Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 13
Helgin 12. - 13. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Fausts var sú, að í samskiptum sín- um við djöfulinn kól hann á hjarta og veitti því ekki eftirtekt, hversu hann líktist honum meir og meir. Sú þróun var fínlega en sýnilega undirstrikuð með því að búningur hans tók smátt og smátt á sig lit af búningi djöfsa. Harmsaga þess danska Fausts, sem Erik Mörk sýndi, var aftur á móti saga manns, sem finnur, hvað hann er orðinn vondur og viðskila við lífið, og vill snúa við á sinni braut og losa sig undan valdi djöfulsins, en þá er það orðið of seint. Barnið hans er myrt, móðirin verður höggvin, eftir situr hámenntað einmana gamalmenni, sem engu fær bjarg- að. Mefistóteles bíður og glottir. Pað er merkilegt að horfa á jafn gamalt leikrit og finnast það jafn nútímalegt. Þar á vafalaust ný og geysifalleg þýðing Jörgens Gustava Brandts stóran hlut að máli. Jafnvel eyra mitt svo óvant að nema danska tungu hlaut að greina fallega hrynjandi málsins og hnyttni. Því húmor hafði Goethe og húmor hefur þýðandinn. Leikritið er einnig stytt nokkuð, sem mjög tíðkast, til að draga fram megindramað og fækka útúrdúr- um. En það sem gefur því þó enda- nlega gildi nú sem fyrr, er meðferð skáldsins á eilífri klemmu vísinda- mannsins. Spurningsú sem Goethe hefur lagt fyrir lesendur sína, túlk- endur og áhorfendur í 200 ár er ekki síður áríðandi fyrir okkur sem nú lifum en þá sem tilheyrðu upp- lýsingaöldinni. Spurningin um þekkingarleit mannsins og hvert hún leiði hann. Skal öllu fórna og einskis svífast til að öðlast þekkingu, jafnvel selja sál sína og samvisku í því augna- miði, af því tilgangurinn helgar meðalið? Eru doktorinn og vís- indamaðurinn undanþegnir al- mennum siðalögmálum, eða yfir þau hafnir? Er það heimurinn sem hefur gildi í sjálfum sér eða skiln- ingurinn á heiminum, er það lífið sjálft eða skiiningurinn á lífinu? að segja þeim, það vita þeir fyrir. Þó hafa þeir ekki gerst brotlegir við lög samfélagsins, utan einn, sem fær kikk út úr því að brjóta rúður í stórmagasínum að næturlagi. Að öðru leyti hafa þeir fátt til saka unnið annað en að vera fátækir, ómenntaðir og atvinnulausir. Undir lokin brýst innibyrgð reiði þeirra út í óhugnanlegustu slagsmálum, sem ég hef nokkurn tíma séð á sviði. Um það leyti, sem áhorfandinn býst við því að sjá mann myrtan, rennur æðið loks af þeim sterkari og það setur að hon- um nær óstöðvandi grát, en vinur hans spýtir blóði. Þegar ekki for- ingjans loks er hljóðnaður, rís hann á fætur og hefur að kenna félögum sínum sjálfsvörn. Það er ruddaleg slagsmálatækni hans sjálfs, sem síðar má búast við að þeir beiti í sameiginlegri baráttu við það samfélag, sem hefur misk- unnarlaust hrint þeim frá sér. Sýningin á þessu leikriti var feikilega áhrifamikil og leikmynd og leikstjórn sú besta, sem ég sá í borginni. Nafn leikstjórans er Ib Thorup og leikmyndateiknarans Karin Betz, en Lone Hertz og Ma- lene Schwartz stjórna ieikhúsinu. Og eftir þessa viku í dönsku leikhúsi hafði ég á tilfinningunni, að það sem skorti helst væri stór- brotnari og skýrari leikstjóm og frumlegri leikmyndagerð og bið ég þó engan að taka orð mín hátíð- lega, til þess var vera mín með Dönum allt of stutt. En þeir eiga sannarlega góða ieikara og í þeirra leikhúsi liggja rætur hins íslenska. Þeir fóstruðu Jóhann Sigurjóns- son, Guðmund Kamban, Onnu Borg, Harald Björnsson og Lárus Pálsson svo nokkrir frumherjar atvinnumennsku í íslensku leikhúsi séu nefndir á nafn. Við megum sjálfsagt ýmislegt til þeirra sækja enn og ég þakka fyrir góða skemmtun. Leikhús með lifandi leikurum hrífur mig. Reykjavík 9. maí Steinunn Jóhannesdóttir. Þessari spumingu vilja margir koma sér undan að svara. En sú stund getur mnnið upp, að maðurinn neyðist til að velja. Faust valdi skilninginn og fómaði lífinu. í dag eru fræðabræður hans í sömu klemmu út um allan heim. Ef þeir vilja fá fullnaðarvissu um það sem gerist ef kjamorkusprengjunum, þeim vélum sem smíðaðar eru eftir merkustu uppfinningum þeirra, er almennt komið í gagnið, eða eitrinu og sýklunum sem þeir hafa á valdi sínu, verður dreift, þá hljóta þeir að velja eins og Faust og fóma Grétu. Heimsbyggðin á kannski allt undir því komið, að þeir hafi ekki selt sál sína einhverjum tungu- mjúkum klumbufættum Mefistó, sem svo vont er að vara sig á, því hann getur bmgðið sér í allra kvik- inda líki, ekki bara hunds heldur einnig manns og þá gjarnan sveipa- ður kápu auðs og valds. Sagan um Faust er saga um vanda vísindamanna allra tíma. Og sú saga er býsna vel sögð í Kaup- mannahöfn um þessar mundir. Áhrifamikill „stéttaróvinur“ Af öðru sem fyrir augu mín bar var ekki allt jafn merkilegt, þegar aftur er litið, þótt það veitti ágæta skemmtun á meðan á því stóð. Þannig var Næturvörðurinn eftir Stig Ossian Ericson um misheppn- aða leikarann, sem gerðist nætur- vörður á gjörgæslu og Cleopatra söngvafarsi um þá frægu egypsku drottningu og ástmenn hennar Cesar og Antóníus. Eftir tvö þús- und ár er valdabaráttan suður þar, launmorðin, þú líka Brútus bróðir minn ásamt sjálfsmorði drottning- ar orðið hið besta aðhlátursefni í meðfömm Dana. Riddarasalurinn ætlaði hreint að rifna af hlátra- sköllum okkar áhorfendanna. En að lokum langar mig að minnast fáum orðum á Stéttaróvin- inn, verðlaunaleikrit eftir Bretann Nigel Williams, sem sýnt er á Aveny leikhúsinu. Það fjallar um unga utangarðsdrengi í breskri stórborg. Sviðið er niðumídd skólastofa, þar sem þeir bíða eftir kennara sem ekki kemur til annars en að segja þeim, hvað þeir séu viðbjóðslegir og öllum til ama. Það er um það bil að eina, sem ekki þarf Torben Jensen Jesper Christensen REGATA LOKSINS TH AFGREE)SLU A bílasýningunni AUTO ’84 í síöasta mánuöi kynntum viö REGATA, nýjasta gœðinginn í FIAT FJÖLSKYLDUNNI. REGATA vakti mikla athygli á sýningunni og nú vomm viö aö fá fyrstu sendinguna til landsins. REGATA er íramhjóladriíinn og búinn öllum aksturseiginleikum FLAT gœðinganna, léttur 1 stýri, rásíastur, liggur vel og er sérlega viðbragðsíljótur. REGATA er rúmgóöur og íarangursrými er ótrúlega mikið. Sparneytnin er þó líklega stœrsti kosturinn viö þennan glœsilega bíl, hann eyöir allt niöur í 5.4 lítra á hundraöiö, sem er hreint ótrúlegt fýuir bíl í þessum stœröarílokki. KYNNINGARVERÐ - OG KJÖR 1 Á þessari fyrstu sendingu bjóöum viö sérstakt kynningarverö og reynum að haía hátíðaryfirbragð á kjörunum. Útbomn í REGATA getur verið allt oían í ÍOO.OOO,- krónur og verðið er hreint ótrúlegt íyrir rúmgóöan, íramhjóladrifinn glœsivagn. Sex ára ryðvarnarábyrgö kr. 329.000.- (gengi 2/5 '84) EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smidjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.