Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 8
GLÆTAN „Gl»æææætan“ Nú er fegrunarvikan í al- gleymingi í Davíðsborg og fara krakkarnir í unglingavinnunni ekki varhluta af því. Við röltum af stað til að hitta einhvern hressan hóp af krökkum í unglingavinnunni, og var veðrið ekki með okkur í því, en hvað um það, þetta er raunsæ mynd af reykvísku sumri, af hverju alltaf að rjúka af stað þeg- ar sól er og blíða, þannig veður er bara á vorin. Krakkar það þýðir ekki annað en að bíta á jaxlinn, snúa rassin- um upp í rigninguna, og passa upp á að gallinn frá 96°norður sé vel vatnsheidur. Hver kannast ekki við það þegar maður vaknar við nið rigningarinnar á gluggann á morgnana ó hvað það væri gott að mega sofa aðeins lengur og gleyma þessari djö... vinnu. En ekkert vol og vfl, þetta er ekkert svo voðalegt, því það dug- ar ekkert þunglyndi þó að allt sé á floti, og maður þurfi að kafa eftir drukknuðum arfa, helst með gúmmíhönskum því hendurnar soðna fljótt í vatnsaustrinum. Stöku sinnum brotna kústsköft vegna álags við að ýta drullunni á götunni á undan sér, verkstjórinn kallar þetta að sópa. Einstaka grassvörður eyðileggst vegna álags við að reyna að ná vothey- inu í hús með tannlausum hrífum. Mikið svakalega verða svörtu pokarnir þungir, maður er eins hlekkjaður fangi. Einstaka sjá ráð við stritinu og bregða sér í hina ýmsu leiki svo sem „kústadans", „hjólbörurallí" eða „skófluhopp“ svo eitthvað sé nefnt og hefur þetta yfirleitt þær afleiðingar að þolandinn þ.e. ver- kfærið siasast og gárungurinn fær að labba með verkfærið langar vegalengdir til að sækja nýtt not- hæft, þetta er ágæt leið til að drepa tímann, og hefur mikið verið stunduð. En kannski ofnot- uð því harðstjórarnir í einu bæjarfélaginu hér í nágrenninu fundu leið til að stöðva þennan ósóma, nefnilega að láta „krypp- linginn" en svo hétu þeir sem voru í „kryppunni“ (Unglingana) borga verkfærið. Það þótti ansi hart því „krypplingurinn" var • heilan mánuð að vinna fýrir ein- um hjólbörum, viku að vinna fýrir sóp og hálfan mánuð fyrir skóflunni. Já, nóg að sinni, reisið upp makkann og verið hress í rigning- unni. Kveðja Glætan. Það verður að gera hreint og fínt í Davíðs borg þessa vikuna. Hæ! Þú þarna komdu og talaðu við okkur! „Thank god it’s friday!“ „Ferlegt drasl er þetta!“ 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.