Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 bJÓÐVlLIINN > SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Föstudagur 12. júní 1987 124. tölublað 52. örgangur Laxeldið Fimmföld framleiðsla Framleiðsla á íslenskum matfiski úr200 í1000 tonn á þessu ári. Jafnframt stöðug aukning íseiðaeldi og útflutningi. Slát- urtíð hjá tveimur stórum stöðvum ífyrsta sinn í ár. Friðrik Sigurðsson: Aukningin í matfiski mjög jákvœð Vegagerðin Boða verkfall 10 manns hjá Vegagerð- inni í verkfall 19. júní Verkalýðsfclögin Rangæingur í Rangárvallasýslu og Þór á Sel- fossi hafa boðað verkfall hjá Vegagerð ríkisins á miðnætti 18. júní, en samtals eru 10 verka- menn hjá Vegagerðinni í þessum félögum. Fyrr í þessari viku slitn- aði upp úr viðræðum ríkisins við ASÍ og hefur ekki verið boðaður nýr sáttafundur hjá ríkissátta- semjara. Um 100 verkamenn starfa hjá Vegagerð ríkisins og hafa samn- ingaviðræður ASÍ og ríkisins staðið yfir í nokkurn tíma. Deilan var send til sáttasemjara fyrir síð- ustu helgi, en á þriðjudaginn var viðræðum hætt um óákveðinn tíma. Meginkrafa ASf er auk al- mennra launahækkana sú, að verkamenn fái laun sín greidd fyrirfram 1. hvers mánaðar. -gg að má segja að nú fyrst sé hægt að tala um að við getum hafið útfiutning á matfiski. Fram- leiðslan í fyrra gerði varla meira en að metta innanlandsmarkað, en hún margfaldast í ár og við búumst við að hún muni nema um 1000 tonnum. Aukningin kemur fyrst og fremst frá sjókvía- og strandeldinu, en hafbeitarfram- leiðslan er svipuð og í fyrra, sagði Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, í samtali við Þjóðviljann í gær. Sláturtíð þeirra laxeldismanna hófst í byrjun maí og segja má að þessi atvinnugrein standi á tíma- mótum. Útflutningsverðmæti í laxeldi hefur frám til þessa að þremur fjórðu komið úr seiðaútflutningi, en nú í ár verður sprenging í framleiðslu á mat- fiski. Framleiðslan í fyrra nam 200-300 tonnum, en verður um 1000 tonn í ár. Friðrik sagðist bú- ast við að framleiðsla matfisks næði 1500 tonnum á næsta ári. Silungsframleiðslan verður um 150 tonn á árinu. Jafnframt eykst framleiðslan í seiðaeldi stöðugt og er búist við að aukningin í ár nemi um 50%. „Framleiðsluaukningin í mat- fiski er mjög jákvæð þróun. Ár- angur margra ára vinnu er nú fyrst að koma í ljós á þessu sviði, en hingað til höfum við fyrst og fremst verið að framleiða seiði fyrir Norðmenn og íra, sem síðan framleiða matfisk úr þeim. Vara þeirra keppir svo við okkar vöru á mörkuðum, sem eru aðallega í Evrópu. Stefnan á því ótvírætt að vera sú að framleiða sem mest af matfiski," sagði Friðrik. íslandslax og fsnó eiga stærst- an hluta matfiskframleiðslunnar í ár, en þessi fyrirtæki eru í raun og veru að stíga sín fyrstu spor á þessu sviði. Þau framleiða sam- tals um 500 tonn á árinu. íslands- lax er með strandeldi og getur því í raun og veru slátrað matfiski allt árið um kring. -gg Friðarhlaupið Hlaupið frá Höfða í dag kl. 10 stundvíslega hleypur Jón Páll Sigmarsson af stað í fyrsta sprettinn í alþjóðlega friðarhlaupinu. Hlaupið hefst við Höfða og lýkur á Lækjartorgi 28. júní með skemmtun og tónleika- haldi við Lækjartorg. Hlaupið verðurhringinn íkringum landið, alls 3000 kílómetrar en það verð- ur lengsta boðhlaup á Islandi til þessa. Fatlaðir Ríkið erfiðast viðureignar Svipað atvinnuástand hjáfötluðum og undanfarin ár. Penslan segir ekki tilsín. Ásta Schram: Erfiðast að eiga við ríkið. Skortur á hálfsdagsstörfum fyrir fatlaða Þenstan á vinnumarkaðinum og aukin eftirspurn eftir vinn- uafli hefur ekki sagt mikið til sín hj,Á okkur. Þetta er svipað og ver- ið hefur undanfarin ár, sagði Ásta Schram, deildarstjóri hjá Ráðningarstofu Reykjavíkur- borgar, í samtali við Þjóðviljann í gær, en Ásta hefur atvinnumál fatlaðra á sinni könnu. Enda þótt vinnukraftur sé mjög eftirsóttur um þessar mund- ir, sérstaklega á höfuðborgar- svæðinu, hefur Ásta svipaða sögu að segja af atvinnuástandi hjá fötluðum og undanfarin ár. Hún segir það ganga sæmilega að út- vega fötluðum vinnu, en 47 atvinnulausir einstaklingar eru á skrá hjá henni. Þá eru þeir ótaldir sem ekki geta tekist á við störf á almennum vinnumarkaði, svo og þeir sem ekki hafa samband við ráðningarstofuna. „Okkur gengur einna verst að fá hálfsdagsstörf, en margir þeirra sem leita til okkar geta ekki unnið nema hálfan daginn. Aðallega bjóðast okkur störf sem krefjast ekki mikillar menntunar, alls kyns verksmiðjustörf, léttari skrifstofustörf og almenn verka- mannavinna. Hvernig sem á því stendur er erfiðara að eiga við ríkið en aðra vinnuveitendur. Þar virðist eng- inn vilja taka af skarið í þessu efni. En á þeim 6 árum sem ég hef verið hérna finnst mér viðhorf at- vinnurekenda til fatlaðra hafa breyst mjög mikið. Fólk veit mun meira um þessa þjónustu nú en áður og tekur okkur betur. Það hefur jafnvel komið fyrir að at- vinnurekendur hafa hringt í okk- ur að fyrrabragði og leitað eftir starfsfólki," sagði Ásta. -gg Námsgagnastofnun Sögubækur verðlaunaðar Prír hlutu verðlaun í samkeppni fyrir lesefni yngstu barna. 20 handrit bárust Námsgagnastofnun veitti í gær ... . . Verðlaunahafar í samkeppni Námsgagnastofnunar um sögubækur fyrir yngstu nemendur grunnskóla, Friðrik Erlings- son, Ragnheiður Gestsdóttir og Torfi Hjartarson ásamt Ásgeiri Guðmundssyni, námsgagnastjóra, sem veitti verðlaunin. þrenn verðlaun fyrir handrit að sögubókum fyrir nemendur sem eru að hefja lestrarnám. Hlutskörpust höfunda í sam- keppninni voru þau Ragnheiður Gestsdóttir, Friðrik Erlingsson og Torfi Hjartarson og verða hand- ritin gefin út í bókarformi á næst- unni, yngstu lesendunum trúlega til mikillar ánægju. Saga Ragnheiðar Gestsdóttur nefnst Sköpun heimsins, en sag- an er unnin upp úr sköpunarsögu Biblíunnar og gegnir mynd- skreyting veigamiklu hlutverki til að koma inntaki sögunnar til skila. Lítill strákur fer í sveit, heitir saga Friðriks Erlingssonar. Greinir hún frá litlum snáða, sem fer til sumardvalar í sveit til afa síns. Torfi Hjartarson nefnir sína sögu Egil og segir þar frá Agli Skallagrímssyni í þann tíð er hann var að slíta barnsskónum hjá Skallagrími föður sínum á Borg á Mýrum. -RK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.