Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Alþingi „Þingmenn engar tuskubmðui" 68 mál á elleftu stundu. Pingforsetar, formenn þingflokka ogforsœtis- ráðherra stungu saman nefjum um forgangsmál og afgangs í gœr Þingmenn búa sig undir ys og þys þar eð mikííl fjöldi mála bíður afgreiðsiu alþingis en að- eins þrjár vikur eru til þingslita samkvæmt starfsáætlun. I gær þinguðu oddvitar þings, þing- flokka og framkvæmdavalds um áhersluröð afgreiðslu mála, hverjum þyrfti nauðsynlega að ljúka á lokasprettinum og hver mættu að ósekju mæta afgangi. Sem kunnugt er voru síðustu forvöð að leggja fram þingmál á mánudag og var sem þingmenn vöknuðu allir sem einn af værum blundi, lögðu fram 68 mál, þar af 25 lagafrumvörp, eða rúmlega eitt á mann. Nokkrar „þing- skapaumræður“ urðu um málatil- búnað þennan utan dagskrár í Tóbaksvamir Reyklaus dagur Kveikt var í2000 sígarett- um á Lœkjartorgi Það hefur vart farið framhjá neinum að í gær var „reyklaus dagur“ á vegum Tóbaksvarnar- vefndar. Heilbrigðisráðuneytið helgaði daginn einnig öllu al- mennu heilbrigði og var ma. frítt í sund ária morguns. Langtímamarkmið Tóbaks- varnanefndar er reyklaust ísland árið 2000 og voru af þvf tilefni brenndir 2000 vindlingar á Lækj- artorgi við mikinn mannfjölda. Ásgeir Helgason á vegum nefnd- arinnar kveikti í vindlingunum en til að koma í veg fyrir óbeinar reykingar áhorfenda voru reykkafarar Slökkvuliðsins til taks og slökktu bálið. Margt var til skemmtunnar á dagskránni á Lækjartorgi. Eftir ávarp Guðmundar Bjarnasonar, heilbrigðisráðherra, söng Valgeir Guðjónsson nokkur vel valin lög. Söngflokkurinn Skíðabrot, sem samanstendur af skíðakennurum í Kerlingarfjöllum, tróð upp með fjöldasöng og að því loknu glímdu þrjú ungmenni við þjóð- aríþrótt landans, íslenska glímu. Erna Héðinsdóttir, sem meinuð var þátttaka vegna kynferðis í keppni fyrir skömmu, glímdi við Torfa Pálsson og Lárus Kjartans- son í sama aldursflokki. Kynnir á dagskránni var Ómar Ragnars- son. -þóm efri deild alþingis í gær. Þar höfðu sig helst í frammi Halldór Blöndal og Karvel Pálmason. Báða virtist óa við þeirri hörkuvinnu sem framundan er og gagnrýndu seinagang ráðherra við að leggja fram stjórnarfrumvörp. „Þing- menn eru ekki neinar tuskub- rúður,“ mælti sá síðarnefndi. Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, tók annan pól í hæðina í samtali við Þjóðviljann í gær. Vissulega virtist þessi mála- fjöldi harla óvenjulegur við fyrstu sýn en hafa yrði hugfast að nú væri alþingismönnum í fyrsta skipti settur frestur til að skila málum. „Hér á árum áður fengum við kannski 10-20 mál tveim, þrem dögum fyrir þinglok. Að þessu leyti stöndum við betur nú, höf- um 2-3 vikur til þess að afgreiða málin.“ Guðrún kvað starfsáætlun þingsins hafa staðist í megin- atriðum, vissulega hefðu ýmsar uppákomur sett strik í reikning- inn, en ekki svo að sköpum skipti. Enn væri stefnt að þingslit- um 6. maí þótt verið gæti að lög- gjafinn sæti viku lengur við iðju sína. ks Slippstöðin hf Næg verkefni til skamms tíma Sigurður Ringsted: Aðalvandi skipasmíðaiðnaðarins er að hann hefur engaframtíðarsýn. Útistandandi skuldirfyrirtækisins hafa tvöfaldast á milli ára Við höfum næg verkefni til skamms tíma en vitum ekki hvað þá tekur við. Aðalvandi skipasmíðaiðnaðarins er að hann hefur enga framtíðarsýn vegna stefnuleysis stjórnvalda í þessum málum. Þá er því heldur ekki að leyna að mun þyngra er undir fæti í rekstrinum í dag og úti- standandi skuldir okkar hafa tvö- faldast á milli ára, sagði Sigurður Ringsted forstjóri Slippstöðvar- innar hf. á Akureyri. í vetur hefði trúlega orðið að segja upp starfsfólki vegna verk- efnaskorts en sem betur fer kom ekki til þess þar sem fyrirtækið hefur haft í smíðum uppá á eigin reikning 36 metra togskip sem jafnframt er hannað hjá stöðinni. Smíði þess er nú langt komin og ef kaupandi fæst er hægt að ljúka smíðinni á 3 mánuðum. Skipið er um 250 rúmlestir og svipar til hinna landsfrægu raðsmíðaskipa og að sögn Sigurðar er kaupverð- ið sambærilegt við það sem út- gerðarmenn hafa verið að greiða fýrir nýsmíðar á Norðurlöndun- um. Meðal þeirra verkefna sem Slippstöðin vinnur að í dag má nefna smíði á fiskvinrislubúnaði, fyrir nýsmíði Norðurtangans á ísafirði sem er í smíðum í Sví- þjóð. Einnig er unnið að hönnun á fiskvinnslubúnaði fyrir Aðalvík KE 95 auk þess sem fyrirliggjandi eru ýmis verkefni í breytingum skipa ss. endurnýjun yfirbygg- inga, lengingu, viðhaldi ásamt öðrum minni viðgerðarverkum. Halldór í Bonn Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson hélt í gærmorgun til V-Þýskalands í opinbera heim- sókn. Hann mun eiga viðræður við starfsbróður sinn, dr. Wolf- ang von Geldern. Víst er að fjall- að verður um hvalveiðar og að- gerðir Greenpeace gegn þeim veiðum, en Halldór hefúr í hyggju að hitta forsvarsmenn Greenpeace að máli. í för með ráðherra eru þeir Hermann Sveinbjörnsson aðstoðarmaður hans, Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur, Jón Sæ- mundur Sigurjónsson, alþm. og Guðni Bragason, sendiráðsritari. Ljóðasamkeppni Akureyrar Menningarmálanefnd Akur- eyrarbæjar hefur ákveðið að gangast fyrir ljóðasamkeppni nú á vordögum. Þátttaka er öllum heimil, hvar sem þeir búa á landinu. Yrkisefnið er einnig frjálst en þó æskilegt að það teng- ist Akureyri eða nærsveitum á einhvern hátt. Ljóðið má ekki hafa birst áður opinberlega. Verðlaunafé verður 150 þús. krónur og skal skila ljóðum til trúnaðarmanns keppninnar, Ing- ólfs Ármannssonar, menningar- fulltrúa Akureyrarbæjar, Strand- götu 19 B, Akureyri. Skilafrestur er til 30. júní n.k. Jón Asgeirsson á Bylgju/Stjörnu Jón Ásgeirsson fyrrum íþrótta- fréttamaður útvarpsins og fram- kvæmdastjóri Rauða krossins til margra ára, hefur verið ráðinn fréttastjóri sameinaðra útvarps- stöðva Bylgjunnar og Stjörnunn- ar. Jón hefur þegar tekið til starfa. Birgir varaforseti CENYC Birgir Árnason aðstoðarmað- ur viðskiptaráðherra og formað- ur FUJ, var kjörinn einn af fjór- um varaforsetum CENYC, sam- taka evrópskra æskulýðssam- taka, á sautjánda þingi samtak- anna í Barcelona á Spáni, sem haldið var um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingur er kjörinn í stjórn CENYC. Sjálfboðaliðar í náttúruvernd Sjálfboðaliðasamtök um nátt- úruvernd hafa skipulagt sex vinn- uferðir í sumar. Fyrsta ferðin verður farin í Kerið í Grímsnesi 3.-4. júní. Þá verður farið í Þórs- mörk, þjóðgarðinn í Jökulsár- gljúfrum, Landmannalaugar, Hrafntinnusker og í Alviðru. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá samtökunum í pósthófi 8468 128 í Reykjavík. Skógrækt á eyðijörðum Þingmenn úr öllum flokknum nema Kvennalista hafa lagt til að landbúnaðarráðherra verið falið að kanna hvaða ríkisjarðir, sem eru í eyði, sé hægt að afhenda Skógrækt ríkisins til að efla og styrkja skógrækt í landinu. Skal Alþingi tilkynnt um niðurstöðu könnunarinnar fyrir 1. nóvember n.k. Ríkissjóður á nú fleiri hundruð eyðijarðir um land allt. Forkönnun á varavelli Nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokks og Borgaraflokks hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að rík- isstjórnin heimili Mannvirkja- sjóði NATO að gera forkönnun á mögulegri staðsetningu og gerð alþjóðlegs varaflugvallar hér- lendis. Tillögumenn vilja að vegna andstöðu við slíka könnun innan ríkisstjórnar fái vilji Al- þingis að koma fram og utanríkis- ráðherra fái umboð til að heimila forkönnunina. Þungur bíll veldur þunglyncli ökumanns. Vejlum og höfnum hvað ^ nauðqmlega þarf að vera með í ferðalaginu! Að sögn Sigurðar unnu liðlega 200 mans hjá fyrirtækinu í vetur og í sunlar er búist við að starfs- mannafjöldinn verði um 230 - 240. Þegar er farið að ráða skóla- fólk í sumarvinnu og verður sá fjöldi svipaður og verið hefur undanfarin sumur. _grh Sjávarútvegsráðuneytið Óbreytt aflahámöik Aflahámörk og veiðiheimildir einstakra skipa standa óbreytt frá því sem áður var ákveðið þrátt fyrir að sjómenn hafi gert sér vonir um hið gagn- stæða í ljósi þeirra góðu afla- bragða sem verið hafa í ár í svo til öll veiðarfæri. Af hálfu Hafrannsóknastofn- unar er ekki talin ástæða til breytinga á fyrri ráðgjöf um aflahámörk einstakra botnfisktegunda á yfirstandandi ári. Af þeim sökum telur sjávar- útvegsráðuneytið ekki vera for- sendur til að breyta fyrri ákvörð- unum um hámarksafla. Sam- kvæmt lögum um stjórn fiskveiða er sjávarútvegsráðherra heimilt að hækka eða lækka það afla- magn sem ákveðið hefur verið innan ársins sé sú ákvörðun tekin fyrir 15. aprfl. í ritstjórnargrein síðasta tölu- blaðs sjómannablaðsins Víkings telur Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimann- asambands íslands að fiskigengd sé nú meiri og jafnframt sé mun meira af stórum þorski á miðun- um en menn höfðu búist við. Því ætti að vera hægt að auka við þorskkvótann um 10% „útfrá raunverulegum upplýsingum um hvað sé að gerast á miðunum við landið“. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.