fimm ár síðan ég málaði. Ég bara geng héma á götunum. Og þegar ég er ekki að ganga á götunum þá sit ég svona og horfi fram fyrir mig. Stundum finnst mér eins og ég ætli að fara að sjá eitthvað merki- legt stíga út úr þoku fortíðarinnar eða sprengjubólstrum framtíðar- innar, en svo hverfur það aftur og ég get ekki sagt neinum frá því, ég náði því ekki. Ég á heima inni í Heimum, ein- hversstaðar á sömu slóðum og strákarnir sem léku sér að dúfun- um í skáldsögu Einars Más Guð- mundssonar, Vængjasláttur í þakrennum. En ég hefi aldrei átt dúfur, það er að segja ég reyndi að ala upp eitt par, en það tókst ekki. Þær stmku. Kannski að fyrirmyndirnar í skáldsögunni hafi stolið þeim og selt þær fyrir gos. Maður veit það aldrei, það er svo mikið af illsku í veröldinni og enn situr Reagan í Hvíta hús- inu. Þegar ég er orðinn þreyttur á að ganga um í Heimunum þá held ég áfram niður Laugardalinn og heilsa upp á trén eins og ég var búinn að segja. Þetta era vinir mínir, þeir einu sem aldrei bregð- ast. Svo held ég áfram, fram hjá Ásmundarsafni og öryrkjunum og áður en ég kem niður á Hlemm, þá beygi ég til vinstri og labba um Norðurmýrina. Kann- ski ég rekist á unga menn sem standa í flutningum eða eitthvað og hafa fundið sér tilgang í lífinu. Hver veit? En það gerist ekki. Það gerist í raun og veru aldrei neitt, tíminn gengur í hring og það er verið að segja sömu fréttirnar og í fyrra og hitteðfyrra. Ég geng um Norður- mýrina og ég er að velta því fyrir mér hvers vegna allur ástarhring- urinn i Laxdælu hefur verið tek- inn og hafður til að skíra hverja götuna af annarri - Hrefnugata, Kjartansgata, Guðrúnargata, Bollagata. Einkennilegt uppá- tæki reyndar og erfitt að skilja það eins og svo margt í fari Is- lendinga. Sumir halda reyndar að þetta sé einhver náttúmnafna- tíska á villigötum, en ég held reyndar að það sé ekki rétt. Orsökin liggur dýpra,. Ég finn hana á sjálfum mér þegar ég geng um þessar götur þar sem ástir Laxdælu em orðnar að gráum húsum undir skelja- sandi og farið að molna úr þeim sumum. Það er einsemdin sem ræður þessum nafngiftum. Ein- semdin í borginni sem menn hafa ómeðvitað reynt að yfirstíga með því að tengja saman hús með fornum ástum. Þetta er hinn fomi draumur hins einmana um að stökkva yfir einangmnarmúrana sem borgarlífið reisir um okkur sem einu sinni vorum náttúra- böm, stökkva yfir þá og efna til sannkallaðrar rilgulreiðar. Hilmar. Sögur af Irum Enn spyrjum við Sean McCann hvað hann hafi í pokahorninu um landa sína, íra. Fyrst koma nokk- ur ummæli sem höfð era eftir framámanni einum sem Boyle Roche hét, sir að nafnbót. Hann sat á þingi. • Hr. forseti, hvernig gæti ég verið á tveim stöðum í einu nema ég væri fugl. Helmingurinn af þeim lygum sem andstæðingarnir segja um okkur era ekki sannar. • Ég hefði átt að svara bréfi yðar fyrir hálfum mánuði, en ég fékk það ekki fyrr en í morgun. • Ógæfan er aldrei ein á ferð og versta ógæfa dregur venjulega á eftir sér enn verri. • Meðan ég rita þetta held ég á sverði í annarri hendi og skamm- byssu í hinni. • Út í þjáningakaleik írlands hefur flóð öldum saman og hann er ekki fullur enn. • Meðfram hinum ótroðnu brautum framtíðarinnar sé ég spor eftir óséða hönd. • Sir Boyle gekk með fótarmein og þurfti að láta sníða sér sér- staka skó. Hann húðskammaði skósmið sinn með svofelldum orðum: - Þú ert ljóti andskotans tré- hausinn, gerir þveröfugt við það sem þér er sagt. Ég sagði þér að láta annan skóinn vera stærri en hinn, en þess í stað hefur þú látið annan vera minni en hinn. sunnudagsHrossgiátan Nr. 423 / Z 3 9 r v (o ~s~ Ý 10 U 12 12 19 12 <P / 15 ¥ )(d <£ M 12 /? V 9 9 18 /8 20 20 12 V 2 2! /9 V ¥ 12 10 19 10 12 0 20 )8 3 22 12 )C, 23 )0 /8 V 29 / 0 £ 0 10 /2 S? 0 12 !8 23 0 2H /(o )9 V /o V 5 /0 /o 12 3 /2 (p> /0 21 V 2 20 )0 27- /2 10 21 ié )2 3 V V 3 2 /8 19 )2 10 )¥■ 10 2) 0 12 l9 18 2F~ ir 12 /V- V 2Z 3 /2 /? 12 V !8 19 2! !2 28 3 2T lO 12 S? 0 29 23 /2 V 23 T ö V % J2 f n 0 10 12 1/ 0 /2 l<? 10 !*/■ 30 zö V TT 0 )</ V )/ $ 17- 8 2 bL /2 7 8 í¥ 1¥ /0 ~T~ 2? /J/ A Á B D ÐEÉF GHlf JKLMNOÓPRSTU Ú V XYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á þorpi á Norðurlandi. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátu til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 423“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 1/ 29 /? 12 W // 2¥ 2 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heitu hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðutn. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- 'hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Vinningshafi í krossgátu núm- er 420 er Sigríður Ragnarsdóttir, Forsæludal, 541 Blönduós. Lausnarorðið er „Reykjavík“ Verðlaunin eru Skáldsögur Steinunnar Sigurðardóttur. Vinningshafi í krossgátu núm- er 421 er Friðjóna Hilmarsdóttir, Holtsbúð 34, 210 Garðabæ. Lausnarorðið er .Jakobsglím- an“. Verðlaunin eru íslandsmetab- ók Amars og Örlygs. Verðlaunin að þessu sinni er hið fræga verk John Steinbecks „Mýs og menn“. Ólafur Jóhann Sigurðsson hefur þýtt verkið, sem Almenna bókafélagið í Reykjavík gefur út.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.