Þjóðviljinn - 12.06.1987, Side 14

Þjóðviljinn - 12.06.1987, Side 14
Fóstrur Funda um aðþrengd böm Norrœnafóstruráðið með námskeið um dagvistarheimili og aðþrengd börn Markmiðið með námskeiðinu er að raeða það frá öllum sjónarhornum hvernig dagvistar- heimilin eru í stakk búin til þess að sinna þörfum barna sem eiga í sálarkreppu, sögðu þær Margrét Gunnarsdóttir og Ingibjörg K. Jónsdóttir fóstrur um námskeið sem hófst í gær á vegum Norræna fóstruráðsins, en yfirskrift þess er „Aðþrengd börn í nútímasamfé- lagi“. Námskeiðið, sem stendur fram að 17. júní, sækja 150fóstrur, þar af 50 íslenskar, en alls eru í fóstruráðinu yfir 100 þúsund meðlimir. Skrifstofa fóstruráðs- ins flyst á milli landa á tveggja ára fresti, en um síðustu áramót kom hún hingað. „Þetta norræna samstarf er mjög mikilvægt því það styrkir faglega vitund fóstra,“ sögðu Margrét og Ingibjörg og bættu því við að þau faglegu og kjara- legu vandamál sem íslenskar fóstrur stæðu frammi fyrir væru samnorræn vandamál fóstra. Brosmildir formenn fóstrufélaganna á Norðurlöndum: f.v. Solweig Eklund frá Svíþjóð, Helle Blakstad Halk frá Noregi, Selma Dóra Þorsteinsdóttir, Anna Valtonen frá Finnlandi og Bente Jörgensen frá Danmörku. Á myndina vantar formann færeyska fóstrufélagsins. Mynd Sig. Grímsey Sumarið gengið í garð Sumarið er gengið í garð hjá okkur fyrir nokkru. Bjarg- fuglinn hefur ungað út og ferða- mennirnir flognir að. Með nokkr- um sanni má segja að þetta séu okkur Grímseyingum sumarboð- ar, ekki síður en lóan öðrum landsmönnum, sagði Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey. „Undanfarið hefur komið hingað slangur af ferðamönnum. Flestir stoppa ekki nema hluta úr degi, en svo eru alltaf nokkrir sem dvelja hérna næturlangt og allt upp í nokkra daga. Flugfélag Norðurlands flýgur hingað þrisv- ar í viku, en um miðjum júni er flogið alla virka daga. Þá kemur ferðamannastraumurinn til með að aukast nokkuð, ef að líkum lætur,“ sagði Þorlákur Sigurðs- son. Að sögn Þorláks hafa gæftir og aflabrögð verið með ágætum í vor og í sumarbyrjun, þó heldur hafi dregið úr afla síðustu dagana. „Menn eru að byrja að taka upp netin og búa sig undir færaver- tíðina. Það eru komnir hingað nokkrir aðkomubátar, sem eru á handfærum hér við eyna,“ sagði Þorlákur. „Það var töluvert sig í bjarg og eggjatekjan hefur verið ágæt. Það voraði svo vel að björgin voru þurr og þokkaleg og gott að eiga við þetta. Menn sækjast eftir því að fara bæði nógu tímanlega, þannig að það sem orpið er séu góð egg og fara síðan með fjög- urra daga millibili, því þá eru menn nokkuð tryggir með að fá góð egg,“ sagði Þorlákur Sigurðs- son. -RK ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagid Akureyri Aðalfundi enn frestað Aðalfundi Alþýðubandalagsins á Akureyri hefur enn verið frestað af óvið- ráðanlegum ástæðum. Aðalfundurinn er nú boðaðurfimmtudaginn 25. júní í Lárusarhúsi kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin ABfí Kosningahappdrættið Dregið var 1. júní, í kosningahappdrætti ABR. Vinningsnúmer hefur verið innsiglað og verður birt þegar fullnaðarskil hafa borist en þó ekki síðar en 15.júnínk. Þeir sem eiga eftir að skila eru beðnir að gera það strax. Blaóburður er BESTA TRSMMIÐ og borgar sig! ÞJÓÐVILJINN Sumarbúðir á vegum Alþýðubandalagsins Ertu með á Laugarvatn í sumar? Nú er aðeins eftir laust pláss á fyrri viku sumardvalar Alþýðubandalagsins á Laugar- vatni í sumar og hver og einn er að verða síðastur að tryggja sér og fjölskyldunni pláss. Frá mánudeginum 20. júlí til sunnudags 26. júlí eru enn nokkur laus pláss. Kostnaður við dvölina er: Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 1000 Fyrir börn 6-11 ára kr. 5000 Fyrir 12 ára og eldri kr. 8.500 Innifalið í verðinu er fullt fæði alla dagana 7, morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi og kvöldverður. Gisting í 2ja og 3ja manna herbergjum í Héraðsskólanum, barnagæsla fyrir yngstu börnin, tvær ferðir í sund og gi.tfu- bað, þátttaka í fræðslu- og skemmtistarfi og skipulögðum göngu- og útivistarferðum. Allt við höndina, íþróttasvæði, bátaleiga, hestaleiga, silungsveiði og ýmislegt fleira. Góð afslöppun fyrir alla fjölskylduna, unga sem aldna í áhyggjulausu og öruggu um- hverfi, þar sem fólk hvílir sig á öllum húsverk- unum, en leggur áherslu á að skemmta sér saman. Dragið ekki að festa ykkur vikudvöl í sumar. Komið eða hringið á skrifstofu Al- þýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, Rvík. sími 17500. Pantanir þurfa að berast fyrir 15. júlí og greiða þarf kr. 3000 í staðfestingar- gjald. i_

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.