Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 10
Vörubílstjórafélagið Þróttur Ákveöið er að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs skal skila til kjörstjórnar félagsins á skrifstofu þess að Borgartúni 33. Framboðsfrestur rennur út kl. 12.00 miðvikudaginn 2. mars. Kjörstjórn. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúar-mánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars. Fjármálaráðuneytið, 22. febrúar 1988. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði 30 ára afmæíishátíð 30 ára afmælishátíð Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldin í Fé- lagsheimilinu Garðaholti, laugardaginn 5. mars nk. (á afmælisdaginn að sjálfsögðu) og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Dagskráin auglýst síðar, svo og miðasala en félagar eru beðnir að taka frá tíma fyrir hátíðina. - Stjórnin. Spilakvöld ABR Fyrsta þriggjaspilakvöldið hefst þriðjudagskvöldið 23. febrúar að Hverfisgötu 105 kl. 20:30 stundvís- lega. Gestur kvöldsins verður Helgi Seljan félagsmálafull- trúi og fyrrverandi þingmaður AB. Verðlaun fyrir hvert kvöld. Allir velkomnir ABR ---------------"i----------------------------- Alþýðubandalagið Hafnarfirði Stjórnmálaviðhorfin Steingrímur J. Sigfússon, formaður þingflokks Al- þýðuPandalagsins, ræðir um stjórnmálaviðhorfin á félagsfundi hjá Alþýðubandalaginu í Hafnarfirði þriðjudaginn 23. fePrúar. Fundurinn verður í Skálanum, Strandgötu 41 og hefst kl. 20.30. Stjórnln Steingrímur Ólafur Ragnar Alþýðubandalagið Stelngrímur Selfossi og nágrenni Margrét Almennur stjórnmálafundur Almennur stjórnmálafundur verður haldinn að Hótel Selfossi, fimmtudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Frummælendur: Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins, Steingrímur J. Sigfússon alþm. og Margrét Frímannsdóttir alþm. Fyrir- spurnir og frjálsar umræður. Allir velkomnir. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 29. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: Fundargerðir bæjarstjórnar fyrir bæjarstjórnarfund 1. mars. Ónnur mál. Stjórnin. Borgarmálaráð ABR Málefni aldraðra Fundur í borgarmálaráði ABR miðvikudaginn 24. febrúar kl. 17.00 verður um málefni aldraðra í Reykjavik. Fundurinn verður haldinn að Hverfisgötu 105. Borgarfulltrúarnir Guðrún og Kristín reifa málin. Fulltrúar og áhugafólk er hvatt til að mæta á fundinn. Stjórnin. ERLENDAR FRÉTTIR Pímen patríarki (til vinstri) Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, sem er langöflugasta trúarsamfélag í Sovétríkjunum. En nýir fylgismenn safnast nú einkum til minni evangelískra safnaða. Einn angi af glasnost: Bætt staða tnífélaga í Sovétríkjunum Nú eru fleiri nýir söfnuðir stofnaðir í Sovétríkjunum en leggjcist niður Einn fylgifiskur glasnost í So- vétríkjunum er bætt staða trúfélaga. Guðshúsum hefur fjölgað um 138 á sl. tveim árum, fjölmiðlar hafa sagt „kost og löst“ á rússnesku kirkjunni og hennar sögu og tekið upp hanskann fyrir presta og trúaða sem orðið hafa fyrir atvinnuofsóknum og öðrum kárínum. Glasnost fylgja og meiri og ít- arlegri heimildir um trúfélög en áður voru fáanleg af sovéskri hálfu. Petta kemur m.a. fram í grein eftir Konstantín Kartsjev, formann stjórnarnefndar um trú- armálefni, sem fréttastofan APN hefur dreift, og verður stuðst við hér. Fimmtán þúsund söfnuðir Trúaðir eru nú um 10-20 % af sovéskum þjóðum. Petta er lægri tala en einatt er rætt um á Vestur- löndum, en þá skiptir máli hvort miðað er við fjölda þeirra sem skírðir eru til trúar eða fjölda þeirra sem sækja kirkjur og guðs- hús reglulega. Ef Kartsjev hefur hið síðarnefda í huga þá er trú- rækni almennings í Sovétrfkjun- um síst miunni en á mörgum Vesturlöndum. Alls eru skráðir söfnuðir (trúfélög verða að skrá sig hjá yfirvöldum) um 15 þúsund. Þeim hefur fækkað um 30 prósent á undanförnum 25 árum og þá mest á tímabilinu 1961 til 1966. Kart- sjev telur þetta um margt eðlilega þróun, en lætur þess þó getið, að á árum áður ( þeas fyrir glasnost) hafi það oft komið fyrir að yfir- völd á hverjum stað legðu stein í götu trúféiaga, neituðu að skrá þau eða leyfa þeim að kaupa húsnæði og þar fram eftir götum. Hann getur þess að á undanförn- um tveim árum hafi guðshúsum (yfirleitt minni bænahúsum) fjöl- gað um 138. 173 nýjir söfnuðir hafa verið skráðir ( en á sama tíma hafa 107 söfnuðir leyst upp). Það er athyglisvert, að mestur vöxtur er hjá baptistum, aðvent- istum og hvítasunnumönnum. Meðan hin stóra Rússneska rétt- rúnaðarkirkja, sem á þúsund ára afmæli í sumar, bætti við sig eða endurnýjaði 35 guðshús, fengu baptistar 49, aðventistar 12 og hvítasunnumenn 9. Er þrounin að snúast við? Sem fyrr segir fækkaði söfnu- ðum verulega á árunum 1961-66. En ef tekin eru árin 1966 og 1986 þá hafa ekki orðið mjög stórfelld- ar breytingar á þessu tímabili, nema helst hjá Gyðingum. Skýrslan segir: Rússneska réttrúnaðarkirkjan - 7523 söfnuðir árið 1966, 6794 söfnuðir nú. Kaþólska kirkjan - áður 1116 nú 1099. íslam - áður 1820,nú 751. Gyðingdómur - áður 259 nú 109. Baptistar - áður 3054 nú 2976. Aðventistar - áður 372 nú 445 . Hvítasunnumenn - áður 904 nú 843. Vottar Jehóva - áður 468 nú 378. Kartsjef getur þess sérstaklega að trúrækni fari í vöxt í Eistlandi. Moldavíu og Tdsjikstan (sem er íslamskt land) og sumum hé- ruðum Rússlands. Skírnir og greftranir Á þessum tíma hefur skírnum heldur fækkað. Þær voru rösk- lega miljón 1966 en um 775 þús- und í fyrra (athyglisvert er að í fyrra voru meira en fimmtíu þús- undir fullorðinna skírðir í Sovétr- íkjunum og er það helmingi meira en áður gerðist). Þeim fjölgar hinsvegar sem gifta sig í guðshúsi - eða úr 60 þúsund gift- ingum í um 80 þúsund í fyrra. Þá fjölgar þeim einnig sem eru grafnir að trúarsiðum - eða úr ca 850 þúsundum 1966 í 1,180 milj- ón í fyrra. Slökunarstefna gagnvart trúfé- lögum hefur og leitt það af sér, að klerkastéttin (um 25 þúsund manns) hefur yngst. Á sjöunda áratugunum voru flestir klerkar sextugir eða eldri, nú er meðal- aldur þeirra nálægt fimmtugu. Nemendum við prestaskóla hefur fjölgað um helming á sl. 15 árum - þar stunda nú nám um 2500 manns. Tekjur safnaða af frjáls- um framlögum trúaðra hafa tvö- faldast . Kirkjan í sögu landsins Að því er varðar það hvernig nú er að því farið að „segja kost og löst“ á langstærsta trúfélagi landsins, Rússnesku réttrúnað- arkirkjunni, skal hér tilfærður kafli úr grein ofangreinds emb- ættismanns: „Það væri rangt að neita því að réttrúnaðurinn hafði jákvæðu hlutverki að gegna í því að efla menningartengsl Rússlands við umheiminn, í þróun rússnesks ritmáls, húsagerðarlistar og myndlistar. Kirkjan hafði einnig hlutverki að gegna við myndun miðstýrðs ríkis og enginn efast um að fulltrúar hennar hafi lagt sig fram fyrir föðurland sitt.. Minnum a.m.k. á þá staðreynd að í stríðinu gegn nasistum rak kirkjan fyrir eigið fé orrustuflu- gvélasveit sem kennd var við Al- exandr Nevskí, og skriðdreka- sveit sem kennd var við Dmítrí Donskoj. Samt ber því ekki að gleyma að Rétttrúnaðarkirkjan barðist á sínum tíma gegn hugsanafrelsi á Rússlandi og tók þátt í að kúga miljónir þegna Rússneska keis- aradæmisins sem fylgdu öðrum kirkjudeildum eða voru ekki rússar. Kirkjan var ekki aðeins trúr þjónn ríkjandi stétta og keis- arans. heldur varð hún og meiri- háttar landeigandi og tók þátt í að arðræna alþýðu manna. Þetta segir sagan okkur, og það á ekki að laga hana að þörfum hvorki guðleysis né trúar.“ ÁB tók saman. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Þriöjudagur 23. lebrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.