Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 15
SANNAR um að segja vinnukonum upp nema um það væri samið við ráðningu að hún skyldi fara yrði hún ólétt. Einnig vildi hann að bannað yrði að hreppstjórar tækju sig til og vísuðu vinnukon- um burt fyrir þá sök eina að þær væru óléttar og ættu sveitfesti í öðrum hreppi. Hins vegar taldi hann eðlilegt að móðir og faðir óskilgetins barns greiddu hús- bónda hennar skaðabætur. Þar var um að ræða kostnað við sæng- urlegu, en einnig tap vegna minnkandi starfsorku stúlkunn- ar. Kansellí vill bann en tekst ekki Embættismenn í hinu danska Kansellí voru nútímalegri í hugs- un en hreppstjórar norður í Skagafirði. Síðla sumars 1820 svöruðu þeir Stefáni amtmanni á þá leið „að þar Cancellíinu frá- skýrt sé að oft fari það óskikk fram á íslandi að vinnukonur sem annaðhvort koma óléttar í vistir eða verða það í þeim, séu oft af húsbændum og oft að hrepp- stjórum rækar gjörðar úr vistum og hreppum, svo að þær ekki síð- an verði hreppum til þyngsla með barnsþunga þeirra, er amt- mönnum tilkynnt til reglu í slík- um tilfellum að ef hreppstjóra eða aðra hendi yfirsjón í þessu tilliti skuli þvílíkir laga tiltali sæta.“ Petta er ekki fjarri því sem samið var um núna um daginn og Stefán hefði ekki getað fengið betri úrlausn. Hefði þessi regla gilt þegar Ragnhildur var rekin er líklegt að Espólín hefði dæmt Jóni á Silfrastöðum í vil og Ragn- hildur fengið að vera áfram hjá Skúla í Brekkukoti. Pannig fór þó ekki og hinum sívakandi yfirdómara, Magnúsi Stephensen, sem líklega hefur verið betur að sér um alla hluti á íslandi en nokkur annar maður á þessum árum, tókst að hnekkja úrskurði Kansellís. í málgagni sínu Klausturpóstinum gerði hann þá athugasemd haustið 1820 að þetta bréf yrði áreiðan- lega tilefni ótal spurninga og svörin lægju ekki í augum uppi. Hann bætti síðan um betur og skrifaði ítarlega greinargerð til Kansellís um að bréfið væri alltof óljóst, annað hvort yrði að semja ný og nákvæm lög eða að allt yrði konu sem átti von á barni bryti í bága við lög, „meðal hverra telj- ist að hún verða megi hættuleg þeirra heilsu eða iífi, en að öðru leyti breyti það bréf í engu lag- anna ákvörðunum." í næsta Klausturpósti skrifaði Magnús sigri hrósandi að auðséð væri „að lögmætar burtvísunar orsakir þessara kvenna enn eru þær sömu sem áður.“ Allt var því við það sama og bændur gátu haldið áfram að vísa vanfærum vinnu- konum úr vist, ef aðeins þeir níu ára, 19. nóvember 1827. Þá var hún tökubarn á Víðivöllum og tekið er fram að Lýtingsstaða- hreppur borgaði með henni, enda var dómur Hæstaréttar túlkaður á þá leið að ekki hefði mátt reka Ragnhildi. Hún taldist því eiga lögheimili að Brekku- koti, sem þýddi að Ragnheiður átti sveit á Lytingsstaðahreppi. Þangað fór hún þó aldrei og sjálf- sagt fögnuðu hreppstjórar þar dauða hennar. Ekkert veit ég um samskipti þeirra mæðgna þessi „Þegar Skúli sótti Ragnhildi að Geitaskarði mun Lilja húsmóðir hennar þar hafa laumað því að honum að líklega væri Ragnhildur með barni og fljótlega eftir að hún var komin að Brekkukoti hófst upp orðrómur í sveitinni að hún væri ólétt. Skúli spurði hana hvað eftir annað hvort orðróm- urinn væri á rökum reistur, en hún neitaði því statt og stöðugt. Heldur þótti honum hún linast til verka eftir því sem leið á sumarið og loks var það 25. júlí að hún viðurkenndi það fyrir honum að hún ætti von á barni. Hann tilkynnti henni þá ;V--- umsvifalaust að hún yrði látin fara.“ sem fyrr. í þeirri greinargerð er að finna dæmisöguna sem rakin var í upphafi. Magnúsi þótti óeðlilegt að meina bændum að reka vanfærar vinnukonur úr vist ef þær voru í því ástandi þegar þær komu til starfa á fardögum. Hann taldi það vera svik eða galla sem bóndi átti ekki að bera kostnað af, heldur vandamenn eða hreppurstúlkunnar. Kansellí sá sitt óvænna eða hefur ekki nennt að semja sérstök lög um svo lítilsvert atriði. Það varð við tilmælum Magnúsar og gaf út annað bréf árið eftir um að bréfið frá árinu áður varðaði aðeins þau tilvik þegar brottrekstur vinnu- gerðu það innan viku frá því þeir komust að því hvert stefndi. Afdrif Ragnhildar og aðrar konur Af Ragnhildi er það að segj a að 19. nóvember 1818 eignaðist hún dóttur sem hlaut nafnið Ragn- heiður. Föður lýsti hún Húnvetn- inginn Jón Guðmundsson sem ekki vildi synja fyrir það, en kom aldrei nálægt barninu. Fæðingin átti sér stað í Akrahreppi, líklega á Víðivöllum. Þaðan fór Ragn- hildur vorið 1820, en Ragnheiður varð eftir og dó úr andarteppu og landfarsótt daginn sem hún varð örfáu ár, en Ragnhildur var vinnukona allt sitt líf, lengst af í Lýtingsstaðahreppi, lengi hjá séra Jóni Konráðssyni á Mæli- felli. En var mikið um að bændur vísuðu óléttum vinnukonum af heimili sínu? Þriðja áratug 19. aldar fæddust að meðaltali um 300 óskilgetin börn á ári, sextán af hundraði allra fæðinga. Lang- flestar óléttar ógiftar konur voru vinnukonur. Kannski sjötta hver hafi eignast barnið með hús- bónda sínum og varla hafa þær verið reknar að heiman urn leið og ljóst var að þær voru óléttar, að minnsta kosti hef ég ekki rek- SÖGUR Már Jónsson skrifar ist á dæmi þess. Einnig er ólíklegt að stúlkur sem höfðu verið eitt, tvö eða þrjú ár í vist á sama bæ hafi verið reknar burt. Líkurnar voru mestar í tilvikum sem líktust máli Ragnhildar og dæmisögu Magnúsar Stephensens, þegar stúlka kom ólétt í vist á ókunnugt heimili. Dæmi eru aftur á móti fá, hvort sem það er vegna þess að lítið var um þetta eða að allt hefur farið fram í kyrrþey. Mál Ragn- hildar er sérstakt fyrir þá sök að deilur hófust á milli hreppstjóra. Hefði Ragnhildur fæðst í Lýtings- staðahreppi hefði hún að öllum líkindum farið þegjandi og hljóðalaust til föður síns á Haf- grímsstöðum. Við hefðum þá ekki vitað um brottrekstur henn- ar úr vist á Brekkukoti. Af um- ræðum embættismanna um mál hennar virðist sem þeir hafi þekkt svipuð dæmi, en þeir nefna engin nöfn. Dómstólar tóku sjaldan á málum af þessu tagi, enda voru þau einkamál sem reynt var að sætta og semja um manna á milli, án þess að neitt væri skráð um rás atburða eða skoðanir fólks. Tvö mál önnur úr Skagafirði sem fóru það hátt að við vitum um þau eru ólík máli Ragnhildar. í öðru til- vikinu var vinnukonan Margrét Guðmundsdóttir sem eignaðist barn á Akrahreppi flutt yfir í Hegranes þar sem foreldrar hennar bjuggu á Kárastöðum. Það gerðist árið 1821 og var hún hætt komin en lifði af. Tveimur árum síðar gerðist það í Seilu- hreppi að Sigríður Þórðardóttir varð þunguð og vissu allir hver átti barnið með henni. Hún var í húsmennsku og skorti ekki fé, en samt sem áður rak Sigurður hreppstjóri í Krossanesi hana úr hreppnum. Málið kom fyrir Landsyfirrétt, sem sýknaði Sig- urð. Dómari var enginn annar en Magnús Stephensen og er við hæfi að hann hafi síðasta orðið: „hreppstjóra Sigurði bar eftir embættisskyldu að verja hrepp sinn óviðkomandi sveitarþyngsl- um, þessvegna ei að líða utan- sveitar óléttum lausakonum, sem hvorki áttu þar fasta vist né lög- býli, þar að sveitfestast, fæða þar börn á hreppinn eða halda fram lausingja samlífi í öldungis óheimilli húsmennsku, saman við óekta barnsfeður þeirra, þó fá- einar sauðkindur ættu til að skjóta þar við óektabörnum og ómögum niður í óviðkomandi hreppa, þeim til útörmunar." Heimildir er flestar að finna í skjölum Kansellís á Þjóðskjalasafni: Kansellí 88, 12. október og 22. nóv- ember 1819. Þar eru greinargerðir embættismanna og ýmis fylgiskjöl. Bréf Kannsellís frá 1820 og 1821 eru prentuð í Lovsamling for Island, átt- unda bindi, auk þess sem gerð er grein fyrir þeim í Klausturpóstinum, sem hægt er að sjá í Landsbókasafni og Háskólabókasafni. Þar eru einnig eintök af riti Magnúsar Stephensens Handbók fyrir hvern mann. Jón Esp- ólín skrifaði um málin þrjú í ævisögu sinni sem var gefin út í þýðingu Gísla Konráðssonar í Kaupmannahöfn árið 1895 og í Sögu frá Skagfirðingum 1685-1847, öðru bindi, sem kom út í Reykjavík árið 1977 bls. 110, 106 og 112. Föstudagur 28. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.