Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar Kvartaö yffir vinnulöggjöf Átök um kaup og kjör fylgja ákveðnu mynstri sem menn kannast vel við. Fjölmennar starfstéttir, og þá láglaunafólk, semja fyrst og fylgja þeim samningum miklir svardagar um það af hálfu ríkisstjórna og atvinnurekenda að með þeim sé mótuð raunsæ kjarastefna. Kannski réttlát stefna um leið - að svo miklu leyti sem þar hefur verið tekið tillit til kröfugerð- ar um að einkum beri að rétta hlut láglaunafólks. Fámennari launamannafélög fara venjulega af stað síðar, fá venjulega það sem aðrir hafa samið um og nota í leiðinni þá sterku samningsstöðu sem þau eru í til að bæta meiru við sig. Nýjustu dæmin af þessum vettvangi eru samningar við flug- menn og flugfreyjur: þau minna enn og aftur á það, hve erfitt það hefur reynst að samræma þær kröfur um samstöðu- stefnu í launamálum, sem flestir þykjast vera fylgjandi, kröf- unni um frjálsan samningsrétt, sem í raun kemur sér best fyrir þá sem mest hafa fyrir. Nýlega bar fyrir augu skrif um þessi mál, þar sem sökinni á þessu mynstri er skellt á núverandi vinnulöggjöf eða þá á verklýðshreyfinguna fyrir að halda fast í meginreglu frjáls samningsréttar. M.a. skrifaði Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs, grein um þetta efni í Morgun- blaðinu, þar sem hann ber fram sínar tillögur um það, hvern- ig höggva megi á þennan hnút. Hann mælir með því, að vinnulöggjöfin sé ekki látin gilda fyrir þá sem hærri launin hafa, t.d. ekki fyrir þá sem hafa 80-90 þús krónur í mánaðar- laun fyrir dagvinnu. Hann segir: „Með því að setja aðra vinnulöggjöf fyrir þá hærra launuðu væri hægt að auka jafnræði milli þeirra og hinna lægst launuðu á vinnumarkað- inum. Þá væri hægt að koma í veg fyrir að ýmsir hópar gætu gefið þeim lægstlaunuðu langt nef með því að notfæra sér þá gífurlega sterku samningsstöðu sem þeir hafa með nú- verandi löggjöf". Þetta hljómar ekki illa við fyrstu sýn - en hætt er við að margir yrðu heldur betur langleitir yfir framkvæmdinni. Hver myndi til dæmis taka að sér að semja „sína menn“ yfir vinnulöggjafarstrikið, semja af þeim verkfallsrétt fyrir kauphækkun sem skilaði þeim inn í kerfi einkasamninga hvers og eins við sinn atvinnurekenda? í greinum Vilhjálms og útgefenda Frjálsrar verslunar um þetta mál gætir nokkrar viðleitni til að koma verklýðshreyfingunni í bobba með þessu máli - varpa því á hana að ákveða hverjir skuli hafa fullan samningsrétt og hverjir ekki. Nógu erfitt reyndar að sam- ræma sjónarmið innan hennar þótt slíkt ekki bættist ofan á. Þar að auki er með þessum æfingum verið að beina athyglinni frá þeim markaðslögmálum, sem greinahöfundar þó vilja sýna fulla virðingu - lögmálum sem með launaskriði ávinnumarkaði hafagertjafnaðarhugmyndum meiri uslaen nokkuð annað. Vissulega er um alvarleg mál að ræða, vissulega eru samningar eins og þeir sem Flugleiðir gerðu mjög til þess fallnirtil að vekja megnaóánægju með vinnulöggjöfina, ekki síst hjá þeim sem hún ætti helst að vernda. Það ætti að vera alvarlegt íhugunarefni oddvitum þeirra launamannafélaga sem mest eru gefin fyrir sérleiðir allskonar, að farið er að nota þeirra dæmi til að reyna að skipta launafólki í landinu í tvennt allt eftir því hvorum megin það kynni að standa við breytta vinnulöggjöf. Sú samstaða sem allir mæla með á stórum dögum, hún krefst þess að menn leggi nokkuð á sig, að þeir hugsi út fyrir eigin raðir. Annars leggur meginlögmál I samkeppnisþjóðfélagsins - stríð allra gegn öllum - undir sig verklýðshreyfinguna gjörvalla, rétt sem aðra parta samfé- lagsins. ÁB KLIPPT QG SKORIÐ Þrautseig Tímans tönn íslensk dagblöð hafa tekið verulegum stakkaskiptum á næstliðinum árum, eins og allir vita. Meira að segja Tíminn hefur breyst tölvert og er það blað þó trúast gömlum hugmyndum um blað sem flokksmálgagn. En það er fleira en málgagnshlutverkið sem Tíminn heldur fast í. Til dæmis má taka þann sið að mæta tíðindum úr íslensku menningar- lífi með hryssingslegri tortryggni og megnri fýlu, rétt eins og skáld- saga, leikrit eða kvikmynd séu fyrst og síðast til orðin í ljósfælnu samsæri alkomma og laumu- komma um að hrella hvern „lag- lega hagorðan Framsóknarbc3nda úr sveit“, sem Steinn orti um. Þetta ergelsi Tímans fór fjöllum hærra meðan Jónas frá Hriflu skrifaði í það blað um apakattar- lætin í íslenskum myndlistar- mönnum og níð Halldórs Lax- ness um sveitamenninguna. Og enn er fer það á kreik í leiðara- síðuskrifum, merktum Garra, í svotil hvert skipti sem íslenskur maður dirfist að semja leikrit eða búa til kvikmynd. Hér á reyndar við að minnast orða Karls gamla Marx um söguna sem endurtekur sig - og er harmleikur fyrst en síðan farsi. En söm er Tímans gerðin, eins og þar segir. Mér skilst að myndin sé... Nú síðast í fyrradag vill Tímans tönn narta í nýja kvikmynd Þrá- ins Bertelsonar, Magnús. Garri skrifar pistil um myndina sem er fullur með glósur um að í þessari nýju kvikmynd fari lítið fyrir andagift, gamansemi eða metn- aði. Menn gætu kannski haldið að Garri hefði séð myndina og orðið fyrir vonbrigðum og ekki getað orða bundist. Öekkí- nöld- ur hans er ekki annað geðþótta- útlistun á einhverju sem Garri hefur lesið í blöðum --honum „skilst á umsögnum“ að alvara verksins eða gamansemi byggi á hinu og þessu og til að leggja enn meiri áherslu á að hann hefur ekki séð myndina, fjasar hann eitthvað út í bláinn um heiti hennar. Skrýtin kvikmyndakenning Garri þarf nefnilega ekki að skoða sjálfur nýjar íslenskar kvikmyndir - hann hefur komið sér upp kenningu um þær og hún blífur þótt himinn og jörð for- gangi. Kenningin er í stuttu máli sú, að íslenskir kvikmyndagerð- armenn séu allir í því að herma eftir Ingmari Bergman, því þeir bæði semji handrit sín og stjórni svo myndunum. Og þó þetta gangi kannski hjá Ingmari karlin- um, þá sé það borin von að sveinstaulum af íslandi sé gefin sú andleg spektin að þeir megi eftir leika. Garri segir: „Svo einkennilega vill til að í kvikmyndaheiminum er heldur óvenjulegt að leikstjórar semji og leikstýri verkum sínum. Hér á landi er þessu öfugt farið. Það hefur leitt til þess að hér fær ekki að þróast kvikmyndaiðnaður sem skiptir máli, hvorki fyrir okkur né aðra. Það er hægt að henda milj- ónatugum í kvikmyndasjóð til viðbótar því sem hann fær, og af- raksturinn verður enn fleiri til- raunir manna sem telja sáluhjálp- aratriði að semja og stjórna eigin kvikmyndum." Þráinn Bertelsson hefur ein- mitt framið þá synd að bæði semja handrit og leikstýra - og því skal hans mynd aum heita óséð. Allt í steik í Garraklausunni sem til var vitnað er allt í steik, eins og krakkarnir segja. Vitanlega er það alls ekki „óvenjulegt" í kvik- myndaheiminum að „leikstjórar semji og leikstýri verkum sín- um“. Um það eru ótal dæmi allt frá upphafi kvikmyndagerðarog fram á þennan dag. Slíkur metn- aður í starfi er í sjálfu sér hvorki ávísun á sigur né ósigur, það get- ur hver maður sagt sér sjáifur. En hitt mega menn þó hafa í huga, að mjög mikið af hinum bestu myndum eru einmitt eftir höf- unda sem gera allt í senn: stjórna tökumönnum og leikurum og leggja þeim orð í munn. Og í ann- an stað: það iiggur líka í kvik- myndarinnar eðli, að ef byggt er á handriti annars höfundar, þá eru afskipti stjórnanda af því miklu róttækari og afdrifaríkari en til dæmis afskipti leikstjóra af verki semskrifaðerfyrirsvið. Þaðer svo í anda fornra og lágkúrulegra Tímahefða að bölsótast út í að „hægt er að henda miljónatugum í kvikmyndasjóð“, eins og þar stendur. Við vitum vel, að það munu aldrei nást sættir um það hvernig kvikmyndasjóður ver fé sínubest. En hitt er víst, aðef það þras á að nota til að kippa undan honum peningafótum, þá verða engar íslenskar kvikmyndir til. Og þar með eru íslendingar sem filmuneytendur orðnir enn hreinræktaðri amríkanar en þeir þó eru um þessar mundir. Guðbrenska En víkjum aftur að þeim Garrasið að setja upp hundshaus yfir kvikmynd sem hann hefur ekki séð. Þessi siður er ekki nýr, hann á rætur að rekja til „guð- brenska kerfisins" sem svo hefur verið nefnt. Guðbrandur Jónsson hét mað- ur og skrifaði útvarpsgagnrýni fyrir Vísi. Eitt sinn birtist umsögn eftir hann um útvarpserindi, sem var á dagskrá kvöldið áður og Guðbrandur sagði að hefði verið ruglingslegt og illa flutt. Vandinn var hinsvegar sá, að fyrirlesarinn hafði forfallast: erindið hafði ekki verið flutt. Varð af þessu hvellur nokkur eins og nærri má geta. Guðbrandur Jónsson skrif- aði afsökun í Vísi þess efnis, að hann hefði sofnað út frá útvarps- dagskránni kvöldið áður en greinin birtist, en þegar hann vaknaði hefði hann farið að lesa úr krassi sem hann hafði sett á blað á hnjám sér, einskonar prív- athraðritun sem hann hafði kom- ið sér upp. Og úr því pári las hann svo dóminn um erindið sem aldrei var flutt. Jón prófessor Helgason orti síðan ágætt kvæði um þessa „hraðritun“, sem byrjar á þessum línum: Að temja sér hraðritun jysir nú margan mann og mikilsvert á hvaða kerfi menn þá leggja stund, þótt góð þyki táknin sem Gabelsberger fann er guðbrenzka kerfið samt hentugra á marga lund, Kvæðinu lýkur svo á þessum eftirminnilegu orðum hér: En innræti mannsins sem úr hinu skrifaða les er auðvitað dálítill þqttur í svona kerfi ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6'108 Reykjavík Sími: 68133 Kvöldsími:681348 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrlrblaöamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.),Guömundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, ólafur Gíslason. Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), ÞorfinnurOmarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Husmóölr: Eria Lárusdóttir ÚtbreiÖ8lu-ogafgreiÖ8lu8tjóri:GuðrúnGísladóttir. Afgreiösla: Ðára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaöur: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiösla, rltstjórn: Siöumúla 6, Reykjavík, símar: 6Ö13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Augiýsingar: Síðumúia 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblaö: 140 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Fímmtudagur 17. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.