Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 5
----------/ INNSÝN *--------------- Húsnæði fyrir alla Lánakerfið gengur ekkiupp. Sjálfseignarstefnan, semíhaldið segir áskapaða, komin ístrand. Alþýðu- bandalagið vill að öll eignarform eigi jafnan rétt til lánsfjár. Lán greiðist mishratt eftir tekjum lánþega Allir þurfa þak yfir höfuðið. í suðlægum löndum geta menn kannski látið sig hafa það að dveljast úti bæði nætur og daga en í íslenskri veðráttu þarf enginn að láta sig dreyma um að geta lifað lífinu öðru vísi en að eiga öruggan aðgang að húsaskjóli. Húsnæði er því hér ein af frum- þörfunum og langeðlilegast að samfélagið hafi hönd í bagga með að leysa húsnæðisvandann. Það er vissulega gert með opinberum húsnæðislánum en það kerfi er grundvallað á eignarsjónarmið- um. Þar virðist meginhugsunin ekki vera að hjálpa fólki til að fá þak yfir höfuðið heldur til að eignast húsnæði. Fljótt á litið virðist ekki mikill munur á þessu tvennu en þar er þó um grund- vailarmismun að ræða. Skortur á leiguíbúðum Hér á landi er tíltölulega lítiö um leiguíbúðir miðað við ná- grannalöndin, einkum Norður- löndin. Það hefur verið talið sjálfsagt að hver einasta fjöl- skylda eignaðist sína eigin íbúð. Þessi stefna hefur leitt til fjöl- margra harmleikja og kannast flestir við fólk sem hefur lent í hinum verstu hremmingum við að eignast húsnæði. Engu að síður hefur stór stjórnmálaflokk- ur, Sjálfstæðisflokkurinn, haft þá stefnu að ekki megi slaka á kröf- unni um að íbúar hverrar íbúðar séu jafnframt eigendur hennar. Talsmenn flokksins hafa haldið því fram að eðli íslendinga sé þannig að þeir þoli ekki að leigja og verði þess vegna að eignast íbúðir sjálfir. Það er rómantískur blær yfir mörgum sagnanna um það hvern- ig fólk með tvær hendur tómar eignaðist hús. Það var bara að vera nógu duglegur, mæta á hverju kvöldi með skóflu til að pæla í grunninum, eyða helgun- um í hreinsun á mótatimbri, fá einhvern fjarskyldan frænda með sér í pípulögnina og reyna að komast sjálfur upp á lag með að draga í rafmagnsrörin; um að gera að losna eftir föngum við að vera með rándýra iðnaðarmenn í vinnu. Þessarar miklu sjálfs- bjargarviðleitni sér í dag víða stað í fádæma illa byggðum hús- um, en það er önnur saga. í trylltum verðbólgudansi En þrátt fyrir mikla vinnu þurfti að fá einhverja peninga. „Blessaður vertu, ég átti minna en ekki neitt þegar ég byrjaði,“ heyrist hjá mörgum sem komu sér upp húsnæði fyrir þetta kann- ski 20-30 árum. Hér komu óverðtryggð lán fólki til góða. Fyrstu árin eftir að menn steyptu sér út í byggingarhringið- una voru fjármál margra þeirra ein hringavitleysa. Samþykktir voru nýir víxlar til að greiða þá gömlu, húsbyggjendurnir sáu aldrei peninga og vissu ekki hvað sneri upp og hvað niður í fjármál- um heimilisins. Legðu menn saman allar skuldir sínar var auð- sætt að ein mannsævi hrykki ekki til að greiða þær. Það var því eins gott að loka augunum og láta ber- ast áfram með straumnum. En verðbólgan sá um að naga hressi- lega utan af óverðtryggðu skuld- unum og fyrr en varði var þetta fólk farið að velta því fyrir sér hvort það gæti ekki greitt lánin upp í stað þess að þurfa að fara í banka árlega til að greiða hlægi- lega lága afborgun af veð- skuldum sínum. Hverjir eiga húsin í reynd? En þessir tímar eru liðnir og nú er annar uppi. Nú eru lánin verð- tryggð og þar á ofan greiðast af þeim háir vextir. Að vísu eru hús- næðisstjórnarlán með vexti undir markaðsvöxtum en því miður duga þau ekki til og fólk þarf að leita annaðeftirlánum. Ungtfólk lætur sig enn dreýma um að kom- ast í sæmilegt húsnæði. Fyrir 5 miljón krónur fæst engin glæsi- höll, en þær gætu kannski dugað fyrir 25 ára gömlu raðhúsi eða stórri, nýrri blokkaríbúð. Hafi fólk ekki því meiri tekjur má bú- ast við að það hafi ekki eignast slíkt húsnæði að fullu fyrr en löngu eftir að það er búið að koma upp sínum börnum og er farið að leita að minna húsnæði. Því má spyrja hverjir séu raun- verulegir eigendur íbúðanna. Hefur verðtrygging lána og há- vaxtastefna ekki gengið af sjál- fseignarstefnunni dauðri og er ekki best að viðurkenna það og fara að leggja meiri áherslu á aukið framboð á leiguhúsnæði? Leigjendur á köldum klaka Töluverður hluti af leiguíbúð- um er ætlaður fólki sem býr við félagslega og fjárhagslega erfiðar aðstæður. Svo er t.d. um þær íbúðir sveitarfélaga sem byggðar voru samkvæmt leigu- og sölu- íbúðakerfinu. Um þessar íbúðir sækja yfirleitt miklu fleiri en að komast. Stór hluti af því fólki, sem fær neitun, getur aldrei eignast „eigin“ íbúð. Oft hefur þetta fólk ekki nægar tekjur sér til framfærslu. Skortur á leigu- húsnæði dæmir það til hrylli- legrar niðurlægingar og ömur- legra lífskjara. Stærsti hlutinn af svokölluðum félagslegum íbúðum eru verka- mannabústaðir. í fyrra námu lán Húsnæðisstofnunar vegna verka- mannabústaða 1,218 miljónum k'róna eða um fimmtungi af heildarlánsfjárhæð Húsnæðis- stofnunar það ár. 1986 var þetta hlutfall um 28% og er stefnt að svipuðu hlutfalli á þessu ári. Verkamannabústaðakerfið er ætlað fólki sem hefur tekjur undir ákveðnu marki. Hafi hjón með tvö börn haft á síðasta ári meiri tekjur en 1.180.000 krónur þá geta þau ekki eignast íbúð í verkamannabústað. Upphæðin jafngildir um 98 þúsund króna samanlögðum meðalmánaðar- tekjum hjónanna. Vilji þetta fólk ekki reyna fyrir sér á mjög þröng- um og einstaklega kenjóttum leigumarkaði verður það að fara í óralanga biðröð eftir almennu hjúsnæðisstjórnarláni og þarf ekki að búast við að röðin komi að þeim næstu 2 árin. í ljósi þess glundroða sem sjálfseignarstefnan í húsnæði- smálum hefur leitt okkur út í var það gleðilegt að félags- málaráðherra skyldi brydda upp á nýjungum í eignarformi á íbúðarhúsnæði. Kaupleigan, sem alþingi samþykkti skömmu fyrir þinglausnir, er allra góðra gjalda verð en því miður er margt þar svo óskýrt að enginn sér fyrir hvernig dæmið gengur upp. Þótt margir hafi talið að Alþýðu- flokksmenn legðu ofurkapp á að geta staðhæft að kaupleigan væri komin í gegn en hirtu minna unt raunverulega uppstokkun á kerf- inu, ber að fagna því að farið er að hreyfa við hlutum sem allt of lengi hafa fengið að liggja í sama farinu. En hér þarf miklu meiri og snarpari átök, eigi einhverra raunverulegra breytinga að vænta. Nýjar hugmyndir Á fundi miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins, sem haldinn var um síðustu helgi, voru lagðar fram tillögur að nýsköpun hús- næðislánakerfisins. Hér er um viðamikið mál að ræða og var ákveðið að tillögurnar skyldu ræddar í ýmsum stofnunum flokksins áður en þær fengju sína endanlegu mynd. Það er verið að boða uppstokkun á kerfinu og það eru þrjú grundvallaratriði sem þar skipta sköpum: í fyrsta lagi skal við það miðað að öll eignarform verði jafnrétthá. Lán til eignaríbúða, hlutaeignar eða leiguíbúða hvíli á sama fjárhagslega grunni. Ef ekki er um venjulegt eignarhald kaupanda að ræða getur komið til umráðaréttur með mismunandi hætti: ótímabundinn leiguréttur, tímabundinn leiguréttur (t.d. hjá námsmönum), ótímabundinn leiguréttur með búseturéttar- gjaldi, takmarkaður eignarréttur (sbr. verkamannabústaði) eða leiguréttur með kauprétti. I öðru lagi er við það miðað að húsnæðisstjórnarlán fylgi ekki viðkomandi íbúð heldur þeim einstaklingi eða einstaklingum sem taka þau. Sá sem á íbúð en vill stækka við sig, skilar þá lán- inu en fær nýtt, hugsanlega eitthvað hærra, til kaupa á nýju íbúðinni. Reiknað yrði með ákveðnu hámarki, þannig að menn ættu ekki aðgang að fé til að fjármagna það sem teldist óþarfa lúxus. Aborganir miðist við tekjur í þriðja lagi skal miða afborg- anir af lánum við tekjur viðkom- andi lánþega. Þeir sem eru tekju- háir greiða skuld sína mun örar en hinir sem litlar hafa tekjur. Lagt er til að afborganir og vaxta- greiðslur fari aldrei upp fyrir 15% af tekjum eftir að búið er að draga skatta frá. Reiknað er með að lágtekjufólk fái svokallað húsnæðisframlag og komi það í stað núverandi vaxtafrádráttar við útreikning á sköttum. Hús- næðisframlagið greiðist þannig að húsnæðiskostnaður einstak- linga og fjölskyldna verði ekki hærri en 15% af mismun tekna og skatta. Þetta framlag komi til góða bæði þeim sem leigja og þeim sem eru að greiða af lánum vegna íbúðarkaupa. Sé við það miðað að húsnæð- isstjórnarlán sé 3 miljónir króna, tekur það fjölskyldu með mánað- artekjur undir 96 þúsundum rúm 37 ár að greiða lánið. Önnur fjöl- skylda sem hefur 470 þúsund krónur á mánuði, en þær tekjur eru ekki óalgengar hjá for- stjórum í álverum, væri aftur á móti ekki nemaa rúm 4 ár að greiða upp lánið. Þetta kerfi leiddi til aukins jafnaðar og yki jafnframt það fé sem byggingar- sjóðurinn hefur til að lána þeim sem virkilega þurfa á því að halda. Hugmyndir Alþýðubandalags- manna stefna að auknum jöfnuði og að tryggt verði að ákveðnir þjóðfélagshópar séu ekki skildir eftir utan við húsnæðiskerfið. Þær eiga líka að tryggja að unga fólkinu, sem nú er að stofna heimili, fallist ekki hendur, að það telji sig eiga einhverja raun- hæfa von, ekki endilega um að eignast sitt eigið hús, þótt það sé vissulega ágætt, heldur um að eiga öruggan aðgang að» mannsæmandi húsnæði án þess að lenda í ævilöngu skuldabasli. ÓP M.KR. 9000- LÁNVEITINGAR HÚSNÆÐISSTOFNUNAR 8000 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0 □ BYGGINGARSJÓÐUR VERKAMANNA □ BYGGINGARSJÓÐUR RÍKISINS I I I—.^1 n it i i i i h íT i i i i i r 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 (ÁÆTLUN) Verðlag 1987 Úr Fréttabréfi frá Húsnæðisstofnun nr. 13. Laugardagur 14. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.