Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. maí 1984 sunnudagspistill r ''Mki' Árni Af kvenfyrirlitningu Bergmann skrifar Jóhannesar úr Kötlum í síðasta hefti Tímarit Máls og menningar er grein eftir Kristin Kristjánsson sem heitir „Konan, draumurinn og dátinn". Þar er fjallað um tvær skáldsögur, Norðan við stríð eftir Indriða G. Þorsteinsson (1971) og Verndar- englana eftir Jóhannes úr Kötium (kom út 1943), og einnig um skýrslu nefndar um ástandsmál (samskipti íslenskra kvenna og er- lendra hermanna) frá stríðsárun- um. Höfundur tekur það fram að hann ætli að sýna fram á að um- ræðan (um ástandið) hefurein- kennst af fordómum“. „Leitið og þér munuð finna“ er ráð sem ekki á alltaf við. Að minnsta kosti er það víst, að grein- arhöfundur hefur kosið sér aðferð oftúlkunar, sem teygir hann út í ógöngur - svo mjög að hans nýja „túlkun" verður fyrri „fordómum“ íakari. Hér skal numið staðar við skáld- sögu Jóhannesar úr Kötlum, sem er skrifuð í ástandinu miðju. Emblu saga Ein helsta persónan í þeirri sögu heitir Embla, bóndadóttir sem býr hjá ríkum bróður sínum í Reykja- vík. Henni er svo lýst, að hún er elskuleg stúika og saklaus og henni finnst að hernámið 10. maí sé upp- haf mikils ævintýris sem hún hefur lengi beðið eftir og margar stúlkur aðrar. Embla kemst á heimili bróður síns, sem er formaður at- vinnurekendasambandsins, í kynni við skoskan liðsforingja. Ástir góð- ar takast með þeim og Embla telur sig trúlofaða. En allt í einu er lið- sforinginn horfinn án þess að kveðja, og það kemur í Ijós að hann var maður kvæntur. Embla situr eftir þunguð, fer heim til for- eldra sinna að eiga barnið, sem týn- ir lífi með voveiflegum hætti og Embla sjálf drekkir sér. Af þessari sögu dregur Kristinn Kristjánsson hinar víðtækustu áiyktanir. Af lýsingunni á draumórakenndum hugaræsingi sem Jóhannes úr Kötlum lætur grfpa dætur Reykjavíkur hernáms- daginn kemst hann að svofelldri niðurstöðu: „Hernámslýsingin byggir á því að konur hafi dreymt um komu elskhugans frá upphafi íslandsbyggðar og sá draumur ræt- ist 10. maí 1940 í mynd breska her- 1 iðsins. Þeim hefur aldrei liðið betur en á þeim degi er þær eru beittar ofbeldi í mynd hernáms". Og, heldur greinarhöfundur áfram, þetta gerist allt vegna þess að Jó- hannes úr Kötlum telur í Verndar- englunum að „karlar hugsa en kon- ur ekki“. Þetta á að sannast með tiivísun til samtals Emblu og bróður hennar, Mána byltingar- skálds, hernámsdaginn. En grein- arhöfundur áttar sig ekki á því, að munurinn á þeim er ekki á heimsku og hugsun heldur á tveim viðhorf- um: annarsvegar fer óttinn við Þjóðverja sem býður Breta vel- komna (Embla) hinsvegar andúð rétttrúaðs kommúnista bæði á Þjóðverjum og Bretum. Og ekki tekur betra við þegar þess er getið í Verndarenglunum síðar, þegar Embla er yfirgefin, að nú hafi hún „farið að hugsa“ - og sýnist Kristni nú bera vel í veiði að góma þrjótinn Jóhannes úr Kötlum. Má þó vera hverjum ljóst sem les, að hér eru á ferð margítrekuð hvörf úr ótal sög- um: meðan allt leikur í lyndi berst manneskjan áfram í hugsunarleysi, þjáningin vekur hana til nýrrar vit- undar. Þetta er rangt En sá samnefnari sem greinar- höfundur lætur gilda um Verndar- engla, Norðan við stríð og fleiri bækur er þessi: „Sérhver kona er sögð vera eins og aðrar konur og allar konur eru eins og þessi eina. Konur eru sagðar hafa ákveðið eðli sem lýsir sér meðal annars í því að þær gefa eftir, láta tilfinningarnar stjórna sér, hugsa ekki. Hámark ánægjunnar er þegar aðrir ráða yfir þeim, þegar þær eru beittar of- beldi, þeim nauðgað eða þær her- teknar. Þess vegna fagna þær her- náminu". Þessu fylgir að með slíkri meðferð málsins sé verið að finna í konum „blóraböggul“ eða „uppbót fyrir slæma samvisku þjóðarinnar“ eftir að herseta hefst. Þetta er rangt. Og byggir á þeirri röngu aðferð við að skoða bækur að blása út smámuni (til að finna það sem skoðarinn „ætlaði" að finna) eða láta samhengi sögunnar að öðru leyti lönd og leið. Af greininni í TMM mætti til dæmis ætla að saga Emblu væri sögð í anda almennra fordóma í garð ástandsstúlkna. Svo er ekki. Embla nýtur samúðar: hún er svik- in í tryggðum. Þegar hún kemur heim, fer um sveitina viðbjóðs- legur rógur um hana og barn henn- ar, sem höfundur leggur sig fram um að kveða niður. Faðir Emblu sýnir henni hörku þegar hún snýr heim úr ástandinu - en það er ekki hann sem hefur síðasta orðið, hann má iðrast grimmdar sinnar, meðan það er móðir Emblu sem skilur best manneskju í nauðum. Embla er kölluð Fiðrildið í sögunni og augljóst að Jóhannes úr Kötlum hefur haft í huga þá japönsku Ma- dame Butterfly sem elskaði amer- ískan sjóliðsforingja í óperu Pucc- inis. Hórdómur mikill Embla er ekki „allar konur“. Um það má vísa til móður hennar, til konu verkamanns sem er í tugt- húsi vegna dreifibréfamálsins fræga. Einnig til læknisdóttur, sem fer einnig í ástandið frá Mána bróður Emblu: hlutur hennar er gerður miklu verri. Máni þessi er reyndar helstur talsmaður höfund- ar sögunnar. Hann messar á Hótel Borg yfir ástandsfólki af báðum kynjum og tekur heldur betur upp í sig. Ræðan er sérstæð og eins lík- legt að miklu meiru ráði í henni „tilfinningar" en „hugsun“. Máni karlinn er reiður ástandskonum en ekki síður kynbræðrum sínum. „Fjöldi íslenskra karla, þar á meðal sumir trúnaðarmenn og leiðtogar íslensku þjóðarinnar, hafa skriðið að fótum hans (hersins) í viðbjóðs- legri auðmýkt, ýmist í hagsmuna- von eða af einskærri lítilmennsku" (bls. 184)... „Þannig dafnar nú jöfnum höndum skækjulifnaður beggja kynja: konur ýmist gefa eða selja líkama sinn, karlar ýmist gefa eða selja sál sína“. (bls. 185). Og menn vita það af Biblíu þeirri, sem er Mána bersýnilega efst í huga, að það versta af öllu er að braska með sálartetrið. Með öðrum orðum: sú túlkun á sögunni, að verið sé að leita að blóraböggli í kvenfólki, uppbót „fyrir vonda samvisku þjóðarinnar“, er gjör- samlega út í hött. Sú persóna sem fær yfir sig ómælt hatur Mána skálds og höfundar hans er bróðir þeirra Emblu, Hákon, forríkur hermangari, sem vill ekkert heldur en selja óðal fjölskyldunnar undir herstöð. Kristinn Kristjánsson fann sem- sagt það sem hann ætlaði, en ekki það sem í bókinni stendur. Ansans vesen það. Lokum dyrunum En að því slepptu: það er ekki nema rétt að konur í ástandinu hafa fyrr og síðar sætt ámæli í um- tali og á bókum. Saga Jóhannesar úr Kötlum af hinu íslenska Fiðrildi er reyndar margfalt mildari en al- mannarómur - að sumu leyti er sagan málsvörn fyrir stúlku sem hlaut hennar örlög. Ef einhver er sekur þá er hans annarsstaðar að leita. En í sambandi við stranga dóma sem heyrðust um ástandskonur á stríðsárunum sjálfum er kannski ekki úr vegi að minna á hverskonar þjóðfélag það var, sem tugþúsund- ir erlendra hermanna komu inn í árið 1940. Um 140 þúsund manna samfélag að burðast við sjálfstæða tilveru og fær yfir sig tugir þúsunda enskumælandi hermanna stórveld- is. Þarf engan að undra þótt mönnum yrði bilt við, þeir yrðu gramir og ráðvilltir - og reyndu að vemda sig gegn verndurum með því að loka að sér. Skólastrákur í þá daga man enn, hve öflug samfylk- ing myndaðist um að setuliðið skyldi einangra sem mest: menn- ingarvitar, sósíalistar, kvenfélög, ungmennafélög og svo kennararn- ir: allir brýndu það fyrir okkur að vera ekki „að sniglast utan í her- mönnum“. Andúð á þeim sem um- gengust hermenn að ráði var mikil og einatt í anda ræðu Mána bylting- arskálds í Verndarenglunum. Beiskjan var samt mest tengd á- standinu. Og líklega óþarft að skýra það öðru fremur með for- dómum í garð kvenna yfirleitt eða leit að blóraböggli. Fyrrgreindur Máni í skáldsögu . Jóhannesar úr Kötlum játar það í reiðilestri sínum á Hótel Borg að hann sé afbrýðisamur - og segist hafa fullan rétt til þess: kærasta hans sem var, situr þar inni með liðsforingja. „Þurftu þeir einnig að stelast inn í einkalíf vort og leggja það ( rúst?“ spyr hann sár og reiður. Og þar með er reyndar komið að því, sem mestu réði um tilfinningaviðbrögð við ástandinu. Með því var hernámið orðið að persónulegum vanda fjölda manna. Ekki aðeins ungra karla hryggbrotinna, heldur ekki síður foreldra sem voru, eins og eðlilegt var, dauðhrædd við að týna dætr- um sínum út í heim sem þau óttuð- ust, skildu ekki og það á mjög við- sjárverðum tímum. Gömul saga Sú „ástandssaga" sem sögð er í Verndarenglunum, er reyndar ekki ný. íslenskir höfundar hafa verið að segja hana í smásögum og skáldsögum í heila öld. Þetta er stækkuð og margfölduð saga, sag- an af piltinum og stúlkunni í daln- um, sem voru byrjuð að draga sig saman og allt lék í lyndi. En þá kom einhver að utan, forframaður prestssonur, eða kaupmanns- sonur, einhver sigldur eða að minnsta kosti Að Sunnan og gerði allt ótryggt í kringum sig. Og heillaði stúlkuna til sín og það var allt mjög sorglegt. Kannski týndi stúlkan lífinu, að minnsta kosti var hún svikin herfilega, svo gat eins verið að pilturinn gerðist úr heimi hallur. Fátt hefur freistað rithöf- unda oftar en að setja ótta lítils samfélags við óbætanlega truflun fram í sígildum ástarþríhyrning með Freistarann að hreyfiafli. Og stúlkan saklausa, sem freistað er, hún er ekki „konur yfirleitt“ í þessu samhengi, hún er sveitin og landið, Fjallkona einskonar, tákn og ímynd þess lífs sem var lifað og mönnum er eftirsjá í á trylltri öld og ráðvilltri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.