Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI ÞINGLOKALYNDI Ótti og eymd Þinglausnir á miðvikudag, - gialdeyrisdeildum lokað og gengisfell- ing boðuð á fimmtudag. Stjórnarandstæðingar á alþingi töldu að þinginu bæri að starfa áfram frammá sumarið til að taka fyrir efnahagsmálin, og buðu stutt þinghlé til að gefa olnbogarými við undirbúning aðgerða. En þessu var hafnað. Þingið skyldi heim strax. Menn vissu áður ástæðu þess ofurkapps sem lögð var á að kippa löggjafanum úr sambandi, -að nú átti loksins að berja saman efna- hagsráðstafanir, einum fjórum mánuðum eftir að formaður eins stjórnarflokkanna hrópaði Eldur, eldur. Menn vissu líka að ríkisstjórnin átti langt í land að ná saman um aðgerðir og að þar var tæplega farið að hugsa, einsog best sést á ágreiningnum nú. Þessvegna gerðu bæði forystumenn í stjórninni og flestir athugendur ráð fyrir aðgerðum í fyrsta lagi eftir hvítasunnu, og margir töldu að stjórnin mundi ekki Ijúka sér af fyrren eftir mánaða- mót. Þegar ríkisstjórnin neyðist til að stöðva gjaldeyrisviðskipti daginn eftir þinglausnir er hún í raun að bregðast við vantrausti á sjálfa sig. Viðbrögð gjaldeyriskaupenda undanfarna daga lýsa vantrú á efna- hagsstefnuna og sú vantrú varð á nokkrum dægrum til þess að ríkisstjórnin missti öll tök, Seðlabankinn heimtaði ákvörðun, og for- sætisráðherra varð að hlýða. Ekki liðinn sólarhringur frá þing- lausnum, einn af formönnum stjórnarflokkanna af landi og annar á hraðleið utan. Það er merkilegt, -og að sínu leyti sérkennilegt fyrir ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar-, að það voru ekki forystumenn í sjávarútvegi sem að lokum kölluðu fram gengisfellingu. Það voru gjaldeyris- kaupendur, þar á meðal spákaupmenn ýmislegir, sem sögðu ríkis- stjórninni fyrir verkum. Staða útflutningsatvinnuveganna var ekki skelfingarvaldurinn. Það voru höndlararnir í bönkunum sem sköpuðu óttann og eymdina í ráðuneytunum á uppstigningardaginn. Þegar séð var að hverju stefndi á síðustu dögum þingsins lögðu Alþýðubandalagsmenn þar fram tillögu um að séð yrði til þess að kaupmáttur almennra umsaminna launa skertist ekki við efnahags- aðgerðir í sumar. Þær grunsemdir sem þessi tillöguflutningur lýsir er augljóslega ekki útí hött. Vikapiltar ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum velja það orðalag að „af- leiðingar gengisfellingar verði ekki látnar koma fram í hækkun launa“ einsog Heimdellingurinn á fréttastofu Sjónvarpsins sagði, eða að „nauðsynlegt verði að takmarka áhrif gengisfellingar á hækkanir launa við rauðu strikin" einsog stendur í Tímanum. Þorsteinn Pálsson er sjálfur miklu opinskárri og talar um „kjararýmun" sem lögmáls- bundinn fylgifisk gengisfellingar. Sami Þorsteinn hefur góð orð um hliðarráðstafanir til að forða hinum allra verst settu frá því að deyja úr hungri og er út af fyrir sig lofsvert að ráðherrann skuli láta svo lítið á jafnstórum stundum að hugsa kristilega til hinna smæstu bræðra. Það væri hinsvegar undarlegt skapleysi hjá launafólki og forystu- mönnum þess ef áformunum um kjaraskerðingu yfir línuna verður ekki bæði mótmælt og andæft af krafti, nú þegar rétt er að Ijúka langri samningalotu sem hefur einkennst af almennri reiði og gremju, víð- tækri virkni og víðtækri þátttöku, óvenju einbeittum kröfum um að hráskinnaleikurinn í kjaramálum verði stöðvaður. Splunkuný staða í París Eftir að Frangois Mitterrand vann forsetakosningarnar árið 1981 var hent að því gaman hér heima að A-flokkarnir fóru í hár saman um eignarréttinn á Mitterrand og glæstum sigri sósíalista. Þetta var af- skaplega grunnskreiður metingur, - munurinn á frönskum stjórnmálum og íslenskum olli því að hvorirtveggju höfðu réttfyrirsér, og þó hvorugur. Frönskum stjórnmálaskýrendum þætti það sjálfsagt dæmigert fyrir hinn pólitíska ref í forsetastóli Frakklands, að viðbrögð sjö árum síðar á íslandi eru þannig að enn metast menn um Mitterrand, en nú Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Hinir fyrrnefndu telja það sér til tekna í leiðurum Mogga og DV að forsetinn er sýnu Natóhollari en fyrirrennarar hans, en Tíminn talar um úrslitin sem „sigur miðju- manna", og er það eitt óljóst hvor hefur sótt um inngöngu í Framsókn, Mitterrand eða Le Pen. íslenskir vinstrimenn fagna endurkjöri sósíalistans Mitterrands, eins af merkustu stjórnmálamönnum okkar tíma. Sigur hans getur skipt verulegu máli um þróun afvopnunarmála, samskipta norðurs og suðurs, alþjóðlegrar mannréttindabaráttu og menningarlegrar sókn- ar gegn forheimskun og flatneskju, svo fátt eitt sé nefnt. Sigur Mitterrands og sú nýja staða sem upp er komin í frönskum stjórnmálum hefur einnig leitt til þess að í stól forsætisráðherra er sestur Michel Rocard, sem hér hefur verið kynntur á mjög grunnfærinn hátt sem „hægri“-krati. Rocard hefur undanfarin ár sett fram ýmsar nýjar hugmyndir um landstjórn sósíalista, og það verður lærdómsríkt fyrir evrópska vinstrimenn að fylgjast með samfélags- þróun í Frakklandi næstu árin. -m Já' Það er rétt hjá þér iörleifur minn að kveðja ökKur stelpurnar líka. ^ þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppé. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitsteiknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglyslngastjóri: Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiösla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA — WÓÐVILJINN Laugardagur 14. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.