Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 12.05.1984, Blaðsíða 17
Helgin 12. - 13. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 iippbyggingu þjóöríkisins á þeim tíma að þjóðernishyggjan skipaði nokkum sess í hugmyndafræðinni. En vísindahyggjan, skynsemistrúin og sósíalisminn var fyrst og fremst fagurfræðileg og menningaríeg af- staða. Þórbergur og Halldór tala um andleg verðmæti og varðveislu þeirra. En hér á landi einsog annars staðar verður einkenn- ið vísindahyggja. - Menntamennirnir reyna að hafa vit fyrir kapitalinu, bentu á að það þyrfti að byggja upp, fjárfesta rétt. Um þetta leyti eru landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn hér á landi í innbyrðis samkeppni. Land- búnaðurinn hafði farið heldur halloka í þeirri viðureign. Vísindamenn vildu að fjárfest yrði í landbúnaðinum, búin stækk- uð og vélvædd, raflýsum sveitirnar og svo framvegis. Halldór skrifaði greinar um skynsamlegri og hagkvæmari landbúnað í þessum dúr. Menntamennirnir vildu að at- vinnuvegirnir væru kannaðir ofaní kjölinn og síðan fjárfest á grundvelli vísindalegrar athugunar. - Það er hægt að halda því fram að bylt- ingarmennirnir Halldór Laxness og félagar hafi í raun viljað hafa vit fyrir borgara- skapnum. En er það ekki sígilt? Ðramatísk hamskipti Sjáifstæðisfiokksins - Það er ekki að ástæðulausu að frjáls- hyggjupostular Sjálfstæðisflokksins í dag vitna til Jóns Þorlákssonar, formanns flokksins á þriðja áratugnum. Jón Þorláks- son var dæmigerður íhaldsmaður af gamla skólanum, sem nú gengur undir nafninu frjálshyggja en er kannski einmitt íhalds- stefna. Jón var á’móti útþenslu ríkisins, vildi frjálsa, óhefta samkeppni og hágengis- stefnu, sparnað og aftur sparnað. Utflutn- ingsatvinnuvegirnir kunnu ekki að meta þessar skoðanir og sjávarútvegskapitalið innan Sjálfstæðisflokksins og SIS - Fram- sóknarflokkurinn aðhylltust öndverða stefnu. Jómfrúrræða Ólafs Thors, fulltrúa útvegskapitalsins í Sjálfstæðisflokknum, fjallaði einmitt um gengisstefnu Jóns Þor- - Þetta gekk út á það sama og mennta- menn vildu hér heima; aukna hagvirkni í yfirráðum manns yfir náttúru. - Hérna voru skrifaðar fjöldamargar greinar í blöð og tímarit; blómleg útgáfa um Sovétríkin varð til í landinu og fjöldi hreifst með. - Sovétríkin voru langt í burtu, en voru engu að síður til. Þannig varð útópían, draumalandið að veruleika sem hægt var að benda á; sjáið þið, það er verið að vinna skynsamlega og skipta réttlátt þarna fyrir austan, eigum við ekki að gera eins hér? í rauninni skipti máske ekki máli hvort í það var verið að framkvæma tiltekinn hlut í So- vétríkjunum eða ekki, því ef ábendingin leiddi til skynsamlegra hluta hér, er þá nokkur þörf að kvarta? Svo er þetta sígilt: Er ekki frjálshyggjan að leika sama leikinn um þessar mundir? Þeir tala um Singapore nokkrir sendinefndarmenn af mikilli hrifn- ingu, en vita þeir nokkuð um ástandið þar? Segja þeir okkur sannleikann um aðstæð- urnar og réttlætið í Singapore? í rauninni eiga þessir ferðalangar erindí við okkur hér, hvað svo sem Singapúringum líður. - Nei, Sovétvinirnir voru áreiðanlega meðal þess framsæknasta á sínum tíma - og börn hans. Það var ekki um auðugan garð að gresja til að afla upplýsinga í Sovétríkj- unum þá fremur en nú. Þessvegna er auðveldara fyrir hugmyndaríka menn að geta í eyðurnar. Menn verða að hafa sína von. Svo er nú líka þetta með Potemkin- tjöldin. Katrín mikla ákvað að fara út á land til að kanna framkvæmd byggðastefnu sinn- ar, í uppbyggingu þorpanna. Henni voru sýnd leiktjöld. Hún lét blekkjast en skýr- ingin kann að vera fólgin í öðru en því hversu vel Potemkin-tjöldin voru máluð - hún var nefnilega ástfangin af Potemkin greifa. Þetta er nú þarft til umhugsunar. - Það fór greinilega í taugarnar á Hall- dóri hversu grámyglulegt lífið í Sovétríkj- unum virtist vera, hversu fátæktin var mikil, hversu margt var ljótt þar eystra. Hann þurfti að lesa lengi í Lenín og Stalín til að skilja hvers vegna þetta var svona, eftir því sem hann sagði sjálfur. Halldór Laxness á Laugarvatnl 1933. Mikilvirkur í stjórnmálum þessa tíma. sem kemur við sögu í þessari ritgerð, segir dr. Árni Sigurjónsson bók- menntafræðingur, sem gerði hlé á málverkum sínum í kjallara á Ægissíðunni á dögunum, til þess að rabba við Þjóðviljann. Tilefnið er doktorsritgerð Árna sem hann varði við Stokkhólmsháskóla 13. apríl og fjallar um pólitískan bakgrunn verka Halldórs á fjórða áratugnum, aðallega með Sölku Völku (1931-32) og Sjálfstætt fólk (1934-35) í sjónmáli. Þekktasti Laxnessfræðingur á Vesturlöndum, Peter Hall- berg, var andmælandi við doktorsvörn Árna, en ritgerðin er komin út í bókarformi á sænskri tungu. Um bakgrunn skáldverkanna Sölku Völku og Sjálfstæðs fólks Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur: Ég er enginn stjórnmálamaður (mynd - Atli). Laxness milli stríða - Um aðferð ritgerðarinnar er það að segja í stuttu máli að mikið er lagt uppúr almennum hugmyndajarðvegi millistríðs- áranna, reynt að hafa fagurfræði tímabils- ins til viðmiðunar og þá tekið tillit til fleiri hugmyndaþátta en áður hefur tíðkast. Ég fer ekki út í samanburð á einni bók við aðrar eða þess háttar, og það er ekki ætlun- in að rekja aðföng sem skáldið sótti í ein- stök verk orð fyrir orð.í stað slíkra rittengsla kannana, sem svo eru nefndar, einbeiti ég mér að hugmyndafræðinni yfirleitt og styðst þá meðal annars við formgerðarfræði (strúktúralisma) í framsetningunni. Það má til dæmis segja að áhrif frá formgerðarfræði komi fram í því hvernig ég bý til kerfi úr ferðalýsingum frá Sovétríkjunum, sem voru skrifaðar á þessum tíma. Þá raða ég textunum saman og dreg helstu formúlur út úr þeim - þú veist að menn voru mikið að tönnlast á sömu hlutum í þessum textum - og út úr þessu fær maður gott yfirlit eða kerfi yfir þessa texta. Halldór pólitískt virkur - Ég hef tímabilið 1925-35 fyrst og fremst til umfjöllunar og hef viðað að mér ýmsu efni til glöggvunar. Þá eru fjölmörg greinaskrif Halldórs á tímabilinu skoðuð nokkuð rækilega auk Gerska ævintýrsins og í Austurvegi. - Það er oft erfitt að ársetja fagurfræði- lega strauma í bókmenntum til að mynda við framleiðsluár bókar. Fagurfræðilegir straumar ákveðinna tímabila geta verið að skila sér inní bækur rithöfundar mörgum árum eftir að þeir gengu um garða. Þetta gildir til dæmis um gagnrýni í Sjálfstæðu fólki á þjóðernishyggjuna. En á hinn bóg- inn sér skáldið líka fram í tímann ef verkið er gott og lesendurnir lesa það líka ekki heldur daginn sem það kemur út. - Bókmenntafræðingar erlendis hafa ekki gert sér grein fyrir hversu virkur Hall- dór Laxness var í íslenskri stjórnmálaum- ræðu þessa tímabils. Um Halldór og verk hans hafa verið gefnar út þrjár doktorsrit- gerðir í V-Þýskalandi og rannsóknir á verk- um hans hafa víða verið stundaðar við há- skóla erlendis. Ég skrifa þessa ritgerð við erlendan háskóla, svo máske hef ég þess vegna lagt áherslu á að gera grein fyrir greinaskrifum Halldórs og þjóðfélagsað- stæðum sem erlendir bókmenntafræðingar hafa ekki haft jafn greiðan aðgang að. Áhugi Halldórs á samfylkingu vinstri manna var meiri en margir átta sig á, og hann talaði t.d. í útvarp og á. samkomum fyrir Kommúnistaflokk Islands til að styðja þann málstað. Hamsunisminn, einstaklingshyggja, mannhatur - Þjóðernisstefnan einkenndi þriðja ára- tuginn, sérstaklega,. framanaf, og henni fylgdi dýrkun á einstaklingnum og andúð á stéttabaráttu. Maðurinn var talinn skepna sem ætti að aðlagast náttúrunni. Þetta var auðsætt í Hamsunismanum sem margir menntamenn á Norðurlöndum aðhylltust. Landbúnaður var dýrkaður, bóndinn átti að vera einsog planta í náttúrunni. Skólar voru ekki taldir til neins samkvæmt þessum mönnum, og vélar og borgarmenning af hinu hilla. - Þessum Hamsunisma á öndverðum þriðja áratugnum er svarað af vígreifum menntamönnum sem koma fram undir fána sósíalismans. Þeir segja að maðurinn eigi að beisla náttúrukraftana sér til betra lífs, hann sé herra náttúrunnar. Kapitalisminn var í þeirra augum „barbarí", villimennska og óreiða. Drifkrafturinn væri alþýðan, sem ætti jafnvel ekki til hnífs og skeiðar. Þeir vildu beisla hana til að koma á skynsamlegu skipulagi í stað kapitalismans. Allir fái nóg að borða, föt á kroppinn, vís- indin efla alla dáð og menningin hafin í hásæti. - Á íslandi má sjá merki Hamsunismans hjá mönnum einsog Sigurði Nordal, Þor- katli Jóhannessyni og fleirum í Iðunni. Þetta var mærðarleg dýrkun á sveitalífinu, bóndanum og hans hjúum. Enginn talar betur fyrir þessa hugmyndafræði en einmitt Rauðsmýrarmaddaman í Sjálfstæðu fólki. - Ég held að sjá megi áhrif þessa Hams- unisma á Halldór í Barni náttúrunnar og Undir Helgahnúk. En ótrúlega snemma segir Halldór Laxness í grein að Hamsun sé mannhatari. Það var haustið 1921. - Um 1930 fara menntamennirnir á ís- landi að heimta sitt pláss. Það heyrði til lákssonar og gegn henni. Gagnrýni Ólafs Thors og skoðanabræðra hans leiddi að mínu áliti til falls Jóns Þorlákssonar forsæt- isráðherra og - sigrinum er svo fylgt eftir 1934 með því að Ólaíur er kosinn formaður flokksins. - Jón Þorláksson fetaði sig niðurávið í hinum hefðbundna metorðastiga Sjálfstæð- isfloksins og varð borgarstjóri í Reykjavík til 1935. Hinn nýi Sjálfstæðisflokkur undir forsæti Ólafs Thors hélt áfram starfi Fram- sóknar við uppbyggingu ríkisvaldsins. Ríkisvaldið var auðvaldinu nauðsynlegt, útvegskapitalið notfærði sér til dæmis ríkið útí æsar með gengisfellingastefnu eftir stríð. Svo merkilegt sem það er, var skyndi- lega um 1930 gengin í garð uppbygging ríkisins til skynsamlegra hluta, sem menntamennina hafði dreymt um. - Svo virðist sem sósíalistar hafi ekki látið sér detta í hug í alvöru, að ríkisvaldinu yrði beitt gegn alþýðunni og hagsmunum hennar. En það kom semsagt á daginn. Þá er farið að tala um ríkiskapitalisma, einok- unarkapitalisma. í landinu höfðu verið sett- ir á laggirnar söluhringir, fisksöluhringur og mjólkursöluhringur. Þegar svo kom í ljós að ríkið lét hringana græða og njóta einokunarinnar, snerust vinstrisinnuðu menntamennirnir öndverðir gegn ríkisvald- inu. Halldór Laxness fer í kviku viðburðanna í Sölku Völku og Sjálfstæðu fólki. Þar er kaupfélagsvaldið í uppsiglingu og tekur við af kaupmanninum. Og kaupfélagsstjórinn er arftaki kaupmannsins, sami rassinn undir báðum. Sjálfstætt fólk og Salka Valka eru engir venjulegir rómanar, hér er vönd- uð úttekt á íslandssögu ákveðins tímabils, þetta eru debattbækur. Jafnvel eru þær samfélagslýsingar í smáatriðum. Sjáðu t.d. lýsinguna á patríarkati (föðurveldi) Boge- sens erkikapitalisma.Við erum einsog sam- hent fjölskylda segir hann og sýgur blóðið ÚrJ'Afstaðan til Sovétríkjanna meðal menntamannanna miðaðist við það þjóðfé- lag sem þeir lifðu í. Þeir bundu vonir við hina skynsamlegu uppbyggingu, vísindin í Sovétríkjunum og þá lærdóma sem mætti af draga. - Uppúr 1930 fara menntamenn að sækja Sovétríkin heim, bæði sem einstak- lingar og í hópferðum. Þetta var sérstök pólitík hjá Sovétstjórnvöldum að kynna „byltinguna" á Vesturlöndum og þar var áhuginn nægur - og forvitni. Þessar ferðir og sovétvinátta voru ekki bundnar við kommúnista, heldur voru kratar og „óflokksbundnir" einnig með í félagsskap og útbreiðslu sovétáróðursins. Halldór fór í sína fyrstu ferð 1932 og skrifaði um þá reynslu í í Austurvegi. Kristinn E. Andrés- son fór 1934 og Þórbergur sama ár; hann var á þinginu þar sem sósíalrealisminn varð að opinberri menningarstefnu kommanna. - I Austurvegi er sovétvörn frá því á ein- angrunartímabili Sovétríkjanna en Gerska ævintýrið er frá samfylkingartímanum. - Það var mjög eðlilegt að horft væri í austur eftir fyrri heimsstyrjöld hér á Vest- urlöndum. Fyrst eftir stríðið voru mennta- mennirnir í mikilli leit að einhverju sem leyst gæti guð af hólmi, sem hafði týnst í styrjöldinni. Þess vegna voru skáldin mikið í alls konar spámannaleit; Krishnamurti, Indriði miðill, Helgi Pjeturss, Lao-tse, páf- inn í Róm og fleiri góðir. Með vísindahyggj- unni fyrir austan, virtist skynsemin hafa náð yfirhöndinni, menntamennirnir fengið verðugt félagslegt hlutverk sem hugmynda- fræðingar þjóðfélagsins. Þannig leystu So- vétríkin og upplýsingin páfann í Róm og Indriða miðil af hólmi. Óskar Guðmundsson ræðir við Árna Sigurjónsson um doktorsritgerð hans Frá doktorsvörnlnni 13. aprfl sl.. Peter Hallberg og Árnl Slgurjónsson. (Ljósmynd Björn Þorstelnsson). - Hann hafði skrifað um nýsköpun land- búnaðarins og samyrkjubú. Þegar hann kom austur fékk hann ekki að sjá nein slík bú í fyrstu ferð sinni. I stað þess kynnti hann sér kenningar um samyrkjubúin og land- búnað í Sovétríkjunum. Úr þeim pælingum kom ýmislegt í Sjálfstæðu fólki; meðal- bændur áttu að sverjast í félag með smá- bændum til að mæta stórbændum. Meðal- bóndinn bíður átekta. „Hann bíður eftir hvor verður sterkari", segir Stalín. - Sovétvinirnir drógu ýmsa lærdóma af ferðum sínum austur. Én framhjá hinu verður heldur ekki litið hversu auðvelt þeir áttu með að éta upp alls konar vitleysu og jafnvel hluti sem þeir voru áður harðir á móti. Til að byrja með verða menntamenn- irnir til dæmis á móti samvinnufélögum af því að þau séu vopn borgarastéttarinnar til að narra meðalbændur til fylgis við sig. Rik- ir bændur yrðu ríkari en þeir fátæku áfram fátækir. En eftir að ríkisvaldið hefur breytt um eðli eftir byltingu, eru samvinnufélögin orðin mjög góð - og Halldór getur þess í hrifningu að 90 miljónir manna séu í sam- vinnufélögunum í Sovétríkjunum. - Menntamennirnir voru á móti hinni kapitalisku samkeppni vegna alls hins illa sem samkeppnin leiðir af sér. En þegar for- merkin breyttust, samkeppnin var orðin sósíalisk hjá Stalín, þá lofuðu þeir hana af kappi. Afkastahvetjandi launakerfi voru að sjálfsögðu vond hér á landi, býsna góð fyrir austan. Sami tvískinnungur var einkenn- andi fyrir menntamenn annars staðar á Vesturlöndum. - En á hitt er að líta, að menn eru oft blindir á draumaríkin sín. Aðdáun manna er einnig oft rangtúlkuð af öðrum. Mergur- inn málsins er sá, að sovétvinirnir voru ekki að boða hið „illa“ sem þekktist í Sovétríkj- unum, heldur hið „góða“. Þeir voru ekki að skrifa uppá Gulag - heldur frelsi einstak- linganna.Samahafa Singapúrvinirnir sér til afsökunar; þeir eru ekki að prédika mis- skiptingu auðsins heldur það sem þeir halda að sé íslenskum framleiðsluháttum til góðs. Samfylkingin - hræðslubandalag - í Gerska ævintýrinu virðist Halldór vera stuðningsmaður Stalíns af því hann sé Bóndinn í Kreml. Jósep Stalín. illskárri en Hitler. Nasisminn Iét glitta í tennurnar og kommúnistar vildu friðmæl- ast við helstu óvini sína frá því áður, borg- aralega menntamenn, sósíaldemókrata og fleiri. Samfylkingin og vörn fyrir lýðræðið tók við af byltingunni. Menntamenn hættu að berjast fyrir völdum í gegnum byltingu heldur mynduðu varnarbandalag til að verða ekki þurrkaðir út. I nasismanum fór heldur ekki á milli mála andstaðan við sósí- alisma, menntamenn og hvaðeina sem þeir stóðu fyrir. Samfylkingin fól í sér beiðni um meira lýðræði, ritfrelsi og upplýsingu. Sósí- alistarnir sættust við alla fjandmenn sína, nema fasistana og stórauðvaldið. Um leið var valdatöku skynseminnar frestað. - Þeir sem kröfðust valda um 1930, skipulags, vísindahyggju og sósíalisma fóru einfaldlega fram á landvistarleyfi þegar komið er fram undir seinni heimsstyrjöld. Þegar þeir horfðu uppá pyntingar, fangels- anir og morð nasista í Þýskalandi séu þeir nauðsyn stefnubreytingar. Sú breyting varð bæði hjá sovétvinum og Sovétríkjunum sjálfum. Draumarnir um raunverulegt lýð- ræði, nýsköpun í uppeldis- og fræðslumál- um, í listum og vísindum voru orðnir að engu. En það er önnur saga. - Já, þú spyrð um það sem seinna hefur orðið. Menntamenn voru lengi að velkjast í þessu vandamáli hvort þeir ættu að hafa vit fyrir lýðnum eða hvort mennta ætti lýðinn til að hjálpa honum að hafa vit fyrir sjálfum sér. Nú, og svo var þetta með sameiginlega hagsmuni menntamanna og verkalýðs sem hamast var á kringum ’68. I okkar heimsparti er menntun náttúrlega orðin al- menningseign að miklu leyti, en heldur gengur samt treglega að korpa róttækustu hugsjónum lýðræðisins í framkvæmd. Hall- dór Laxness talaði um tíma um mannúðar- stefnu, sem honum fannst vænlegt lykilorð á sviði stjórnmálanna, og hann gaf skít í ídeólógíur. Ég held við getum alveg tekið undir að mannúð verður nauðsynlega að vera leiðarljós okkar. En mér hefur aldrei fundist það merkileg ídeólógía að þykjast ekki aðhyllast ídeólógíur. Og einkennilegir sögumenn sem þykjast vera eitthvað annað en sögumenn. - Hér áður var mikil íþrótt með marxist- um að smíða stéttgreiningar, skilgreina út frá efnahagskerfinu hver staða einstaklinga væri og draga af því ályktanir um hvernig þeir hugsuðu. Þessi hugmynd var í sjálfri sér ekki svo slæm, en hún.var misnotuð, hún gekk of langt. Menntamenn í dag eru til dæmis harla misleitur hópur, eiga fátt sam- eiginlegt, enda gildir gamla viðkvæðið að ekki eru allir menntaðir sem hafa legið lengi í skólum. En sósíalískur menntamaður er glataður nema hann sé nógu heiðarlegur til að þora að vera á öndverðum meiði við verkalýðsforystuna eða aðra sósíalíska menntamenn eða yfirleitt hvern sem er. Hagsmunir og sannleiki tengjast einhvers staðar í því plani þar sem hvort tveggja hefur nokkuð að segja. Það er alltaf erfitt að réttlæta að menn loki augunum fyrir staðreyndum, jafnvel þó að einhverjir hagsmunir heimti slíkt. Er það ekki þarna sem menntamaðurinn stendur? - Við höfum verið að fjalla um ákveðna hlið á verkum Halldórs. Þetta sjónarhorn er auðvitað ekki algilt; ýmis tilbrigði til við tímabilið. Upphaf þessara pælinga minna er einlæg aðdáun á verkum Halldórs. Ég veit að margir lesa verkin á allt annan hátt en ég. Hver lesandi á sinn Halldór. - Þú spyrð um pólitík mína. Sjáðu til, þetta er allt búið með millistríðsárin og kreppuna. Ég hef auðvitað samúð með ýmsu í sósíalismanum og ýmsu í húmanísk- um borgaralegum straumum. En það er ekki hægt að hólfa niður í okkar þjóðfélagi einsog fyrrum. Gildrurnar sem mennta- mennirnir hafa dottið í hafa kennt okkur ýmislegt. Maður tekur afstöðu til einstakra viðburða og mála. Það er auðvelt á tímum einsog okkar; árásir hægri aflanna á félags- lega þætti og velferð almennings í dag. En ég er enginn stjórnmálamaður, blessaður vertu, svo þú togar enga pólitíska yfirlýs- ingu útúr mér. - Já, ég hef fullan hug á að vinna meira í verkum Laxness og bakgrunni þeirra. Ég hef sótt um styrk til að þýða dokt- orsritgerðina, auka við hana og gefa út á íslensku. - Um þessar mundir vinn ég ótal hluta- störf; kenni, skrifa greinar fyrir blöð og tímarit, útvarpsþætti og fleira. En bók- menntafræðingar hlaupa ekki í nein föst störf. Þetta er atvinnuþref, sagði dr. Árni Sigurjónsson og greip pensil í hönd. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.