Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 6
ATVINNUUF Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Umsóknarfrestur um skólavist fyrir skólaáriö 1985- 1986 er til 20. júní og gildir það um allar deildir skólans. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans Skipholti 33 frá kl. 10-15. Inntökupróf verða í haust og auglýst síðar. Eldri nem- endur eru minntir á að sækja um fyrir sama tíma. Skólastjóri. UMFERÐARMENNING ~^]------------ ----—Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. nj UMFERÐÁR WRÁÐ Opinn fundur um kjaramál verður á mánudagskvöld 10. júní kl. 20.30 á Hallveigarstöðum. Konur fjölmennum á fundinn undir kjörorðinu: Lausa samninga í haust. Samtök kvenna á vinnumarkaðinum. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staða hjúkrunarforstjóra við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist fram- kvæmdastjóra fyrir 15. júlí n.k. Upplýsingar um starfið veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Eiginmaður minn og faðir okkar Helgi Jónsson, húsgagnasmiður, Sogavegi 112 (Hjalla) lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 2. júní s.l. Bálför hans hefur farið fram í kyrrþey. Elísabet Magnúsdóttir Herdís Helgadóttir Skúli Helgason. Eiginmaður minn, faðir okkar og afi Einar H. Guðmundsson frá Flekkuvík lést á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn þann 21. maí Guðmundur Einarsson Einarín Einarsdóttir Gunnar J. E. Einarsson Pálmi Einarsson Olga Soffía Einarsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur Hersteinn Magnússon Birkigrund 21, Kópavogi verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 10. júní klukkan 12.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Sigríður Skuladóttir, Herdís og Áslaug Hersteinsdætur, Þórdís Árnadóttir Áslaug Ágústsdóttir. Útför hans hefur farið fram. Margrét Jónsdóttir Þorsteinn B. Einarsson Hrefna S. Einarsdóttir Hansína B. Einarsdóttir Bryndís Einarsdóttir Guðrún A. Einarsdóttir Nýlega var hér á ferð dr. María Regina Kula, prófessor í líftækni við háskólann í Braunschweig í V-Þýskalandi og kom hún í boði Alexander von Humbolt stofnun- arinnar og Háskóla íslands. Sér- svið dr. Kula er einangrun og framleiðsla ensíma og hélt hún hér tvo fyrirlestra; um fram- leiðslu og notkun ensima í iðnaði og um nýjustu ensímarannsóknir í V-Þýskalandi. Hún notaði einn- ig tímann til að skoða ýmsar stofnanir hér svo sem rannsókna- stofu Háskólans í lífefnafræði, Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins. Hvað er ensím? En hvað eru ensím? Flestir kannast sjálfsagt við auglýsing- una um „efnakljúfa sjálfrar nátt- úrunnar”, og það er einmitt í hreinsiefnaiðnaðinum og reyndar einnig í matvæla- og lyfj- aiðnaði sem ensím koma að hvað mestum notum. Ensím hafa, að Prófessor María Regína Kúla, frá V-Þýskalandi: Fiskensím gætu komið að miklum notum í fiskiðnaði. En það er ekki að vænta kraftaverka á einni nóttu. Mynd Valdís Líftækni Arangur næst ekki á einni nóttu Dr. María R. Kula, ensímafræðingur: Hægt að vinna ensím úr fiskúr- gangi. Nýtanleg til roðflettingar og hreisturlosunar. sögn dr. Kula, þá eiginleika um- fram ólífræna hvata að þau vinna hraðar, þau eru sérhæfðari og vinna við mun mildari aðstæður, þannig að með notkun þeirra má spara umtalsverða orku. 80% af öllum þvottaefnum sem eru á markaði í V-Þýskalandi eru bætt með ensímum, sem leysa upp líf- ræn efni eins og fitubletti, sem venjulegar sápur vinna illa á. I matvælaiðnaðinum nefndi dr. Kula dæmi um notkun ensíma við framleiðslu ávaxtasafa og víns og einnig í ostagerð, bakstri og sæl- gætisiðnaði. Vín og ostur „Maðurinn hefur hagnýtt sér virkni ensíma og örvera í alda- raðir,” sagði dr. Kula. „Menn tóku líftæknina í sína þjónustu við brauðgerð, vínframleiðslu og ostagerð, reyndar með happa- og glappaaðferðinni og án þess að vita hver árangurinn yrði í hverju tilfelli, en þá var bara að reyna aftur. Hér áður fyrr voru ger- sveppirnir í andrúmsloftinu t.d. notaðir við bakstur og þá gátu liðið tveir tímar eða tveir dagar þar til brauðið hafði lyft sér. Nú hefur gersveppurinn verið ein- angraður og ræktaður í stórum stfl og þú ferð bara út í búð og kaupir hann í þartil gerðum pökkum. Á sama hátt hefur fjöldi annarra örvera og reyndar en- síma verið framleiddur á undan- fömum árum og áratugum til að nota inni á heimilunum og í alls kyns iðnaði.” Háþróuð tækni „Ensím munu verða æ mik- ilvægari í iðnaðar- og efnafram- leiðslunni,” sagði dr. Kula. „Hvert ensím hvatar aðeins einu ákveðnu efnaferli og sérhæfni þeirra tryggir bæði örugga fram- leiðslu á því efni sem menn sækj- ast eftir hverju sinni og betri nýt- ingu á hráefnunum. Það er því alltaf þörf fyrir ný og ný ensím og sífellt verið að þróa nýjar aðferð- ir til að gera framleiðslu þeirra ódýrari og öruggari. f flestum til- fellum eru ensímin aðeins notuð einu sinni og þeim síðan hent eða þau eyðileggjast við notkunina eins og t.d. við þvott. Þessa sóun getum við ekki leyft okkur með dýrustu ensímin,” sagði hún, „og því er iögð mikil áhersla á að leita leiða til að nota þau oftar en einu sinni. Þetta er háþróuð tækni sem krefst samvinnu lífefnafræðinga, efnafræðinga og örverufræð- inga.” Ensím úr innyflum Dr. Kula sagðist ekki hafa per- sónulega reynslu af notkun eða framleiðslu ensíma í fiskiðnaði, sem mjög er litið til hér á landi en á því sviði væru miklir mögu- leikar. í háskólanum í Tromsö í Noregi færu t.d. fram miklar at- huganir á því að nota innyfli fiska eða meltu til að vinna úr ensím. „Við verðum að fá ensímin úr lífverum,” sagði hún, „þau eru svo stór og flókin í byggingu að það er ekki hægt að búa þau til á efnafræðistofum. Þetta er oft gert með því að rækta örverur, sem framleiða viðkomandi ensím, en áður fyrr voru oft notuð t.d. nýru og bris úr sláturdýrum. Það er engin ástæða til þess að ætla að ekki sé hægt að nota innyfli fiska í sama tilgangi,” sagði hún, „þetta er öruggt hráefni sem er til í gífur- legu magni. Fiskúrganginum er líka hent í dag og einmitt þess vegna er mikil ástæða til að reyna að nýta þetta hráefni. Ég myndi ekki leggja til að hafin yrði fram- leiðsla fiskensíma ef fyrst yrði að finna upp og þróa togarann, en þetta er allt til reiðu í dag og eðli- legt að nýta þennan úrgang.“ Roðflett- ing Dr. Kula sagði að fiskensím gætu komið að miklum notum, kannski ekki síst í fiskiðnaðinum sjálfum. Menn gætu t.d. notað sérhæfð ensím til að losa hreistur af roði eða jafnvel roðhreinsa fisk á svipaðan hátt og ensím eru nú notuð til að auðvelda fiður- hreinsun fugla. Þunnu ensímlagi er þá smurt á fuglinn og þau losa um fiðrið. Þá sagði dr. Kula að fiskensím gætu eflaust komið að miklum notum við framleiðslu alls kyns krydd- og bragðefna úr fiski. Dr. Kula sagðist að lokum líta á heimsókn sína hingað til lands sem fyrsta skref í hugsanlegu samstarfi landanna á sviði líf- tækni. „Það er ágætt að skiptast á bréfum,” sagði hún, „en það er alltaf betra að fá að kynnast per- sónulega bæði mönnunum sjálf- um og viðfangsefnum þeirra.” Hún sagðist hafa orðið vör við mikinn áhuga og metnað á sviði líftækninnar hér á landi. „Menn skynja að möguleikarnir eru víð- tækir,” sagði hún, „og að það er nauðsynlegt að nýta þá. Hins vegar verða menn að vera þolin- móðir. Á þessu sviði er ekki að vænta kraftaverka á einni nóttu.” -ÁI 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.