Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 2
— SPURNINGIN- Á að lögbinda lágmarks- laun og hver ættu þau að vera? Hlynur Árnason vinnur við húsasmíði: Ég er samþykkur því. Þau ættu ekki að vera undir 50-60 þús- undum. Ég kæmist ekki af með minna. Ragnhildur Richter textahöfundur: Já, tvímælalaust. Það veitti ekki af því að hafa þau 60.000,- kr. Þórir Jón Guðlaugsson nemi: Já, og þau ættu að vera á milli 50 og 60 þúsund. Þórunn Selma Benedikts- dóttir afgreiðslumaður: Já, ég held það. Þau ættu ekki að vera lægri en 35.000 kr. Gunnlaugur Jónsson vinnur við bílabónun: Ég held aö það gerði ekki mikið gagn. Þau yrðu strax lág aftur, því allt annað hækkar. Lágmarks- laun þyrftu að vera um 60.000 kr. á mánuði. FPÉTTIR Helgidagar Ekki kjarasamningamál Séra Bernharður Guðmundsson: Helgidagalöggjöfin segir ótvírœtt til um að uppstigningardagur erfrídagur. Ekki í verkahring aðila vinnumarkaðarins að breyta helgidagalöggjöfinni Helgidagalöggjöfin kveður skýrt á um að uppstigningar- dagurinn teljist með frídögum. Ég get ekki séð að aðilar vinnum- arkaðarins geti ráðskast með helgidaga eftir eigin höfði, sagði séra Bernharður Guðmundsson, fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar, er hann var inntur eftir afstöðu lærðra, vegna hugmynda sem ræddar eru í samningaviðræðum leikmanna í Garðastræti um að vcrkafólk vinni á uppstigningar- dag og á móti komi að föstudagur- inn næsti á eftir verði fridagur. - Finnar gerðu þessa tilfærslu fyrir nokkru, en þar hefur verið mikil umræða um að breyta aftur í fyrra horf, sagði Bernharður. Atvinnurekendur sjá nokkra kosti við slíka tilfærslu, en með því yrði vinnuvikan samfelldari og í sárabætur fengju launþegar lengra helgarfrí. Atvinnurekend- um leikur einnig hugur á að sami háttur verði hafður á með sumar- daginn fyrsta. Bernharður sagði að það væri sín skoðun að sjónarsviptir væri að sumardeginum fyrsta, þar sem við værum eina þjóðin sem héldi þau árvissu tímamót hátíðleg. Nefnd á vegum kirkjunnar vinnur nú að endurskoðun helgi- dagalöggjafarinnar. Að sögn Bernharðs er í þeirri endur- skoðun gert ráð fyrir að létt verði á sumu sem þar er að finna og hert á öðru. - rk VISA/Eurocard Samið við férða- Jónas Jónsson flytur skýrslu búnaðarmálastjóra við upphaf Búnaðarþings í gær. Mynd: Sig. Búnaðarþing Þörfin aldrei brýnni Hjörtur E. Þórarinsson, formaður segir skerðingu áfjárveitingum til rannsókna og leiðbeininga ílandbúnaði mjög bagalega Níutíu og sjö prósent af þeim matvælum, sem mannkynið neytir, er komið frá landbúnaðin- um. Mannfjölgunin í heiminum er gífurleg cn samt er offram- leiðsla á landbúnaðarvörum í Evrópu og Ameríku, vegna þess hve tækniframfarirnar hafa verið stórstígar. Svo er einnig hér hjá okkur. Talað er um að bændur hafl of seint áttað sig á því hvert stefndi. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. En hver sá það fyrir að fjölgun þjóðarinnar skyldi allt í einu hægja svo á sér sem raun ber vitni? Þannig mælti Hjörtur E. Þór- arinsson, formaður Búnaðarfé- lags íslands, við setningu Búnað- arþings, sem fram fór í gær, að viðstöddum forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur og fjölda gesta. Hjörtur E. Þórarinsson sagði það mjög bagalegt hve nú væru stórlega skertar fjárveitingar til rannsókna og leiðbeininga í þágu landbúnaðarins því aldrei væri þeirra ríkari þörf en nú þegar unnið væri að búháttabreyting- um. Að lokinni setningarræðu for- manns ávarpaði Jón Helgason landbúnaðarráðherra þingið. -mhg. skrifstofur Greiðslukortafyrirtækin VISA og Eurocard og ferðaskrifstof- urnar Polaris, Samvinnuferð- ir/Landsýn, Úrval og Félag ís- lenskra ferðaskrifstofa hafa jafn- að ágreininginn um mismunandi túlkun samkomulags aðila frá 12. febrúar 1988 varðandi greiðslu- máta í leiguflugi og skipulögðum hópferðum. í framhaldi af því hcfur riftun samstarfssamninga verið afturkölluð. Ferðaskrifstofurnar munu hér eftir tilgreina verð í leiguflugi og skipulögðum hópferðum með tvennum hætti: annarsvegar al- mennt verð og hins vegar verð með staðgreiðsluafslætti eða staðgreiðsluverð. Með staðgreiðsluverði er átt við þegar verð ferðar er greitt með reiðufé; peningum eða ávís- unum. Ef fullnaðargreiðsla er innt af hendi með greiðslukorti þannig að andvirði hennar berst ferðaskrifstofu sannanlega innan þess frests, sem almennir ferða- skilmálar Félags ísl. ferðaskrif- stofa áskilja, þ.e. fjórum vikum fyrir brottför, skulu korthafar njóta þess afsláttar sem felst í staðgreiðsluverði. Ferðaskrif- stofurnar áskilja sér rétt til að innheimta hækkanir, sem kunna að hafa orðið á verðskrám frá því að greiðsla var innt af hendi með greiðslukorti og þar til andvirði hennar berst frá greiðslukorta- fyrirtæki. Ferðalög Luxferðimar seldar í mars Reynsla undanfarinna ára hef- ur sýnt að það er alveg óþarfi að standa í biðröðum eftir þess- um ódýru flugmiðum sem við bjóðum félögum okkar. Við höf- um hugsað okkur að setja miðana í sölu í lok mars, sagði Sigrún Espelund, formaður ferðanefnd- ar BSRB, þegar hún var spurð hvenær stéttarfélögin hygðust hefja sölu á þeim tvö þúsund far- miðum sem þau sömdu um nýlega við Lion Air. Sigrún sagði að stéttarfélögin sem að þessu stæðu hefðu komið sér saman um að hefja sölu á sama degi. - Við munum taka við síma- pöntunum frá þeim félögum okk- ar sem búa úti á landi, sá háttur hefur reynst vel. Þeir forsjálu panta forgangssímtal hjá Lands- ímanum þannig að þeir sem panta fyrst verða afgreiddir fyrst. Sigrún sagði að mikill áhugi væri á þessum ferðum þannig að hún ætti ekki von á öðru en að ferðirnar seldust upp. -sg- 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.