Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 14
UM HELGINA MYNDUST Listasafn ASÍ Á morgun veröur opnuö sýning á siöustu verkum Sigurjóns Ólafssonar í List- asafni AS(. Sýningargest- um gefst kostur á aö sjá kvikmynd af Sigurjóni sem tekin var í Kaupmannahöfn 1941-44. Opiö daglega kl. 14-20 en kl. 14-22 um helgar. Asmundarsafn Opnuð hefur veriö í Ás- mundarsafni ný sýning er nefnist Konan i list Ás- mundar Sveinssonar. Opið alla daga kl. 10-17. Listmunahúsið Sýningu Vignis Jóhanns- sonar á málverkum lýkur umhelgina. Opiökl. 14-18. Galleri íslensk list Jóhannes Geir er meö sýningu um þessar mundir í Gallerí Islensk list að Vesturgötu 17. og sýnir þar olíumálverk og pastel- myndir. Opiö virka daga kl. 9-18 en um helgar kl. 14- 18 Listasafn Elnars Jóns- sonar Safniö er opiö alla daga nemamánudagakl. 13.30- 16 en höggmyndagarður- inn er opinn daglega kl. 11 - 17. Hafnarborg Siöasta sýningarhelgi á vatnslita- og olíumálverk- um Guömundar Karls í Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar aö Strand- götu 34, 2. haeð. Opiö um helgina kl. 14-22. Kjarvalsstaöir Á Kjarvalsstöðum eru 5 sýningar í gangi. ( vestur- sal eru 18 félagar Listmálarafélagsins, á vesturgangi sýnir Miriam Bat-Yosef, á austurgangi eru skúlptúrar eftir örn Inga og í austursal grafík- myndir T ryggvi Árnasonar. Opiö daglega kl. 14-22 fram til 17. júní. Safnahúsið Selfossi Vatnslitamyndasýningu Elfars Guöna lýkur um helgina. Opiö kl. 14-22. Ásgrímssafn Sumarsýning stendur yfir. Opiö daglega nema laugardaga kl. 13.30-16. Gerðuberg Nemendur í Myndlista- og handíöaskóla Islands sýna verk sín. Opið daglega kl. 16-22. Nýllstasafnið ( kvöld kl. 20 opnar þýski listamaöurinn Barbara Hammann sýningu í Nýlist- asafninu Vatnsstíg 3b. Þar veröa sýndar polaroid- myndir og video. Ópiö dag- lega kl. 16-20 Mokka Jón Axel Björnsson sýnir um þessar mundir grafík- myndir á Mokka. Gallerl Salurinn I dag opnar Steingrimur Þorvaldsson sýningu á kopargrfík í hinu nýja gall- erí Salurinn aö Vesturgötu 3. Akureyrl Þóröur Halldórsson frá Dagveröará opnar n.k. sunnudag málverkasýn- ingu I golfskálanum að Jaðri á Akureyri og stendur hún fram til fimmtudags- kvölds. Húneropiná sunnudagkl. 14-20og virkadagakl. 16-22. Norrænahúslð (kjallara Norræna hússins hefst á sunnudag sýning á sjávarmyndum Gunnlaugs Schevings og er þetta sumarsýning hússins. Stendur hún út júlímánuö. TÓNLIST Þorlákskirkja Söngfélag Þorlákshafnar heldur samsöng í Þorláks- kirkju á sunnudag kl. 16 og eru á söngskrá íslensk og erlend lög eftir ýmsa höf- unda. Þetta eru siöustu tónleikar söngfélagsins áður en það fer I söng- ferðalag til Noregs og Sví- þjóöar. Norræna húsið Monte og Frances Bed- ford, óbó- og píanóleikarar, munu halda tónleika í Nor- ræna húsinu á morgun, laugardag, kl. 15. Nefna þeir sig Bedford Duo en á efnisskrá eru verk eftir Hándel, Bach, Jacob, Lunde, Bull og Gershwin. Kjarvalsstaðir Brynja Guttormsdóttir pí- anóleikari heldur tónleika á sýningu Tryggva Árnason- ar „Kæra Reykjavík" á Kjarvaisstööum ( kvöld, föstudag kl. 21. Á efnisskrá eru verk eftir Satie, Schu- mann og Moussorgsky. Oxsmá Hljómsveitin Oxsmá er um þessar mundir í tónleikaför um Austurland. ( kvöld verður hún á Höfn, annað- kvöld I Neskaupstaö og á Seyðisfirði á sunnudags- kvöld. Á mánudagskvöld kemur hún fram á Vopna- firöi. Sinfonían Sinfóníuhljómsveit Islands er um þessar mundir á tón- leikaferð um Austurland. Hljómsveitarstjóri er Grikk- inn K. Trikolidis, en ein- söngvarar Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Siguröur Björnsson. Hljómsveitin er á Seyöisfiröi í kvöld, á Vopnafirði annað kvöld í Neskaupstað og á Eskifiröi á sunnudag og á Höfn á mánudagskvöld. LEIKLIST Iðnó (kvöld, föstudagskvöld, kl. 23.30 veröur í lönó miö- nætursýning á gleði- leiknum Ástin sigrar eftir Ólaf Hauk Símonarson. Ennfremur veröur sýning á gleðileiknum kl. 20.30 á sunnudag. Á laugardags- kvöld verður aukasýning á Draumi á Jónsmessunótt. Þjóöleikhúsið ( kvöld og á sunnudags- kvöld eru sýningar á Is- landsklukkunni en einung- is fáar sýningar eru nú eftir. Söngleikurinn Chicago veröur á laugardagskvöld en Valborg og bekkurinn á Litla sviöinu á sunnudag kl. 16. Lelkfélag Akureyrar Edith Piaf sýnd föstudag og laugardag kl. 20.30. Næstsíöasta sýningar- helgi. ÝMISLEGT Félagsheimili kvenna Stofnfundur hlutafélag til kaupa á félagsheimili kvenna verður haldinn í veitingahúsinu Nausti sunnudaginn 9. júlí kl. 16. Undirbúningsnefnd hvetur konur til aö fjölmenna. Rútudagurlnn Á morgun, laugardag, veröur mikið um að vera ( Umferðarmiðstöð. Félag sérleyfishafa gengst þar fyrir dagskrá með kynn- ingu á ferðalögum innan lands, fjölbreyttum skemmtiatriðum og sýn- ingu á gömlum og nýjum rútubílum. Opiö kl. 10-18. Árbæjarsafn Opiö alla daga nema mán- udaga kl. 13.30-18. Kennslumiðstöð Á mánudag kl. 20.30 flytur Anthony N. Kerr yfir- skólasálfræöingur í Bristol á Englandi fyrirlestur í Kennslumiöstööinni að Laugavegi 166. Hann ræöir um ýmsa þætti ráð- gjafar og sálfræðiþjónustu á Englandi og hvernig skólakerfið er byggt upp. Auglýsið í Þjóðviljanum Kramhúsið: Líflegt sumar- starf Sumarstarf Kramhússins við Bergstaðastræti hefst fyrstu helgina íjúní með svo- kallaðri leiksmiðju (Workshop) og er ætlunin að það starf standi frá föstudegi til sunnu- dags. Stjórnendur verða Haf- dís Árnadóttir, sem einkum mun leggja áherslu á dans og dansspuna, og Sigríður Eyþórsdóttir með leikræna tjáningu. Parna verður ekki síst höfðað til kennara, þótt allir geti að sjálf- sögðu haft gagn og gaman af. Eða hvað segir áhugasamt lands- byggðarfólk um „öðruvísi" helg- Úr dansspunatíma hjá Hafdísi Árnadóttur arpakka til Reykjavíkur með leik og starfi; svefnpokaplássi í Kram- húsinu í hjarta borgarinnar og kóngafæði á veitingahúsinu Rán? Helgina þar á eftir mun Halla Margrét halda uppi leiksmiðju- fjörinu með spuna og dansi, eink- um við hæfi unga fólksins, og þriðja og síðasta leiksmiðjuhelg- ina verður væntanlega í öruggum höndum Kuregej Alexöndru, Sinfónían ó Austfjörðum sem leggja mun áherslu á leikræna tjáningu. Jafnframt þessu verða að sjálf- sögðu í gangi námskeið í leikfimi, afríkudansi og spuna fyrir börn og fullorðna undir stjórn Höllu, Abdou, Hafdísar, Lellu, Siggu Eyþórs og Kurugej. Síðar í sumar heldur svo Audrienne Hawkins, dansari og listrænn ráðunautur frá Boston námskeið í Kramhúsinu, sem sagt verður nánar frá. Einnig er ætlunin að hafa eftirmiðdags- leikhús nokkrum sinnum í viku í sumar. -GFr Um þessar mundir er Sinfóní- uhljómsveit á tónleikaferða- lagi um Austurland. Hún er þegar búin að leika á Egils- stöðum og Fáskrúðsfirði en í kvöld er hún á Seyðisfirði. Á morgun laugardag leikur hún á Vopnafirði kl. 17 og á sunnudag kl. 15.30 á Neskaup- stað og kl. 21 á Eskifirði. Ferð- inni lýkur svo með tónleikum á Höfn í Hornafirði á mánudag kl. 21. Á efnisskránni er Egmont for- leikurinn eftir Beethoven, 5 þættir úr L’Arlesienne svítum eftir Bizet, óperuaría eftir Verdi, lög úr ýmsum óperettum sungin og leikin, svo og íslensk sönglög. Hljómsveitarstjóri í þessarí ferð er Karolos Trikolidis, en hann er af grískum ættum, fædd- ur í Austurríki 1947. Hann stund- aði nám m.a. við Mozarteum í Salzburg og við Tónlistarhá- skólann í Vín, lagði sig eftir fiðlu- leik og tónsmíðum og lék auk þess á sláttarhljóðfæri. Tvítugur að aldri þreytti hann frumraun sína sem hljómsveitarstjóri í Aþenu og helgaði sig því starfi eftir það. Meðal kennara hans í hljómsveitarstjórn voru Hans Swarowsky og Bruno Maderna, en einnig hefur hann starfað með Sir Adiran Boult, Herbert von Karajan og Leonard Bernstein. Hann hefur unnið ýmis eftirsótt verðlaun og stjórnað tónleikum og óperusýningum í mörgum löndum austan hafs og vestan. Hann er nú fastur stjórnandi við ýmis óperuhús í Þýskalandi og ennfremur við Ríkisóperuna í Aþenu og við grísku útvarpsh- ljómsveitina. Einsöngvarar verða óperu- söngvararnir Ólöf KoÍbrún Harðardóttir og Sigurður Björns- son en þau þarf vart að kynna nánar. Gajlerí Salurínn Kopargrafík Steingríms Steingrímur Þorvaldsson heldur sýningu í gallerí Salur- inn, Vesturgötu 3. Sýningin opnar 6. júní og stendur til og með 18. júní. Um 30 verk verðaásýningunni, allt kop- argrafík. Steingrímur útskrifaðist frá MHÍ og var síðan tvö ár í Lista- háskólanum í Stokkhólmi. Myndirnar eru allar gerðar árið 1983 í Stokkhólmi. Steingrímur hefur haldið eina einkasýningu áður í gallerí Djúp- ið ’80, og hann hefur verið með í nokkrum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Rútudagurinn á morgun Rútudagurinn '85 verður á morgun á Umferðarmiðstöð- inni. Þarefnasérleyfishafar ásamtfjölmörgum aðilum í ferðamannaþjónustu hérá landi til kynningar og einnig verður þar stærsta rútubíla- sýning sem haldin hefur verið áíslandiogfjölmörg skemmtiatriði. Á rútubílasýningunni verða sýndir nýir og áhugaverðir bflar af öllum gerðum og stærðum og ennfremur gamlir rútubflar og boddýbflar. Meðal annars sem boðið verð- ur upp á eru ókeypis skoðunar- ferðir um Reykjavík. Bjössi bolla mætir á staðinn og sýnd verða gæludýr fyrir börnin. Lúðrasveit leikur og rútusöngvar verða sungnir við undirleik gítars og harmoníku. Getraunir verða fyrir almenning með margvís- legum vinningum. Sýningin verður formlega opn- uð kl. 10 og stendur til kl. 18. Enginn aðgangseyrir er að sýn- Jón Axel Bjömsson sýnir grafíkmyndir á Mokka næstu 3 vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem Jón Axel sýnir grafíkmyndir en hann hefur eingöngu sýnt akryl olíumálverk fram að þessu. Myndirnar á Mokka eru unnar í kopar, dúk og tré. mgunm. -GFr 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.