Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Blaðsíða 19
ÍÞRQTTIR Handbolti Armbeygjur og öskur ekki spömð á æfingum Slavko Bambir hefur breytt miklu í átaki til að lyfta kvennahandboltanum úr lœgð. íslenska kvenfólkið og HSÍ hafa nú tekið sér tak í sambandi við þjálfun og keppni í handbolt- anum. Júgóslavinn Dr. Slavko Bambir hefur verið ráðinn til þjálfunar á landsliðinu ásamt því að vera til ráðleggingar hjá liðun- um. Stefnt er á C- heimsmeistarkeppnina sem verð- ur í byrjun nóvember. Landsliðið æfir nú 6 daga vik- unnar og eru tvo tíma í senn ásamt morgunæfingum sem eru tvisvar í viku. Það er ekki bara spilaður handbolti því stúlkurnar eru í þrekæfingum og stunda lyft- ingar. Þetta er mikil breyting frá Slavko Bambir hefur heldur betur landsliðinu. því sem áður var, enda eru fram- farirnar greinilegar eins og blaða- menn sáu þegar litið var inn á æfingu fyrir skömmu. Þar stjórn- aði Slavko með harði hendi og aginn var mikill enda er óhætt að taka undir með stelpunum að þetta sé enginn saumaklúbbur. Mikil samkeppni er í liðinu og leikmenn verða að leggja mikið á sig enda hafa stelpurnar aldrei æft eins mikið og nú. Mikil bar- átta er um hvert sæti enda 25 sem æfa á fullu en aðeins 16 sem kom- ast út með liðinu. Þær æfa nú af fullum krafti og næsta verkefni er „turnering“ í Portúgal dagana 14.-19. júní. Þar mæta til leiks Portúgal, Spánn, Frakkland, Ítalía og Sviss auk ís- lendinga en þessar þjóðir taka allar þátt í C-keppninni. Að því Ioknu taka við sumarfrí en leik- menn verða þó að stunda lyfting- ar í fríinu. Æfingar hefjast aftur og 6. september koma Frakkar í æfingaleiki til fslands og 14. mæta Spánverjar. Það verður mikil- vægt fyrir landsliðið að fá þessa leiki því síðasti æfingarleikur var gegn Bandaríkjunum 1986. C-keppnin 26. október hefst síðan C- keppnin í Frakklandi og stendur til 1. nóvember. Það verða 10 þjóðir sem mæta til leiks: Frakk- land og Holland sem verða að teljast bestu þjóðirnar, Spánn, Svíþjóð, ísland, ftalía, Sviss og Portúgal. Bretar, Belgar og Tyrkir berjast síðan um eitt sæti og Grikkir og ísrealar um eitt. íslendingar lentu í 5. sæti í síðustu keppni en Slavko telur raunhæft að stefna á 3.-4. sæti nú. Fyrir tveimur árum léku íslendingar gegn Spánverjum og unnu einn leik en töpuðu öðrum og gegn ítölum og Portúgölum og unnu báða. Peningar Eins og kunnugt er hefur kvennalandsliðið verið í nokkurs konar fjármagnssvelti enda mjög dýrt að reka landslið. Oft hefur lagt hart að stelpunum í kvenna- það borið við þegar spara þarf í HSÍ er fyrst tekið af kvenfólkinu. Hér er ekki verið að setja út á fjárausturinn í karlalandsliðið því árangurinn þar hefur skilað sér með einsdæmum vel. Landsliðs- nefnd og leikmenn hafa lagt á sig mikla vinnu og flestir leikmenn hafa tekið þessar ferðir í sumar- fríum. Ekki er borgað vinnutap hjá kvenfólkinu eins og hjá karl- alandsliðinu en þó fá leikmenn dagpeninga erlendis. Nú er stefn- an að landsliðskonurnar Iosni við alla vinnu við fjáraflanir enda er nóg að gera við æfingar og vinnu. Unglingalandsliðið Til æfinga með unglingalands- liðinu hafa verið valdar 45 stúlkur af Stór-Reykjavíkur svæðinu ásamt Vestmannaeyjum. Leitinni að kandídötum hefur verið þannig hagað að Dr. Slavko eða aðstoðarmaður hafa farið út á land, fylgst með æfingum og keppnum. Enn á eftir að fara á Akureyri og fleiri staði þar sem ekki hefur unnist tími til þess. Hjá unglingalandsliðinu er heldur enginn saumaklúbbur. Þær æfa 3-4 sinnum í viku og áætl- að er að hópurinn fari fjórum sinnum í æfingabúðir út fyrir höfuðborgina fram að Norður- landamóti. Dr. Slavko hefur einnig séð um þjálfun unglinga- landsliðsins en aðstoðarþjálfari er Kristján Halldórsson. Næstu verkefni eru æfinga- og keppniferð til Ítalíu á tvö alþjóð- leg unglingamót 4.-17. júlí og Norðlandamót 19 ára stúlkna í Finnlandi 25.-27. nóvember. 16 ára úrval Líka þarf að hyggja að grunn- inum og hefur þegar verið vald- inn hópur til æfinga. Æfingarnar verða í formi æfingabúða þar sem farið verður í 5-6 sinnum á tíma- bilinu og handboltinn kenndur frá grunni. 16 ára úrvalið hefur verið mikið afskipt þar sem þær hafa æft en engin verkefni verið á dagskrá. Nú er gerð bragarbót á því og í haust verður keppt í Atl- antic Cup þar sem taka þátt Bret- ar, Færeyingar, írar og íslending- ar. Einnig er fyrirhuguð þátttaka í Benelux-Is en það verður um páska á næsta ári. Dr. Slavko Bambir Doktorinn kemur frá Júgósla- víu og vinnur dags daglega á tii- raunastöðinni á Keldum. Hann þjálfar öll kvennalandsliðin auk þess sem íþróttafélögin hafa fengið hann að láni. Hann var áður með Zagreb sem er eitt af toppliðum þar í landi og varð lið- ið oft meistari undir handleiðslu hans. Árið 1972 fór hann til Austurríkis og var þar í 6 ár við þjálfun. Að því loknu var stefnan aftur tekin til heimalandsins til þjálfunar en 1982 tók hann við unglingalandsliði kvenna sem hann náði góðum árangri með. Það var á síðasta ári að hann frétti af íslandi og áhuganum hér á landi svo að hann sló til. „Stelpurnar leggja mikið á sig og það er góður andi í liðinu. Það verður reynt að vinna í C- keppninni og liðið verður tilbúið í Frakklandi en það gæti þó orðið erfitt að spá í úrslitin því margt spilar inní til dæmis heimaleikir og heppni. Óhætt er að segja að það séu mikil efni hér á landi en félögin hafa ekki sinnt þeim sem skyldi. Sum félög leggja lítið á sig og margir þjálfarana hafa alltof lítinn áhuga á starfinu. Það má benda á að uppistaðan í ungling- alandsliðinu kemur úr 3 félögum, Gróttu, Víking og Stjörnunni en Valur er til dæmis með lítinn hluta,“ sagði Slavko. HSÍ virðist ætla að ríða á vaðið nú og er gott innlegg koma Slavko til landsins. Hann er harð- ur á æfingum, armbeygjur eru notaðar við minnstu mistök og salurinn glymur oft á tíðum við öskrinn í honum. Ef einhver mætir 2 mínútum of seint er alveg eins gott að vera bara heima. Þetta virðist skila sér vel því það er tekið á fullu á æfingunum. Margar af stúlkunum verið gert að velja á milli íþrótta. Hafa þær hætt mikið í fótboltanum og Kristín Pétursdóttir varð að gefa eftir landsliðssæti sitt í golfi til að geta verið í landsliðinu. Utan æfinga er þó greinilegt að sá góði andi sem er í liðinu er honum mikið að þakka. Hann er hinn hressasti og er mikill vinur stúlknanna. -ste Laugardagur 7. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Fótbolti Erkifjendur í úrslitum Fram og KR leika í úrslitum Reykjavíkurmótsins á sunnudag. Valur og Víkingur í dag Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu lýkur nú um helgina. Til úrslita leika gömlu erkifjendurnir Fram og KR, en liðin eru engan vegin óvön því að vera í úrslitum mótsins. Félögin hafa oftar en önnur lið orðið Reykjavíkur- meistarar og hafa Framarar 20 sinnum orðið mcistarar en KR- ingar 26 sinnum. Fram og KR léku í sama riðli í mótinu og þá vann Fram innbyrð- is viðureign liðanna með tveimur mörkum gegn engu. Aðrir leikir þeirra fóru þannig að Fram vann Ármann 2-0 og IR 2-1, en KR sigraði Ármann 2-0 og ÍR 3-0. í undanúrslitum kepptu liðin við efstu liðin í hinum riðlinum, sem voru Valur og Víkingur. Framar- ar sigruðu Víkinga 5-3 eftir fram- lengingu og vítaspyrnukeppni, en KR-ingar unnu Val 1-0. Bæði liðin eru líkleg til stóraf- reka í sumar. Framarar hafa ver- ið í fremstu röö undanfarin ár og unnið marga frækna titla. Ásgeir Elíasson þjálfar liðið sem fyrr, en hann hefur náð mjög góðum ár- angri með liðið eins og rnenn muna. KR-ingar hafa verið í stöðugri uppsveiflu síðustu miss- eri. Ian Ross, fyrrum þjálfari Vals, hefur nú tekið við liðinu en um árangur Valsliðsins undir hans stjórn þarf ekki að fjölyrða. Það má því búast við skemmti- legum leik á Gervigrasvellinum annað kvöld, en leikurinn hefst klukkan 20.30. Leikurinn um þriðja sætið verður háður í dag kl. 15. og verða það hin 1. deildarliðin úr höfuðborginni, Valur og Víking- ur, sem eigast við. Valsmenn eru núverandi Reykjavíkurnieistarar en þurfa að sjá á eftir titlinum í ár. -þóm Á næstunni Frjálsíþróttadeild ÍR gengst fyrir 6 vikna leikja og kynning- arnámskeið fyrir börn á aldrinum 7-12 ára 19. maí til 30. júní. Námskeiðið fer fram í Laugar- dal á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum og er kennt frá kl. 14.00 til 16.00 alla dagana. Þátttökugjald er 2500 krónur sem greiðist við innritun. Leiðbein- andi er Ingibjörg Sigurþórsdóttir og gefur hún frekari upplýsingar í síma 671890 eftir kl.20.00 á kvöldin. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráð ABH boðar til fundar i Skálanum, Strandgötu 41, laugar- daginn 7. mai kl. 10.00. Dagskrá: 1) Niðurstaða stefnuráðsfundarins: Formaður reifar málin. 2) Skipulag stefnuumræðu og starfið í sumar. Mætum öll i sumarskapi Alþýðubandalagid Kópavogi Morgunkaffi ABK Heimir Pálsson bæjarfulltrúi og Steinþór Jóhannsson fulltrúi í byggingar- nefnd verða með heitt á könnunni í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 7. maí kl. 10-12. Allir velkomnir. - Stjórnln. Sumardvöl á Laugarvatni Hinar sívinsælu sumarbúðir Alþýðubandalagsins á Laugar- vatni verður í sumar vikuna 18. - 24. júlí. Umsjón verða í höndum Margrétar Frímannsdóttur og Sigríðar Karlsdóttur. Allar nánari upplýsingar í síma 17500. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Reykjavík Aðalfundur 4. deildar Aðalfundur 4. deildar ABR verður haldinn að Hverfisgötu 105, mánudaginn 9. maí kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Alþýðubandalagið Akranesi Félagsfundur Fundur mánudaginn 9. maí kl. 20.30 í Rein. Dagskrá: 1) Fyrirhugaður fundur og kvöldskemmtan í Borgarnesi 13. og 14. maí. 2) Bæjarmálin. - Stjórnln. Vestfirðir ísland á tímamótum Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýöubandalagsins verður með opna stjórnmálafundi á: Flateyri, þriðjudaginn 10. maí í kaffistofu Hjálms kl. 20.30. Suðureyri, miðvikudaginn 11. maí í Samkomuhúsinu kl. 20.30. Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Fundur kjördæmisráðs Stjórn Kjördæmisráðs Ab. boðar til fundar í Lárusarhúsi sunnudaginn 15. maí kl. 13-18. Á dagskrá fundarins verða m.a.: 1. a) Útgáfumál, b) Starfið framundan, c) Önnur mál. 2. Byggðamál. Allir félagsmenn velkomnir. Formenn og stjórnir Alþýðubandalagsfélag- anna, sveitarstjórnarfulltrúar og annað áhugafólk um byggðamál, er sér- staklega hvatt til að mæta. Stjórn kjördæmisráðs. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.