Þjóðviljinn - 07.05.1988, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Qupperneq 8
Örn Þorsteinsson: Þetta er alveg óþrjótandi leit að einhverju sem maður veit ekki hvað er. Myndlist Að fást við formin Örn Þorsteinsson: írauninni tek ég að mér að dragafram í dagsljósið myndir faldar í ákveðnu efni í gær opnaði Örn Þorsteinsson myndlistarmaður skúlptúrsýn- ingu í Gallerí Grjót, Skólavörðu- stíg 4a. Örn er einn af stofnendum gallerísins, fæddur í Reykjavík 1948. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann á árunum 1966-71, og við Listahá- skólann í Stokkhólmi 1971-72. Verk eftir hann eru í eigu helstu listasafna landsins, og eins hefur hann myndskreytt nokkrar opin- berar byggingar, nú síðast stóran vegg í Grensáslaug Borgarspítal- ans. 1982 hófst samstarf Arnar og Thors Vilhjálmssonar, og hafa þeir unnið saman að nokkrum verkum, til dæmis bókinni Ljóð Mynd, og verkinu Spor í Spori, sem er 18 síður Ijóða og 18 mynda, (sýnt í Norræna húsinu 1986). Heima hjá Erni nokkrum dögum fyrir sýningu er alit undir- lagt af skúlptúrum. Ekki bara í vinnustofunni, heldur hafa þeir ruðst fram á ganginn, sumir til- búnir fyrir flutninginn í galleríið, aðrir svona þar um bil. Það eru skúlptúrar í öllum stærðum og gerðum, úr áli og járni, grágrýti og einhverju dularfullu efni sem lítur út einsog sjaldgæf steinteg- und en reynist vera hulið frauð- plast. - Þau verk sem ég hef mótað í plast og ætia að sýna í Gallerí Grjót, lít ég á sem frum- myndir sem eru tilbúnar í málms- teypu, - segir Örn. - Ég hef fengist við ýmis form, og unnið í mörg mismunandi efni. Til dæmis grágrýti, með því er hægt að fá fram ýmsa tóna og blæbrigði, það er mjög misjafnt þó það heiti allt saman grágrýti. En þetta á reyndar við um flest efni, til að mynda álið, sem ég hef mikið dálæti á. Er það eitthvað sérstakt sem þú leitar eftir í þessum mismunandi efnum? - Ég finn hjá mér sterka þörf og löngun að kynnast og ná sam- bandi við hin ýmsu efni. í raun- inni tek ég að mér að draga fram í dagsljósið myndir sem eru faldar í ákveðnu efni. Ég er alltaf að fást við formin. Leika mér að þeim, reyna eitthvað nýtt, leita að nýj- um leiðum. Það hafa verið ýmis tímabil, í kringum 1980 hófst til dæmis ákveðið skeið, þá teiknaði ég óskaplegan fjölda af mjög litl- um myndum, sem ég kalla þús- und mynda safn, þó þær séu orðnar miklu fleiri en þúsund. Þá afmarkaði ég stærðina fyrirfram og teiknaði svo myndina innan þess ramma. Þetta er eins konar myndietur og hugmyndabanki. Eins hef ég líka eytt löngum tíma í að móta í vax, sat í eldhúsinu dag eftir dag og mótaði pínulitla hluti í kertavax. Svo komst ég í sam- band við gullsmiði hér í bænum og steypti þessa hiuti í silfur, og kynntist þá þessum sérkennilega heimi sem er guli og silfurheimur í borginni. - Eftir þessa þröngu skilmála sem ég setti mér með litlu hlut- ina, að þeir mættu ekki vera stærri en var fyrirfram ákveðið, fékk ég svo sterka löngun til að vinna með stóra hluti. Ekki þann- ig að ég vilji stækka þessa litlu hluti sem ég hef verið að gera, en ég er með mýgrút af hugmyndum sem ég vildi geta framkvæmt. Ég vildi reyna eitthvað annað. Fást við stærri form. Og stærri en það sem ég hef verið að gera undan- farið, þó það geti orðið erfitt að koma því við, því stærðinni fylgir aukinn kostnaður. Mér var sagt að þú œttir fertugs- afmœli einmitt um þetta leyti. Er þetta afmœlissýning á einhvern hátt? Ertu ekki búinn að ná ákveðnum þroska sem fertugur listamaður og kannski kominn að einhverjum tímamótum? 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. maí 1988 - Ég er að vísu nýbúinn að eiga afmæli, en það er eiginlega tilvilj- un að sýningin er á þessum tíma. Þetta er engin afmælissýning. En fertugt er góður aldur, og mér finnst ég auðvitað vera á besta aldri núna. Aldurinn skiptir máli fyrir þroska manns, og fyrir þessa leit sem listsköpun er, en það hlýtur þá fyrst og fremst að vera sá tími sem maður hefur haft til að sinna henni. Því þetta er alveg óþrjótandi ieit að einhverju sem maður veit ekki hvað er, og ég hef aldrei verið spenntari í þeirri leit en einmitt núna. Er eitthvað sérstakt þema ráð- andi í því sem þú œtlar að sýna núna? - Nei. Þessi sýning á að gefa einhverja mynd af þvi sem ég hef verið að vinna að undanfarin 3 ár. Ég hef fundið þessar myndir með því að vinna mig inn í ákveðinn massa eða efni, og veit ekki enn- þá hvernig ég kem til með að raða hlutunum niður. Ég er búinn að taka til þau verk sem koma til greina á sýninguna, en ég geri mér grein fyrir því að það verður erfitt að koma henni saman í þessu þrönga en fallega húsnæði. Ég verð að sjá hvað passar og hvað ekki, og það verður bara að ráðast hvernig það fer þegar ég er kominn með verkin á staðinn. Það er í rauninni verk út af fyrir sig að koma þessum ólfku hlutum saman í sýningu. Eitthvað sem þérfinnst við hafa gleymt að minnast á? - Það væri þá ekki nema ábyrgðarleysi, sinnuleysi og heimsku opinberra aðila. Það er eins og stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir því hvar á að ná fram styrk og þrótti fyrir þessa þjóð. Það ríkir hér stríðsástand þar sem íslensk menning á í vök að verjast gegn erlendum áhrifum, það er í rauninni verið að grafa undan allri þjóðinni. Má líkja þessu við að það standi stríðsmenn með al- væpni inni í stofu hjá allri þjóð- inni. Það er eins og stjórnvöld hafi ekki skilning á því að einmitt með því að styðja við íslenska tungu og listir væri hægt að snúa vörn í sókn. - En það er ekki nema á hátíð- is og tyllidögum að það þykir sjálfsagt að leita til Iistamanna. Óg þá eiga þeir að standa eins og hverjar aðrar strengbrúður, til taks fyrir embættismenn, annað hvort hér heima eða erlendis. - Það væri ekki til betri fjárfesting fyrir þjóðina en að tífalda fram- lög til lista. Slík fjárveiting væri fljót að skila sér og yrði ein alls- herjar vítamínsprauta fyrir allt þjóðfélagið. Við erum þannig staðsett, svona útá miðjum sjó, að mér finnst vera augljóst að það væru sérstaklega góðar aðstæður hér til að stunda listir ef aðbúnað- ur til þess væri ekki alveg afleitur. Ég held að hann hafi aldrei verið verri í sögu landsins. - Það virðist vera stefnt að því leynt og ljóst að listsköpun verði tómstundagaman og fari fram í frístundum. Og það þó allir viti að til að ná árangri verður fólk að hafa allan sinn tíma til að sinna sinni listsköpun. - En svo má líka minnast á það sem vel er gert. Ég fagna þessu nýja fallega safni sem er búið að opna þarna við Tjörn- ina. Listasafni íslands. Sýning Arnar í Gallerí Grjót stendur til 19. maí. Galleríið er opið alla virka daga kl. 12:00- 18:00, og kl. 14:00-18:00 um helgar. LG Móðir okkar Sigríður Gísladóttir Esjubergi Kjalarnesi verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. maí kl. 15. Jarðsett verður í Mosfellskirkjugarði. Árni Snorrason Oddný Snorradóttir Gísli Snorrason Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Karl Gunnarsson fyrrv. bóndi, Hofteigi, Jökuldal Eyjabakka 30, Reykjavík verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. maí kl. 10.30. Guðrún Stefánsdóttir Gunnar Karlsson Björg Karlsdóttir Guðlaug Bergþóra Karlsdóttir Ragnheiður Karlsdóttir tengdabörn og barnabörn Stefán Karlsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.