Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 7
LANDSBYGGÐIN r Bestu vinjum hálendisins er drekkt undir víðáttumiklum vötnum og orkan seld erlendum auðfélögum fyrir spottprís, segir Eyvindur. Eyvindur Erlendsson: Um landeyðinqu, bændur og sauðkindur Sé land ofbitið eða ofeytt erþar ekki sauðkindin ein að verki Fyrir nokkru var þess getið hér í blaðinu að í nýlegum Útverði, blaði Samtaka um jafnrétti milli landshluta, hefðu birst tvær greinar eftir Eyvind Erlendsson. Við gátum ekki stillt okkur um að ræna annarri greininni til birting- ar hér í blaðinu. Nú er það al- kunna, að komist menn átölu- laust upp með eitthvað, illt sem gott, þá hættir þeim gjarna til að færa sig upp á skaftið. í samræmi við það látum við nú slag standa og birtum hér einnig síðari grein Eyvindar. Enginn þarf að ætla að allir séu sammála Eyvindi en það gerir skoðun hans hvorki verri né betri, réttari né rangari. Og tekur hann svo við: Því hefur verið haldið fram, að íslenskir bændur séu að eyða landið. Þetta er ekki rétt. Því hef- ur verið haldið fram að sauðfé sé of margt. Það kann að vera rétt, þó hefur það aldrei verið sannað. En sé grasið ofbitið eða ofeytt þá er þar ekki sauðkindin ein að verki heldur allir grasbítar, sauðfé, hross, hreindýr, gæs, álft og fólk. Minnst af grasinu fellur þó fyrir biti. Það er troðið niður af fólksumferð, tryllitækjum túr- ista og þungavinnuvélum virkj- anamanna og því er drekkt undir víðáttumiklum vötnum, bestu vinjum hálendisins, í nafni fram- faranna og til dýrðar hinum mikia guði nútímans - tækniframförun- um. Að síðustu er svo gróður- lendi kæft undir steinsteypu og malbiki hinna sístækkandi borga og bæja, sem ævinlega myndast á þeim stöðum helst, sem veðurfar og þar með landkostir eru bestir. Eg ætla hér að sýna fram á, að það eru ekki bændur og ekki sauðkindur, sem eyða landið. Það eru borgirnar, sem reka blindan hernað gegn landinu, án þess að vita hvað þær eru að gera. Enda hafa borgir ekki neina með- vitund sem slíkar. Vöxtur þeirra, sem öll hegðan, er rekinn áfram af markaðs- og samkeppnislög- málum, sem enginn mannlegur máttur virðist ráða við. Guð ekki heldur. Líkt og fjandinn hafi sloppið og leikið um veröldina lausum hala. Ekki bændurnir í Grímsnesinu Hér fyrr á öldinni trúðu menn því staðfastlega að öllum vanda mannkynsins væri hægt að „redda“, einungis ef menn tækju sig til. Þeir fundu upp efnafræði- legan áburð og dembdu á jörð- ina, þeir fundu sáðtegundir, sem gáfu tífalda uppskeru, þeir fundu upp DDT og dengdu því í tunnu- vís í Sogið þegar Steingrímsstöð var byggð og voru nú heldur bet- ur roggnir. Gátu unnið hlífalaust á þessu fræga yfirráðasvæði mý- vargsins, þar sem áður hafði orð- ið að geyma kýrnar í dimmum fjósum um hásumardaginn. Þeir fengu offramleiðslu á rafmagni, sem nú er seld erlendum auðfé- lögum á spottprfs, niðurgreidd af hinum almenna íslenska not- anda, en tókst að drepa fiskisæl- asta straumvatn landsins í eitt skipti fyrir öll. Þar voru ekki bændur í Grímsnesinu að verki heldur stjórnmálamenn, verk- fræðingar og viðskiptaséní, sem ekki þóttust þurfa búandkarla ráð. Skuggahliðar upp- skeruaukningarinnar Allir vita hvernig fór með „undralausnir uppskeruaukning- arinnar", áburðargjöf og sáð hinnar tíföldu uppskeru. Hvort- tveggja saug upp snefilefni mold- arinnar og drap stór landsvæði um alla Afríku og Ameríku með undraskjótum hætti. Hin gullnu kornræktarhéruð Saskatsewan í Kanada eru nú sem óðast að tapa öllum gróðurmætti og sem ég flaut þar yfir í hitteðfyrra, sá ég með eigin augum svarta sandflák- ana teygja anga sína vítt og breitt um þessi fyrrum frjóu héruð, í miðri byggð. Af kornræktinni í Sasktsewan kemur fóðrið í kjúkl- ingana, sem nú er í tísku að eta í íslenskum borgum. Kanadísk landeyðing, greidd m.a. af ís- lenskum klúklingaætum og niðurgreidd af kanadískum stjórnvöldum. Við látum okkur ekki nægja að eta upp eigið land, við stefnum á útflutninglandeyðingarinnar. Og þar eru ekki bændur að verki, það er hið endurtekna falsráð allra þeirra, sem halda viðskipta- vélinni gangandi: stjórnmála- manna, fjármálafanta, hagspek- inga og athafnajöfra, að öllum vanda megi mæta og á honum sigrast með þenslu, með fram- leiðniaukningu, auknum hag- vexti, auknu afköstum, aukinni vélvæðingu, aukinni orkunotk- un, með sjálfvirkni og öðrum djöfullegum galdri. Á þessu telja menn sig auðgast, en afleiðingum jarðvöðulsháttarins tekur jörðin. Hún eyðist. Þar verður ekki bændum um kennt. Þeir hafa ekki hvatt til þessara óláta. Þeir hafa verið píndir til þátttöku í þeim. Enn síður þýðir að gera hina skynlausu skepnu, sauð- kindina, að blóraböggli. Græðgi neyslusamfélagsins er hér að verki. Græðgi gróðadýrkunar og glansmyndalífs borganna er hér að verki. „Hvað hefur þú gert...?“ Og þegar menn úr borgum æpa að bændum að þeir séu að eyða landið þá ættu bændur að spyrja: „Hvað hefur þú gert við landið, sem þú býrð á sjálfur, heima í þinni eigin byggð? Maður, líttu þér nær. Þú hefur hlammað ofan á það steinsteypu, þú hefur smurt yfir það malbiki og þú hefur mok- að því út í sjó. Og þegar þú ert búinn að skapa algera landauðn hjá sjálfum þér þá heimtarðu og ég hafi tilbúið gróðursælt land handa þér að spóka þig á á sumar- dögum. Þá ertu allt í einu ölvaður af ást á þessu landi, sem þú hefur ekki fram að þessu viljað skít- nýta, en fyrirlitið allt, sem þar lífsanda dregur. Eitt er víst: Útrýming bænda og sauðfjár mun ekki stöðva landeyðinguna. Jafnskjótt og borgarbúum hefur tekist að ryðja sauðkindinni burt, munu þeir: reka sporthesta sína út á landið. Þeir hafa nú þegar margar bestu grasjarðir Suðurlandsins undir og bíða í ofvæni eftir lagi til að reka sístækkandi stóð sitt upp á heiðarnar líka. Og jafnskjótt því sem bændur víkja af kjarr- og sil- ungaveiðijörðum, sem einu sinni voru við Sog, áður en orku- og gróðurhungur borgarbúans fylltu ána af undraefninu DDT, þá streyma borgarbúar einnig þang- að og til hvers? Til að byggja borgir einnig þar. Mér er sagt að í sumarhúsaborgum Suðurlands- ins búi stundum fleira fólk en sem nemur fjölda allra Árnesinga samanlagt. Síðan byggjast fleiri og fleiri heils árs hús í þessum borgum. Akvegir um þær verða breikkaðir (ásýslunnar kostnað). Verslunarstell verða byggð... ví- deóleigur. Síðan kemur malbik. En um atkvæðisrétt trjánna verð- ur ekki spurt, frekar en fyrri dag- inn. ee/mhg (Millifyrirsagnir eru blaðsins). Loðdýr Búunum fjölgar I byrjun s.l. árs munu um 220 loðdýrabú hafa verið starfandi á landinu. Síðan munu um 60 bú hafa bæst við svo að nú ættu þau að vera orðin fast að þremur hundruðum. Einhverjir munu raunar hafa lagt niður loðdýr- abúskap og er það þó hægara um að tala en í að komast. Á síðasta sölutímabili voru seld um 75 þús. refaskinn og um 40 þús. minkaskinn. Talið er að verðmæti refaskinnanna hafi numið nálægt 142 milj. kr. en minkaskinnanna um 68 milj. eða alls um 210 milj. kr. Töluverðir erfiðleikar hafa steðjað að refaræktinni. Verð- lækkun hefur orðið á skinnum og veldur þar ekki hvað síst um doll- araverðfallið. Af þeim ástæðum halla menn sér nú meir en áður að minkaræktinni. Auðvitað má alltaf búast við sveiflum á skinna- verðinu og líklega er því skynsamlegast, á þessu sviði sem öðrum, að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. -mhg Grænmeti Vaxandi framleiðsla Á síðasta ári var grænmetis- framleiðsla okkar meiri en mörg undanfarin ár. Má segja að hún hafi farið jafnt og þétt vaxandi allan yflrstandandi áratug. Ef teknar eru sex helstu græn- metistegundirnar og framleiðsla á þeim borin samah við fram- leiðsluna 1981 þá lítur sá saman- burður þahnig út - talan frá 1981 í svigum: Tómatár f40 lestir, (520). Gúrkur 510 lestir (395). Blómkál 140 lestir, (125). Hvít- kál 330 lestir, (344). Gulrætur 2201estir, (116). Paprika 115 lest- ir (22). Þrátt fyrir tiltölulega öra fram- leiðsluaukningu er enginn bil- bugur á garðyrkjubændum svo sem sjá má á því, að á s.l. ári voru byggðir um 7000 ferm. af gróður- húsum. Ef svo fer fram sem horfir má búast við álíka mikilli viðbót í ár. -mhg Þriðjudagur 23. febrúar 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.