Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina? Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður Hef engin sérstök plön en býst við því að glugga í nokkrar ljóðabækur, enda er ég að kaupa mér íbúð og þarf að kynnast henni. Þess vegna verð ég að öllum líkindum bundinn innanhúss að undanskildum reglu- bundnum sundferðum. Ég á mjög góða sundskýlu sem ég krækti mér í fyrir norðan sl. sumar á ferð minni um landið. MYNDLIST Jón Axel, kolateikningar, í Nýhöfn Hafnarstræti, hefstld., virka10-18, helgar 14-18, lýkur 17.5. Daðl Guðbjörnsson, málverk, í FÍM- salnum Garðastræti, hefstföd., virka 13-18, helgar 14-18, lýkur 16.5. Ófeigur Björnsson sýnir skúlptúra í Gallerí Grjóti, Skólavst., hefstföd., virka 12-18, helgar 14-18, lýkur 15.5. „Áfram veginn" í Safnahúsinu Sauðárkróki: Áslaug Sigurbjörns- dóttir, Dagrún Magnúsdóttir, Gréta Ósk Sigurðardóttir, Guðrún Nanna Guðmundsdóttir, (ris Ingvadóttir, Tryggvi Þórhallsson, Þórdís Elín Jó- elsdóttir. Hefst ld., dagl. 15-18, lýkur 7. maí. Pétur Bjarnason í Ásmundarsal, dagl. 14-20, Iýkur4.5. Halldór Árni Sveinsson (málverk) í Listasafni ASf Grensásv., virka 16- 20, helgar 14-20, lýkurmád. Samsýning í Art-Hún, Stangarhyl 7, virka 14-18, helgar 13-18, lýkur mád. Ragna Ingimundardóttir (keramik) á Kjarvalsstöðum, dagl. 11-18, lýkur sd. Einar Hákonarson (emaléruð myndverk) á Kjarvalsstöðum, dagl. 11-18. Sigurlaugur Elíasson (grafík) Undir pilsfaldinum, Hlaðvarpanum Vest- urg., virka 14-19, helgar 14-22, lýkur mád. Jón Gunnarsson (málverk) í Hafn- arborg Hfirði, dagl. 14-19nemaþd., Iýkur7.5. Sigríður Ásgeirsdóttir (glermyndir) ÍNorrænah.,dagl. 11-18, lýkurmád. Sjötíu verk fimmtán málara úr Listmálarafélaginu á Kjarvalsstöð- um, dagl. 11-18, lýkur mád. Samsýn- ing í Nýllstasafninu Vatnsstíg, virka 16-20, helgar 14-20. Síðasta sýn- ingarhelgi síðustu sýningar á Vatns- stígnum. Listasafn Einars Jónssonar, ld„ sd. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn dagl. 11-17. Listasafn íslands. Salur 1: Jón Stef- ánsson, Kjarval, Scheving. Salur2: Verk átta samtímamanna. Salur 3 og 4: Hilma af Klint, farandsýning frá Svíþjóð. Mynd mánaðarins: Mosi við Vifilsfell e. Kjarval, kynntfid. 13.30. Dagl. 11-17nemamád. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, helgar 14-17. Eiríkur Smith, vatnslitamyndir í Gall- erí Borg Pósthússtr., opið virka 10- 18, helgar 14-18, Iýkur2.5. Árni Rúnar Sveinsson (málverk) á Mokka Skólavörðustíg, hefst Id. Gallerí Gangskör, virka 12-18 nema mád., gangskörungar sýna. Ásgrímssafn Bergstaðastr., vatns- litamyndir til maíloka, dagl. 13.30-16 nemamád. Tumi Magnússon í Slunkaríki ísa- firði, dagl. 16-18, lýkur Id. Síðustu sýningar um helgina hjá Egg-leikhúsinu á „Sál mín er hirðfífl í kvöld“ í Hlaðvarpanum, Nýhöfn og aftur I Hlaðvarpanum. Myndin sýnir Þór Túliníus og Viðar Eggertsson sem konung og hirðfífl í þriðja þætti. Hugleikur sýnir Ingveldi á Iðavöllum Galdraloftinu Hafnarstræti 9 Id. 20.30 (miðap. 24650). Leikfélag Hveragerðis sýnir Dýrin í Hálsaskógi í Bæjarbíó Hfirði Id. 14.00,17.00, sd. 14.00. Bílaverkstæði Badda aftur á litla sviði Þjlh. þd., mid. 20.30, leikförí vændum. Ofviðrið í Þjlh. föd., sd. 17.00. Leikfélag Dalvikur sýnir Dysina e. BöðvarGuðmundsson, leikstj. Þrá- inn Karlsson, í Félagsheimili Kópa- vogsföd., Id. 16-18. Hvað gerðist í gær? Alþýðuleikhús- ið í Hlaðvarpanum Vesturg. 3 Id. 20.30. Haustbrúðurí Þjlh. Id. 20.00. Óvitar ÍÞjlh.ld.sd. 14.00. Brúðkaup Fígarós föd., sd. 20.00 í Óperunni. Sveitasinfónían í Iðnó föd., sd. 20.00. Sjang og Eng í Iðnó Id. 20.00. Ferðln á heimsenda I Iðnó Id. sd. 14.00. Sál mín er hirðfífl í kvöld, Egg- leikhúsið Hlaðvarpanum Vesturg, föd., sd. 20.00, síðustu sýningar. TÓNLIST Snæfellingakórinn í Reykjavík syngur i Félagsheimili Stykkishólms Id. 16.30, eins. Theodóra Þor- steinsdóttir, Friðrik Kristinsson söngstj. Píanóleikur Ingibjörg Þor- steinsdóttir. Kór Hafnarf jarðarkirkju syngur verk e. Friðrik Bjarnason og Missa Sancti Nicolai e. Haydn í kirkjunni sd. 17.00, með tólf manna hljómsveit, eins. Erna Guðmundsdóttir (sópran), Sigríður Jónsdóttir(messósópran), Magnús Steinn Loftsson (tenór), Að- alsteinn Einarsson (barítón). Söngféiagar 1 & 8 í Gerðubergi sd. 16.00, stj. Helgi R. Einarsson. Bandaríska tónskáldið Neil B. Roln- ick leikur raftónlist hjá Musica nova Id. 16.00 á Hótel Borg, Andrea Gylfa- dóttir (í Grafík) syngur í einu verk- anna. TónleikarTónmenntaskóla Rvíkur í Óperunni Id 14.00, einleikur og sam- spil yngri nemenda. Ókeypis. Vortónleikar Skagf irsku söngs- veitarlnnar í Langholtskirkju sd. 17.00, eins. Guðmundur Sigurðsson, Halla S. Jónasdóttir, Hreiðar Pálma- son, Óskar Pétursson, verk e. m.a. Schubert, Hándel, stj. Björgvin Þ. Valdimarsson. Norski píanóleikarinn Leif Ove Andsnes á tónleikum Tónlistarfé- lagsins i Óperunni þd. 20.30, verk e. Chopin, Grieg, Schubert. Tríó Egils B. Hreinssonar í Heita pottinum Duus-húsi sd. 21.30. HITT OG ÞETTA Laugardagur- Alþjóðadagur dans- listarinnar. íslenski dansflokkurinn og Félag íslenskra listdansara minna á daginn með sýningum í Kringlunni 11.30,12.30, á Eiðistorgi 14.15 og Kjarvalsstöðum 16.00. Ferðafélagið. Sd. 10.30 Skíöaganga yfir Kjöl, frá Stíflisdal að Fossá í Hval- firði, verð 1000. Sd. 13.00 Skíða- ganga í Jósepsdal, verð 600. Sd. 13.00 Gönguferð inn Jósepsdal, yfir Ólafsskarð að Suðurlandsvegi, verð 600. Md. 10.30 Hengill, göngu- og skíðaferð, verð 600. Brottför austan Umfmst, börn m.f. frítt Útivist. Sd. 13.00 Básendar- Hunangshellar-Ósar, verð 1000. Md. 13.00 Gönguferð á Keili („fjalla- hringurinn" 1. ferð), verð 900. Brott- för vestan Umfmst, börn m.f. frítt. Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi 10.00frá Digranesv. 12. Birkið angar og liljurnar skarta sínu fegursta. Félag eldri borgara. Göngu-Hrólfur leggur af stað frá Nóatúni Id. 10.00. Opið hús íTónabæ Id. frá 13.30, dansleikurog skemmtun 20.00. Opið hús sd. í Goðheimum, Sigtúni 3, spjall, spil og tafl frá 14, dansað 20- 23.30. Ópið hús Tónabæ md. frá 13.30, félagsvist frá 14.00. Ekkert MÍR-bíó þessa helgi, en opið hús md. 1. maí á Vatnsstíg 10 frá 14.00, kaffisala. sýningar, ferðakynn- ingar, tónlist, hlutaveltao.fi. Skáldskaparmál, ráðstefna um forn- bókmenntirnar I Borgartúni 6 föd. frá 20.00, Id.og sd. 10-17. „Evrópuhúsið," öryggismál og við- skiptahagsmunir. FundurNorræna sumarháskólans, málshefjendur Árni Bergmann, Vigfús Geirdal, sd. 14.00 Norræna húsinu. Aldargamall Þórbergur. Pétur Gunnarsson talar um Þórberg, lesið úrverkum, Id. 15.00 Borgarbóka- safninu Gerðubergi. Skemmtikvöld hjá Barðstrendinga- félaginu Id. Hreyfilshúsinu frá 21.00. Bænadagursd., bænaguðþjónustur í öllum kirkjum: „Verði gróandi þjóðlíf með þerrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut." ÍÞRÓTTIR Karfa, NM. Föd.: Svíþjóð-Noregur 14.00 Keflavík, Finnland-Danmörk 18.00Grindavík, (sland-Svíþjóð 20.00 Njarðvík. Ld.: (sland-Noregur 14.00 og Svíþjóð-Finnland 16.00 í Keflavík. Fatlaðir. Handknattleiksmót með fs- landi A og B, V-Þýskalandi og Noregi. Frá 20.00 föd.ogl 0.00 Id. Fótbolti, Rvkmót, undanúrslit, KR- Fylkirld. 17.00 og Víkingur-Fram sd. 20.30. Stöplamir hennar Hólmfríðar Sumardagskrá Sjónvarpsins er nú að byrja að skríða yfir skjáinn og virðist ýmislegt forvitnilegt þar á ferð. Mér þótti ágætt að heyra þá yfirlýsingu sjónvarps- manna að nú skyldi innlent efni aukið yfir sumartímann. Oft hafa 'sumrin nefnilega verið skelfileg eyðimörk - sem kannski er eins gott ef maður á að komast út í góða veðrið. Svona er maður nú mótsagnakenndur. En burtséð frá samvisku- kvölum sjónvarpssjúklinga á fögrum sumarkvöldum þá eru nýju þættirnir farnir að birtast einn af öðrum. Hringsjáin byrj- aði um síðustu helgi, í fyrrakvöld fór Hafsteinn Hafliðason græn- um fingrum um áhorfendur og léttmetið á kvöldfréttatíma út- varpsins er að stokkast upp. Og svo er fréttastofan farin að Ieggja til umræðuþætti á þriðju- dagskvöldum. Um það er í sjálfu sér allt gott að segja og reynslan verður að skera úr um það hvort fréttahaukunum fer stjórnin bet- ur úr hendi en Hrafni Gunnlaugs- syni. Á þriðjudaginn var Árni Þórð- ur Jónsson með umræðuþátt um ferðamál sem fór allur prúð- mannlega fram. Þrátt fyrir nokk- uð eldfimt framlag Björns S. Lár- ussonar héldu ferðamálafrömuð- irnir stillingu sinni. Þátturinn var að mörgu leyti ágætur utan hvað ég fékk eins og svo oft áður á tilfinninguna að menn væru ekki komnir í sjónvarpssal til að upp- lýsa almenning heldur til að sýna . okkur hversu vel þeim færust störfin úr hendi og hversu rétt brautin væri sem þeir fetuðu. Það væru hinir sem væru á villigötum. En semsé, allt var þetta með felldu og svo komu fréttir og að, þeim loknum kvaddi Rósa. Daginn eftir hringdi svo kunn- ingi minn í mig til að ræða þennan þátt. Hann þekkir dálítið til í ferðamálunum og honum var nokkuð heitt í hamsi út af stöpla- ritum sem fulltrúi Flugleiða í þættinum, Hólmfríður Árnadótt- ir, vitnaði í og höfðu þann tilgang að sýna hversu vonlaus sam- keppnisaðstaða íslenskra veiting- ahúsa væri andspænis erlendum matsölustöðum sem þyrftu ekki að borga nema brot af því sem íslenskir vertar þurfa að greiða fyrir hráefnið í matinn. Ég kannaðist við sönginn um matarskattinn og spurði kunning- ja minn hvað hann hefði við þetta að athuga. Jú, það voru vöruteg- undirnar sem bornar voru saman. í pakkanum sem borinn var sam- an voru sjö tegundir hráefnis, eitt kíló af hverri. Þar var salat, kart- öflur, tómatar og egg og svo þrjár kjöttegundir: svínahryggur, nautahryggur og kjúklingur. Alls greiddu íslensku veitingahúsin 3.200 kr. fyrir pakkann, þar af 2.400 kr. fyrir kjötið, en danskir vertar þurftu ekki að greiða nema um 1.200 kr. fyrir sama hráefni. Þarna var um hreina fölsun að ræða að sögn kunningja míns. Hann vitnaði í hóteleiganda á landsbyggðinni sem sagði að 95% þeirra máltíða sem hann bæri á borð fyrir erlenda ferðamenn væru fiskur, einkum lax sem væri orðinn svo ódýr eftir að fiskeldið færðist í vöxt. Afgangurinn pant- aði lambakjöt. Kunningi minn hélt því semsé fram að ef borið hefði verið saman verðlag á laxi, lúðu og lambakjöti hefði útkom- an orðið allt önnur. Ég segi ekki að ég geti tekið undir með kunningja mínum sem gekk svo langt að sjá í þessu sam- særi Flugleiða. Fyrirtækið vildi með þessu sýna að það væri svo dýrt að ferðast hér heima að það borgaði sig að fara til útlanda - með Flugleiðum að sjálfsögðu! Ég get hins vegar tekið undir með Birni S. Lárussyni að ég er orðinn dálítið þreyttur á þessum eilífa söng um vonsku ríkisvalds- ins. Vissulega getur rtkið verið vont og sjálfsagt að veita því að- hald. En það er engin ástæða til að gera það verra en það er með rangfærslum og villandi saman- burði. Stundum er hins vegar eitthvað að hjá manni sjálfum og það lagast ekki nema maður hafi kjark til að horfast í augu við það. Og til þess eiga fjölmiðlar að vera: að hjálpa viðmælendum sínum og notendum að komast að kjarna hvers máls. Ekki að ein- blína á hismið eða þyrla upp moldviðri á forsendum sem ekki standast að rýnt sé í þær. Það gerðu stöplarnir hennar Hólm- fríðar ekki. FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.