Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 29
^ Tilkynning Um lóðahreinsun í Reykjavík, vorið 1989 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar, er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí n.k. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún fram- kvæmd á kostnað og ábyrgð húseiganda, án frekari viðvörunar. Þeir, sem óska eftir hreinsun eða brott-flutningi á rusli á sinn kostnað, til- kynni það í síma 18000. Til að auðvelda fólki að losna við rusl af lóðum hafa verið settir gámar á eftirtalda staði: Við Njarðargötu í Skerjafirði, Holtaveg-Vatnagarða, Sléttuveg, Hraunbæ og við Jafnasel í Breiðholti. Eigendur og umráða- menn óskráðra umhirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóðum og opnum svæðum í borginni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta. Búast má við, að slíkir bílgarmar verði teknir til geymslu um takmark- aðan tíma, en síðan fluttir á sorphauga. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tíma sem hér segir. mánudaga-föstudaga kl. 08-21 laugardaga kl. 08-20 sunnudaga kl. 10-18 Rusl, sem flutt er á sorphauga, skal vera í um- búðum eða bundið og hafa skal ábreiður yfir flutningakössum. Ekki má kveikja í rusli á sorp- haugum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgar- landinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð, sem gerast brotlegir í þeim efnum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild Orðsending frá Verkamannafélaginu Dagsbrún Aðalfundur Dagsbrúnar verður haldinn 10. maí nk. Reikningar félagsins vegna ársins 1988 liggja frammi á skrifstofu félagsins, Lindargötu 9. Stjórn Dagsbrúnar SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA AUSTURLANDI Forstöðumaður óskast Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Austurlandi auglýsir stöðu forstöðumanns við þjónustumið- stöðina Vonarland lausa til umsóknar frá 1. september n.k. Markmið þjónustumiðstöðvar- innar er að veita 8 fötluðum langtímavistun og jafnframt er eitt skammtímavistunarpláss. For- stöðumaður ber ábyrgð á faglegri og rekstrar- legri stjórnun heimilisins í samráði og samstarfi við svæðisstjórn. Forstöðumaður skal hafa reynslu og menntun í þjálfun og umönnun fatl- aðra. Aðstoðað er við útvegun á húsnæði. Um- sóknarfrestur er til 31. maí n.k. og óskast um- sóknir sendar á skrifstofu Svæðisstjórnar Aust- urlands, pósthólf 124, 700 Egilsstaðir. Nánari upplýsingar eru veittar af forstöðumanni Vonar- lands, sími 97-11577 frá 8-16 eða á skrifstofu svæðisstjórnar, sími 97-11833 frá 13.30-17.00 alla virka daga. KENNARA- HÁSKOLI ÍSLANDS Almennt kennaranám til B.ED.-prófs Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kenn- aranám við Kennaraháskóla íslands er til 5. júní. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af próf- skírteinum. Umsækjendur koma til viðtals dag- ana 8.-14. júní, þar sem þeim verður gefinn kostur á að gera grein fyrir umsókn sinni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða önnur próf við lok framhaldsskólastigs svo og náms- og starfsreynsla sem tryggir jafngildan undirbún- ing. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðu- blöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, sími: 91-688700. Rektor Vélstjórar - vélstjórar Vélstjóra vantar að Skeiðsfossvirkjun í Fljótum Skagafirði. Ágætis aðstaða fyrir fjölskyldu með börn. Áhugaverð sveit með mikla framtíðarmöguleika og mikið félagslíf. Viðkomandi þarf að hefja störf 1. júní 1989. Laun samkvæmt kjarasamningi S.M.S og Siglufjarðarkaupstaðar. Nánari upplýsingar gefur veitustjóri eða bæjarstjóri Siglufjarðar í síma 96-71700 og stöðvarstjóri Skeiðsfoss- virkjunar í síma 96-7322, 96-73203. ff / Tilkynning: Þeir sem telja sig eiga bíla á geymslusvæði „Vöku“ á Ártúnshöfða og í Gufunesi þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 14. maí n.k. sbr. 110 gr. umferðar- laga. Hlutaðeigendur hafi samband við afgreiðslu- mann „Vöku“ að Eldshöfða 6 og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verða geymslu- svæðin hreinsuð og bílgarmar fluttir á sorp- hauga á kostnað og ábyrgð eigenda, án frekari viðvörunar. Reykjavík 24.04.89 GATNAMÁLASTJÓRINN í REYKJAVÍK Hreinsunardeild Rauðsokkahreyfingin á íslandi Helga Sigurjónsdóttir fjallar um upphaf, þróun og endalok rauðsokkahreyfingarinnar í laugar- dagskaffi Hlaðvarpans 29. apríl kl. 11.00 fyrir hádegi. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Öldrunarþjónustudeild Laus er staða verkefnastjóra á vistunarsviði öldrunarþjónustudeildar. Æskileg er menntun félagsráðgjafa, en starfið felst í yfirumsjón með húsnæðis- og vistunar- málum aldraðra hjá Reykjavíkurborg. Um er að ræða 100% stöðu sem er laus nú þegar. Umsóknarfrestur er til 12. maí nk. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð. Nánari upplýsingar veitir Þórir S. Guðbergsson og Ásta Þórðardóttir í síma 25500. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann á Egilsstöðum eru lausar til umsóknar kennarastöður í eftirtöldum greinum: frönsku, dönsku, stærðfræði, tölvufræði, viðskiptafræði og sál- fræði eða uppeldisfræði. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja er laus til umsóknar staða skólameistara til eins árs og staða aðstoðarskólameistara til fimm ára. Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar kennarastöður í þýsku og stærðfræði. Við Kirkjubæjarskóla á Síðu vantar kennara til að kenna fiskeld- isgreinar, eina og hálfa stööu. Upplýsingar veitir skólastjóri í símum: 98-74633 og 98-74640. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu' 6, 150 Reykjavík fyrir 19. maí nk. Menntamálaráðuneytið Rafveita Siglufjarðar. A Félagsráðgjafi Félagsmálastofnun Kópavogs óskar að ráða félagsráðgjafa til starfa. Um er að ræða fullt starf í fjölskyldudeild með áherslu á barna- verndarmál. Starfsreynslaeræskileg. Umsókn- arfrestur er til 15. maí nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veita fé- lagsmálastjóri oig deildarfulltrúi í fjölskyldudeild í síma 45700. Félagsmálastjóri Kópavogs Eiginmaður minn og faðir okkar Kristján Kristjánsson Mávahlíð 1 Reykjavík sem lést á Mallorka 13. apríl 1989 verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 2. maí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Elín Guðmundsdóttir Erlingur Kristjánsson Sigrún Kristjánsdóttir Kristján G. Kristjánsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.