Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Brasilía Stórminnkandi fólksfjölgun Astæbur sagðar vera útbreiðsla getnaðarvarna og sjónvarps auk stöðnunar og óvissu í efnahagsmálum r Aeinnar kynslóðar tímabili hef- ur dregið úr barneignum Brasilíumanna um nærri helm- ing, og kemst sérfræðingur einn um það efni svo að orði, að fólks- fjölgunarsprengja landsins hafi verið gerð óvirk. 1970 eignuðust brasilískar konur 5,75 börn að meðaitali, en nú er sú tala komin niður í 3,2. íbúar Brasilíu eru nú um 145 miljónir og verða sennilega orðn- ir um 170 miljónir um næstu alda- mót. En sú tala er 50 miljónum neðan við spá lýðfræðinga fyrir um tíu árum. Þessi mikla fækkun fæðinga hefur komið mörgum að- ilum, sérfróðum á þessu sviði, á óvart. Ástæðurnar sem þeir nefna til fæðingafækkunarinnar eru stóraukin notkun getnaðar- varna, stöðnun í efnahagslífi síð- asta áratuginn og útbreiðsla sjón- varps. Eins og sakir standa hagnýta tvær af hverjum þremur giftum brasilískum konum sér getnaðar- varnir af ýmsu tagi, samkvæmt upplýsingum frá Bemfam, stærstu fjölskylduáætlanastofnun landsins. Algengast er að nota pilluna eða að láta gera sig ó - frjóa, og hvorugt er miklum erfið- leikum bundið fyrir þorra brasilí- skra kvenna nú til dags. 27 af hundraði giftra kvenna brasilí- skra hafa látið gera sig ófrjóar. Til samanburðar má geta þess, að 17 af hundraði bandarískra kvenna í hjónabandi hafa látið framkvæma á sér ófrjósemisað- gerð. Aðeins sárafáir brasilískir karlmenn hafa hinsvegar látið gera sig ófrjóa. Stöðnun og óvissuástand í efnahagsmaTúm og þar með-við- víkjandi lífskjörum hefur einnig átt sinn þátt í draga úr fjölda fæð- inga. Er þetta athyglisvert, þar eð reyndin frá Norður-Ameríku og Evrópu er sú, að fækkandi fæð- ingar fylgi batnandi lífskjörum. Brasilíumenn af lægri stéttum segja oft, að þeir hafi ekki efni á að eiga fleiri börn. Þetta er rót- tæk viðhorfsbreyting frá því sem áður var, því að þá hrúguðu bras- ilískir foreldrar niður börnum, sama hve fátækir þeir voru. Félagsfræðingar telja að sjón- varpið, sem þorri landsmanna horfir nú á, hafi átt verulegan þátt í þessari breytingu. f því ber mest á gildismati efri- og milli- stétta iðnvædds samfélags og borga. Og lífsstíl þess fólks heyrir ekki til að eiga mörg börn. Hliðstæð fækkun fæðinga hef- ur—nndahfarið" átt sér stað í tveimur öðrum fjölmennum róm- anskamerískum löndum, Mexíkó og Kólombíu. í þeim löndum báðum hafa stjórnvöld staðið fyrir umfangsmiklum fjölskyldu- áætlunum. En ekki þau brasil- ísku. Þegar fjölskylduáætlanir komu þar fyrst til tals á sjöunda áratugnum, snerust stjórnvöld og kaþólska kirkjan, sem þorri landsmanna tilheyrir, gegn þeim af fjandskap, en síðustu árin hafa þessir aðilar yfirleitt látið ein- staklingsframtak um fjölskylduá- ætlanir afskiptalaust. Læknir einn sem starfar við eina þeirra stofnana, er hafa þetta með höndum, segir að afstaða Bras- ilíumanna til ófrjósemisaðgerða hafi undanfarið gerbreyst. Þrátt fyrir mikla notkun getn- aðarvarna er mikið um fóstur- eyðingar, og árlega láta þrjár miljónir brasilískra kvenna eyða fóstri ólöglega. Mikil fátækt og skortur á viðunandi heilbrigðis- þjónustu fyrir margt lágstéttar- fólk leiða af sér mikinn barna- dauða. Um 300,000 brasilísk börn deyja árlega á fyrsta ári. Aukið innstreymi kvenna á vinnumarkaðinn á að líkindum einhvern þátt í fækkun fæðinga. Fyrirtæki vilja ógjarnan ráða í vinnu konur, sem búast má við að verði frá vinnu um lengri eða skemmri tíma vegna þungungar og barnsburðar. Gengur þetta svo langt að sumir atvinnurek- endur neita að ráða í vinnu ungar konur, nema því aðeins að þær hafi vottorð upp á það að þær séu ófrjóar. IHT/-dþ. FLOAMARKAÐURINN Sovétríkin Slíta Litháar flokksbönd? Eistlands-Rússar áfram í verkfalli. Sjálfstjórnarhreyfing í gangi í Aserbædsjan Borðtennisborð STIGA borðtennisborð til sölu. Uppl. í síma 30205. Kvenreiðhjól óskast getins eða ódýrt. Uppl. í síma 33367 e.kl. 18. Til leigu í miðborg Parísar er einstaklingsíbúð búin húsgögnum. Nánari upplýsingar í síma 15687 e.kl. 19. Svalavagn óskast Óska eftir að kaupa svalavagn. Uppl. í síma 13335 e.kl. 17. „Kids Time“ Getur sá sem á forritið Kids Time fyrir Mackintosh tölvu vinsamlegast haft samband við Egil í síma 41156. Til sölu grár Silver Cross barnavagn og bleikur Chicco ungbarnastóll. Uppl. í síma 91 -44304. Til sölu Philco þurrkari með nýjum mótor á kr. 10.000,- og fuglabúr á kr. 3.000,- Uppl. í síma 29672. Kvenreiðhjól Kays kvenreiðhjól til sölu, 3 gíra, sem nýtt. Einnig Subaru bifreið til niðurrifs, verð tilboð. Uppl. í síma 39361 e.kl. 19. Skólaritvél óskast Óska eftir að kaupa skólaritvél. Edda, sími 15188. Ódýrt eða gefins Mig vantar sófa og/eða hægindastól, lítinn skáp eða kommóðu, gamlan síma (svartan) og 4-6 eldhússtóla. Guðrún, sími 681663 kl. 9-17 og 21341 á kvöldin. Til sölu fataskápur og Ijósgrátt teppi, selst á vægu verði. Einnig óskast keypt á sama stað 6-700 lítra frystikista ódýrt (útlit er aukaatriði). Uppl. í síma 72596. Daihatsu sendibíll (bitabox) til sölu. Ágætís bíll, árg. '84, ný dekk og öryggisgrind. Uppl. í síma 17482, Ólafur. fbúð til leigu 3 herbergja íbúð í vesturbæ til leigu. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 27117 kl. 19-21 næstu daga. Kattavinir Tæplega 2 ára fresskött vantar ástríkt heimili. Hann er geðgóður og þrifinn. Uppl. í síma 27117. Til sölu lítið notað ítalskt leðurpils, slétt, milli- grátt nr. 42 og nýtt blágrænt polyest- erpils nr. 18. Sími 83837 e.kl. 15. Gamlir hægindastólar og sófi óskast ódýrt eða gefins. Vinsamlega hringið í síma 680059 í kvöld. 12 gíra ítalskt kappreiðahjól til sölu, lítið notað, í toppstandi og selst á hálfvirði. Einnig til sölu En- somic synthesizer með innbyggðum 8 rása sequemser svo til nýtt og selst ódýrt. Uppl. í síma 10391 á kvöldin. Vantar mjög ódýra þvottavél. Á sama stað fæst gefins botnlaust hjónarúm. Sími 42754 kl. 12-20. 4 nýleg sumardekk 13 tommu, til sölu. Uppl. í síma 22439. Óska eftir stól, gömlum klæðaskáp (gjarnan með spegli) og eldavél. Uppl. í síma 10242. Kettlingar 3 kassavana kettlinga af Blóma- skálakyni vantar heimili. Uppl. í síma 686114. Tölva óskast Óska eftir notaðri tveggja drifa tölvu í góðu ástandi. Uppl. á skrifstofutíma í síma 681310. Svanheiður. Ungur, auralaus maður óskar eftir nothæfum ísskáp, sjón- varpi, kommóðu og ryksugu gefins. Uppl. í síma 73829 e.kl. 17. Til sölu ódýrir varahlutir úr Lödu 1600 árg. '81, s.s. vatnskassi, start- ari, blöndungur, kveikja, þurrkumótor og þurrkuarmar, afturljós, framljós, grill, bensíndælaog mælaborð. Uppl. í síma 73829 e.kl. 17. Óska eftir gangfærum bíl á númerum ódýrt eða gefins. Sími 73829 e.kl. 17. Markaður Hlaðvarpans Tökum í umboðssölu handgerða- muni, t.d. skartgripi, útskurð, keram- ik, föt, vefnað, leikföng og margt fleira. Til sölu 2 dekkjagangar undir Fiat 127 (vetrar og sumar). Uppl. í síma 34597 e.kl. 18, eða í síma 985-20325. Rússneskar vörur í miklu úrvali til sölu í Kolaportinu alla laugardaga. Uppl. í síma 19239. Haft er eftir talsmönnum kom- múnistaflokksins í Litháen að í röðum hans sé nú til athugunar að gera hann óháðan Kommún- istaflokki Sovétríkjanna. Kom- múnistaflokkar allra sovétlýð- velda eru deildir í þeim flokki, en nú hyggja litháískir kommúnistar á að slíta þau tengsl. Ef af því verður, er ætlunin að samskipti þeirra og sovéska kommúnista- flokksins verði eftir það á fullum j afnrétt isgr u ndvelli. Valerijonas Baltrunas, helsti hugmyndafræðingur lítháískra kommúnista, segir að ljóst sé að sú staðreynd, að flokkur hans sé bæði að foTmi til og í raun deild í sovéska kommúnistaflokknum, spilli mjög fvrir honum meðal al- Ungverska blaðið Nepszabad- sag, sem er málgagn kommúnistaflokksins þarlendis, hélt því fram í gær að um 4000 Austur-Þjóðverjar a.m.k. hefðu það sem af er árinu verið hand- teknir við austurrísku landamær- in, er þeir reyndu að komast yfir þau án ieyfis ungverskra yfir- valda. Lýsti blaðið yfir stórum áhyggjum ungverskra stjórn- valda út af flóttamannastraumi Bush setur Castro skilyrði Bush Bandaríkjaforseti lýsti þvi yfir í gær, að hann væri ekki til viðtals um bætt samskipti Banda- ríkjanna og Kúbu nema því að- eins að stjórnmálakerfi síðar- nefnda landsins yrði breytt. Sagði Bush þetta í ræðu sem hann flutti í Miami til stuðnings frambjóð- anda repúblíkana til Bandaríkja- þings. Kúbanir í Miami, sem þar eru mjög fjölmennir og hafa mikil áhrif í bandarískum stjórnmálum, eru flestir harðir andstæðingar Castros. mennings. f kosningunum til so- véska fulltrúaþingsins í mars s.l. fór litháíski kommúnistaflokkur- inn miklar hrakfarir og forustu- menn hans óttast að hann fári enn verr út úr kosningum til æðsta- ráðs (þings) Iandsins, sem fram eiga að fara fyrir næsta vor, nema að áðurnefnt skref verðí tekið. Um 40,000 Rússar í Eistlandi eru enn í verkfalli til að mótmæla lögum þess efnis, að menn verði að hafa dvalist vissan árafjölda í landinu til að öðlast kosningarétt og kjörgengi. Ljóst er að ráða- menn í Moskvu hafa verulegar áhyggjur af gangi mála í baltnesku lýðveldunum, ekki síst vegna þess að árangur sjálfstjórn- arhreyfinga þar hefur greinilega haft mikil áhrif á íbúa fleiri so- þessum, en samkvæmt óopinber- um heimildum hefur nú yfir milj- ón Austur-Þjóðverja í hyggju að flytjast til Vestur-Þýskalands. Ungverska stjórnin er í þessu máli milli tveggja elda. Hún undirritaði fyrr á árinu sáttmála gerðan af Sameinuðu þjóðunum um að greiða fyrir flótta- mönnum, en einnig er í gildi samningur milli Austur- Þýskalands og Ungverjalands um að síðarnefnda ríkið leyfi ekki þegnum hins fyrrnefnda að kom- ast yfir land sitt til Vestur- Evrópu. Frá því að Ungverjar tóku að klippa niður þann kafla járntjaldsins, sem aðskildi þá og Austurríkismenn, hefur mjög færst í vöxt að Austur- Þjóðverjar, sem flytjast vilja vestur, reyni að komast þangað þá leiðina. Mörgum mun hafa tekist að komast til Austurríkis framhjá ungverskum landamæra- vörðum. Vesturþýska stjórnin hefur í bráðina lokað sendiráði sínu í Búdapest fyrir fólki frá Austur- Þýskalandi, þar eð það er þegar troðfullt af flóttamönnum þaðan. Reuter/-dþ. vétlýðvelda. Þannig er þjóðernis- hreyfing í sókn í Moldavíu, þar sem Rúmenar búa, og í Aserbæd- sjan hefur verið stofnuð sjálf- stjórnarhreyfing, sem nefnist Al- þýðufylking að baltneskri fyrir- mynd. Á mánudag mættu að sögn Reuters um 150,000 manns til fundar, sem samtök þessi boðuðu til á aðaltorginu í Bakú. Var þar krafist opinberrar viðurkenning- ar á samtökunum og að yfirráð Aserbædsjans yfir Fjalla- Karabak yrðu tryggð til frambúð- ar. Þessiþjóðernishreyfing Asera er gagnsýrð miklu hatri á Armen- um. Reuter/-dþ. Stúdentar í herskóla Allir þeir stúdentar er innritast í Pekingháskóla í byrjun næsta námsmisseris verða sendir í her- skóla, þar sem þeir verða að gangast undir „hernaðarlega og pólitíska þjálfun“ í ár áður en þeir fá að hefja nám í háskólan- um. Þar að auki verður aðeins 800 nýjum stúdentum leyft að innritast í skólann í haust, í stað 2000 eins og upphaflega hafði verið fyrirhugað. Stúdentar í Pekingháskóla höfðu öllum öðr- um fremur forustu í lýðræðis- hreyfingunni, sem brotin var á bak aftur í júní s.l. Noraid-manni vísað frá Bretlandi Martin Galvin, lögfræðingur í New York og einn ráðamanna stofnunar að nafni Noraid, var handtekinn af lögreglu í norður- írsku borginni Londonderry á þriðjudag og hefur verið sendur til baka til heimalands síns með breskri herflugvél. Noraid, sem einkum nýtur stuðnings írskætt- aðs fólks í Boston og New York, beitir sér fyrir því að Bretar láti af höndum Norður-írland og hefur að áliti breskra yfirvalda stutt írska lýðveldisherinn (IRA) dyggilega með fjárframlögum. Galvin hefur verið útlægur í Bret- landi síðan 1984. (írA brosum/ og ¥ alltgengurbetur * Ungverjaland Ahyggjuraf flóttamannastraumi 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.