Þjóðviljinn - 28.11.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.11.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Samvinnuhreyfingin Snúist gegn forstjóraveldsnu Bullandi reiði hjá samvinnumönnum vegnaframkomu formanns og varaformanna stjórnar SIS ískipafélagsmálinu. Vilhjálmur Jónssonforstjóri Olíufélagsins: Pettamál erhreinfásinna. Bullandi reiði er hjá fjölmörg- um samvinnumönnum um allt land vegna framkomu Vals Arn- þórssonar og Ólafs Sverrissonar, formanns og varaformanns stjórnar SÍS í skipamálinu svo nefnda í síðustu viku. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann hefði gagnrýnt málið mjög og sagði að það væri hrein fásinna. Margir aðrir taka í sama streng. Það sem margir gagnrýna hvað harðast er hvernig Valur Arn- Grundarfjörður vnja endurheimta Sigurfara Fyrrum eigandi togarans boðar til borgarafundar í kvöld um að stofna hlutafélag til að endurheimta skipið. Heildverslunin Hekla h.f. hefur sýntþessu máli áhuga Ég hef ákveðið að boða til borg- arafundar hér í Grundarfirði á morgun, fimmtudag í samkomu- húsinu, þar sem borin verður fram tillaga um stofnun hlutafé- lags til að endurheimta togarann Sigurfara SH til Grundarfjarðar, þegar Fiskveiðasjóður býður hann til kaups, sagði Hjálmar Gunnarsson útgerðarmaður í Grundarfirði í samtali við Þjóð- viljann í gær. Hjálmar átti Sigur- fara SH en missti hann á nauðungaruppboði til Fiskvciða- sjóðs. Sigurfari var eitt af dollar- askipunum, sem sjóðurinn hefur verið að eignast að undanförnu. Þjóðviljinn hefur fyrir því heimildir að Heildverslunin Hekla h.f. hafi áhuga fyrir þátt- töku í þessu hlutafélagi. Hjálmar var inntur eftir þessu og sagði að ekkert hefði verið ákveðið í því máli. Hann sagði að þeir hjá Heklu væru vinir sínir og „við höfum rætt margt saman,“ sagði Hjálmar. Aðspurður um hvort hug- myndin væri að breyta Sigurfara í frystiskip, ef hann fengist aftur, sagðist Hjálmar ekkert geta um það sagt, en benti á að það lægi ljóst fyrir að togaraútgerð stæði ekki undir sér hér á landi nú, ef eingöngu er landað í frystihús. „Það er einnig alveg ljóst að ef við endurheimtum skipið látum við söguna síðan í haust ekki endurtaka sig,“ sagði Hjálmar. -S.dór þórsson formaður stjórnar stóð að málinu. Hann fór til viðræðna við íslenska skipafélagið um sam- einingu Skipadeildar SÍS og ísl. skipafélagsins og fleiri aðila og var búinn að ganga frá málinu, án þess að tala við stjórnarmenn SÍS. Þegar svo fréttist að stjórnarmenn væru ekki allir meðmæltir því sem var að gerast var leitað til sterkustu manna, allt uppí ráðherra Framsóknar- flokksins til að vinna málinu fylgi. Það dugði svo ekki þegar til stjórnarfundarins kom sl. laugar- dag. Þar snérust fimm stjórnar- menn gegn forstjóravaldinu og felldu tillögu Olafs varafor- manns, sem studd var af Vali Arnþórssyni. Eins og menn muna var mikil andstaða gegn hugmyndinni á kaupfélagsstjórafundinum í sið- ustu viku, sem endaði með því að kaupfélagsstjórarnir sendu skrif- lega áskorun til stjórnar SÍS um að fella tillöguna. Valur Arn- þórsson sagði um andstöðu kaupfélagsstjóranna að stjórnar- menn SÍS ættu ekki að hlusta á hana heldur taka sjálfstætt á mál- inu. Eftir að stjórn SÍS hafi hafnað tillögu Ólafs og Vals kom áskorun frá Dagsbrún um að mál- ið yrði tekið upp og einnig er vit- að að Valur Arnþórsson átti há- degisverðarfund með Steingrími Hermannssyni í fyrradag þar sem þetta mál var rætt. Valur mun enn ekki vera búinn að gefa upp alla von um að taka málið upp aftur, en einnig er vitað að sam- vinnuntenn um land allt eru á verði og eru flestir kaupfélags- stjórar landsins í þeim hópi. Það er spá manna sem best þekkja innviði Sambandsins að þetta mál eigi eftir að draga dilk á eftir sér hvað varðar afstöðu manna til forstjóraveldisins í SÍS. Menn eru m.a. reiðir yfir því að æðstu menn SÍS skuli vinna þann- ig að þeir líti á það sem sjálfsagð- an hlut að stjórnin samþykki hvað sem fyrir hana er lagt. Einn- ig líta menn hornauga afskipti ráðherra Framsóknarflokksins af málinu og benda á að Valur og menn hans hefðu aldrei lagt út í þetta mál nerna með samþykkti ráðherranna. -S.dór Ægir Geirdal fyrir utan Fjarðarkaffi sem hefur verið lokað vegna brunaskemmda í 4 mánuði rúma: Dugir ekkert annað en að fara í mál við bæinn. Mynd-E.ÓI. Hafnarfjörður Leiklist - MH Lokasýning á Kjarval/ Lorca í kvöld kl. 20.30 hefst síðasta sýning hjá Leikfélagi MH á Listin?/Astin?, tveimur stuttum verkum eftir Kjarval og Lorca. Nemendur verða nú að hefja próflestur og gefst því ekki færi á fleiri sýningum. Urn sýninguna í norðurkjallara Hamrahlíðar- skólans sagði leikrýnir Þjóðvilj- ans, Sverrir Hólmarsson, meðal annars: „í heild sinni er þetta vel unnin og áhugaverð sýning sent gleður augað...“ Verk Kjarvals heitir Einn þátt- ur, og er í MH færður upp öðru sinni síðan hann var saminn, og verk Lorca, Ást Don Þerlímplíns til Belísu í garði hennar, hefur ekki áður verið sýnt hérlendis. Leikstjóri er Ingunn Ásdísar- dóttir. Bærinn bakað mér stórtjón Verkamannaskýlið enn ólagfært 4 mánuðum eftir að kviknaði í. Veitingahúsið Fjarðarkaffi ekkigetað opnað vegna þessa. Ægir Geirdal: Hef órðið fyrir stórfelldu tjóni Bæjaryfirvöld hafa ekki sýnt því neinn áhuga að sinna þeirri skyldu sinni að laga hér til eftir eldsvoðann. Ég hef orðið fyrir stórfelldu fjárhagslegu tjóni vegna þess hvernig haldið hcfur verið á þessum málum og það liggur ljóst fyrir að þessu getur ekki lokið á annan veg en með málaferlum, sagði Ægir Geirdal veitingamaður í Fjarðarkaffi í Hafnarfirði í samtali við Þjóðvilj- ann. Fjarðarkaffi er til húsa í Verka- mannaskýlinu við Hafnarfjarðar- höfn, en skýlið er í eigu bæjar- sjóðs. Þann 20. júlí í sumar kom upp eldur í hliðarherbergi við veitingasalinn og urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Tryggingafé- lag mat skemmdirnar uppá 150 þúsund krónur en starfsmenn bæjarins töldu að minnst 1 miljón þyrfti til að koma húsinu í samt lag. Þrátt fyrir að rúmir fjórir mán- uðir séu liðnir frá því að kviknaði í húsinu hafa enn engar lagfær- ingar verið gerðar á húsinu og lokun veitingahússins hefur bakað eigandanum stórfellt fjár- hagslegt tjón. „Ég hef fengið á mig þrjú nauðungaruppboð vegna þessar- ar rekstrarstöðvunar. Auk þess hef ég orðið að selja mest allt inn- bú úr staðnum uppí skuldir og hef verð á sífelldum þönum milli lánardrottna að bjarga málum. Ég hef margþrýst á bæjaryfirvöld að koma húsnæðinu í lag á ný en ekkert dugað, en ég á 6 ár eftir af leigusamningi. Málið er nú kom- ið í lögfræðing og ég hef sagt leigusamningnum upp og fer fram á 1.4 miljónir í bætur fyrir það tjón sem ég hef orðið fyrir og leigutímann. Bæjarstjóri hefur rætt um 400 þúsund krónur þann- ig að þetta mál getur ekki endað annars staðar en fyrir dómstólun- um,“ sagði Ægir Geirdal. -lg Banaslys Síðdegis í gær varð banaslys á Vesturlandsvegi þegar árekstur varð milli fólksbifreiðar og áætl- unarbifrciðar. Okumaður fólks- bifreiðarinnar lést sanistundis, cn ökumaður og þrír farþcgar áætl- unarbifrciðarinnar slösuðust. Áreksturinn varð með þeim hætti að fólksbifreiðin sem var á leið suður Vesturlandsveg lenti framan á áætlunarbifreiðinni sem var á leið norður. Ekki er vitað hvað olli því að fólksbifreiðin ók á röngum vegarhelmingi. Áreksturinn var mjög harður og fór áætlunarbifreiðin út af veg- inum. Ekki er hægt að svo stöddu að skýra frá nafni piltsins sem ók fólksbifreiðinni. Pólarlax Stækka um helming Laxeldisstöðin Pólarlax við Straumsvík hefur óskað eftir hcimild Hafnarfjarðarbæjar um að stækka stöðina um helming og jafnframt óskað eftir vilyrðum frá bænum á stóru viðbótarlandi við Straumsvík uppá mögulega framtíðarstækkun stöðvarinnar. „Við viljum drífa þessa stækk- un af í hvelli. Það er verið að leggja inn teikningar og verður vonandi byrjað á framkvæmdum næstu daga,“ sagði Finnbogi Kjeld einn eigenda stöðvarinnar. Við stækkunina eykst fram- leiðslugeta Pólarlax um helming eða í eina miljón seiða á ári. Stöð- in hefur gert samning við norska aðila um stórkaup á laxaseiðum en Finnbogi vildi ekki skýra nán- ar frá þeim samningi að svo stöddu. -Ig- VARÐVEISLA OG EFLING ÍSLENSKRAR TUNGU Menntamálaráðherra boðar til ráðstefnu um varðveislu og eflingu íslenskrar tungu, sunnu- daginn 1. desember nk. Ráðstefnan verður haldin í Þjóðleikhúsinu og hefst kl. 14:00. Allir þeir sem vilja stuðla að varðveislu og eflingu tungunnar eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Sverrir Hermannsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.