Þjóðviljinn - 07.05.1988, Síða 5

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Síða 5
Ríkisstjórnin er komin í vandrœði og villfara að kippa úr sambandi, - enda segir málgagn Alþýðuflokksins að einhverjir hafi misst sjónar afalmenningi Þessar vikur er einsog samfé- lagið sitji á biðstofu. Það skýrist á sinn hátt af árstíðinni; það er komið vor samkvæmt almanak- inu en ekki samkvæmt reyndinni, og menn bíða soldið óþreyjufull- ir, bæði bændur og maiarbúar. Hjá íþróttamönnum og sófasport- istum er líka biðtími: vetrar- íþróttir að syngja út en ekkert byrjað að sparka ennþá í fyrstu deildinni. Og það er biðtími í stjórnmálum iandsins. Sá er samt munurinn að við vit- um að vorið kemur, bæði grænt og hlýtt, og það þarf minnst kjarnorkustyrjöld til að koma í veg fyrir að boltinn rúlli. En eng- inn veit hvað biðin á að standa Iengi við landstjórnina. Virðisauki, ekki virðingarauki Forystumenn stjórnarflokk- anna hafa ákveðið að senda þing- ið snemma heim, og hafa þó í allan vetur haft uppi sífellt stærri orð um öll þau mikilvægu þjóð- þrifamál sem hinir kjörnu fulltrú- ar okkar áttu að setjast um á rök- stóla. Sá tilbúnaður allur er eiginlega kominn niðrí ekki neitt, og það er einkar dæmigert að þau þunga- viktarmál sem á að pressa gegn- um þingið nú á næstu dögum hafa ekki verið kláruð þegar þau eru kynnt þinginu og þjóðinni. Kaupleigufrumvarpið á að sam- þykkja til að Jóhanna sitji ekki algerlega slypp og snauð í hægri- stjórninni, -en málið á síðan að fara beint í nefnd sem athugar húsnæðismálin í heild sinni. Þannig að það sem þingmenn eru að samþykkja fyrir Jóhönnu er í rauninni fyrst og fremst nafnið, -kaupleiga-, til að kratarnir geti notað það í áróður. Hvert inni- haldið er, -það veit enginn enn. Og eiginlega er svipað ástatt um annað stórmál, virðisauka- frumvarpið. Það eiga þingmenn veskú að samþykkja, og síðan fer það í nefnd sem í sitja stjórnar- þingmenn og embættismenn og fylia þar uppf eyðurnar. Saga þessa virðisaukafrum- varps sýnist ekki ætla að verða þinginu til virðingarauka. Hér er veigamikil breyting á ferðinni, breyting sem kemur við öllum að- ilum samfélagsins, einstaklingum og fjölskyldum, fyrirtækjum og stofnunum, byggðarlögum og atvinnugreinum. Þegar slíkar breytingar eru áætlaðar er mikil- vægt að öllum þessum aðilum gefist færi á að hafa áhrif, að þeir fái ráðrúm til að kynna sér málið, tíma til að athuga hversu það kemur við hvern og einn, vett- vang til umræðu og skoðana- myndunar. Það hlýtur að vera skylda stjórnmálamanna og við- komandi embættismanna að reyna að ná sem allra breiðastri samstöðu um stórbreytingar eins- og þessa, þó ekki nema vegna þess að annars er hætt við að framkvæmdin verði brösótt. Bjór og bílnúmer Maður skyldi líka halda, svona fyrirfram, að breytingar á borð við virðisaukaskatt væru fram- burðarmönnum sínum metnað- armál, að þeir beinlínis sæktust eftir því að sækja sitt stórmál og verja til að sýna frammá hvað þeir séu klárir, -að hvata- mönnum stórbreytinga einsog virðisaukaskattsins væri í mun að skrifa þær sem stærstum stöfum debet-megin í pólitískt bókhald sitt. En því miður. Jón Baldvin Hannibalsson og félagar hans kasta frumvarpinu inná þingið rétt í jrann mund að það á að fara að veita því nábjargirnar. Þar lendir virðisaukinn í þröngu sam- býli við helstu áhugamál okkar allra, bjór og bflnúmer, og það var síðast af því að frétta að hin virðulega efri deild alþingis sam- þykkti það til neðri deildar um miðnæturbil í miðjum þeim hefð- bundnu annavikum þingsins sem enda með því að hinir þjóðkjörnu eru orðnir delerandi af þreytu og vita varla lengur hvað snýr upp og hvað niður á deildum, frumvörp- um og kjósendum. Fjörutíu bírókratar En þegar nánar er að gáð sjást auðvitað ástæður fyrir glæsilausri málafylgju kringum virðis- aukann. Ráðherrar og fylgi- sveinar þeirra eru ekkert æstir í að þurfa að segja þjóðinni að með virðisaukanum sé verið að festa í sessi til frambúðar þann matarskatt sem síðan um áramót hefur haldið ríkisstjórninni í minnihluta meðal almennings. Það er líka eðlilegt að þeir í ríkisstjórninni gerist málóðir um það að skattabylting þeirra hækk- ar verð á húsnæði, kemur verst við barnmargar fjölskyldur og fá- tækt fólk, að virðisaukinn sýnist munu leggjast einsog hrægamm- ur á menningarlíf í landinu, að sama skattprósentan á að gilda um alla vöru og alla þjónustu. En það er talið alveg ófrávíkjanlegt mál af tæknilegum ástæðum, -og ekkert gert með hina og þessa skattstiga í virðisaukakerfum annarra Evrópulanda. Það þarf líka ekkert að furða sig á því þótt það fagnaðarerindi liggi heldur í láginni sem gerir ráð fyrir að framteljendum fjölgi um lítil 14 þúsund frá söluskatti til virðisauka. Eða vissu menn að þegar nýja kerfið er tekið upp þarf að ráða tugi bírókrata, -sumir segja 30, aðrir 40, enn aðrir 50-, til að skoða skýrslur, slá inn á tölvur, reikna út og skiptast á pappírum. Það er ekki farin fjölmiðlaher- ferð fyrir frumvarpi sem -í enn eitt skiptið- krefst þess að þeir sem i Ráðstafanabið En það er beðið eftir fleiru í stjórnarráðinu en að þingmeiri- hlutinn samþykki frumvarpið um virðisaukann og þarmeð fyrir- fram ákvarðanir þingmannanna og embættismannanna í virðis- aukaskattsútfærslunefndinni. Ríkisstjórnin bíður eftir að þingið fari í frí. Róm hefur brunnið frá því um áramót, og stjórnin ætlar að fara að reyna að gera eitthvað í málunum, en henni finnst lýðræðið tefja fyrir sér. Það er nefnilega óvíst að hún hafi stuðning í eigin röðum við ráðstafanirnar sem þessa daga er verið að koma sér saman um í ráðuneytunum. Það vill svo heppilega til að í íslensku stjórnkerfi er lýðræðið með kló, -það er hægt að taka það úr sambandi, og það er með- al annars gert með því að senda þingið í frí. Þá þarf ekki að rök- ræða við stjórnarandstöðu. Þá þarf ekki að afla stuðnings í eigin þingflokkum. Arfur aldanna Það er stórfurðulegt að þing- menn skuli láta sig hafa það þing eftir þing að ríkisstjórnin skelli þeim með þessum sama hælkrók. Við höfum kosið þetta fólk til að vinna ákveðin verk, og við höfum látið það fá laun til þess arna, og það er engin frekja að spyrja af hverju þingmenn sætta sig við að verasendir í sumarfrí í heila fimm mánuði. Kannski er skýringin sú að hér sé verið að halda í þjóð- lega hefð; en mætti þá benda hæstvirtum þingmönnum á að þeirgætu hjálpað ríkisstjórn með lýðræðisflensu á enn hefðbundn- ari og þjóðlegri hátt, -fyrstu þingin stóðu aðeins nokkrar vik- ur yfir hásumarið, og aðeins ann- að hvert ár. Alþýðuflokksgetraun Alþýðuflokksmenn eru ekki mjög upplitsdjarfir þessar vik- urnar, en þess sjást þó ýmis merki að aðrir en ráðherrar eru að hugsa sitthvað og ekki allltaf jafnfallegt. í því tilefni I úkum vér þessu spjalli með þjóðlegri get- raun. í eldhúsdagsumræðunum um daginn var Kjartan Jóhannsson í hjartanlega stuðinu og sagði meðal annars: „Hinu mega menn ekki gleyma að viðskiptahalli og staða atvinnugreina eru ekki einu mælikvarðarnir á hvernig til tekst í landstjórninni og hver viðfangs- efnin eru. Við eigum líka að spyrja: Hvernig hefur tekist til um réttlæti í tekjuskiptingu? Hvernig höfum við séð fyrir heilbrigðisþjónustu? Hvernig höfum við sinnt nauðsyn ungs fólks til þess að komast yfir við- unandi húsnæði? Hvernig býr skólakerfið börnin undir lífið? Og hvernig kemur þjóðfélagið til móts við þarfir nútímafjölskyld- unnar? Mitt svar er að því fer víðs fjarri að okkur hafi tekist að mæta þessum verkefnum með viðunandi hætti.“ Hér er greinilega krati í stjórn- arandstöðu, og Alþýðublaðinu finnst ræðan svo góð að það leggur undir hana leiðara. Þar segir meðal annars, og takiði nú vel eftir: „Það er einnig mikilvægt að stjórnmálamenn tali sem skýrast og sýni í verki og orðum að þeir skilji þarfir umbjóðenda sinna, en drekki þeim ekki í sérhæfðu tungumáli, eins og hagfræðihug- tökum og embættismannamáli. Einn stærsti þáttur þess að virð- ing Alþingis virðist fara þverr- andi, er eflaust sá, að stjórnmála- mennirnir hafa fjarlægst fólkið. Fjarlægst alþýðuna í tungutaki, í umboðsstörfum, í hugsunar- hætti. Það er hættulegt. Stjórnmálamenn mega aldrei missa sjónar af almenningi." Spurningin er: Við hvaða Jón er Alþýðublaðið að tala? Svaraðu strax. í verðlaun er aprílheftið af Hagtölum mánað- arins frá Hagfræðideild Seðla- banka íslands. Mörður Árnason Laugardagur 7. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.