Þjóðviljinn - 07.05.1988, Side 12

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Side 12
MINNING Ragnar Sigurðsson Sparisjóðsstjóri Neskaupstað F. 27. 1. 1930 - D. 29. 4. 1988 Þann 29. apríl s.l. lézt vinur minn og margra ára samstarfs- maður, Ragnar Sigurðsson, spar- isjóðsforstjóri í Neskaupstað. Ragnar var aðeins 58 ára, þegar hann lézt. Lát Ragnars kom mér ekki alveg á óvart, en þegar ég frétti af alvarlegum veikindum hans fyrir nokkrum mánuðum, hnykkti mér við. Það voru alvar- legar fréttir, sem tók mig nokk- urn tíma að trúa. Þegar þannig tíðindi ber skyndilega að, verður manni orð- vant og þá segir maður gjarnan, já, svona er lífið, sumir deyja langt um aldur fram. Ragnar Sigurðsson var einn af mörgum ágætis samstarfsmönn- um mínum í Neskaupstað. Hann var að vísu nokkru yngri en ég og þeir félagar mínir frá Neskaup- stað sem mest hafa verið nefndir til sögu sósíalistanna í Neskaup- stað. Við félagarnir, sem hófum baráttuna, vorum all-margir og vel samhentir. Okkur gekk sæmi- lega, enda í mörgu að snúast fyrstu árin. En gæfa okkar sósíal- istanna í Neskaupstað var ekki sízt fólgin í því, að margir og vaskir ungir menn, sem á eftir komu, menn sem með okkur unnu og við tóku, reyndust traustir menn og trúverðugir. Einn í þeim hópi var Ragnar Sig- urðsson. Ég man fyrst eftir Ragnari sem fulltíða manni, þegar hann réðist sem loftskeytamaður á annan ný- sköpunartogara Norðfirðinga. Þar stóð Ragnar sig með prýði og sýndi strax hugkvæmni og hæfi- leika til að koma hlutum fyrir á hagkvæman hátt. Lengst af var Ragnar hafnar- stjóri í Neskaupstað. Þar tók hann við einu þýðingarmesta og erfiðasta verkefni, sem við þurft- um við að glíma. Höfnin var erfið og ekki hægt um vik með nýjar framkvæmdir. Þörfin á betri hafnaraðstöðu var hinsvegar mikil. Ragnar á mestan heiður allra okkar félaga af hafnargerðinni inni við Vindheim. Og hann á í rauninni allan heiðurinn af smá- bátahöfninni, sem þar var gerð og mesta athygli hefir vakið margra aðkomumanna. Það var Ragnar sem átti hug- myndina að því, að höfnin þarna inn frá var gerð á þurru landi og allt efnið mokað upp úr hafnar- stæðinu á þann hátt að vinnuvélar og bflar unnu á þurru landi 6 metrum undir sjávarmáli. Þegar höfnin síðan var fullgerð í því formi sem hún er, var síðan sjónum hleypt inn í höfnina. Lík- iega er þessi höfn okkar fyrir botni fjarðarins sú eina á landinu, sem gerð hefir verið með þessum hætti. Síðustu árin tók Ragnar svo við forstjórn Sparisjóðs Norðfjarð- ar. Ég held það sé samdómaálit, ekki aðeins heimamanna, heldur allra sem með hafa haft að gera, að Ragnar hafi þar staðið sig með miklum ágætum. Ragnar hafði mikil afskipti af bæjarmálum í Neskaupstað. Hann var lengi vara-fulltrúi minn í bæjarstjórn og mætti þar á yfir 100 bæjar- stjórnarfundum. Ragnar var hollráður og athug- ull vel. Hann var einn af þeim, sem ég hafði mikið samband við, um það sem var að gerast í bæn- um, og um það sem gera þurfti. Okkar góða samband var mér dýrmætt, þegar ég varð að vera langtímum fjarstaddur úr bæn- um. Nú er Ragnar vinur minn fall- inn frá. Þar verður skarð fyrir skildi. Ósjálfrátt leitar þá hugur- inn til Stínu, til Kristínar Lund- berg eiginkonu Ragnars. Þau Ragnar og Stína voru jafnan nefnd saman, af mér og minni konu þegar um annað þeirra var talað. Þannig voru þau tengd okkur, bæði sem vinir okkar og félagar. Stína var Ragnari mikil stoð, en Stína var líka og er enn, ein af okkar úrvalsstuðnings- og barátt- ukonum í Neskaupstað. Mér verður líka hugsað til Sig- urðar Hinrikssonar og Kristrúnar Helgadóttur, foreldra Ragnars, þessa trölltrygga afbragðs fólks, sem í mínum huga eru fulltrúar okkar gömlu og góðu Norðfirð- inga. Við Fjóla vottum Stínu, Sig- urði og Kristrúnu og öllum vand- amönnum, okkar dýpstu samúð við fráfall okkar góða vinar og félaga Ragnars Sigurðssonar. Lúðvík Jósepsson Það dregur dimma skugga yfir dagana vorlanga og bjarta þegar dánarklukkan glymur. Kvaddur er hinztu kveðju hug- umprúður drengur og frábær fé- lagi. Svo alltof fljótt urðu leiðarlok. Orð megna svo ósköp lítils á slíkum stundum, en ekki get ég látið hjá líða að senda örfá kveðju- og þakkarorð. Ég kynntist þessum bjartleita og drengilega félaga fyrst og síð- ast í gegnum þjóðmálaafskipti, þar sem hann var hinn vökuli fylgismaður verðugrar hugsjónar og lagði hvarvetna gott til mála, athugull og greindur vel með gnótt af hlýju hjartans. Ég mat hans mikils sem félaga, sem mann og orð mín fá og fátækleg eru skrifuð í þökk fyrir þau kynni. Aðrir munu gera æviþáttum verðug skil, greina frá störfum hans góðum og miklum, unnum af samvizkusemi með því von- glaða hugarfari, sem einkenndi alla hans lífsgöngu. Að sjálfsögðu var jafn traustur og vel verki búinn maður valinn til trúnaðar af þeirri vösku og baráttuglöðu sveit sósíalista í Neskaupstað, sem þar hefur um áratugi gert garðinn frægan. Þar er hlutur Ragnars gegn og góður. En þessum geðþekka dreng treystu allir til góðra verka, vitandi það að hvergi fór hann í flokkadrætti né manngreinarálit. Þó var hann ekki í auðveldu starfi hin síðari ár, þar sem ekki var við öllum hægt að brosa og bara segja já, en almannarómur í Neskaup- stað sagði ótvírætt, að þar hefði hann þrætt hinn gullna meðalveg og gert ævinlega allt, sem unnt var. Áhugamál átti Ragnar ófá, enda hugur frjór og fjöldi góðra mála, sem ævinlega eru til reiðu, ef vilji er fyrir hendi. Hann var t.d. hestamaðuraf lífi og sálíþess orðs beztu merkingu og naut þess að vera sem knapi á hestbaki kóngur um stund, og útiveran lokkaði ætíð og seiddi. Ég vildi gjarnan mega meira segja, en varast skyldi að mæra þann svo mjög, sem af hógværð og hjartans lítillæti gekk um göt- ur og greiddi öðrum veg sem allra bezt. Austfirzkir sósíalistar sakna framúrskarandi félaga og ég færi honum alúðarþakkir fyrir öll okkar ágætu kynni. Skuggans tjöld eru uppi og ein- lægur tregi fer um hug, en von- djarfur vinur hefði viljað, að horft væri til framtíðar inn í birt- una, ylinn og austfirzka sól- skinið. Ég færi Kristínu, börnum hans og öðrum, er um sárt eiga að binda einlægar samúðarkveðjur. Megi vættir allar verða þeim mis- kunnsamar. Ragnar Stefánsson kveð ég með hlýrri þökk þar sem muna- björt minning ríkir efst og æðst. Blessuð sé sú minning. Helgi Seljan Vinur minn Ragnar Sigurðsson í Neskaupstað er látinn. Á ör- fáum mánuðum tók dauðinn hann í greipar sínar aðeins 58 ára gamlan. Hann er horfinn burt frá Stínu sinni og uppkomnum börn- um og barnabörnum þeirra, svo og öldnum foreldrum. Samfé- lagið í Neskaupstað stendur fá- tækara eftir og hefur misst einn sinna bestu liðsmanna. Ábyrgðarstörf Ragnas voru mörg í byggðarlaginu eftir að hann hætti sem loftskeytamaður á norðfirskum togurum. Hæst ber þar störf hans sem hafnar- stjóra 1958-1979 og síðan spari- sjóðsstjóra við Sparisjóð Norð- fjarðar. Sem hafnarstjóri vann hann oft við erfiðar aðstæður, fjárhagur hafnarinnar þröngur en framkvæmdaþörfin mikil. Iþessu starfi stjórnaði hann hins vegar stórvirkjum á okkar mælikvarða: Byggingu nýrrar dráttarbrautar, bæjarbryggju og síðast nýju hafn- arinnar við fjarðarbotninn. Öll framfaramál í bænum áttu hug Ragnars og vísan stuðning. Hann var hugmyndaríkur og djarfur til ákvarðana og oft langt á undan öðrum að koma auga á góðar lausnir. Auðvitað var hann stundum orðaður við skýjaborgir eins og allir sem lyfta sér upp úr hversdeginum. Ein af þessum „skýjaborgum" var höfn á þurru landí við Vindheim, verkfræði- legt stórvirki og ég hygg nýjung í hafnargerð hér á landi. t dag er hún ekki aðeins lífhöfn byggðar- innar, stórra báta og smárra, heldur einnig stolt Norðfirðinga, vitni um það hvað hægt er að gera við erfiðar aðstæður. Sem sparisjóðsstjóri reyndist Ragnar líka einkar farsæll, stýrði þessum heimabanka okkar af raunsæi og festu og tókst að láta hann þjóna byggðarlaginu eins og markmiðið hefur verið frá upphafi. Ragnar átti sæti í stjórn Kaupfélagsins Fram í mörg ár, nú síðast sem stjórnarformaður. Þar eins og víða í verslun á lands- byggðinni hefur verið á brattann að sækja. Ragnar lagði sig fram um að finna leiðir út úr þeim erf- iðleikum, m.a. með það íhuga að yfirráð yfir þessari samvinnu- verslun flyttust ekki úr byggðar- laginu. Þannig var hann með fangið fullt af verkefnum og hugann við efnið alla tíð til hinstu stundar. Þegar ég leit til hans á Landspítal- anum nú fyrir páskana var á- hyggjuefnið staða landsbyggðar- innar, fyrirtækjanna og fólksins. Um sjúkdóminn sem hafði hel- tekið hann var ekki rætt. Af hon- um vildi hann sem minnst vita. Ragnar var sósíalisti alla tíð og einn af burðarásum Alþýðu- bandalagsins í Neskaupstað. Hann ólst upp við hugsjónir sam- hjálpar og félagshyggju hjá for- eldrum sínum á Tröllanesi, þeim Kristrúnu Helgadóttur og Sigurði Hinrikssyni. Lífsförunautur Ragnars, Kristín Lundberg talsímavörður, kom með sömu lífssýn sem heimanmund í hjónabandið. Það var því ekki að undra þótt rót- tækur og frjálslyndur blær ein- kenndi heimili þeirra. Þar hefur verið mikið um glaðværð og mannlega hlýju, sem margir hafa leitað í til að orna sér seint og snemma. Þangað rötuðum við Kristín fljótlega eftir að við kom- um til Norðfjarðar og höfum því margar stundir að þakka. Nú þegar Ragnar er allur hljóðnar yfir gestaboðinu hjá Stínu um sinn meðan heimilisfað- irinn er kvaddur. Það væri hins vegar ekki honum að skapi að menn sætu lengi í sorg og sút. Sjálfur var hann einbirni, en upp úr garði þeirra Stínu hafa sprottið fjögur mannvænleg börn sem með móðurinni halda merki Ragnars og minningunni um hann á lofti. Hjörleifur Guttormsson Vinur minn og tengdafaðir, Ragnar Á. Sigurðsson, verður til moldar borinn í dag. Baráttan við sjúkdóminn vannst ekki. Barátta sem hann svo sannanlega háði, vildi há og tókst á við af alefli. Hann átti svo margt eftir ógert - viljinn var óbugaður, hugrekkið svo mikið, lífsandinn sterkur - óbilandi fannst manni. Hann var aðeins 58 ára að aldri. Allt lífið framundan. Þetta er sárt, svo óendanlega sárt. Stórt stórra höggva á milli. Fyrir aðeins rúmum fimm mán- uðum gekk sonur minn Styrkár, aðeins 6 ára gamall, á braut - nú Ragnar. Maður er orðlaus, svo magnvana. Eg hitti Ragnar og Stínu fyrst fyrir tæpum fjórum árum er ég og Styrkár minn komum í heimsókn til þeirra. Strax varð maður var við þá eiginleika er Ragnar hafði til að bera í svo ríkum mæli. Hann var ekki margmáll. Hann var fyrst og fremst traustur- traustur og úrræðagóður. Klettur í hafinu, er stóð ólguna og ágjöfina af sér. Vísaði veginn - hafði lausnir til reiðu. Við höfum ekki þekkst lengi en samt er Ragnar höfund- urinn - arkitektinn, ef svo má að orði komast, að mörgu af því sem ég hef gert og mun gera. Þeim sem þekktu hann er þessi eigin- leiki hans ljós, enda hefur hann verið valinn til trúnaðarstarfa víða. Hann sóttist ekki eftir veg- tyllum, hann vildi vinna sín störf í kyrrþey. Vildi koma málum áleiðis - framávið. Ekki vegna ljómans - heldur verkanna vegna. Styrkár minn spurði oft, „hvers vegna pabbi“ og er svar var feng- ið kom, „já en pabbi“ - ég man það. Ragnar hafði þann sið að kippa til öxlinni. Það er nokkuð síðan ég stóð sjálfan mig að því að gera eins - ég man það. Hvar stöndum við og hvert för- um við? Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Frammi fyrir þeim atburðum er nú hafa gerst er erf- itt að standa. Lítil huggun felst í orðagjálfri og hamagangi nútím- ans. Veraldlegir hlutir eru hjóm- ið eitt. Vinátta manna - tengsl þeirra og tryggðabönd er það sem uppúr stendur. Við göngum hnípin fram veginn. En við verð- um að halda áfram og standa saman, bera virðingu fyrir hvert öðru - skoðunum og væntingum. Veita styrk þeim er minna mega sín, skapa réttlátara samfélag byggt einmitt á þeim manngild- um sem ég veit að Ragnar bar með sér, starfaði eftir og vildi að norðfirskt samfélag - íslenskt samfélag - gæfi betri og meiri gaum að. Að því skulum við vinna einmitt í minningu hans - og margra annarra dáindis- manna. Að endingu langar mig að til að senda Ragnari kveðju mína með ljóðlínu er sungin var við jarðar- för Styrkárs míns; „...eilíft hon- um fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum." Megi allur sá kraftur er fyrir finnst hjálpa Kristínu, Kristrúnu og Sigurði og okkur öllum er þekktum Ragnar til að komast yfir erfiðasta hjallann og gera minningu hans að Ijósi - ljósi er lýsir. Snorri Styrkársson Ragnar Sigurðsson, Spari- sjóðsstjóri í Neskaupstað lést 29. aprfl sl. aðeins 58 ára gamall. Ragnar var fæddur í Neskaup- stað og bjó þar alla tíð. Foreldrar hans voru Kristrún Helgadóttir og Sigurður Hinriksson. Var hann einkasonur þeirra, en auk þess tóku þau kjörson Hinrik. Kristrún var ættuð frá Húsavík og kom 16 ára gömul til Norð- fjarðar og þar giftist hún Sigurði fýrir tæpum 60 árum. Sigurður var Norðfirðingur og stundaði sjó og rak útgerð um langt skeið. Var hann mikill félagsmálamaður, stoð og stytta Kaupfélagsins Fram á þrengingartímum þess á kreppuárunum og mjög lengi stjórnarmaður. Þá var Sigurður einn af frumkvöðlum stofnunar Samvinnufélags útgerðarmanna og einn þriggja í fyrstu stjórn þess 1932. Sigurður fylgir öldinni og einn þeirra örfáu Norðfirðinga, sem á lífi eru, en þessi kynslóð setti mikinn svip á vöxt og við- gang Norðfjarðar á sínum tíma. Þegar Kristrún móðir Ragnars tók við búsforráðum að Trölla- nesi, sem alltaf var þá kallað Hinrikshús, var hún aðeins 18 ára. Gerði Sigurður út bátinn Harcilíu og voru þá um sumarið allir sem störfuðu við útgerðina bæði landmenn og sjómenn eða 12 manns alls á heimilinu. Var dugnaði ungu húsmóðurinnar viðbrugðið, sem raunar alla tíð. Kristrún var eins og maður henn- ar mikil félagsmálakona. Hún var lengi formaður Kvenfélagsins Nönnu, gæslumaður Barnastúk- unnar Vorperlu og í mörgu fleiru. Ragnar Sigurðsson ólst upp á þessu myndarheimili, þar sem fé- lagshyggja, frjálshyggja, frjáls- lyndi og róttækni sat í fyrirrúmi. Höfðu hugsjónir foreldranna Tónlistarkennari Tónskólinn á Hólmavík óskar aö ráöa kennara til starfa næsta skólaár. Nánari upplýsingar gefa Jóhann Guðmundsson (símar 95-3281 og 95- 3131) og Stefán Gíslason (símar 95-3193 og 95-3112). Umsóknarfrestur er til 20. maí 1988. Skólanefnd 12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.