Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 3
Úrskurður jafnréttisráðs Undrandi á niðurstöðunni Svavar Gestsson menntamálaráðherra: Ekki tekið tillit til þeirra óvenjulegu og erfiðu aðstœðna sem uppi voru — Ég er mjög undrandi á niður- viðurkenna með sjálfum sér, stöðu jafnréttisráðs. það er ekki tekið tillit til þeirra óvenjulcgu og erfiðu aðstæðna sem uppi voru i þessu máli, sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra aðspurður um úrskurð ráðsins vegna skip- unar skólastjóra við Óldusels- skóla. í úrskurði jafnréttisráðs kemur fram að skipun Reynis Daníels Gunnarssonar i skólastjórastöðu þrátt fyrir að meirihluti skóla- nefndar og fræðsluráðs hafi mælt með Valgerði Selmu Óskarsdótt- ur í starfið. - Ég vil spyrja jafnréttisráð að því hvort það hefði verið rétt af mér að hundsa vilja nær allra for- eldra barna í skólanum og meiri- hluta starfsmanna hans og hvort ég hefði líka átt að líta fram hjá reynslu fyrra árs? Við ákvarðanir af þessu tagi verður að hafa heidarsýn og það er ég viss um að allir meðlimir jafnréttisráðs sagði Svavar. Hann benti á að frá áramótum hefði hann sett eða skipað 27 konur í skólastjóra og yfirkennarastöður og þannig hefði stefna ráðuneytisins í jafnréttismálum birst á skýran hátt. í niðurstöðu jafnréttisráðs kemur fram að ráðið fallist ekki á þá röksemd menntamálaráðu- neytisins að aðstæður í Öldusels- skóla teljist sérstakir hæfileikar eins umsækjandans, eins og það er orðað í bréfi ráðsins. Hér er vísað í bréf frá menntamálaráð- herra þar sem skýrt er frá ástæð- um sem lágu að baki skipun Reynis Daníels. Þar er tekið fram að þeir sem best þekkja til skóla- starfs Ölduselsskóla hafi skorað á menntamálaráðherra að veita Reyni Daníel starfið þar sem þeir telja hann líklegastan til að koma aftur á góðu ástandi í skólanum. íþ Breiðdalsvík Atviimuástand gott Frystihúsið tekið tilstarfa á ný eftir sumarleyfis- lokanir. Bætt hafnaraðstaða brýnt verkefni - Atvinnuástandið er ágætt um þcssar mundir. I gær hófst vinna á ný í frystihúsinu eftir tveggja vikna lokun vegna sumarleyfa. Það hefur þótt hagkvæmara að loka alveg í ákveðin tíma á hverju sumri undanfarin ár í stað þess að reka húsið með fáum starfsmönn- um í lengri tíma, sagði Lárus Sig- urðsson, oddviti Breiðdals- hrepps. Tveir togarar eru gerðir út frá Breiðdalsvík, Hafnarey og Andey. Andey er nýr frystitogari sem keyptur var frá Póllandi á þessum ári. Hann kom til Breið- dalsvíkur 10. apríl í vor. - Það er orðið mjög brýnt að hefja hafnarframkvæmdir á staðnum, einkum eftir að nýi tog- arinn kom. Það hefur staðið til í fjögur ár að dýpka höfnina en það hefur alltaf strandað á fjár- veitingu frá ríkinu. Ég á þó von á því að hægt verði að byrja á dýpk- uninni á næsta ári og í framhaldi af því er ætlunin að lengja bryggj- una um 50 metra, sagði Lárus. Von er á heimsókn fjárveitinga- nefndar Alþingis í dag og binda menn vonir við að sú heimsókn auki skilning fjárveitingarvalds- ins á nauðsyn framkvæmdanna. í vor var steypt flotbryggja fyrir smábátana í Breiðdalsvík en trilluútgerð hefur aukist mikið undanfarin ár og nú eru 11 trillur gerðar þaðan út. Framkvæmdir við nýja grunn- skólabyggingu árið 1978 og er hún núna rúmlega fokheld. Lárus sagði að dýrar vatnsveitufram- kvæmdir hefðu tafið verkið, en vonir stæðu til að hægt væri að taka nýja skólann í notkun eftir rúmt ár. *Þ Frœðsluráð lllkvitni eða klaufaskapur Þorbjörn Broddason: Gerði réttum aðilumgreinfyrir fjarveru minni. Vísaþvítilföðurhúsanna að ábyrgðin sé mín að Valgerði barst ekki fundarboð - Ég gerði réttum aðilum grein fyrir því að ég yrði í burtu um tíma og því tæki varamaður minn, Valgerður Eiríksdóttir, sæti í fræðsluráði í minn stað, sagði Þorbjörn Broddason, full- trúi Alþýðubandalagsins í Fræðsluráði Reykjavíkur, en eins og kunnugt er af fréttum láðist að boða Valgerði á fund ráðsins á mánudag, þegar ráðið fjallaði um umsókn nýs einkaskóla, Mið- skólans, um starfsleyfi. Þorbjörn sagði það vera mis- kilning af hálfu Ragnars Júlíus- sonar, formanns fræðsluráðs, að Þorbjörn bæri ábyrgð á því að Valgerður hefði ekki fengið fundarboðið. - Ragnari átti að vera fullkunnugt um það að ég yrði í burtu. Áður en ég fór utan gerði ég fræðslustjóra grein fyrir því að Valgerður tæki sæti í ráðinu í minn stað þar til ég kæmi heim. Það var hinn eðlilegi framgangs- máti, enda er fræðslustjóri fram- kvæmdastjóri fræðsluráðs sam- kvæmt 14. grein fræðslulaga, sagði Þorbjörn. Þá nefndi Þor- björn að hefði haft sama hátt á varðandi félagsmálaráð og til- kynnt félagsmálastjóra forföll um tíma, sem hefði ekki komið að sök. Aðspurður um ástæður þess að Valgerður fékk ekki fundarboð- ið, sagði Þorbjöm þar annað- hvort vera um að ræða illkvitni meirihiuta fræðsluráðs eða hel- beran klaufaskap. - Það hefði vitanlega ekki breytt á neinn hátt afgreiðslu ráðsins á umsókn þessa nýja einkaskóla, sagði Þor- björn - ekki á annan hátt en þann að atkvæði hefðu fallið fjögur á móti einu í stað samhljóða sam- þykkis* -rk Tíðindalítill fundur á ísafirði að er eiginlega cinhvers konpr handvömm örlaganna að Is- afjörður varð ekki höfuðborg landsins frekar en Reykjavík. ís- firðingar eru t.a.m. að eðlisfari meiri heimsborgrar en reykvískir nesjamenn. Það var því í rauninni ekkert mál að hafa haustfund utanríkis- og Jjróunarráðherra Norðurlanda á Isafirði. ísfirðing- ar gerðu það með slíkum bravör og slíkri reisn að það var engu líkara en alþjóðlegar ráðstefnur væru daglegt brauð á ísafirði, rétt eins og í Genf eða Strassborg. Hinir erlendu gestir voru trakteraðir með hákarl og brenn- ivíni og að sjálfsögðu ekta vestfirskum harðfisk. í kvöld- verðarboði utanríkisráðherra á Hótel ísafirði var borinn á borð svartfugl sem matargestir kunnu greinilega vel að meta. Á miðvik- udagsmorgun fóru ráðherrarnir á skak. Að vísu lét þorskurinn þá ekki veiða sig, sennilega í mót- mælaskyni við takmarkaðan áhuga þeirra Stoltenbergs og EUemann-Jensens á frumkvæði Jóns Baldvins í afvopnunarmál- um hafanna. Síðast en ekki síst fengu menn konunglegar mót- tökur í Vigur síðasta daginn. Góð fundaraðstaða á ísafirði Fundaraðstaðan í hinu nýja glæsilega stjórnsýsluhúsi var eins og best varð á kosið og þjónustan hjá Hótel ísafirði til fyrirmyndar. Hinir erlendu gestir voru enda mjög ánægðir með aðstöðuna og það hvernig framkvæmd funda- haldsins tókst til. Helgi Ágústsson skrifstofu- stjóri utanríkisráðuneytisins sem bar hita og þunga af undirbúningi fundarins lýsti yfir sérstakri ánægju sinni með hve vel hefði verið staðið að þessum fundi af hálfu heimamanna. Taldi Helgi að aðstæður á ísafirði hentuðu sérlega vel fyrir fundarhald af svipaðri stærð og utanríkisráð- herrafundurinn var. Þessi utanríkisráðherrafundur verður hins vegar tæplega talinn hafa markað nokkur tímamót, enda munu fáir hafa búist við því. Fjölmiðlar sýndu honum ekki mikinn áhuga. Að loknu fundar- haldi ráðherranna og embættis- manna þeirra var gefin út sam- eiginleg tilkynning upp á einar 10 vélritaðar síður og haldinn blaða- mannafundur. í þessari tilkynningu var fjallað um ástand alþjóðamála, afvopn- unarmál og umhverfismál. Þessi tilkynning er svo almennt orðuð að hún kemur eiginlega á óvart því að Norðurlönd hafa að und- anförnu skapað sér virðingu fyrir ákveðna afstöðu í mörgum mál- um á alþjóðavettvangi. I tilkynn- ingunni er hins vegar erfitt að grípa á nokkurri skýrri stefnu. Sennilega á hún eftir að koma betur fram í framkvæmd utan- ríkisstefnunnar í hverju einstöku ríki Norðurlandanna og sam- vinnu þerra á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Yfirlýsing ráðherranna um á- standið í Kína var t.a.m. sérlega máttlaus og reyndar mjög sniðin að stefnu Bandaríkjanna gagnvart Kína. Látnar eru í ljós áhyggjur yfir kúguninni sem nú á sér stað og látin í ljós von um að kínverskir ráðamenn sjái að sér og aftur verði tekið til við um- bótastefnu. Ekki orð um hugsan- legar aðgerðir Norðurlanda gagnvart Kína. Ágreiningur um afvopnun í höfunum Afvopnunarmál voru þau mál sem mestur tími fór í að ræða á ráðherrafundinum. Reyndar frestaðist blaðamannafundurinn um 45 mínútur og munu það einkum hafa verið umræður um Miðausturlönd og afvopnun í höfunum sem einhver ágreining- ur varð um. Svíar munu hafa vilj- að fara varlega í yfirlýsingar um Miðausturlönd vegna stöðu þeirra sem hugsanlegs sáttasemj- ara í þessum heimshluta. Þá reyndi Jón Baldvin mjög að kný- ja á þá kollega sína til að taka undir hugmyndir hans um af- vopnun í höfunum, en án mikils árangurs. Jón var spurður á blaðamanna- fundinum hvort hann gerði sig ánægðan með það sem sagði í í BRENNIDEPLI yfirlýsingunni um afvopnunar- mál hafsvæða. Hann sagðist geta verið eftir atvikum ánægður. Þetta væri í fyrsta skipti sem á þessi mál væri minnst í yfirlýsingu utanríkisráðherrafundar Norður- landa og eins væri nokkurs um vert að lýst væri yfir áhyggjum af kjarnorkuslysum sem orðið hefðu á höfunum. Þeir Stoltenberg og Uffe, Ellemann-Jensen voru beðnir um að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum til afvopnunar í höfunum og voru skoðanir þeirra í aðalat- riðum samhljóða. Þeir sögðust vissulega hafa áhuga á afvopnun í höfunum. Norðurlöndin lægju að því hafsvæði þar sem vígbúnaðar- uppbygging hefði orðið mest í heiminum. Menn yrðu hins vegar að velja réttan tíma til að hefja umræður um þetta mál. Meðan umræður færu fram um fækkun hefðbund- inna vopna á meginlandi Evrópu væri ekki tímabært að leggja fram tillögur um afvopnun í höfunum. Menn yrðu líka að hafa í huga að Nató væri sjóbandalag sem þyrfti að tryggja flutningsleiðir yfir Atl- antshafið og hafa sem mest at- hafnafrelsi á höfunum af þeim ástæðum. Tillaga Jóns Baldvins Jón Baldvin gerði þá athuga- semd við tímasetninguna að það TillagaJóns Baldvins áfundi nœrrœnna utan- ríkisráðherra um afvopnun í höfunum er í rauninni ósk um athugun gæti vel verið að hann væri aðeins á undan tímanum með tillögu sína um afvopnun í höfunun en þess væri ekki langt að bíða að þetta mál kæmist á dagskrá. í rauninni var ekki annað að skilja á honum en að hann tæki að mestu leyti undir þau sjónarmið að bíða með tillöguna þangað til samningar hefðu tekist um fækk- un hefðbundinna vopna. Og það kom einnig fram að eiginlegar til- lögur um fækkun vopna í sjó- hernaði hafa ekki verið mótaðar af hálfu íslenska utanríkisráðu- neytisins. Þegar Jón var spurður um inni- haldið sagði hann: „Inntakið í því sem við höfum lagt fram er þetta: Við deilum ekkert um eðli Nató sem sjóbandalags. Við segjum einfaldlega: í þeirri afvopnunar- þróun sem nú hefur til allrar ham- ingju verið mjög hraðstíg þá sam- þykkjum við að fækkun hefð- bundinna vopna hafi forgang, en við bendum á að með frumkvæði Bush Bandaríkjaforseta sé orðið raunhæft að ætla að árangur náist í Vínarviðræðunum innan tíðar. Þegar samkomulagi hefur verið náð í því máli þá er það alla vega ljóst að fyrir mér a.m.k. að eftir það verði gerðar kröfur um að hefja viðræður um vígbúnað í höfunum. Þá þýðir ekki að vera með óljósa stefnu eða segja ein- falt nei. Við höfum því lagt til að gerð verði ítarleg athugun á traustvekjandi aðgerðum, vopn- aeftirliti, leiðum til fækkunar vopna. Ég segi ítarlega athugun sem síðar leiði til skýrt mótaðra tillagna í framtíðinni." Styður ekki frystingu Það er ljóst að Jón Baldvin reyndi töluvert til að fá þá Stolt- enberg og Ellemann-Jensen á sitt band í þessu máli. Það er hins vegar jafn ljóst að um eiginlegar tillögur er ekki að ræða enn sem komið er. Það er hins vegar já- kvætt að hann hefur farið fram á könnun og hann virðist vera að ýta með þessu á Nató að það dragi ekki fæturna eins og það hefur gert að undanförnu í af- vopnunarmálum og þannig gefið Gorbatsjov eftir allt frumkvæði. Það fer aftur á móti ekki hjá því að spurningar vakna um einlægni Jóns Baldvins í þessu máli. Það var t.a.m. ljóst að hann er á allt annarri skoðun um frystingu kjarnavopna en hinir norrænu kollegar hans og það kom skýrt og ákveðið fram að hann ætlar ekki að styðja frystingartillögu Svíþjóðar og Mexíkó á næsta alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna fremur en á síðasta ári. Frysting væri þó mikilvægt skerf í þá átt að stöðva þróun sovéskra og banda- rískra sjóstýriflauga sem nú er verið að framleiða í þúsundavís. Einnig er ljós að ekki er mikið að gerast í umræðum ráðherr- anna um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd og Jón Baldvin hefur tæplega verið talinn mikill áhuga- maður um það mál. Kjarnorku- laust svæði Norðurlanda tæki til landhelgi þessara landa og. væri að því leyti áfangi í afvopnun haf- anna. Það er engu að síður rétt að bíða og vona að Jón berjist fyrir afvopnun í höfunum af þeirri vestfirsku þrjósku sem hann á til í ríkum mæli. Og ef hann gerir það þá mega sko kjarnorkuveldin fara að passa sig! - VG Flmmtudagur 17. ágúst 1989 ÞJÓÐVlLJINN - SÍÐA 3*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.