Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Flugstöðin 241 miljón í viðbót Steingrímur Hermannsson: Amælisvert aðfyrrverandi utanríkisráðherra samþykkti viðbœtur ánþess að beraþœr undir Alþingi. Matthías A. Mathiesen segir Geir Hallgrímsson hafa samþykkt viðbœturnar Varaþingmenn Unnur Sólrún á þing Unnur Sólrún Bragadóttir tók sæti Hjörleifs Guttormssonar á þingi í gær, en hún er fyrsti vara- maður hans. Þá tók Vilhjálmur Egilsson sæti Pálma Jónssonar á þingi í gær. _Sáf Viðbótarkostnaður við flug- stöðina til að Ijúka henni að fullu hljóðar upp á 241 miljón. Þetta kom fram hjá utanríkisráð- herra í umræðu um umfram- kostnað vegna Flugstöðvarinnar á Alþingi í gær. Inni í þessu dæmi eru að sögn ráðherra nokkrir stórir kostnað- arliðir og tiltók hann sérstaklega tvo sem hann telur mjög brýnt að Ijúka sem fyrst, helst á þessu ári. Annarsvegar frágangur á hita- veitulögnum og hinsvegar að reisa útilistaverk sem samið hefur verið um við listamenn að gert verði á árinu. Sagði ráðherra að þær fjárveitingar, sern ætlaðar væru til flugstöðvarinnar í ár, myndu ekki nægja til þess en að hann hygðist leita leiða til að standa við samkomulagið við listamennina. Þá sagðist Steingrímur Her- mannsson ekki minnast þess að viðbæturnar við flugstöðina hefðu verið ræddar í ríkisstjórn- inni og endurtók að það væri ámælisvert að fyrrverandi utan- ríkisráðherrar skyldu á sínum tíma hafa samþykkt viðbætur við flugstöðina án þess að bera þær undir Alþingi. Matthías Á. Mathiesen sór af sér að hafa tekið ákvarðanir um viðbætur, sagði að þær hefðu all- ar verið teknar í tíð Geirs Hall- grímssonar sem utanríkisráð- herra. -Sáf Hafnarfjörður Ógnvænlegur sprengjufaraldur Piltur stórslasaðist þegar heimatilbúin sprengja sprakk inni í bílskúr. Lögreglan í Hafnarfirði gert55 slíkar sprengjur upptœkar. Ottastað tímasprengjur séu komnar í umferð Ungur piltur úr Hafnartirði liggur nú þungt haldinn á gjörgæsludeild, með mikla höf- uðáverka, fót- og handarbrotinn, eftir að sprengja sprakk sem hann var að útbúa ásamt þremur fclögum sínum í bílskúr í Hafnar- firði síðdegis á sunnudag. Annar piltur slasaðist einnig en hinir tveir sluppu án meiðsla. Piltarnir eru á aldrinum 12-17 ára. - Það verður að segjast að við höfum óttast að svona myndi fara. Ástandið hefur verið mjög alvarlegt og frá því á þrettánda- kvöldið síðasta er lögreglan búin að gera upptækar 55 heimatil- búnar sprengjur, stórhættuleg vopn eins og sýndi sig á sunnu- dag, sagði Olafur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði í samtali við Þjóðvilj- ann. Lögreglan hefur sent sprengj- urnar til skoðunar hjá Landhelg- isgæslunni sem hefur staðfest að hér sé um stórhættulega hluti að ræða. Sprengjurnar eru flestar rörbútar fylltir með púðri úr flug- eldum og blysum. Sprengingin á sunnudag varð þegar piltarnir voru að bora fyrir kveikjuþræði í einn rörbútinn. Lögreglan telur ástæðu til að óttast að einnig hafi verið framleiddar tímasprengjur en leifar einnar af sprengjunum sem fundist hafa benda til þess að hún hafi verið tengd tímastilli. - Fólk virðist ekki hafa áttað sig almennilega á hversu mikil hætta er hér á ferðum en við verð- um að hvetja foreldra til að fylgj- ast með því hvort börn þeirra eru með heimatilbúnar sprengjur í fórum sínum. Það verður að koma í veg fyrir frekari slys, sagði Ólafur. -íg- Ólafur Guðmundsson með sýnishorn af þeim heimatilbúnum sprengjum sem lögreglan hefur gert upptækar. Ríkisútvarpið Fréttamenn Auglýsingatekjur hrapa Auglýsingatekjur útvarpsins hafa minnkað um 43% síðan 1985 og sjónvarpsins um39%. Alþýðubandalagið leggur tilað nefnd verið kosin til að gera tillögur um eflingu R ÚV. Ber að gera R ÚV að sjálfseignarstofn un ? Auglýsingatekjur Ríkisút- varpsins hafa hrapað síðan nýju útvarpslögin tóku gildi og fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðv- ar fóru að bítast um auglýsing- arnar. Þannig hafa tekjur út- varpsins dregist saman um 43% á milli áranna 1985 og 1987 og tekj- ur sjónvarpsins af auglýsingum hafa dregist saman um 39% á sama tíma. Árið 1985 voru tekjur útvarps- ins af auglýsingum 366 miljónir króna á núvirði en í fyrra höfðu þær hrapað niður í 208 miljónir króna. Tekjur sjónvarpsins af auglýsingum árið 1985 voru 241 miljón króna á núvirði en í fyrra voru þær komnar niður í 148 milj- ónir króna. Tekjur af útvarpsgjaldi hafa hinsvegar aukist smávegis á milli þessara tveggja ára en voru tals- vert lægri árið 1986 en í fyrra og árið 1985. Útvarpið fékk 176 miljónir í tekjur af útvarpsgjaldi árið 1985, 163 miljónir árið 1986 og 212 miljónir í fyrra. Sjónvarp- ið hafði af sama gjaldi tekjur upp á 450 miljónir árið 1985,382 milj- ónir árið 1986 og 490 miljónir í fyrra. Allar tölur eru færðar til verðlags ársins í ár. Þessar upplýsingar er að finna í fylgiskjali með þingsályktunartil- lögu sem þingmenn Alþýðu- bandalagsins hafa lagt fram á Al- þingi um eflingu Ríkisútvarpsins. I tillögunni er lagt til að kosin verði níu manna nefnd til að gera tillögur fyrir næsta þing um eflingu RÚV. Á nefndin m.a. að kanna hvaða áhrif nýju útvarps- lögin hafa haft á starfsemi RÚV og hvernig tekjur og útgjöld hafa þróast á undanförnum árum. Þá á nefndin að kanna hvort rétt sé að gera RÚV að sjálfseignarstofnun með verulegu sjálfstæði um eigin fjárhag og rekstur. _Sáf Keflavík Manndráp og sjálfsvíg Sá hörmulegi atburður átti sér banaði síðan sjálfum sér eftir að stað í Keflavík aðfaranótt sunnu- hafa kallað lögreglu á vettvang. dags að ungur maður skaut konu Hjónin voru bæði 27 ára sína til bana með haglabyssu og gömul. Þau láta eftir sig tvö börn. Hindraðir í störfum Blaðamannafélagið hefur sent Jóni Sigurðssyni dómsmálaráð- herra bréf þar sem því er harð- lega mótmælt hvernig lögregluyf- irvöld hafa að undanförnu hind- rað fréttamenn í störfum. í bréfinu til ráðherra eru sér- staklega tilgreind atvik er urðu á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu þegar Ijósmyndari dagblaðs var handtekinn þegar hann tók mynd af farmi flutningavélar sem kom til landsins á vegum hersins og einnig vinnubrögð lögreglu er Paul Watson var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í sl. mánuði. Blaðamannafélagið krefst þess að starfsréttindi blaða- og frétta- manna séu virt og slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Þá fer félagið fram á að fréttamönnum verði tryggður eðlilegur aðgangur að móttökusal nýju flugstöðvarinn- ar. -Sáf. Þriðjudagur 23. febrúar 1988 'ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.