Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Fóstrur Barátta okkar allra Arna Jónsdóttir: Engin lausn að byggja ný dagvistarheimili nema hœgt verði að manna þau semfyrir eru. * Katrín Didriksen: Trúi ekki öðru en eitthvað verði gert Eg trúi ekki öðru en að eitthvað verði gert í málum okkar. Ef ekkert verður gert þurfum við að taka afstöðu til þess hvort við neyðumst til að loka einhverjum deildum dagvistarheimilanna í haust, það er engin lausn að byggja ný dagvistarheimili þegar ekki er hægt að manna þau sem fyrir eru, sagði Arna Jónsdóttir fóstra eftir að hún hafði afhent Davíð Oddssyni undirskriftalist- ann. „Við höfum fengið mikinn stuðning frá foreldrum í okkar Davíð Oddsson borgarstjóri tekur við undirskriftum á 3ja þúsund foreldra og starfsmanna dagvistarheimila þar sem ástandinu í launamálum er mótmælt og úrbóta krafist strax. Ljósm. E.ÓI. baráttu enda er þetta baráttumál okkar allra í landinu, þegar ekki er hægt að búa mannsæmandi að börnum okkar vegna manneklu. Við fóstrur getum ekki lengur borið ábyrgð á þessu ástandi og vörpum boltanum til borgar- stjórnar". „Ég kvíði fyrir haustinu, ef ekkert verður gert í kjaramálum fóstra“, sagði Katrín Didriksen einn af forsvarsmönnum Sam- taka foreldra barna á dagvistar- heimilum. „Ég trúi ekki öðru en að eitthvað verði gert, einhvers staðar verða börnin að vera. Það gengur ekki lengur, þetta ástand því börnin eru þolandinn. Það eru takmörk fyrir hvað hægt er að bjóða aðlögunarhæfni barna enda er það viðurkennt að þau verði rótlaus, þegar þau missa sinn fasta punkt í tilverunni og hætta að mynda vinatengsl, sem er kannski ekki nema eðlilegt við þær aðstæður sem þeim er boðið uppá. Barnið er varla búið að kynnast einni fóstru þegar önnur byrjar. Við foreldrar styðjum aðgerðir fóstra, okkar finnst ástandið ekki geta og ekki mega vera verra, við viljum geta treyst því að börnum okkar líði vel“. HSp Fóstrumálin Ráðheira ekki til viðtals Ragnhildur Helgadóttir neitaði að taka þátt í umrœðum á alþingi um þann vanda sem ríkir á dagvistarstofnunum. Bar við að ekki mœtti eyða tímaþingsins í umrœður um þessi mál og aukþess hefði hún ekki kynnt sérþau! Raghildur Helgadóttir mennta- málaráðherra reyndi í gær að koma í veg fyrir að alþingismenn gætu rætt þann vanda sem ríkir á dagvistarheimiium vegna flótta fóstra úr starfi. Neitaði ráðherr- ann tilmælum um umræður utan dagskrár á þeim forsendum m.a. að ekki mætti taka af knöppum tíma þingsins í þessi mál auk þess sem hún hefði ekki kynnt sér þau. Þá væru fóstrur starfsmenn sveitarfélaganna en ekki ríkisins. Vegna neitunar ráðherra hafnaði forseti beiðni Kristínar Kvaran um utandagskrárumræður og vísaði til gamallar hefðar um að ráðherra yrði að samþykkja slíkt. Ráðagerð Ragnhildar um að láta þingmenn þegja, fór þó að miklu leyti út um þúfur, enda spunnust af þessu tilefni langar umræður um þingsköp og snerust þær að miklu leyti um dagvist- armál. Þingmennimir Kristín Kvaran, Guðrún Helgadóttir, Jó- hanna Sigurðardóttir, Kristín Halldórsdóttir og Svavar Gests- son gagnrýndu viðbrögð ráð- herra harðlega og sögðu neitun hennar ámælisverða. Kröfðust þau þess að ráðherra samþykkti og byggi sig undir utandagskrár- umræðu síðar um daginn og í síð- asta lagi í dag, föstudag. Ráð- herra þagði sem fastast undir þeirri áskomn. Mjög sjaldgæft er, ef ekki eins- dæmi að ráðherra neiti þing- mönnum um að ræða mál á verk- sviði sínu og töldu þingmennirnir þetta alvarlegt fordæmi. Lýstu þeir furðu sinni á því að ráðherra teldi það einskis virði að ræða á alþingi þá stöðu sem upp er kom- in þegar við blasir að loka þurfi dagheimilum og ekki verði hægt að manna ný vegna lélegra launakjara fóstra. -ÁI Hvalur 13 reyðar veiöst Síðasta hvalvertíðin hefst vel Síðasta hvalvertíðin er hafln, og hafa þrettán langreyðar veiðst hjá Hval hf. í Hvalfirði. Fyrsti veiðitúrinn hófst 2. júní. í ár er hvalkvótinn 161 lan- greyður og 38 sandreyðar. Rafn Magnússon hjá Hval hf. sagði þetta vertíðarupphaf mjög vænt. Skip Hvals eru þrjú einsog í fyrra, Hvalur 6, 8 og 9, og má hvert þeirra veiða tvær reyðar í einu. Veiðibann gengur í gildi að þessari vertíð lokinni, en næsta sumar verður þó veiddur um helmingur hvalkvótans í ár vegna rannsókna. -m Líftryggingar Nýjung hjá Dagsbmn Tímamótasamningur við Brunabótafélag íslands. Dánarbœtur fimmfaldast. Slysatryggingar á börnum yngri enló ára. Veruleg umskipti eru nú fyrir- sjáanleg í líftryggingarmálum Dagsbrúnarmanna. Á stjórnar- fundi Dagsbrúnar í dag verður væntanlega gengið frá nýjum samningi um þessi mál sem felur í sér stórlega auknar bætur til fullgildra félagsmanna í Dags- brún, að sögn Þrastar Ólafssonar framkvæmdastjóra féiagsins í gær. Hingað til hafa þær slysatrygg- ingar og bætur sem bundnar hafa verið við kjarasamninga ekki náð mjög langt. Dagsbrúnarmenn sem slasast eða veikjast hafa fengið greiðslur úr svokölluðum Styrktarsjóði, sem atvinnurek- endur greiða í 1% af útborguðum launum. Nú hefur hins vegar ver- ið samið við Brunabótafélag ís- lands um hóptryggingu sem greidd verður af iðgjaldatekjum sjóðsins, en ekki af einstakling- unum. Fullgildir Dagsbrúnarfé- lagar þurfa sem sagt ekkert að greiða fyrir þessar auknu bætur, sem eru aðallega fólgnar í þrennu. í fyrsta Iagi munu dánar- bætur fimmfaldast. Þær eru nú kr. 25.300 en munu með hóp- tryggingunni fara upp í kr. 125.000 + 21.250 kr. með hverju barni undir 21. árs aldri. Þessar upphæðir eru verðtryggðar og hækka samkvæmt lánskjaravísi- tölu. f öðru lagi verður sú viðbót við slysatryggingar að slys félags- manna í frítímum verða að fullu bætt. I þriðja lagi er um að ræða slysatryggingar barna Dagsbrún- arfélaga sem eru yngri en 16 ára, sem nú er engin. Nú mun verða greiddar við örorku barns 500.000 krónur, en við dauða kr. 50.000. Að auki getur útlagður kostnaður vegna slysa barna farið í 25.000 krónur. -pv Föstudagur 7. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3 HVERNIG ENDAST LAUNIN? Guðrún Antonsdóttir fóstra Hef „góða“ fyrirvinnu „Mín laun segja ekkert við framfærslu heimilisins, en ég hef „góða“ fyrirvinnu svo ég get ekki kvartað. Það er mótsagnarkennt á tuttugustu öldinni að maður þurfi, ja við getum orðað það þannig, að „tryggja“ sig ef maður hefur áhuga á að starfa við kvennastörf. Það hefur allt hækkað og þá sérstaklega maturinn, og satt best að segja þá veit ég ekki hvernig margur fer að“. -sp Sigríður Aadnegaard fóstra Betra á námslánum „Launin endast ekki í það nauðsynlegasta, og er maður far- inn að höggva á spariféð, sem átti að fara til annars en framfærslu. Ég tel að það þurfi að koma á kauptryggingu, það er algjört skilyrði, því eins og allir vita þá fara beinar kauphækkanir strax út í verðlagið. Þetta er allt saman svo ó- raunhæft, því að ef ég færi í nám og tæki námslán þá myndi ég hafa það betra en á fullum launum sem fóstra“. ~sp Sonjal. Einarsdóttir fóstra Við rétt skrimtum „Launin endast fyrstu 5 daga mánaðarins og þykir það gott, maðurinn minn er í námi og sé ég um framfærslu heimilisins með rétt rúmlega 20.000 kr. á mánuði. Við reynum að rétta okkur af á sumrin, en þá vinnur maðurinn minn myrkranna á milli. Við rétt skrimtum, það er rétta orðið, og er engu eytt í óþarfa á mínu heim- ili. Það verður að hækka launin þetta gengur ekki lengur“. -sp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.