Þjóðviljinn - 12.06.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 12.06.1987, Qupperneq 4
LEIÐARI Nató og lexía landhelgismálsins Aðildin að hernaðarbandalaginu Nató hefur aldrei fært íslendingum neitt gott. í þau fáu skipti sem þjóðin hefði getað haft gagn af þvingaðri veru sinni í Nató hefur hern- aðarbandalagið yppt öxlum og látið sér fátt um finnast. Fyrir örfáum árum áttu íslendingar í harðvít- ugri baráttu við Breta, sem varðaði framtíð og fjöregg íslensku þjóðarinnar: landhelgismálið. Það var harla lítið gagn að Nató þá. í samþykktum hernaðarbandaiagsins segir eigi að síður að árás á eitt ríki bandalagsins jafngildi árás á þau öll. Vitaskuld var það túlkun- aratriði, hvort telja bæri endurtekna uppivöðslu Breta með herskipum í íslenskri landhelgi árás. Það var hins vegar ótvíræð valdbeiting öflugr- ar Natóþjóðar gagnvart annarri, margfalt smærri. Hvar var Nató þá? Hvar var hjálpin frá banda- mönnum okkar þá? Hvar var hin lofaða vörn? Þáverandi aðalritari Nató var að vísu iöinn við að halda blaðamannafundi í stuttum heimsókn- um sínum til íslands, þar sem hann kepptist við að mála sterkum litum vasklega framgöngu sjálfs sín til að draga Breta úr íslenskri land- helgi. Utan íslands varð enginn var við þessa við- leitni. Hún skipti hvergi máli, nema á síðum Morgunblaðsins og í munni innlendra nató- manga. Landhelgisstríðið unnum við sjálfir. Liðveisla svokallaðra bandamanna kom aldrei. Nató brást, þegar okkur lá á. íslendingar eru nefnilega í augum valdsherr- anna í Washington ekkert annað en ómerkileg smáþjóð. Þeir halda að það sé hægt að vaða yfir okkur á skítugum skónum hvenær sem þörf krefur. Þeir vita sem er, að það er búið að múta heilum stjórnmálaflokkum til hlýðni með því að bera fé á áhrifamenn þeirra gegnum hermang- ið. Þessar mútur - því hermangið er ekkert ann- að en mútugjöld - tryggja hlýðni flokkanna. Þannig ætla forráðamenn Nató að þeir séu bún- ir að kaupa vild heillar þjóðar með því að bera fé á áhrifamenn í Sjálfstæðisflokki og Framsókn- arflokki. Þessvegna lét Natóbatteríið nægja að hafa Jósep Luns í fragt milli íslands og Belgíu, þegar úfar risu, til að halda marklausa blaðamanna- fundi um aðgerðir Nató til að draga úr deilu okkar og Breta. Þessvegna kom aldrei nein raunveruleg aðstoð frá Nató. íslendingar skildu þetta vel á sínum tíma. Reiðin sauð í fólki, sem hafði látið telja sér trú um að það ætti hauka í hornum Nató. Sjómenn á Suðurnesjum sýndu hug sinn í verki með því að loka hliðum inn á svæði herliðsins. Nató hrapaði í áliti hjá íslensku þjóðinni, vegna þess að það brást öllum loforðum, öllum fyrirheitum. Síðan veit íslensk þjóð, að einskis liðsinnis er að vænta frá Nató, þegar lítilli þjóð liggur á. Það var lexía landhelgisstríðsins. Vestræn samvinna nýtur vissulega fylgis á íslandi. Tímar pólitískrar einangrunarstefnu eru löngu liðnir, og við viljum efla samstarf við frændur okkar og vini í Evrópu. Við viljum líka eiga gott samstarf við Bandaríkjamenn. Þjóðir Bandaríkjanna eiga merka sögu, þær eiga ekki að gjalda vondra ráðamanna. Vitaskuld er hinu borgaralega lýðræði Vest- urlanda í mörgu áfátt. En íslendingar telja það þó margfalt eftirsóknarverðara heldur en helsið, sem flokksræði sumra hinna svokölluðu sósíal- ísku ríkja leggur á þjóðir sínar. Það er hins vegar ekki sjálfkrafa ástarjátning við hernaðarbandalag af þeirri gerð sem Nató er. íslendingar verða að gera greinarmun á þessu tvennu. Að aðhyllast stjórnarfarshugmyndir vest- ræns lýðræðis er allt annað en fallast á aðild að hernaðarbandalaginu Nató. Á íslandi hefur óprúttnum stjórnmálaöflum, sem hafa náð töglum og högldum á ríkisfjölmiðl- um, hins vegar tekist að gera þetta tvennt jafngilt. Þau hafa innprentað í vitund almenn- ings, að aðildin að Nató sé hið sama og að vilja ekki flokksræði á sovéska vísu. Það er hins vegar kórvilla. Frá Nató hefur ekkert gott runnið til íslend- inga. Fjárburður gegnum hermang á áhrifa- menn í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki með tilheyrandi spillingu er það sem við höfum hingað til fengið. Á venjulegu íslensku alþýðu- máli heitir það mútur. f stríði gætu herstöðvar Nató jafnframt fært okkur tortímingu og dauða, vegna þess að her- stöð er skotmark. Annars getur íslensk þjóð ekki vænst af Nató. Gleymum ekki lexíu landhelgisstríða. -ÖS KLIPPT OG SKORIÐ AÐIB, MIDVTKUDAGUR 10. JÚNl 1987 B fnávígi við Björnimi Rætt við bandarískan orustuflugmann >ó að liðin séu um fimmtán * frá því að fyrstu F-15- íturnar voru teknar í notkun *u þær enn þá með þeim fuli- imnustu sem völ er á. Við *um töiuvert stoltir yfir þvf“, igði Curt Elkin einn orustu- ugmannanna á Keflavfkur- ugveili í samtali við orgunbiaðið. BF-15-þotumar á Keflavíkur- ígvelli eru útbúnar með sérstök- n utanáliggjandi eldsneytis- lymum, en einungis örfár igsveitir f veröldinni notast við ka geyma. 1 þeim eru saman- gt 1200 gallon af eldsneyti til Jbótar þeim tvö þúsund sem eru nnri geymum vélarinnar. Þessir ymar valda mjög lítilli aukaloft- átstöðu og eru því hagkvæmari auka eldsneytisgeymar áfestir angjunum. Það er nauðsynlegt rir okkur að nota svona geyma r sem oft þurfum við að ferðast t að 4-500 mflur frá Keflavíkur- jgvelli til þess að fylgjast með véskum sprengjuflugvélum. Að ki getum við tekið eldsneyti á igi. Þess vegna getum við verið t að 4-5 klukkustundir í lofti í MorgunblaAið/Eintr Falur Hernaðarrit Moggans Það er ekki á hverjum degi sem Morgunblaðið telur sér skylt að upplýsa almenning um allan þann hernaðarbúnað sem búið er að koma fyrir í landinu á vegum Bandaríkjamanna né þær um- fangsmiklu hernaðarfram- kvæmdir sem staðið hafa nær sleitulaust yfir á kjörtímabili þeirrar ríkisstjórnar sem nú er að geispa golunni. í tilefni NATO-fundarins sá blaðið þó ástæðu til að gefa út heila í>j óðvilj aþy kkt af dýrðaróði um hernaðartækni og hernaðar- framkvæmdir. Utanríkisráðherr- ar NATO-ríkjanna fá þar að viðra skoðanir sínar um mikil- vægi þess að viðhalda „heimsfrið- inum“ og birtur er ógnarlangur listi yfir þá íslenska fræðimenn sem hafa notið námsstyrkja frá NATO og upplýst að íslensku krónurnar í vísindasjóðnum skili sér tólffalt til baka í styrkjum. Það var sjálfsagt ekki von á öðru. Framkvæmt fyrir gatið En fleiri athyglisverðar tölur fá Moggalesendur að melta. Til dæmis að í fyrra hafi verið fram- kvæmt á hernarsvæðinu fyrir rúma 2.2 miljarða króna en það er viðlíka há upphæð og halla- reksturinn á ríkissjóði var orðinn hjá Þorsteini Pálssyni fyrir kosn- ingar og áður en menn fóru að reikna út enn hærri tölur í stjórn- armyndunarviðræðunum. Og þótti flestum nóg um. Upplýst er að framkvæmdum í Helguvík miði vel áfram en þar er búið að koma fyrir olíutönkum neðanjarðar sem taka um 30 þús. rúmmetra og eftir á að bæta við öðrum 19 þús. rúmmetrum, auk þess að ljúka við umfangsmiklar hafnarframkvæmdir. Mogginn segir einnig frá því að verið sé að steypa upp 9 sprengju- held flugskýli fyrir nýju F-15 orr- ustuþoturnar en þegar búið að fullklára fjögur slík. Ófullkomið járngrindarhús Nýja stjórnstöðin sem hefur verið mikið feimnismál á síðum Morgunblaðsins fær nú allt í einu smáumfjöllun enda rækilega út- listuð þörfin fyrir þessa kjarnork- usprengjuheldu byggingu, eða með orðum Mbl.: „Um þessar mundir eru að hefjast fram- kvæmdir við byggingu nýrrar stjórnstöðvar í stað hinnar núver- andi, sem er í járngrindarhúsi með mjög ófullkominni aðstöðu að öllu leyti. Þarna verður um að ræða tveggja hæða byggingu, gluggalausa, úr styrktri steinsteypu. Byggingin verðurút- búin sérstökum hreinsibúnaði, vegna hugsanlegrar mengunar frá efnavopnum og á þannig að geta hýst starfsmenn stjórnstöðv- arinnar í allt að eina viku. Örygg- isráðstafanir þessar eru í sam- ræmi við staðla Atlantshafsband- alagsins enda verður byggingin að miklu leyti fjármögnuð úr mannvirkjasjóði NATO.“ Ja ljótt er ástandið og með öllu óskiljanlegt hvernig bandarísk- um generálum hefur tekist að hafa stjórn á herliðinu í jafnlé- legri stjórnstöð og nú er notast við, járgrindarhúsi með ófull- kominni aðstöðu. Það er því full þörf á að bæta úr og byggja sér- styrkt steinhús uppá tvær hæðir og ekki er verra að hafa hana gluggalausa, menn verða þá ekki fyrir utanaðkomandi truflunum við stjórnstörfin. Spurning um tilgang En það er erfitt að gera sér grein fyrir þörfinni á öllum þess- um sérhönnuðu byggingum, olíu- birgðarstöðvum, kafbáta- höfnum, sérstyrktum flug- skýlum, gluggalausum stjórn- stöðvum, ratsjárstöðvum í öllum landsfjórðungum, 9 kafbáta- leitarflugvélum og fjölda F-15 or- ustuþotna sem eru m.a. búnar hver um sig fjórum hitaleitandi 'og radarstýrðum eldflaugum og sex hlaupa hríðskotabyssum sem hleypa af 100 skotum á sekúndu. Svo fljúgum við heim Já það er erfitt að gera sér grein fyrir öllu þessu tilstandi og öllum þessum fjáraustri í drápsbúnað og tæki þegar lesið er yfir viðtal við einn af sjálfum orustuflug- mönnunum bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli sem Morgun- blaðið er svo vinsamlegt að birta. Sá heitir Curt Elkin og segist svo frá starfi sínu við eftirlit með óvininum í austri: „Þegar þessar vélar (sovéskar) hafa nálgast ísland meira en góðu hófi gegnir förum við til móts við þær og fljúgum við hlið þeirra. Þegar þær halda heim á leið ger- um við slíkt hið sama. Það er svo sem ekki mikið sem við gerum en þetta er frekar skemmtilegt - þó að áhorfendum mundi eflaust leiðast." Er von að maður spyrji. -*g- þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), MagnúsH. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrfmsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlte- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofu8tjórl: Jóhannes Harðarson. ‘ Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr: Soffía Björgúlfsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelöslu- og afgrelðslustjórl: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Ðára Sigurðardóttir, Krístfn Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, sfmi 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarbiöö: 60 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.