Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.06.1987, Blaðsíða 13
MYNDLISTIN Listasafn Háskóla Islands opnar sumarsýningu á hluta verka sinna í Odda, hugvísinda- húsi Háskólans miövikudaginn 17. júní kl. 14.00. Listasafn Há- skólans var stofnað 1979 meö listaverkagjöf hjónanna Ingi- bjargarGuömundsdótturog Sverris Sigurðssonar, en meg- inuppistaða þeirrar gjafar voru verk Þorvaldar Skúlasonar er spönnuöu allan feril hans. Þau verk verða einnig meginuppi- staðan í sýningunni, auk þess sem sýnd verða sýnishorn þeirra 130 verka sem til safnsins hafa verið keypt síðan það var stofnað. Sýningin verð- uropindaglegafrákl. 13.30-17. Graphica Atlantica - alþjóð- leg grafíksýning á vegum Reykjavíkurborgarog félagsins íslensk grafík stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni sýna um 100 listamenn frá 24 löndum um 400 verk, sem gefa gott yfirlit yf ir strauma í grafíklist beggja vegna Atlantsála. Opið 14-22 til 28. júní. Steingrímur Eyfjörð Krist- mundsson opnar sýningu á málverki, skúlptúrog teikning- um í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg í dag. Sýningin hefur þrjú meginþemu, sem sótt eru í Völsungasögu og Eddukvæði. Steingrímur stundaði nám við MHl 1971 -85 og í Helsinki 1979-80 og Maastricht I Hol- landi 1980-83. Sænskt KEX nefnist sýning ungra sænskra listamanna, sem opnar (Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b og MÍR-salnum, Vatnsstíg 10 í kvöld kl. 20. Sýn- ingin er liður í skiptisýningum ungra myndlistarmanna frá Noregi, Svíþjóð og (slandi, en sýningar ungra listamanna frá þessum löndum hafa gengið á milli Oslóar, Stokkhólms og Reykjavíkur. Alls eiga 13 sænskir listamenn verk á sýn- ingunni, en sýningar þessar eru styrktar af Norræna menning- armálasjóðnum og fleiri aðilum. Kristján Kristjánsson opnar sýningu á málverkum og graf- klippmyndum, sem unnareru með collachrome aðferð í Ás- mundarsál á laugardag kl. 14. í frérttatilkynningu segir: „Hérer horft úr bakspeglinum til fortíðar og framtíðar, þar sem sjón- glerin sameinast í hvolfspegli samtíðar". Sýningineropin14- 18 virkadagaen 14-22 um helgar til 28. júní. GullsmíðaháskólinníValbyí Danmörku gengst fyrir samsýn- ingu 12 gull- og silfursmiða, sem útskrifast hafa f rá skóla- num, í Gullsmíðastofu Péturs Trygg va að Skólavörðustíg 6. Þátttakendur í sýningunni eiga það allir sammerkt að hafa ný- lokið tveggja ára framhalds- námi við skólann og 9 þeirra hafa hlotið sérstaka viðurkenn- inguskólansfyrirverksín. Sýn- ingin verður opnuð laugardag- inn 20. júní kl. 10 og stendur til 30. júní. Áning 87 - Sumarsýning ASl á verkum 11 listamanna sem sýna glerlist, leirlist, textíl og málmsmíði stendur nú yfir í List- asafninu við Grensásveg. Opið virka daga kl. 16-20 en 14-22 umhelgartil 19. júlí. David B . van Doomelen pró- fessorviðtextíldeild Pennsylvania State University í Bandaríkjunumopnarsýningu á textílmyndum í Gallerí Lang- brók, Bókhlöðustíg 2 á laugar- dag kl. 14. Doomelen er þekkt- ur fræðimaður á sínu sviði og hefur haldið fjölda einkasýn- inga og samsýninga. Opið alla dagakl. 14-18 til 28. júní. Snorri Sveinn Friðriksson sýnirvatnslitamyndirsem hann hef ur gert við Passíusálma Hallgríms Péturssonar í anddyri Hallgrímskirkju. Sýningin er lið- ur í Kirkjulistarhátíð Hallgríms- kirkju sem lýkur nú um helgina. Ljósmyndasýning Þorvarðar Árnasonar stendur nú yfir í Djúpinu á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. Opið kl. 11 - 23.30 til 28. júní. „Gamlir meistarar" nefnist sýning Gallerí Borgar á nokkr- um verkum eftir þá Jóhannes Kjarval, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Jón Stef- ánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristínu Jónsdóttur, Gunnlaug Scheving, Jón Þorleifsson, Snorra Arinbjarnar og fleiri. Þetta eru allt málarar sem sjald- an sjást nú orðið á samsýning- um, en öll verkin á sýningunni eru jafnframt til sölu. Opið virka daga frá 10-18 til 19. júní. Sýningin Graphica Atlantica stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum, þar sem um 100 listamenn frá 24 löndum sýna verk sín. Mynd þessi, sem nefnist tvöföld gríma er eftir Svíann Jordi Arkö. LEIKLIST Þjóðleikhúsið sýnir um þessa helgi síðustu sýningar leikárs- ins, en því lýkur með hinni frá- bæru sýningu á meistaraverki Federico Garcia Lorca, Vermu, í leikstjórn Þórhildar Þor- leifsdottur. Leikritiðverðursýnt á föstudag og laugardag kl. 20, og er leikhúsáhugafólk hvatt til þess að láta ekki þennan leiklistarviðburð fram hjá sér fara. LeikfélagiðsýnirDagurvonar eftir Birgi Sigurðsson í kvöld kl. 20. Leikskemma L.R. við Meistaravelli sýnir Djöfla- eyjuna, leikgerð Kjartans Ragnarssonar á skáldsögum Einars Kárasonaríkvöld, laug- ardag og á sunnudag kl. 20. Alþýðuleikhúsiðsýnirein- þáttunginn „Eru tígrísdýr í Kongó?“ eftirFinnanaJohan Bergum og Bengt Ahlfors á há- degissýningu í veitingahúsinu „í kvosinni" í dag kl. 12 og á morgun kl. 13 stundvíslega. Allrasíðustu sýningar. Matur, drykkur og leiksýning á aðeins 750 kr. HITJ OG ÞETTA Kvikmy ndadagar Italíu (íslensk-ítalska félagsins): Sýndar verða 3 kvikmyndir eftir ítalska leikstjórann Mauro Bol- ognini í Regnboganum laugar- daginn 13., sunnudaginn 14.og mánudaginn 15. júní. Myndirn- ar heita „II bellÁntonio" frá 1960, „Metello“ frá 1969 og „Bubu“, sem erfrá 1970. Sýnt er kl. 17,21 og 23 alla dagana. Myndirnar eru með enskum skýringartexta. Ítalíufélagið gengst einnig fyrir útihátíð í skrúðgarðinum í Laugardal ásunnudag kl. 12. Félagsmenn og aðrir eru vel- komnir og allir hafi með sér nesti. Létt skemmtun verður fyriryngstubörnin. Matarkvöld Ítalíu verður jafn- framt í veitingahúsinu Djúpinu á sunnudagskvöld, þarsem úrval ítalskra rétta verður á boðstóln- um. Slík matarkvöld verða framvegis haldin fyrsta sunnu- dagíhverjummánuði. Stofnun Árna Magnússonar hefur opnað sýningu á hand- ritum í Árnagarði v/Suðurgötu. Sýningin verður opin á þriðju- dögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16 til ágúst- loka. Hana nú. Vikuleg laugar- dagsgangafrístundahópsins verðurfráDigranesvegi 12 kl. 10. Samvera, súrefni, hreyfing og skemmtilegurfélagsskapur. Alliraldursflokkar. Orlof húsmæðra í Kópavogi verður vikuna 29. júní- 5. júlí að Laugarvatni. Tekið á móti pöntunum í síma 42546 (Inga), 41084 (Stefanla) og 40576 (Katrín). Útivist, dagsferðir: laugardag kl. 8.00: Straumfjörður-Mýrar, strandslóðir franska skipsins Pourqoi pas? Verð kr. 1300. Frítt f. börn I fylgd með fullorðn- um. Sunnudag kl. 8.00: Þórsmörk- Goðaland, fyrsta dagsferð sumarsins. Stansað 3-4 klst I Mörkinni. Kl. 14.00: Þjóðleið mánaðarins - Skógfellavegur- Bláa lónið. Gengiðgömlu þjóðleiðinafrá Vogum I átt til Grindavíkur. Hægt að ganga á Stóra Skóg- fell I leiðinni. Farmiðar við bíl, brottförfrá bensínstöð BS(. Miðvikud. 17. júni kl. 8.00: BaulaíBorgarfirði. Kl. 13.00 sama dag: steinaleit I Esjuhlíð- um. Helgarferðir 19.-21. júnf I Þórs- mörk og Núpsstaðaskóga. Munið Hornstrandaferðina 9.- 17. júlí. Ferðafélag Islandsferhelgar- ferðtil Þórsmerkur 12.-14. júní. Dagsferðir: Laugardag kl. 9.00: Söguslóðir Njálu, fararstjóri dr. Haraldur Matthíasson, verð kr. 1000. Laugardag kl. 11.30: Fjöruferð. Ekið að Hvassahrauni og fjaran I Vatnsleysuvíkskoðuð. Agnar Ingólfsson og Hrefna Sigur- jónsdóttir líffræðingar kenna greinigu á lífverum fjörunnar. Verð 400 kr. Sunnudag kl. 10.30: Mó- skarðs-hnjúkar, Trana/Kjós. Kl. 13 verður gengið yfir Svín- askarð. Þettaerfyrstiáfanginn af sex á leiðinni til Reykholts I Borgarfirði, sem genginn verð- ur I tilefni 60 ára af mælis félags- ins. Þátttakendurfáókeypis happdrættismiða. Verð 600 kr. Verið með I öllum afmælis- göngum Ferðafélagsins og haldið þannig uþp á 60 ára af- mæli þess. UM HELGINA „Nýrri meistarar“ nefnist sýning sem Gallerí Borg hefur jaf nframt sett upp I nýja sýning- arsalnum I Austurstræti 10 (Pennanum). Þareru myndir eftir Hring Jóhannesson, T ryggva Ólafsson, Hauk Dór, Magnús Kjartansson, Eyjólf Einarsson, Björgu Þor- steinsdóttur og fleiri. Opið virka dagakl. 10-18. Elías B. Halldórsson sýnirolí- umálverk og tréristur I Gallerí íslensk List, Vesturgötu 17. Opið virka daga kl. 9-17 og 14- 19umhelgar. Garðar Jökulsson opnar mál- verkasýningu I Kirkjuhvoli I Garðabæ þriðjudaginn 16. júní nk. kl. 20. Á sýningunni verða landslagsmyndir I olíu og vatns- lit. Opið kl. 14-22 dagana 17.- 21. júní en 18-22 aðra daga til 23. júní. Nikulás Sigfússon sýnir vatnslita- og akrílmyndir I Nýja Galleríinu, Laugavegi 12,2. hæð. Opið virka daga 15-22 en 14-22 um helgar. Síðasta sýn- ingarhelgi. Steingrímur Sigurðsson listmálari heldur sína 62. einka- sýningu I Gallerí Eden í Hverag- erði um þessar mundir. Þetta er síðasta sýningarhelgi og lýkur henni kl. 23.30 ásunnudag. Gallerí Gangskör, Torfunni við Amtmannsstíg sýnir grafík- myndireftirfinnsku listamenn- inaMarjattaNuorevaog Heikki Arpo. Opið virka daga 12-18 en 14-18 um helgar til 21. j úní. Yngve Zakarias frá Noregi sýnir málverk og grafík I Nor- ræna húsinu. Opið kl. 14-19 til 14. júní. Ásmundarsaf n sýnir um þessarmundiryfirlitssyninguá abstraktmyndum Ásmundar Sveinssonar og spannar sýn- ingin 30 ára tímabil I ferli lista- mannsins. Einnig er á staðnum sýnt myndband sem fjallar um konuna I list Ásmndar Sveins- sonar. Listasafn Einars Jónssonarer opið alla daga nema mánudaga kl. 13-16. Höggmyndagarður- inn er opinn alla daga kl. 11 -17. Þjóðminjasafn Islandser opið laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsaf n er opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Meðal nýjunga á safninu er sýning á gömlum slökkvibílum, sýning áfornleifauppgreftri I Reykjavík og sýning á Reykja- víkurlíkönum. Sjóminjasafn íslands, Vest- urgötu 81 Hafnarfirði hefur sett upp sýningu sem nef nist Ára- bátaöldin, og er hún byggð á ritum Lúðvíks Kristjánssonar um íslenskasjávarhætti. Heimildarkvikmyndin „Silfur hafsins" er einnig sýnd á safn- inu. Opið alla daga nema mán- udagakl. 14-18. TÓNLIST Heiti Potturinn I Duus-húsi: jazztónleikarnir hefjast kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Stef- án S. Stefánsson bassi, Reynir Sigurðsson vibrafón, Tómas R. Einarsson kontrabassi og Pétur Grétarsson trommur. Kirkjulistarhátíð Hallgríms- kirkju: Hádegistónleikar I dag kl. 12.30, Hljómskálakvintettinn leikur. Aðgangurókeypis. Bach-tónleikar undir stjórn Harðar Áskelssonar á laugar- dag kl. 17. Margrét Bóasdóttir sópransöngkona, Mótettukór Hallgrímskirkju og Kammer- sveit Hallgrímskirkju flytja mót- etturnar Singet dem Herrn ein neues Lied og Der Geist hilft unsrer Schwachheit auf og kantötuna Falsche Welt. Að- gangseyrir400 kr. Sjóminjasafnið I Hafnarfirði hefur nú sett upp sýningu um árabátaöldina á Islandi. Mynd þessi er af sýningunni. Föstudagur 12. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.