Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 7
Ekki sopið kálið enn Nœstsíðasti eða lokakafli Ráðhússögu Davíðs Oddssonar Allir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykja- víkur létu sig hafa það að segja já, þegar byggingarleyfi Tjarnarráð- hússins var afgreitt með nafna- kalli í síðustu viku. Það var tákn- rænt, að í nokkurra klukku- stunda umræðu var borgarstjóri einn um að verja framkvæmdina, ef frá er talinn formaður skipu- lagsnefndar, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson. Formsins vegna, hóf hann umræður með því að kynna meirihlutasjónarmið nefndarinn- ar. Á þeim tæplega 10 fundum sem ráðhúsmálið hefur komið til umræðu hefur málafylgjan verið eins, örfáir meirihlutafulltrúar hafa skotið inn orði um málið. Borgarstjóri hefur aftur á móti gjörnýtt þau forréttindi sín, að geta talað á eftir hverjum og ein- um ræðumanni stjórnarandstöð- unnar. Þannig hefur hann undir- strikað í borgarstjórn, sem og annars staðar, að Tjarnarráðhús- ið er hans einkahugsjón. Þegj- andalegt fylgdarlið lýtur höfði og lyftir hönd þá kallið kemur. Skapferli borgarstjórans Hlustendum Rásar 2 var boðið inná hverfafund hjá Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík fyrir skömmu. Þar sagði borgarstjóri frá því, að einhverjir menn væru að vara hann við framgöngunni í ráðhúsmálinu og teldu það geta skaðað Davíð og flokkinn. Áhyggjur sem þessar kvað borg- arstjóri lítilmótlegar og ekki hæfa skapferli sínu. Kjark og þor ættu menn að meta. Var á honum að heyra, að þau örlög ein óttaðist hann, að þurfa að sitja aðgerðar- laus á sínum rassi niður við Austurvöll. Þessi ótti virðist hafa leitt hann útí framkvæmd, sem vitað var að kallaði á sterka and- stöðu. Þannig var tryggður al- mennilegur slagur við borgarbúa. Það er misskilningur Davíðs Oddssonar að Reykvíkingar kunni best að meta kenjóttar ein- ræðishvatir í fari forystumanna. Þær eiga ekkert skylt við þor og kjark, en minna á fyrstu þroska- skeið barnsins, sem einkennast af veraldarsýninni: Ég um mig frá mér til mín. Það sem borgarstjóri hefur fram yfir barnið er valdið, sem kemur fram viljanum. Borgarstjórinn þarf ekki að óttast verkefnaskort, þótt hann hætti við að nauðga Tjarnarráðs- húsi uppá Reykvíkinga. Tækist honum að beina sjónum út fyrir þröngan sjálfshringinn, kæmi hann auga á mannlíf í Reykjavík- urborg. Verkefni, sem gætu aukið velferð ungra sem aldinna borgarbúa blasa hvarvetna við. Óleyst. Vanrœkt velferð Borgarstjóri mætti byrja á því að heimsækja yngstu Reykvík- ingana og foreldra þeirra. Þá heyrði hann óskir um örugga, þroskavænlega dagvist á vel mönnuðum barnaheimilum. Barnaheimilum, sem væru uppeldis- og menntasetur. Nú býður Reykjavíkurborg aðeins 43 af hverjum 100 börnum á for- skólaaldri uppá barnaheimilis- pláss. Og því fer fjarri, að öll heimilin geti starfað eins og best væri á kosið. Því veldur skortur á starfsfólki, sem er afleiðing lé- legra launa og vanmats á gildi uppeldisstarfa. Á göngu sinni um grunnskóla borgarinnar kynntist yfirvaldið öryggisleysi yngstu skólabarn- anna. Athvarf utan kennslutíma, í skólunum sjálfum eða á skóla- dagheimilum, er fjarri því að fullnægja þörf. Hann rækist á nokkra yfirfulla skóla, sem ekki bjóða nemendum allar lögboðn- ar kennslugreinar eða þau náms- gögn, bækur og annað, sem er nauðsyn í nútímakennslu. Hann kæmist ekki hjá því að heyra saknaðartal kennara um horfna tíð, þegar Reykjavík var í farar- broddi um þróun og frumkvæði í skólastarfi. Borgarstjóri ætti að gefa sig á tal við efstubekkinga grunn- skólans. Unglingarnir í Grafar- vogi, Seljahverfi og Þingholtun- um myndu leiðbeina honum um óunnin verkefni til þess að skapa félagsaðstöðu í þessum hverfum. Og eina kvöldstund, niður í Austurstræti, gæti hann fengið góð ráð um unglingahúsið, sem krakkarnir vilja fá í miðbæinn. Með lista ellimáladeildar borg- arinnar í höndum, sér borgar- KristínÁ. Ólafsdóttir skrifar stjóri, að ekki er til setunnar við Austurvöll boðið. Á listanum eru yfir 1000 nöfn þeirra, sem bíða eftir margvíslegum úrræðum fyrir elstu Reykvíkingana. Úrræðum sem ekki eru til. Engin ný leigu- íbúð með þjónustu fyrir aldraða hefur verið tekin í notkun síðan fyrir kosningar 1986. Skortur á hjúkrunarheimilum er átakan- legur. Annarri af tveimur öldrun- ardeildum Borgarspítalans er verið að loka vegna starfsmanna- skorts. Heimaþjónusta er óf- ullkomin, fyrst og fremst vegna þess að þeim sem sinna henni er hvorki sýndir sómi í launum né aðbúnaði. Að reka fyrirtœki Vel á minnst, laun borgar- starfsmanna. Þar hefur stjórn- endum heldur betur brugðist bogalistin. Borgarstjóri á enn eftir að læra þá lexíu góðra for- stjóra, að ánægt starfsfólk er mesta verðmæti vel rekins fyrir- tækis. Starfsmannahreyfing á dagvistarheimilum Reykjavíkur ber vott um vanhæfni meirihlut- ans til þess að reka þjónustu borgarinnar. þar hættu tæplega 60% starfsliðsins á síðasta ári, alls 426 manns. það er nöturleg staðreynd, að borgin, með sína digru sjóði, greiðir starfsfólki sínu lægri laun en tíðkast hjá öðr- um sveitarfélögum í landinu. Með því að svelta starfsmenn og rýra þjónustu verður auðvitað meira fé afgangs til gæluverkefna og munaðar. Borgarstjóra, sem og öðrum fulltrúm var falin ábyrgð á gífur- legum fjármunum, sem Reykvík- ingar hafa aflað og er þeirra eign. Verkefni, sem ég hef hér rakið, skipta sköpum um lífsskilyrði tugþúsunda borgarbúa. Mörg þeirra eru fjárfrek. Það er skylda borgarfulltrúa að einbeita sér að úrlausn þeirra. Svo lengi, sem þessi mál eru í ólestri, er ekki verjandi að nota á annan milljarð króna í ráðhús, sem vel getur beðið. Þetta er ein ástæðan fyrir andstöðu borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins við byggingu ráð- hússins. Smánað lýðrœði Hin meginástæðan fyrir and- stöðu okkar er staðsetning húss- ins. Við þóttumst vita, að svo stórfelld röskun á Tjarnasvæðinu væri fleirum en okkur hitamál, og lögðum til að fram færi alrnenn atkvæðagreiðsla um ráðhúsið. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá. Þetta var strax 1. október, þegar ráðhúsmálið kom fyrst á dagskrá borgarstjórnar. Síðan hefur gengið á með mótmælum, kröftu- gri en áður í sögu borgarmála. Itrekað hafa skoðanakannanir sýnt andstöðu meirihluta borgar- búa. En meirihluta Sjálfstæðis- flokksins varðar ekkert um skoð- anir Reykvíkinga. Borgarstjór- inn vill hús, Þá fær hann hús. Sama hvað það kostar. Og nú, þegar gamli ráðhúsdraugurinn er farinn að líkamnast niður á Tjörn, fyllist fólk reiði. Ekki ein- ungis vegna hörmungarinnar, sem blasir við, heldur líka yfir dæmalausri framgöngu valdhafa borgarinnar til að koma fram vilja sínum. Atgangur Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsmálinu einkennist af pól- itískum ribbaldahætti, sem lengi verður í minnum hafður. í kosn- ingabaráttu fyrir tveimur árum voru kjósendur blekktir. Á lof- orðalistum Sjálfstæðismanna voru fyrirheit um stórar sem smá- ar framkvæmdir. Þar sást ekkert ráðhús. Dýrasta og umdeildasta framkvæmdin finnst hvergi í frægri blárri bók frá vorinu 1986. Þegar Kvosarskipulag var til kynningar í ársbyrjun 1987 var gengið gróflega á skjön við lands- lög, í ljósi þeirrar túlkunar meiri- hlutans, að þar hafi almenningi gefist tækifæri til þess að gera at- hugasemdir við ráðhúsáformin. Eftir að fólk áttaði sig á því hvað til stóð og lét andstöðu sína í ljós, kom hið rétta eðli valdhafans sí- fellt betur í ljós. Valdhrokinn. Valdsklónni var krækt alla leið uppí ríkisstjórn, og ráðherrar og embættismenn látnir beita félags- málaráðherra óeðlilegum þrýst- ingi. Eða eru menn búnir að gleyma dæmalausum afskiptum forsætisráðherra af staðfestingu á deiliskipulagi sveitarfélags. Hvergi hef ég séð bornar til baka fréttir af sunnudagsfundi á heim- ili forsætisráðherra kvöldið fyrir staðfestingartilkynningu félags- málaráðherra. Þar sátu -æðstu embættismenn borgarinnar ásamt ráðherrum ríkisstjórnar- innar með aðstoðarmanni félags- málaráðherra. Blaut tuska kom síðan í andlit Reykvíkinga í formi yfirlýsingar borgarstjóra, um að ekkert yrði gert með athugasemdir þeirra við ráðhúsáformin. Skoðanir þeirra fengju að rykfalla í skjalageymsl- um. Þetta gerðist, þegar borgar- stjóri féllst á viðbótarkynningu að tilmælum Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Þeirri kynningu var aldrei ætlað að vera annað en skrípa- leikur. Fyrir nokkrum vikum afhentu samtökin „Tjörnin lifi“ mótmæli 10 þúsund Reykvíkinga. Forseti borgarstjórnar tók á móti undir- skriftunum með skætingi, eins og sjónvarpsáhorfendur urðu vitni að. Meirihlutann varðar ekkert um vilja þessara þúsunda. Það sýndu þeir einnig við nafnakallið í síðustu viku. Óheilbrigt andrúmsloft Við undirskriftasöfnunina komu í ljós viðhorf, sem segja alvarlega sögu um pólitískt and- rúmsloft í Reykjavík. Ég veit dæmi þess, að starfsmenn borgar- innar sögðust ekki treysta sér til þess að skrifa undir, því þeir ótt- uðust að verða látnir gjalda þess í starfi sínu. Þessi svör gáfu þeir fólki, sem gekk í hús til að safna undirskriftum. Ég veit líka frá fyrstu hendi, um starfsmenn einnar stofnunar Reykjavíkur- borgar, sem ákváðu að skrifa ekki undir, eftir að hafa ráðfært sig hver við annan. Voru' þó margir þeirra heitir andstæðingar ráðhússins. Þeir töldu að undir- skrift gæti þýtt áhættu í starfi. Sannfæring fólks, um að atvinna þess, laun eða aðrir hags- munir séu í hættu, ef skoðanir þess ganga í berhögg við valdhaf- ana verður ekki til að ástæðu- lausu. Fólk dregur ályktanir af dæmum sem það hefur fyrir sér. Dæmum um að mönnum er hygl- að fyrir þægð og refsað fyrir and- stöðu. Dæmin er sjaldnast hægt að sanna, en þau liggja í loftinu og til verður pólitískt ástand sem gjarnan er nefnt „hálffasískt". Þetta lýsingarorð á að mínum dómi vel við pólitískt andrúms- loft í Reykjavík undir núverandi stjórn. Þetta kunna að þykja stór orð og vissulega felast í þeim alvar- legar ásakanir um óheilbrigt stjórnarfar. Legðu fulltrúar meirihlutans eyra við rödd al- mennings, kæmust þeir að því að ásakanir sem þessar heyrast víða í borginni. Ráðhúsmálið hefur orðið gagnlegt að því leyti, að augu margra hafa opnast fyrir spilltu valdi Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn sem kenndi sig við lýðræði hefur sjaldan orðið eins ber að því að smána það hugtak í reynd. Aftur á rnóti er afhjúpun Sjálfstæðisflokksins dýru verði keypt, ef borgarstjóra tekst að koma sínu ráðhúsi niður í Tjörn- ina. Það skipulagsslys verður ekki bætt. Þótt meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hafi samþykkt bygg- ingarleyfi fyrir ráðhús og þótt Tjörnin hafi fengið í sig ógrynni fyllingarefnis er kálið ekki sopið enn. Hjá félagsmálaráðherra liggja óafgreiddar kærur um stækkun lóðar og byggingar, sem gerð var eftir að skipulag Kvosar- innar var staðfest. Niðurstaða ráðherra gæti orðið sú, að teikningarnar, sem byggingar- leyfið nær til, stangist á við stað- fest deiliskipulag og gildandi Að- alskipulag Reykjavíkur. Von- andi fær ráðherrann frið til þess að meta alla málavexti í ljósi landslaga, þrátt fyrir þá staðr- eynd, að þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins hafði ráðhús í Reykja- vík á dagskrá sinni í síðustu viku. Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið Laugardagur 14. mai 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.