Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.04.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF I tilefni samninga BSRB Nýgerðir kjarasamningar BSRB og ríkisins bera góðan vott þeirri stefnu jöfnuðar, sem lengi hefur ríkt í samtökum opinberra starfsmanna. Þar hefur mest áhersla verið lögð á að knýja fram hækkun hinna lægstu launa. Með þessu er hamlað gegn þeim markaðslögmálum okkar þjóðfé- lags, sem krefjast stöðugt vax- andi launamunar. Við skulum nefnilega gera okkur grein fyrir því, að það er ekkert annað en hræsni þegar atvinnurekendur og stjórnvöld fara að tala um það fyrir hverja kjarasamninga að það þurfi fyrst og fremst að bæta hag hinna lægst launuðu. Ekkert er þeim jafn fjarri. Atvinnurek- endur telja það hag sinna fyrir- tækja að hafa mikinn launamun, og að geta ráðið sjálfir hvernig launamisréttinu er deilt niður. Þeir vilja geta umbunað þeim, sem þeir telja sér mikilvægasta. Öll reynsla sýnir að ríkisvaldið og samninganefndir þess hafa sömu tilhneigingar. Því berst heilbrigð verkalýðshreyfing sérstaklega fyrir bættum hag hinna lægst launuðu. Eyðileggur ríkið kjarasamninginn? En þessir jafnlaunasamningar eru í mikilli hættu. Það er hætta á að þeir verði að engu gerðir, með verðhækkunum. Það fylgja að Ragnar Stefánsson skrifar vísu með samningnum ýmiss kon- ar heitstrengingar stjórnvalda um að verðbólgu verði haldið í skefjum. Á slíkt er bara ekki að hreyfingin má aldrei semja án einhvers konar verðtryggingar- ákvæða, ef möguleiki er að knýja þau í gegn. ríkisvaldsins allsráðandi, og launastefna verkalýðshreyfingar- innar má sín einskis. „Verði þessi samningur staðfestur ífélögum BSRB, sem virðist líklegt, þá verður að reyna að verja hann með oddi og egg.... Það verður líka aðfara að undirbúa það strax að sýna ■p HET 'gf* | stjórnvöldum í tvo heimana þegar 1 samningstímabilið rennur út í desember, verði samningarnir skertir. “ treysta. Verkalýðssamtökin hljóta að spyrja á móti: Ef þið lofið að halda verðbólgunni niðri, hvað er það sem hindrar þá að samið sé um verðbætur á laun, vísitölubætur? Af hverju má ekki heldur semja um uppsagnar- ákvæði, sem segja að samningar séu strax uppsegjanlegir, ef verð- bólguheitin standast ekki? Ef svarið við slíku er að það sé ekki hægt að semja um nein slík ákvæði, þá hlýtur að vera maðkur í mysunni. Það má búast við því að það sé einmitt ætlunin að skerða samninginn. Verkalýðs- Jafnlaunastefna í hættu Ef samningurinn verður skert- ur með verðhækunum, þá er jafnlaunastefnan líka í hættu. Við þekkjum þetta frá undanförnum árum. Hinir lágu opinberu taxt- ar, sem eru í gangi, veita atvinnu- rekendum og ríkisvaldi bara aukna möguleika á að byggja upp sína eigin taxta, sem byggjast á auknum launamun. Þetta er oft kallað launaskrið. Vegna hinna lágu opinberu taxta verður launastefna atvinnurekenda og Upp á náö og miskunn Verkalýðshreyfingin má aldrei semja upp á náð og miskunn stjórnvalda. Það dugir ekki að byggja á loforðum. Pólitísk lof- orð eru ekki meira virði en pólit- ískar yfirlýsingar. Ég veit að sumir segja, að fari svo að ríkis- stjórnin standi ekki við loforðin þá verði hefnt fyrir það í næstu kosningum. En verkalýðshreyf- ingin hefur bara ekki efni á því að vera í sporum píslarvottsins. Það er einmitt það sem hefur verið að drepa hana. Það er einmitt það sem gerir að fólk hefur verið að missa trú á henni sem hinum trausta bakgrunni. Ef verkalýðs- hreyfingin ætlar að snúa þessari þróun við og reyna að öðlast traust meira hjá fólki, þá verður hún að sýna hvers hún er megnug sem sjálfstæð hreyfing, sem sjálf- stæður bakhjarl í vörn og sókn. Hún þarf að vinna sigra. Það er ekki nóg að fá samúð út á það að andstæðingurinn sé illskeyttur og óbilgjarn. Aö vona hiö besta Verði þessi samningur stað- festur í félögum BSRB, sem virð- ist líklegt, þá verður að reyna að verja hann með.oddi og egg. Það verður að berjast fyrir því með öllum tiltækum aðgerðum að tak- marka verðbólgu og vexti. Það verður líka að fara að undirbúa það strax að sýna stjórnvöldum í tvo heimana þegar samningstím- abilið rennur út í desember, verði samningamir skertir. Slíkur undirbúningur er nauðsynlegur fyrir samtök okkar, en hann er Iíka holl viðvörun til stjómvalda um að þau skuli halda sig á mott- unni. Kagnar er jarðskjálftafræðingur Veðurstofu og félagi í BSRB. Til hvers bókasafnsfræðinga? Kristín Indriðadóttir skrifar Um þessar mundir eru allmörg félög háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna í verkfalli eins og kunnugt er. Starfsgreinar sem þau standa fyrir eru flestöllum kunnar: kennarar, lögfræðingar. En ég þykist hafa orðið vör við nokkurn misskilning þegar bóka- safnsfræðingar eru nefndir í þessu samhengi og er það raunar ekki undarlegt. Bókasafnsfræði er tiltölulega ung háskólagrein á íslandi og starfsheitið var fyrst löggilt fyrir 5 árum. Samt em bókasafnsfræðingar nú um 160. Flestir hafa þeir BA-próf eða sambærileg erlend próf, allmargir meistarapróf og við höfum eignast fyrsta doktorinn. Ekki bara til að raða bókum... En annað starfsheiti kemur landsmönnum ekki eins spánskt fyrir sjónir, þ.e. bókavörður. Hins vegar hafa menn stundum skilið það þannig að þar fari mað- ur sem verji almenningi aðgang að bókum sem keyptar hafa verið fyrir almannafé. Fólk sá gjarnan fýrir sér kyrrlátan bókavin, jafnvel skáld eða rithöfund sem allir skildu að þurfti næði til þess að hugsa og skrifa. Þótt orð þetta kæmist á stéttina breytir það engu um ágæti margra merkra bókavarða á fyrri tíð, manna sem voru langt á undan sinni samtíð með hugmyndir um starfsemi safna og skildu nauðsyn þess fyrir íslendinga að búa vel að bóka- söfnum. Eftir að stétt bókasafnsfræð- inga fór að mega sín einhvers eftir 1970 vildu menn leggja mesta áherslu á að starfsmenn bóka- safna væru „virkir", að ég segi ekki afskiptasamir! Bókasafns- fræðingar hins nýja tíma voru óþolinmóðir í anda samtíðarinn- ar og sáu sinn frama felast í því að koma reiðu á upplýsingafarganið og ota stöðugum upplýsinga- straumi að skjólstæðingum sín- um. Þetta var fyrir daga fjölmiðl- abyltingarinnar og áður en alla fór að flökra við orðinu upplýs- ingar. Nú viljum við vinsa úr þann fróðleik sem fólki má að gagni koma. En hvar starfa bókasafnsfræð- ingar og hvað gera þeir? Þeir starfa auðvitað í öllum tegundum bókasafna, s.s. rannsóknar- og sérfræðisöfnum, almennings- bókasöfnum og skólasöfnum en einnig hjá opinberum stofnun- um, einkafyrirtækjum og fé- lagasamtökum. Langflestir fé- lagar í Félagi bókasafnsfræðinga vinna í sérgrein sinni þótt nokkrir sinni öðrum störfum sem flest tengjast bókum á einhvern hátt. Verksvið þeirra er auðvitað breytilegt eftir starfsvettvangi og stærð vinnustaðar. ...heldur til að miðla upplysingum Á síðustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á miðlunar- hlutverk bókasafna. Þetta á við ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 bæði um afþreyingar- og fræðslu- efni fyrir almenning og heimildir vegna vísindastarfa eða tækni. Nútímatækni hefur gjörbreytt aðstöðu okkar til þess að fylgjast með flestu sem gefið er út í heiminum. Við höfum betri for- sendur en nokkru sinni fyrr til þess að veija það efni sem við viljum kaupa til íslands, annað efni getum við nálgast með ýms- um hætti, lánum frá erlendum söfnum eða með tölvusam- skiptum. En tæknin gerir bóka- safnsfræðinga ekki óþarfa, miklu fremur geta þeir haft úrslitaþýð- ingu hvað varðar skynsamlega nýtingu á fjármunum til kaupa eða miðlunar á safnefni. Nú er í sjónmáli sameining Háskólabókasafns og Lands- bókasafns í þjóðarbókhlöðu. Tölvuvæðing íslenskra bókasafna stendur einnig fyrir dyrum. Á næstu árum koma til með að skapast kærkomin atvinnutæki- færi fyrir bókasafnsfræðinga sem með aðstoð ótrúlegra tæknifram- fara á sviði upplýsingamiðlunar munu bæta þjónustu safnanna og skapa möguleika á fjölbreyttara samstarfi bæði milli innlendra safna og við sambærilegar er- lendar stofnanir. Kristín er yfirbókavörður við Kenn- araháskóla íslands. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leiöbeinendum til starfa við Vinnuskólann í sumar. Starfstími skólans er frá 1. júní til 31. júlí. Æskilegt er aö umsækjendur hafi reynslu í verk- stjórn og þekkingu á gróöurumhiröu og öðrum verklegum störfum. Reynsla í starfi meö ung- lingum er líka æskileg. Ennfremur er sérstaklega auglýst eftir leiöbeinendum fyrir hóp fatlaöra ungmenna sem þurfa mikinn stuöning í starfi. Umsóknareyðublöð eru afhent í Ráðningar- stofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 622648. Þar eru einnig gefnar upplýsingar um starfiö. Umsóknarfrestur er til 25. apríl n.k. Vinnuskóli Reykjavíkur „Fólk sá gjarnafyrir sér kyrrlátan bókavin, jafnvel skáld eða rithöfund sem allir skildu að þurfti næði til þess að hugsa ogskrifa... “ r5? Laus staða Við félagsvísindadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar staða lektors í félagsfræði. Staðan er veitt til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjanda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 5. maí 1989. Menntamálaráðuneytlð 5. aprfl 1989 Laust embætti er forseti íslands veitir Prófessorsembætti í rekstrarhagfræði og skyldum greinum við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjanda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrlr 5. maí 1989. Menntamálaráðuneytið 5. apríl 1989.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.