Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Bjargráð silfurfatsins Gengisfelling! er enn einu sinni viölagiö hjá stórum kór atvinnurekenda, og nú kyrjað hærra en nokkru sinni fyrr vegna kjarasamninga hjá starfsmönnum ríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn tekur undir einsog venjulega, og hefur ekki dottið annað í hug frá því flokkurinn tók sér frí frá stjórnmálum í haust. Rökin eru þau að stór gengisfelling sé það eina sem geti gert sjávarútveginum kleift að borga krónuhækkun BSRB- samningsins, haldið lífi í fiskvinnslunni og þarmeð firrt sjávarþorpin atvinnuleysi. Og menn hafa bent á það í þessu sambandi að í gildi er samningur VSÍ við iðnaðarmenn frammá haustið. Munur á taxtahækkunum BSRB þann tíma og þeim hækkunum sem iðnaðarmenn fá er um það bil 1 prósent. Atvinnurekendur hljóta að hafa reiknað með svipuðum hækkunum til al- menns verkafólks og í samningum sínum við iðnaðarmenn, og mætti því segja að hæsta hugsanleg krafa atvinnurek- enda vegna samninga í BSRB-stíl sé 0,25 prósent, - sá fjórðungur af eina prósentinu sem jafngildir hlut launa í heildarútgjöldum fiskvinnslunnar. Allt tal um breytingar í júlí vegna verðbóta er fiskvinnslunni hollast að geyma frammí júlí. Þangað til eru hálfur þriðji mánuður, langur tími í sveiflóttu almanaki íslensks sjávar- útvegs. Gengisfellingarkrafa útaf BSRB-samningunum einum saman er þannig óraunhæf, og Ijóst að þeir samningar eru fyrst og fremst tylliástæða hjá atvinnurekendakórnum og Sjálfstæðisflokknum. Víst er staðan ekki auðveld í fiskvinnslunni. En þeir sem hæst hrópa gleyma ýmsum staðreyndum sem benda til þess að mikil gengisfelling nú sé ekki rétta leiðin útúr vand- anum. Ein af þeim er hreinlega sú að gengið hefur verið lækkað umtalsvert í nokkrum áföngum síðan í haust. Nafngengi var lækkað um 3% í haust, um 5% í ársbyrjun, um2,5% ífebrúar, og varsvo látið sígaum2,25%. Samtals er þetta gengislækkun uppá rúm 12 prósent. Raungengi mun nú vera um 9 prósent lægra en að meðaltali árið í fyrra, og um 12 prósent lægra en í upphafi þess árs. Þetta eru miklar gengisbreytingar á stuttum tíma, og til þeirra má rekja stóran hluta verðbólgu og kaupmáttarrýrn- unar undanfarið, þótt mönnum hafi tekist að stýra framhjá kollsteypum. Og árangurinn virðist kominn fram í bættri stöðu fyrirtækjanna það sem af er ári. Það er einnig athyglisvert að þrátt fyrir áföllin í fyrra koma best reknu fyrirtækin í sjávarútvegi út með hagnaði. Gott dæmi er Síldarvinnslan í Neskaupstað sem skilaði 11 milj- óna plús þrátt fyrir að 291 miljón þurrkaðist burt í afskriftum og fjármagnsgjöldum. Auðvitað getur gengisfelling ekki verið bannorð við stjórn efnahagsmála á íslandi. Af bráðum gengisfellingum er hins- vegar mjög vond reynsla, bæði hjá stjórnendum í atvinnulífi og hjá fjárhaldsmönnum heimilanna. Þá hafa breyttar að- stæður dregið verulega úr gildi þeirra fyrir stöðu sjávarút- vegsfyrirtækjanna. Á bryggjunni eru þau efnahagslögmál kölluð að pissa í skóinn sinn. Það hlýtur svo að vega þungt í pólitískum umræðum um gengismálin að BSRB gekk til sinna samninga án mikilla krafna um kaupmátt í trausti þess að kjör yrðu ekki skert með gengisfellingu. Að láta eftir gengisfellingarkórnum væri því bein ögrun við opinbera starfsmenn og yrði tekið óstinnt upp á þeim bæ. BSRB-samningarnir gefa enga sérstaka ástæðu til að hækka róminn um gengisfellingar. Framtíðin gefur heldur enga sérstaka ástæðu til slíks söngs, - enginn veit fyrir hvernig útlit verður í sumar á fiskmörkuðum, um olíuverð, eða í vaxtamálum - sem menn geta þó ráðið nokkru um innanlands. Sá grunur er raunar áleitinn að með gengisfellingarkröf- unum séu atvinnurekendur ekki bara að heimta sígildan rekstrarstyrk úr vösum launamanna heldur einnig að skjóta sér undan þátttöku í þeirri uppstokkun í atvinnulífi sem ríkis- stjórnin hefur komið af stað síðan í haust og krefst vissulega erfiðis og fórna. Kannski ætti Vinnuveitendasambandið að taka sér silf- urfatið að einkennismerki? KLIPPT... osr ráðhús Miðbæjarhugsjónir með blóma Margir telja að við lifum á tím- um hugsjónaleysis eða að minnsta kosti skoðanaleysis. Mönnum finnst það ekki svara kostnaði að hafa skoðun á nokkr- um sköpuðum hlut - eins víst að þeir fái bágt fyrir eða verði fyrir vonbrigðum. Aðrir hallast að þeirri félagsfræði að mannfélagið sé reyndar stútfullt af skoðunum - vandinn sé hinsvegar sá að fjöl- miðlabólgan komi í veg fyrir að menn geti áttað sig á því hvað er stórt og hvað smátt í skoðana- flaumnum. Svo mikið er víst að eitt er það efni sem aldrei skortir skoðanir um eða jafnvel hugsjónir, en það eru byggingamál í gamla mið- bænum í Reykjavík. Davíð Oddsson hefur lagt þann nafla heimsins undir sína ráðhúshug- sjón eins og menn vita og hafa af því risið háar og voldugar og miklar skoðanabylgjur. Og Kvosarraunum er hvergi nærri lokið, eins og blöðin sanna. Örlög Hótel Borgar Nú síðast er um það deilt hvort Alþingi skuli kaupa Hótel Borg og setja þar upp þingmannaskrif- stofur eða ekki. Þessi hugmynd vekur strax upp mikið andóf, borgarráð hefur þegar lýst áhyggjum sínum af því að slík umskipti mundu gera miðbæjar- lífið enn dauflegra en það er nú. (Skrýtið annarsþetta: borgaryfir- völd stofna nýjan miðbæ með Kringlu og Borgarleikhúsi og bílastæðum og eru svo hissa á því að gamla miðbænum hnigni: héldu menn að öll vaxtarlínurit væru dæmd til að sigla upp á við um alla eilífð?). Og Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður skrifar grein í Morgunblaðið í gær, þar sem hann fyrir sitt leyti andmælir kaupum á Hótel Borg. í leiðinni viðrar hann hugmyndir sínar um það hvernig gera eigi allt í senn - leysa húsnæðismál al- þingis og útlits- og skipulags- vandkvæði Kvosar í eitt skipti fyrir öll. Eykon segir: Rífum rífum „Nú hafa borist fréttir af því að Oddfellowar hafi sótt um íóð til nýbyggingar. Hana fá þeir auðvitað eins og allir aðrir. Þá losnar væntanlega hús þeirra við Vonarstræti. Núna er því gullið tækifæri til að leysa öll deilumál um viðkvæmasta hluta borgar- innar. Ríkið á að kaupa eða leigja húsið. Þar er meira en nóg rými fyrir alla þá starfsemi alþingis sem nú kann að vera þröngt um. ... Hitt væri kannski ennþá skemmtilegra að Davíð keypti húsið, lánaði ríkinu það í nokkur ár og léti svo rífa það. Hann mun- ar ekkert um það. En allt gæti fallið í ljúfa löð þegar þinghús, Dómkirkja og ráðhús með torgi sínu tengdist Tjörninni og Austurvelli með eðlilegri hóf- semd í túnfæti Ingólfs.“ Á Davíðstorgi Þetta er fróðlegt, undarlegt og stórmerkilegt. Takið eftir þessu: Davíð „munar ekkert um“ að kaupa Odfellowhúsið og rífa það svo - bara til að skapa svigrúm og torg fyrir ráðhúsið sitt. Og ríkið munar væntanlega ekki um að gera annað það sem þarf til að sama hugsjón verði að veruleika: samkvæmt teikningu sem Eykon lætur fylgja með pistli sínum á að rífa Þórshamar og byggja þar nýtt hús fyrir skrifstofu alþingis. Teikningin sýnir annars ljómandi vel þann davíðska imperíalisma, sem Eyjólfur Konráð boðar. Ráðhúsið mikla hefur eignast torg á bak við sig. Það verður fagurt útsýni úr skrifstofu borg- meistarans sjálfs yfir grænar grundir, sérhannaðar, og svo yfir lítið og hógvært Alþingishús sem standa mun bljúgt álengdar eins og hver annar bflskúr fyrir Davíð - svo sem til staðfestingar á því, að það er Davíð sem ræður ein- hverju í landinu en ekki þessir alþingisfólar sem koma og kjafta og fara svo og veit enginn hvað af þeim varð. Það verður líka útsýni til snoturrar kapellu ráðhúss- bóndans (Dómkirkjunnar) og síðast en ekki síst getur bor- gmeistarinn horfst beint í augu við Jón Sigurðsson og sagt með sanni með skáldinu: Jón Sigurðsson forseti, standmynd sem steypt er í eir hér stöndum við saman í myrkrinu báðir tveir... ... OG SKORIÐ Hjúknmarkoniirjáta morð á 49 sjúklingum Vald á lífi og dauða Herfilegar fréttir hafa birst í blöðum um hjúkrunarkonur við sjúkrahús í Vínarborg sem höfðu myrt 49 sjúklinga. Frásagnir af því hvað hafi ráðið gerðum hjúkrunarkvennanna eru í senn óhugnanlegar og um leið eins og áminnandi um þær hættur sem fylgja vangaveltum um réttmæti líknarmorða svo- nefndra. Þær sögðust nefnilega hafa byrjað á því að flýta dauða þeirra sem haldnir voru ólækn- andi sjúkdómum (líknardráp heita það víst) en „seinna myrtu þær einnig sjúklinga sem þeim fannst erfiðir f umgengni". Þessi vitnisburður virðist stað- festa mjög rækilega ótta þeirra, sem hafa varað við því að leyfa líknarmorð. Þegar líknarmorð er samþykkt, segja þeir, hafa menn tekið sér vald til að ákveða hver á að deyja og hver að lifa. Og þá eru komnar upp nýjar spurningar og erfiðar: hver á að fá slikt vald og hvernig mun hann beita því? Fyrr en varir er vald yfir lífí og dauða komið inn á djöfullega lág- kúru þægindafíknarinnar: við drepum þá sem eru „erfíðir í um- gengni“. Gáum að þessu. ÁB. Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁmason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, HildurFinnsdóttir ípr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SœvarGuðbjömsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. 5 Símavar8la: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Ðítstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erta Lárusdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Ðjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrin Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 80 kr. Nytt Helgarblaö: 110 kr. Áskriftarverö á mánuði: 900 kr. 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN, Flmmtudagur 13. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.