Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.05.1988, Blaðsíða 16
Grétar Sigurosson verslunarmaður: Mér líst illa á hana, sérstaklega í Ijósi nýgerðra samninga. Þó fer þetta allt eftir hliðaraðgerðum ss. hækkuðum persónuafslætti. En kostnaðarhækkanirnar koma strax því miður. —SPURNINGIN— Hvernig líst þér á yfirvof- andi gengisfellingu? Sigríður K. Sigurðardóttir skrifstofudama: Mér líst illa á hana. Allt hækkar og gengisfellingin kemur sér afar illa við álla launþega sem hafa gert hófsama kjarasamninga að und- anförnu. Halldór Bergdal sendibílstjóri: Líst illa á hana, enda nóg komið af henni nú þegar. Afleiðingarnar verða hrikalegar fyrir allt launa- fólk og eina ráðið er að losa sig við stjórnina sem fyrst. Gerður Tómasdóttir innheimtumaður: Mjög ósátt við hana. Stjórnvöld hafa klifað á því að fastgengis- stefnan verði varin en um leið og þingið er farið heim er gengið fellt. Hér ríkir algjör óstjórn og dæmalaus spilling. Rúnar Bogason vélvirki: Líst mjög ílla á hana, sérstaklega hvað viðkemur væntanlegri kjaraskerðingu enda fer trúlega allt úr skorðum í þjóðfélaginu. Mér sýnist að það þurfi að fella stjórnina eins og skot. þiómnuiNN Laugardagur 14. maí 1988 108. tölublað 53. örgangur Yfirdráttur á téKKareiKninga launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Páll Ólafsson eðlisverkfræöingur sýnir hvers hin nýja smásjá er megnug. En jafnframt því að geta skoðað hlutinn á skjá er hægt að fá Ijósmynd af því sem skoðað er. mynd: Sig. Tœkni Milllmetri verður að þrjú hundruð metnim Iðntœknistofnun fœrnýja rafeindasmásjá. Stækkar 300.000 sinnum. Getur einnig efnagreint yfirborð hluta. Páll Ólafsson: Áður óþekktir möguleikar opnastfyrir íslenskum vísindamönnum. Opið hús hjá Iðntœknistofnun á morgun „Við erum mjög ánægðir með þessa nýju smásjá, tilkoma henn- ar á eftir að gerbreyta rannsóknaraðferðum hér á landi, og opna okkur áður óþekkta möguleika,“ sagði Páll Ólafsson eðlisverkfræðingur hjá Iðn- tæknistofun, þegar hann í gær var að leggja siðust hönd á að setja saman nýja rafeindasmásjá sem getur stækkað sýni allt að 300.000 sinnum. Þetta er eina tækið sinnar teg- undar hér á landi og kostaði hing- að komið 6,3 miljónir króna. „Tækið er ekki eingöngu notað til að skoða ýmis sýni, heldur er einnig hægt að framkvæma efna- greiningar á yfirborði hluta með því,“ sagði Páll. Smásjá þessi byggir á geisla- tækni og hægt er að skoða hluti sem eru stærst 10 sinnum 10 sent- imetrar í ummál, og allt að 2 kíló að þyngd og stæklca þá 300.000 sinnum. Til samanburðar má nefna að venjulegar smásjár sem notaðar eru á rannsóknastofum geta einungis stækkað 10.000 sinnum. „Það er ljóst að tilkoma þessarar smásjár á eftir að auðvelda okkur mjög margt t.d. í gæðaeftirliti og við tjóna - greinmgar. I'yrsta verkefnið sem bíður er einrnitt að skoða hluti úr hleran- um sem datt úr Boeing-þotu Flugleiða nýverið yfir Lundún- um. Það er einmitt svolítið hlá- legt að þetta verði fyrsta verkefni okkar. Því koma smásjárinnar tafðist þar sem hún átti að koma hingað til landsins með umræddri flugvél," sagði Páll Ólafsson eðl- isverkfræðingur hjá Iðntækist- ofnun. En hann eins og aðrir starfsmenn stofnunarinnar voru í óða önn í gær að undirbúa opið hús sem verður hjá þeim á morg- un, í tilefni Norræns tækniárs. -sg Vestur-Þýskaland Jómfrúdómur óvirtur Vestur-þýskar meyjar hafa jómfrúdóm ekki í hávegum þrátt fyrir eyðni, óvinsældir frjálsra ásta, og aukið gengi hjónabandsins. Þessi var niður- staða kynlífskönnunar í Múnc- hen. Rúmlega helmingur 16 vetra stúlkubarna í Vestur-Þýskalandi hefur haft allnáin skipti við karl- menn, svonefnd mök. Ein af hverjum fjórum virðist hafa ráðið táknmál ástarinnar 15 ára gömul. Það er þó lán í óláni að tíundi hluti vestur-þýsks meyblóma verst öllum skyndiáhlaupum karlmanna og girndarráðum og kýs heilagt hjónaband áður en tekið er að kyrja sjafnarmál. Að vel yfirlögðu ráði hefur ríkisstjórnin í samráði við Jóhannes Nordal komist að niðurstöðu... ... um nauðsynlega leiðréttingu á samningum og bata í rekstrargrundvelli stjórnarsamstarfsins...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.