Þjóðviljinn - 07.05.1988, Page 20

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Page 20
—SPURNINGIN— Hvert er álit þitt á fast- númerakerfi bifreiða? Aðalheiður Guðmunds- dóttir Mjög þarft að fá það. Það sparar víst tugmiljónir. Jón Hermannsson kvikmyndagerðarmaður: Hefði átt að vera komið fyrir mörgum árum. Kjánalegt að þurfa að rífa númer af og færa á milli bíla, þegar menn eru að kaupa og selja. þeir sem endi- lega vilja lág númer geta bara flutt í Strandasýslu. þlÓÐVIUINN Laugardagur 7. maí 1988 103. tölublað 53. ðrgangur Yfindráttur á téKKareiKninea launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Efndir á fimmtungi af loforði frá 1983. Gunnlaugur Haraldsson ritstjóri og Knútur Óskarsson formaður útgáfustjórnar afhenda Jóhanni Sigurjónssyni skólameistara fyrsta bindið af fimm af Æviskrám MA-stúdenta. Myndin er tekin á skrifstofu skólameistara. Mannfræði Æviskrár MA-stúdenta Fyrsta bindið affimm komið út. Nærfrá 1927 til 1944 Knútur Óskarsson, Málfríður steinsson, Kristján Pálmar Arn- Ritið er gefið út á bókafor- Þórarinsdóttir, Björgvin Þor- arsson og Hulda Ólafsdóttir. laginu Steinholti í Reykjavík. ÓP Apríl Öfgakennt veðurfar í apríl Sá fjórði kaldasti á öldinni. Sólin skein meðan snjónum kyngdi niður Birna Reynisdóttir nemi: Um að gera að spara. Þess veqna styð ég þessa breytingu. Þorleifur Guðbjartsson flugafgreiðslumaður: Ég mæli með nýja kerfinu, hitt er bara della. 1 J Einar Bogi Sigurðsson oankamaður: Ég er á móti þessu gamla og vil fá ný númer sem fylgja bílnum. Um- skráningarvandamálin eru svo hundleiðinleg. Ut er komið fyrsta bindið af Æviskrám MA-stúdenta. Þar má finna nöfn þeirra er útskrifuð- ust úr Menntaskólanum á Akur- eyri á tímabilinu 1927-1944 auk ýmissa persónuupplýsinga. Ætt- fræðilegt gildi ritsins ætti að vera allmikið því að þar er getið föður- og móðurforeldra viðkomandi stúdents ásamt upplýsingum um fæðingar- og dánardægur þeirra, starf og búsetu. Auk þess er gerð grein fyrir skyldleika og innbyrð- is tengslum stúdentanna. Ritið, sem er 499 blaðsíður, skiptist í kafla eftir árgöngum. Aftast er sameiginleg nafnaskrá. Mun ætlunin vera að hafa sam- eiginlega nafnaskrá fyrir öll fimm bindin þegar þar að kemur þann- ig að fljótlegt verði að finna menn þótt ekki sé vitað upp á hár hve- nær þeir útskrifuðust úr skólan- un\. Það var vorið 1983 að 10 ára stúdentar tilkynntu formlega að þeir hygðust minnast skóla síns með því að annast útgáfu á ævi- skrám MA-stúdenta og lögðu fé í sjóð til að standa undir útgáfu- kostnaði. Gunnlaugur Haralds- son þjóðháttafræðingur, sem er einn þeirra er útskrifuðust úr skólanum 1973, er ritstjóri verks- ins en útgáfustjórn skipa þau Aprílmánuður síðastliðinn var sá fjórði kaldasti á öldinni. Hann var kaldur fram yfir 20. en þá hlýnaði verulega. Þrátt fyrir það varð hann um það bil þremur gráðum kaldari en í meðalári. Hiti í Reykjavík var að meðal- tali um +0,6 gráður meðan með- alhitinn var -1,8 gráður á Akur- eyri. Meðalmunurinn er 1,6 gráða en að sögn Veðurstofunnar verður munurinn alltaf frekar á þann veg að kaldara verður á Ak- ureyri. Urkoma í Reykjavík var lítil, eða 22 mm, en það er um 40% af því sem er í meðalári en á Akur- eyri snjóaði hinsvegar svo mikið um miðjan mánuðinn að úrkom- an þar varð 85% meiri en í meðal- ári, eða 56 mm. Þetta verður að teljast athygli vert því oftast er úrkomusamara í Reykjavík en á Akureyri. Á Akureyri var jörð alhvít í 13 daga og snjódýptin um 20 cm um miðjan mánuðinn en í Reykjavík sást í snjó í 3 daga og dýptin náði því aldrei að verða meiri en 3 cm. Þrátt fyrir alla þessa kulda og úrkomu skein sólin sem aldrei fýrr. í Reykjavík skein hún í 190 stundir sem er 50 stundum meira en í meðalári og á Akureyri skein hún heilar 149 stundir, sem er 30 stundum meira en í meðalári. Á Hveravöllum skein sólin hinsveg- ar í 215 stundir en það er mesta sólskin sem mælst hefur í apríl síðan mælingar hófust árið 1966. -tt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.